Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLENSKA háskólastigið hefur byggst upp og stækkað afar hratt undanfarin ár og hefur að mörgu leyti tekist vel til, segir Paulo Santiago, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, um skýrslu stofnunarinnar um íslenska háskólastigið. Niðurstöður skýrslunnar voru til umræðu á málþingi sem mennta- málaráðuneytið hélt í gær og kynnti San- tiago skýrsluna. Hann segir mikilvægt að á Íslandi ríki eining um mikilvægi þess að leggja til fjármagn í rannsóknir og ný- sköpun á háskólastigi. Ísland sé meðal þeirra OECD-ríkja sem leggi hlutfalls- lega mest til þessara mála. Þá sé áhersla á jafnrétti til náms hér á landi af hinu góða. Santiago segir íslenska háskólakerfið hafa breyst mjög undanfarin ár. Áður hafi háskólastofnunin verið ein en nú séu þær margar. Þetta feli í sér að yfirvöld þurfi að leita nýrra leiða til þess að stýra kerf- inu, en hingað til hafi menn reitt sig á samkeppni milli stofnana. Nauðsynlegt sé að endurskoða tiltekna þætti starfsem- innar, einkum fjármögnun kennslu og rannsókna og gæðamál. Endurskoða þarf framlög ríkisins til einkarekinna háskóla Í skýrslunni er vikið að stöðu ríkis- og einkarekinna háskóla hér á landi, en þeir fá sömu framlög frá ríkinu. Santiago segir að vegna þess að einkaskólarnir geti tekið skólagjöld, en ekki hinir ríkisreknu, veiti þetta þeim samkeppnisforskot. Réttlæt- anlegt sé að slíkt kerfi sé við lýði meðan einkaskólarnir eru að ná fótfestu í kerfi sem ríkisháskólarnir voru í fyrir. „Á ein- hverjum tímapunkti reynist þó nauðsyn- legt að endurskoða þetta,“ segir Santiago. Hann segir nauðsynlegt fyrir Íslend- inga að huga að því að auka áhuga á raun- vísindum. „Íslenska efnahagskerfið bygg- ist að miklu leyti til á raunvísindum og tækniþekkingu,“ segir hann. Íslendingar þurfi að fjölga fólki sem sé menntað á þessum sviðum en tölur um aðsókn í þau á framhaldsstigi sýni að fjölga þurfi nem- endum á þeim. „Það þarf að móta stefnu sem hefur að markmiði að auka áhugann á þessum greinum,“ segir Santiago. Hann segir að það lánakerfi sem ís- lenskum námsmönnum bjóðist sé að mörgu leyti mj ákveðin atriði um að stjórnvö hann. Eitt þeir lán fyrr en að n margir að taka önninni. Í öðru hins vegar lán þurfi því ekki a gjöldum sínum Guðmundur menntamálará lög um háskóla Hröð uppbygg Endurskoðun Fara þarf yfir fjármögnun kennslu og ranns Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÝMISLEGT sem gert hefur verið hér undanfarin misseri kemur til móts við ábendingar sem fram koma í skýrslu OECD, sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, í pallborðsumræðum á málþinginu í gær. Í skýrslunni kæmi fram að íslenskt samfélag hagnaðist á því að Ís- lendingar stunduðu nám víða um heim á framhaldsstigi og flyttu svo fjölbreytta reynslu og þekkingu heim. „Ég tek heils- hugar undir það,“ sagði Kristín. Íslend- ingar myndu alltaf sækja nám til útlanda, vegna þess að margir vildu fara utan til náms hvort heldur sem námið sem þeir stunduðu væri í boði hér eða ekki. „Í öðru lagi munum við aldrei geta boðið upp á nám af þeim gæðum sem við viljum á öll- um sviðum,“ sagði Kristín en bætti við að hér á landi yrði líka að byggja upp fram- haldsnám. Stefanía K. Karlsdóttir, sagði að sér þætti tónninn í skýrslu OECD almennt