Morgunblaðið - 09.09.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
WWW.EBK.DK
Dagverdarness 76, Skorradal
Glæsileg dönsk hönnun með fallegum úthugsuðum smáatriðum. Stórir útsýnisgluggar, háar
framhliðar, hátt upp í mæni i öllu húsinu, sem hleypa inn mikilli birtu og skapa gott loft og vellíðan.
EBK býður 4 tegundir húsa og 35 útfœrslur. Möguleiki er á sérútfœrslum á innréttingum og að fá húsin
á mismunandi byggingarstigum. Við höfum verið hluti af sumar húsalífi á Íslandi og í Danmörku i 30 ár.
Sölumenn okkar og ráðgjafar Morten Eistorp GSM + 45 21 61 58 56 eða Trine Lundgaard Olsen
GSM +45 61 62 05 25 gefa allar upplýsingar á dönsku/ensku og senda sölubœklinga (á dönsku).
Nýtt: OPIÐ HÚS laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. sept. kl. 13-16
Aðalskriftstofa: +45-58 56 04 00
Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Mán.- fös.: 8-16.30
Sun. og helgidaga: 13-17
BELLA CENTER: +45-32 52 46 54
C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København
Mán.- mið. og lau. 13-17
Sun. og helgidaga: 11-17
6
4
37
EBK SØHOLM 108, bebygget areal 94 kvm, overdækket terrasseareal 13 kvm.
Á heimasíðu okkar er hægt að sjá husin sem við bjóðum. Sýningahús eru staðsett við
aðalskrifstofu okkar og við Bella Center:
OPIÐ HÚS Í SKORRADAL
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Mér finnst þetta mjög
gaman, eins og allt sem maður
gerir í kringum hestamennskuna. Í
þessu fer mjög vel saman gaman
og erfiði,“ sagði Hugrún Jóhanns-
dóttir, sem er aðalkennari á nýrri
námsbraut í reiðmennsku við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Hún býr í
Austurkoti skammt sunnan Selfoss
ásamt manni sínum Páli Braga
Hólmarssyni. Hugrún er alin upp í
hestamannafélaginu Gusti í Kópa-
vogi og byrjaði að vinna við hesta-
mennsku veturinn 1992, fyrst við
tamningar, síðar einnig við reið-
kennslu og kaup og sölu á hestum.
Núna eru þau félagar í Sleipni á
Selfossi.
Þau hjónin eru vel tengd erlend-
is varðandi hestamennskuna með
kennslu og viðskipti, eiga hlut í bú-
garði í Finnlandi ásamt því að vera
með sambönd í nokkrum löndum. Í
Austurkoti hafa þau hjónin byggt
upp mikla athafnasemi í kringum
hestamennskuna og í hrossahópn-
um eru milli 50 og 100 hross.
Mikill áhugi hjá
nemendunum
„Ég tók að mér kennslu á þess-
ari námsbraut sem reiðkennari en
reiðskemman í Votmúla þar sem
kennslan fer fram er nánast hér á
hlaðinu þannig að þetta er mjög
handhægt fyrir mig. Mér finnst
þessi námsbraut athyglisverð og
hún mun örugglega skapa upp-
byggingu fyrir ungt fólk í grein-
inni,“ sagði Hugrún sem segir
verkefnið þannig að hvorki hross
né nemendur megi missa úr tíma
og hefur því tiltæka aðstoðarmenn
til að hlaupa í skarðið ef þarf. „Við
leggjum til reiðtygi og hesta en
krakkarnir koma með hjálm og
sinn eigin reiðfatnað. Kennslan
byggist á knapamerkjakerfinu en
það kerfi auðveldar krökkunum að
fara úr einum stað á annan í
kennslu. Svo blanda ég inn í þetta
áherslum í reiðmennsku sem hafa
reynst mér vel í gegnum tíðina og
víkkar enn meira sjóndeildarhring-
inn.
Þetta verkefni í Fjölbrautaskól-
anum hérna á væntanlega eftir að
vaxa verulega. Mitt verk er að
leiða þetta af stað. Núna erum við
með 12 nemendur og ef þeir vilja
geta þeir haldið áfram á næstu önn
í þriðja knapamerkið og þá hleyp-
um við öðrum tólf inn. Ef þetta
tekst vel getur þetta undið upp á
sig margfalt. Auðvitað væri það
mjög gaman.
