Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.2006, Blaðsíða 28
Í hásæti Eins og drottning trónir Hrafnhildur Eiríksdóttir í „kóngastól“ hjá mömmu sinni. Ég hef heyrt að það hafieitthvað með kynlíf aðgera,“ svarar ÞórunnLárusdóttir leikkona hnellin þegar hún er innt eftir því hvað orsakar afburðafrjósemi leik- kvenna í sýningunni Eldhús eftir máli eftir Völu Þórsdóttur sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þórunn eign- aðist soninn Kolbein Lárus fyrir um einum og hálfum mánuði, sex vikum eftir að starfssystir hennar, Aino Freyja Järvelä, ól dótturina Hrafn- hildi. Báðar voru þær þannig með laumufarþega innanborðs þegar þær stóðu á sviðinu á Smíðaverk- stæðinu á síðasta leikári. Þriðja leikkonan, María Pálsdóttir, væntir sín svo í janúar næstkomandi þann- ig að lítil leikarakríli halda áfram að vera viðloðandi sýninguna, þegar hún verður tekin aftur til sýninga nú um helgina. „Ég hef líka heyrt þá skýringu að það sé gegnumtrekkur á Smíða- verkstæðinu,“ bætir María við og uppsker hlátur stallsystra sinna sem upplýsa í hálfkæringi að í raun- inni sé Kjartan Guðjónsson, eini karlleikarinn í sýningunni, faðir allra barnanna. „Að öllu gamni slepptu er svolítið magnað hvað hann er næmur,“ heldur María áfram. „Ég held að í öllum þremur tilfellum hafi hann gengið að okkur og spurt hvort við værum ófrískar áður en við vorum búnar að segja nokkrum í hópnum frá þessu. Og þá þurfti maður að ljúga einhverju – að þetta væri bara brjóstahaldarinn eða eitthvað.“ Kenndi jólaátinu um Aino Freyja tekur undir þetta. „Til að byrja með var þetta algjört leyndó hjá manni,“ segir hún og Þórunn kinkar kolli. „Ég man að ég bjó til ægilega lygasögu eftir jólin þegar ég sagði að ég hefði sleppt mér í átinu yfir hátíðirnar og væri þess vegna búin að fitna. Þegar Aino sagði mér að hún væri ólétt þurfti ég virkilega að bíta á vörina til að missa ekki út úr mér að ég væri það líka. Mig langaði svo að segja frá þessu.“ Aino Freyja brosir út í annað: „Einhvern tímann þegar Þórunn var að skipta um búning sló það mig að ég kannaðist eitthvað við lagið sem var komið á líkamann á henni. Ég kunni samt ekki við að spyrja ef vera skyldi að hún hefði bara fitnað. Svo tilkynnti hún þetta daginn eftir yfir hópinn.“ „Við vorum endalaust að tilkynna um óléttur,“ stingur María að og játar að kannski hafi þungun hinna tveggja haft áhrif á að hún ákvað að slá til. „Ég á fjögurra ára son fyrir og það stóð alltaf til að koma með fleiri börn, áður en hann yrði ellidauður. En þegar þær voru báðar komnar með bumburnar fóru eggjastokk- arnir að hringla á fullu og þar sem tíminn hentaði mér vel var ekki eft- ir neinu að bíða.“ Hálfundarlega á hlið Þær Þórunn og Aino Freyja segja það hafa verið mikils virði að fylgjast að á meðgöngunni, bæði á æfingatímabilinu og eins eftir að sýningar hófust. „Það væri reyndar mjög athyglisvert að láta þau Hrafnhildi og Kolbein Lárus hlusta á sýningu því þau voru auðvitað með á öllum sýningum í vor,“ segir Aino Freyja. „Þau hljóta hreinlega að kannast við hana.“ Líkt og til að bregðast við þessari athugasemd hefur Kolbeinn Lárus upp raust sína af ákefð og vill greinilega vera með í viðtalinu. „Unnusta“ hans Hrafnhildur er öllu yfirvegaðri og horfir róleg á þegar Þórunn þaggar niður í unga mann- inum með vel þeginni næringu, þannig að spjallið getur haldið áfram og talið berst að sýningunum fram undan. „Auðvitað ætluðum við Aino að vera í barnseignarfríi en þar sem það verða bara örfáar sýn- ingar fannst mér þetta í lagi,“ segir Þórunn og Aino Freyja samsinnir. „Nú er maður bara byrjaður að mjólka og búinn að koma sér upp lager inni í frysti,“ segir hún. Þór- unn hyggst hins vegar gefa drengn- um sopann sinn rétt áður en hún fer inn á svið. „Svo vona ég bara að minnið og textinn hverfi ekki í brjóstagjafaþokunni!