Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 29

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 29 matur Haustferðir fyrir eldri borgara 5. eða 12. okt. Costa del Sol – nokkur sæti laus Frá 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó á Aquamarina, 5. eða 12. okt. í viku Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika í boði. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Hafnarfjörður sími 510 9500 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Hotel Mediterraneo – fjögurra stjörnu hótel með hálfu fæði. Frá 84.990 kr. Netverð á mann í tvíbýli með hálfu fæði, 3 vikur á Hotel Mediterraneo, 5. eða 12. okt. Innifalið í verði: Flug, skattar, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn. Aukavika í boði. Aquamarina – góð staðsetning og góðar íbúðir. Tryggðu þér sæti í glæsilega haustferð Benidorm – viðbótargisting! ÞEGAR haustar er oft ofgnótt af kryddum, berjum og ilmandi jurt- um og þá er um að gera að nýta tækifærið og fanga þetta dásam- lega bragð til að gæða sér á í vetur. Það má til dæmis gera með því að stinga kryddjurtum í vel hreinsaða flösku og hella yfir olíu. Eða setja ber út í edik og fá þannig til dæmis bláberja-, hindberja- eða rifs- berjaedik á salatið eða út í sósu. Hér eru uppskriftir næstum óþarfar. Það eina sem getur gerst er að olían verði of bragðlítil og þá má bæta við kryddi, eða of bragð- mikil og þá má bæta olíu út í. Velj- ið bara krydd sem fellur að bragð- laukum heimilismanna. Það allra einfaldasta er samt að setja hvít- lauk út í olíu og láta standa í nokkra daga, þá er komin fyrirtaks hvítlauksolía. Gaman er þá að steikja til dæmis fisk og grænmeti upp úr kryddolíu. Flöskur með krydduðu ediki og olíu geta líka verið svo fallegar að þær verða fyrirtaks skraut í eld- húsið eða frumleg tækifærisgjöf. Morgunblaðið/Arnaldur Kryddaðar olíur og berjaedik Eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur Af börnum og kennitölum Erlingur Sigtryggsson veltirfyrir sér fréttum af því að börnum án kennitölu sé meinað um skólagöngu fyrir vestan: Við Ísafjörð er hrímkalt haust. Harðna veður, myrkvast nætur. Kennitölu- liggur laust lítið barn á þúfu og grætur. Davíð Hjálmar Haraldsson telur að málin gætu þróast á annan hátt: Þroskast berið, þrútnar ax, þrátt við Djúpið refir góla. Kennitölum kasta strax krakkar sem ei nenna í skóla. Valdimar Gunnarsson kennari við MA leikur sér að orðum: Sú túlkun er ný, sem nú er beitt naumast að kerfið er mikils virði Án kenni-tölu þú kemst ekki neitt til kenn-aranna á Ísafirði. Loks yrkir Björn Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík: Ekki veit ég baun um barnamennt, búinn þó við hana lengi að glíma. Óteljandi krökkum hef ég kennt en kennitölum aldrei nokkurn tíma. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.