Ég held að það sé langt síðan
þörfin fyrir svona skóla varð til.
Ástæða þess er áhugi fólks og að
hestamennskan er stórt sport. Það
er mikill áhugi hjá krökkunum og
þau eru hreinlega ólm í að koma í
tíma. Þessi almenni áhugi fyrir
hestamennskunni byggist á því að
fólk vill bæta sig í áhugamáli sínu
og stunda það af alvöru og ákveð-
inni fagmennsku,“ sagði Hugrún.
Mikið sköpunarstarf
„Ja, það má segja að ég sé í öllu
sem þarf í hestamennsku, að
temja, selja og kaupa og svo að
sinna almennum bústörfum sem
eru þungamiðja þess að starfsemin
gangi vel. Ég tek svo að mér tíma-
bundin verkefni hér og þar á Suð-
urlandi og á höfuðborgarsvæðinu.
Svo förum við líka utan til að
kenna á námskeiðum og sinna
verkefnum. Við höfum síðastliðin
tvö ár séð um sýningu á íslenska
hestinum í Finnlandi. Þetta er al-
þjóðleg sýning og keppni og við út-
vegum knapa og búum til flotta
sýningu. Í ár verður þessi sýning í
kringum 20. október í Helsinki,“
segir Hugrún og greinilegt er að
hestamennskan á hug hennar allan.
„Þetta er það mikil vinna að
maður væri ekki í þessu ef það
væri ekki skemmtilegt. Það má
segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll
og maður er í raun alltaf á vakt í
þessu. Þetta starf gefur manni
ákveðið frelsi, að geta ráðið eigin
verkefnum. Ég held reyndar að
maður fæðist með áhuga á dýrum,
þá er hestamennskan skemmti-
legur lífsstíll og atvinnumöguleiki.
Ætli það sé ekki nærveran við
náttúruna og svo sköpunarstarfið
sem gerir þetta skemmtilegt. Það
má alveg segja að þetta sé eins og
hjá listamanni sem fær hrátt efni
og býr til listaverk. Það er sann-
arlega heillandi að fá óþjálfaðan
hest og gera úr honum gæðing og
líka að fá til sín óvanan nema og
gera úr honum góðan hestamann
og knapa. Sjálf sæki ég í verkefni
sem gefa mér ánægju og árangur,
hvort sem er í viðskiptum eða
keppni. Þessu fylgir mikil viðvera
og nákvæmni sem nauðsynlegt er
að gera sér grein fyrir eigi árang-
ur að nást,“ segir Hugrún sem hef-
ur tekið þátt í fjölda móta og unnið
til verðlauna. Hún var í íslenska
landsliðinu í Austurríki 2001 og
vann þar til bronsverðlauna í sam-
anlögðu á Súlu frá Bjarnastöðum.
Fylgi hugsun hestsins
„Ég fylgi því eftir hvernig hest-
urinn hugsar úti í náttúrunni,“
sagði Hugrún þegar hún var spurð
um aðferðir sínar við að nálgast
hestinn í tamningu. „Ég reyni að
skapa aðstæður þar sem hesturinn
getur bara gert það sem rétt er.
Það sem honum er boðið að velja
þarf að vera rétt og hann hlýtur
umbun fyrir,“ segir Hugrún Jó-
hannsdóttir, húsfreyja og hesta-
maður í Austurkoti, þegar hún er
beðin að lýsa þeim grunnþáttum
sem hún leggur áherslu á þegar
hún fæst við tamningar og mótun á
hestum. „Í þessu starfi eru fólgin
tækifæri í hverjum nýjum degi
þegar maður er með hest í tamn-
ingu eða ungt fólk í námi.“
Hugrún Jóhannsdóttir er reiðkennari og hestamaður í Austurkoti
Heillandi að fá til sín óþjálfaðan
hest og gera úr honum gæðing
Hestamaður Hugrún Jóhannsdóttir kennari með dótturina Elínu Þórdísi
og Fork, 5 vetra, fyrstu verðlauna stóðhest frá Austurkoti, fallegan hest úr
eigin ræktun sem er reyndar á förum til Svíþjóðar til nýrra eigenda.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
LANDIÐ
Grímsey | Tveir blaðamenn, þeir
Eric van den Berg og Stefan Kuit,
starfa báðir við dagblaðið de Volks-
krant sem er nokkurs konar „Morg-
unblað“ Hollendinga. Ericmun
skrifar stóra grein í blaðið en Stef-
an er hér til að taka netkvikmynd
um Grímsey og lífið á heimskauts-
baug. Þessi mynd mun birtast á net-
síðu de Volkskrant í október nk.