jákvæður og ánægjulegur. Hún ræddi m.a. um gæðamál og rannsóknir og sagði skýrsluhöfunda „telja að Ísland sé í hópi landa sem þurfa að gera sérstakt átak í gæðamálum og þar er ég sammála,“ sagði Stefanía. Þá sagði hún skýrsluhöfundana telja mikilvægt að háskólastofnanir legðu fram rannsóknaráætlanir með markvissri forgangsröðun. Hún teldi að tengja yrði háskólastarfsemina meira við atvinnulífið. „Þeir nefna í skýrslunni sérstaklega iðn- aðinn og þar er ég hjartanlega sammála að við þurfum að gera átak.“ Breytingar á hlaupum Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, gerði lögin um íslenska há- skólastigið, sem tóku gildi í sumar, að um- ræðuefni. Hún sagði að nú hefðu háskól- arnir tvö ár til þess að koma þeim í framkvæmd. Hún óttaðist að tíminn væri ekki nægur. „Ég sé fyrir mér að það verði hægt að gera þetta á tveimur árum á hlaupunum eins og við gerum allt hérna heima,“ sagði Guðfinna. Við ættum að reyna að nýta okkur þekkingu og reynslu annarra sem hefðu gengið í gegnum hið sama á undan okkur. Um fjármögnun há- aukið aðhald. Þorsteinn G ans á Akureyr rakin væri í sk skólakerfinu. „ verið að breyt skóla í yfir í að skólum. Skýrs þrátt fyrir hás vanti bæði inn sjálfa fyrir hei landi,“ sagði Þ skólar í landin fjármagni vær háskólarnir í l Þorsteinn sa því að háskóla landi væri að þ lýsingar um fr skólastigi. „Þa gagnabanki um hér á landi, en þeirra umsækj um háskóla og háskólum. Né úti í atvinnulíf arsson. skólastigsins sagði Guðfinna að það mál þyrfti að ræða alvarlega. Búa yrði til lög- gjöf sem gerði að verkum að fyrirtæki sæju sér hag í því að leggja fé til há- skólastigsins. Hefja yrði alvarlega um- ræðu um skólagjöld. Eyrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BÍSN, ræddi um Lánasjóð íslenskra námsmanna og sagði að þrátt fyrir að skýrsluhöfundar hefðu að mörgu leyti lof- að sjóðinn væru nokkur atriði sem bent væri á að betur mætti fara. Sérstaklega bæri að nefna skerðingarhlutfall náms- lána sem refsaði þeim sem ynnu með námi. Þá væri gagnrýnt að nemendur fengju námslán sín ekki greidd fyrr en að skólaönn lokinni og þyrftu því margir að taka yfirdráttarlán til þess að brúa bilið. Hófleg skólagjöld Kristinn Andersen, rannsóknastjóri hjá Marel, vék máli sínu að fjármögnun há- skólastigsins. Hann sagðist telja nauð- synlegt að komið yrði á skólagjöldum, en þau yrðu að vera hófleg. Þar sem skóla- gjöld væru greidd legðu nemendur og harðar að sér og kennurunum væri veitt Komið til móts við ábendingar OECD Fjármögnun Hefja þarf alvarlega umræðu um skólagjöld, NÝJUNG Í KÓPAVOGI Ákvörðun bæjarstjórnar-meirihlutans í Kópavogium að greiða foreldrum 30 þúsund krónur á mánuði frá lok- um fæðingarorlofs til tveggja ára aldurs, þegar barn ætti að komast á leikskóla, er mjög athyglisverð. Í þessari ákvörðun felst ný hugs- un. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri Kópavogs, lýsti henni á blaðamannafundi í fyrradag með svofelldum orðum: „Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um jafnræði og þá fyrir for- eldra, sem velja þá leið að vera með börnunum sínum lengur heima, að þeir sitji við sama borð og foreldrar, sem ákveða að setja börn sín í gæzlu hjá dagmóður.