Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 23

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 23
SÖFNUNARSÍMINN 907 2020 Chikumbutso missti pabba sinn úr alnæmi en býr með mömmu sinni og systkinum. Hann langar að verða lögreglumaður þegar hann verður stór. Chikumbutso Stafford, 5 ára Landssöfnun Rauða kross Íslands 9. september 2006 Í dag stendur Rauði kross Íslands fyrir landssöfnun undir kjörorðunum „Göngum til góðs“. Fjöldi sjálfboðaliða munu ganga í öll hús á landinu og safna framlögum. Söfnunin er tileinkuð börnum í sunnanverðri Afríku, sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Söfnunarféð verður nýtt óskert til að bæta líf þeirra. Rauði krossinn biður um aðstoð þína í dag. Þátttaka þín getur verið með þrennum hætti: Gakktu til góðs Húsin á landinu eru mörg – því þarf marga sjálfboðaliða, til að ganga í hús í einn eða tvo klukkutíma. Verum viðbúin heimsókn Öll framlög eru vel þegin. Hringdu í 907 2020 Ef þú verður ekki heima í dag, eða hefur ekki handbært fé þegar sjálfboðaliði heimsækir þig, getur þú hringt í Söfnunarsímann 907 2020. Þá færist 1.200 kr. framlag á næsta símareikning. 2 3 1 Hólmfríður vann lengst af sem framkvæmdastjóri stéttarfélaga en settist nýverið á skólabekk og nemur nú sagnfræði við Háskóla Íslands. Hólmfríður hefur alla tíð haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur mannréttindum og umhverfisvernd og verið virk í margvíslegu félagsstarfi því tengdu. Hún ætlar að ganga til góðs í dag ásamt nokkrum afkomenda sinna. Hólmfríður Árnadóttir, 67 ára M TIL GÓÐS Í DAG Helga er sjálfboðaliði í Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, svokallaður heimsóknarvinur. Í vetur heimsótti Helga eldri konu vikulega og langveik börn í Rjóðrinu í Kópavogi í sumar. Helga er að læra hjúkrunarfræði og fyrir tveimur árum var hún sjálfboðaliði á barnaspítala í Höfðaborg í Suður-Afríku. Hún stefnir að því að vinna við hjálparstörf í framtíðinni. Helga ætlar að ganga til góðs með vinkonu sinni í dag. Helga Guðmundsdóttir, 23 ára Rose gekk í Rauða krossinn fyrir 4 árum og er umsjónarkona með heimahlynningu í þorpinu Nkalo þar sem hún heldur utan um hóp sjálfboðaliða. Faðir Rose lést úr alnæmi fyrir nokkrum árum og hún býr með systur sinni. Rose þurfti að hætta í skóla en er ákveðin í að byrja aftur núna þegar hún hefur efni á að borga skólagjöld. Hallgrími finnst skemmtilegast að leika sér í frímínútunum í skólanum, en líka í heimilisfræði og tölvum. Hann ætlar að verða hnífagerðarmaður í Sviss eða Afríku þegar hann verður stór. Hallgrímur gengur til góðs með fjölskyldu sinni í dag. Rose M’manga, 23 ára Hallgrímur Kjartansson, 7 ára Jean býr í þorpinu Nkalo og er formaður sjálfshjálparhóps Rauða krossins fyrir alnæmissmitaða. Hún missti eiginmann sinn úr alnæmi árið 2003 og stuttu síðar greindist hún sjálf jákvæð. Jean hefur unnið að því að eyða fordómum í garð alnæmissmitaðra og að sem flestir fari í alnæmispróf til að fá aðgang að lyfjum ef þeir þurfa. Jean Macheso, 45 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.