Þeir félagar hafa 10 daga viðdvöl á
Íslandi. Önnur viðfangsefni ferð-
arinnar er að skrifa um og mynda
lífið í Reykjavík, á Búðum á Snæ-
fellsnesi og við Mývatn svo eitthvað
sé nefnt. Stór hluti efnis frá Gríms-
ey mun tileinkaður taflinu, dr.
Daníel Willard Fiske og hans miklu
áhrifum á líf Grímseyinga fyrr og
nú. Og svo munu þeir auðvitað sýna
og segja frá mannlífinu í dag á
heimskautsbaugnum.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Hollendingarnir Stefan Kuit og Eric van den Berg leist vel á Grímsey.
Skrifa um eyjuna
á heimskautsbaug
Þorlákshöfn | Tíu ný störf verða til
í Þorlákshöfn þegar fyrirtækið Ifex
hefur þar starfsemi. Ifex er fimm
ára gamalt fyrirtæki sem sérhæft
hefur sig í framleiðslu fóðurs fyrir
hunda og ketti. Það hefur verið
starfandi í Sandgerði, en er þessa
dagana að koma sér fyrir í nýju og
hentugra húsnæði í Þorlákshöfn.
Halldór Berg Jónsson, annar
tveggja stjórnenda fyrirtækisins,
segir að fyrirtækið verði með aukin
umsvif í nýja húsnæðinu. Starfs-
fólki fjölgi úr 5–6 í 10 manns og
framleiðslan aukist um 50%. Í Þor-
lákshöfn verði farið af stað með
nýja vinnslu á blautfóðri, en hráefn-
ið í vinnsluna er fyrst og fremst
fiskur. Fram að þessu hefur fyr-
irtækið eingöngu framleitt snakk
og þurrfóður. Hann segir að fram-
leiðslan sé seld um allan heim. Mik-
ið fari til Ítalíu og Norðurlandanna,
en einnig til Japan, Bandaríkjanna
og víðar. Vel hafi gengið að selja
framleiðsluna.
Í tengslum við flutning fyrirtæk-
isins keypti það nýja niðursuðu-
verksmiðju frá Kína en sú fjárfest-
ing er liður í sókn fyrirtækisins á
innlendan markað
Halldór segir að ekki hafi gengið
nægilega vel að fá fólk til starfa.
Fyrirtækið hafi því þurft að leita til
Pólands eftir starfsfólki.
Meðal hluthafa í Ifex er Lýsi hf.
Tíu ný störf til
Þorlákshafnar
Þorlákshöfn | Framkvæmdir við
Suðurstrandarveg og nýja inn-
keyrslu að Þorlákshöfn hafa tafist,
fyrst og fremst vegna þess að af-
hending á stálrörum í undirgöng
tafðist. Framkvæmdum átti að vera
lokið 1. september en hann hefur
verið framlengdur til 15. sept.
Þegar innkeyrslan verður tengd
við þjóðveginn verður hann tekinn í
sundur og öll umferð fer að hring-
torgi og deilist þaðan miðbæ eða
höfninni. Rætt hefur verið um
hvernig hægt verður að koma í veg
fyrir of mikinn umferðarhraða þeg-
ar ný innkeyrsla mætir Selvogs-
braut. Til skoðunar hefur verið að
setja þar upp hringtorg, en það
verður ekki gert að sinni.
Tafir við nýja inn-
keyrslu í bæinn