“ Hingað til hefur Kópavogsbær greitt 30 þúsund krónur á mánuði með hverju barni hjá dagmóður. Það er auðvitað alveg rétt hjá bæjarstjóranum, að í því felst jafnræði að sú upphæð sé greidd með hverju barni á þessu aldurs- skeiði, hvort sem barn er heima hjá foreldrum sínum eða hjá dag- mömmu. Tæpast velkist nokkur maður í vafa um, að æskilegra er að barn sé heima hjá foreldrum sínum og í umönnun þeirra eða afa eða ömmu fyrstu ár ævinnar. Þess vegna er þetta barnvæn ákvörðun hjá bæjarstjórn Kópavogs. Hitt er svo annað mál, að vafa- laust munu einhverjir spyrja, hvort afleiðingarnar af þessari ákvörðun verði þær að konur hverfi aftur inn á heimilið og að það verði fremur þær en karlarn- ir, sem dvelji áfram hjá barninu til tveggja ára aldurs. Meginsvarið við þessari spurn- ingu er auðvitað, að þetta hlýtur að verða ákvörðunarefni foreldra og fjölskyldna en ekki einhverra annarra. Aðalatriðið er að fjöl- skyldan hefur vegna þessara greiðslna meira svigrúm til þess að koma málum sínum fyrir með beztum hætti fyrir barnið. En auðvitað verðum við að trúa því, að jafnréttisbarátta undan- farinna ára og áratuga hafi skilað þeim árangri að það verði ýmist mæður eða feður, sem nýti sér það tækifæri, sem í ákvörðun Kópavogsbæjar felst. En jafnframt verður það áleitin spurning, þegar þessi athyglis- verða ákvörðun liggur fyrir, hvort hægt sé að ganga lengra á þessari braut. Að í stað þess að miklir fjármunir séu lagðir fram úr almannasjóðum til þess að byggja upp stofnanir og reka þær á ýmsum sviðum velferðarþjón- ustu sé til valkostur á borð við þennan vilji fólk leysa slík mál innan sinnar fjölskyldu. Grund- vallaratriðið er að um jafnræði sé að ræða. VIÐSKILNAÐUR BANDARÍKJAMANNA Bandaríkjamönnum hefurtekizt illa upp í viðskilnaði þeirra við okkur Íslendinga vegna varnarstöðvarinnar í Keflavík. Eftir að hafa notið góðs af þeirri aðstöðu, sem þeir hafa haft hér í meira en hálfa öld, kveðja þeir okkur Íslend- inga með þeim hætti, að lengi verður í minnum haft. Landhelgisgæzlan fór fram á það við Bandaríkjamenn, að þyrlusveit þeirra yrði hér til 1. október, þegar fyrsta leiguþyrl- an kemur til landsins. Þeirri ósk var hafnað og tilkynnt að þyrlurnar myndu hverfa af landi brott hinn 15. september. Þarna munaði tveimur vikum, sem varla getur talizt langur tími í ljósi meira en hálfrar ald- ar varnarsamstarfs. Skyldi verða mikill stuðning- ur við það meðal almennings á Íslandi að Bandaríkjamenn fái hér aðstöðu eða þjónustu aftur telji þeir sig þurfa á því að halda? VINNUBRÖGÐ LÖGREGLU Átök lögreglu og um 200 ung-menna fyrir utan skemmti- stað fyrir skömmu hafa vakið al- varlegar spurningar um aga meðal unglinga og það uppeldi, sem ný kynslóð Íslendinga hefur hlotið. En jafnframt hafa eftirmálin orðið til þess að spurningar hafa vaknað um vinnubrögð lögregl- unnar. Unglingur handleggsbrotnaði í þessum átökum. Það þarf býsna mikið til að það gerist. Unglingur fær ekki að hringja heim til sín og láta foreldra sína vita af sér. Og svo kemur í ljós, að lögreglumenn vita ekki hverjir eru í fanga- geymslum lögreglunnar og gefa því rangar upplýsingar. Svona vinnubrögð af hálfu lög- reglu eru óviðunandi og viðbrögð talsmanna hennar vegna þessa hafa ekki verið sannfærandi, svo ekki sé meira sagt. Lögreglan verður að endur- skoða starfshætti sína úr því að svona nokkuð getur gerzt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.