“ Eins og mörgum leikhúsgestum er ferskt í minni fjallar sýningin öðrum þræði um barneignir, barn- leysi og samband móður og barna. Leikkonurnar segja ástand þeirra því ekki hafa spillt fyrir nema síður sé. „Það var allt í lagi að það sæist á mér því minn karakter hefði alveg eins getað átt von á einu barninu í viðbót,“ segir Þórunn, sem leikur sex barna móður í stykkinu. „Ólétt- an dýpkaði bara mína upplifun til- finningalega og vonandi skilaði það sér til áhorfenda.“ Staða Aino Freyju var svolítið öðruvísi. „Ég leik óbyrju í verkinu þannig að ég var í hálfgerðum feluleik allan tím- ann. Reyndar kom sér vel að vita af þessu snemma á æfingaferlinu þannig að tekið var tillit til þessa þegar búningurinn minn var snið- inn. Þetta var dragt sem var mjög bein í sniðinu og tekur af allar línur. Síðan var gert ráð fyrir að hægt væri að víkka hana og þannig tókst að fela bumbuna – í rauninni alveg ótrúlega lengi. Undir lokin var ég nú samt farin að ganga hálfund- arlega, eiginlega á hlið svo prófíll- inn sæist ekki. Ég var síðan komin rúma sjö mánuði á leið þegar Sól- veig Arnarsdóttir tók við af mér í sýningunni.“ Maginn dreginn inn Hlutverk Maríu varð síðan upp- spretta fjörugra samræðna á fæð- ingardeildinni í júní. „Þannig er að persónan mín fæðir fjögur börn að viðstöddum ljósmæðrum sem í leik- ritinu eru hreinlega gerðar að skrímslum,“ segir hún og Aino Freyja kinkar kolli. „Ég var á spít- alanum í fjóra daga þegar Hrafn- hildur fæddist því hún var tekin með keisara. Undir lokin þegar ég var að fara heim spurðu ljósmæð- urnar mig loks hvort mín reynsla af þeim hefði nokkuð verið eins og í leikritinu.“ María getur því allt eins átt von á viðbrögðum í janúar, þegar hún verður gestur fæðingardeildarinnar. „Það verður spennandi að heyra hvort þær hafi séð sýninguna og geri athugasemdir,“ segir hún og hér þykir Þórunni tilhlýðilegt að taka fram að ljósmæður séu „örugg- lega samansafn af yndislegasta fólki“ sem til er á landinu. „Guð minn góður hvað þetta eru almenni- legar konur,“ segir hún með djúpri áherslu og hinar tvær taka undir. María bætir því við að þungunin nú gæti breytt örlítið hlutverki hennar í leikritinu. „Þegar ég kem inn í sýningunni er ég í þröngum kjól og tilkynni sigri hrósandi að ég sé ófrísk – sem enginn hefur vitað. Nú sést einfaldlega að ég er ófrísk þannig að þegar ég segi frá því að ég sé ekki enn búin að segja mann- inum mínum frá því hljómar það svolítið heimskulega. En mér finnst það skemmtilegur núans og opnar fyrir nýja túlkun. Svo gæti ég nátt- úrlega bara dregið inn magann eins og ég gerði í sýningunni Veislunni hér um árið …“ Lítill karl í keng Kolbeinn Lárus Petersen nýtur þess að kúra uppi við malla mömmu. Gegnumtrekkur á Smíðaverkstæðinu Brjóstagjöf og barnahjal hefur að undanförnu ver- ið samofið æfingum leik- enda í Eldhúsi eftir máli sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við þrjár frjósemisgyðjur og tvo fyrrverandi laumufarþega. Morgunblaðið/Ásdís Barnalán Þórunn, María og Aino Freyja stoltar með afkvæmi sín hið innra sem ytra. Fyrir framan er „kær- ustuparið“, Kolbeinn Lárus og Hrafnhildur, sem hafa „þekkst“ frá því mörgum mánuðum fyrir fæðingu sína. ben@mbl.is daglegt líf 28 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.