Morgunblaðið - 09.09.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 39
Upplifðu enska boltann á mbl.is!
Vertu með á nótunum og
fylgstu með enska boltanum á
Meðal efnis á vefnum er:
• Daglegar fréttir af enska boltanum
• Getraunaleikurinn „Skjóttu á úrslitin“ með veglegum vinningum
• Staðan í deildinni og úrslit leikja
• Boltablogg
• Yfirlit yfir næstu leiki
• Tenglar á vefsíður stuðningsmannaklúbba
Taktu þátt í getraunaleiknum „Skjóttu á úrslitin“ og þú gætir
verið á leiðinni á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði Iceland Express
H
ví
ta
h
ú
si
ð
/
S
ÍA
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EITTHVAÐ held ég að það sé misfar-
ið að handhafar forsetavalds geti gefið
uppreisn æru þeim er hefur týnt sinni.
Heiður manna er á engan hátt grund-
vallaður á lögfræðigljáfri og þvílíkri
skriffinnsku, því má ekki bara henda
honum til og frá eins og handhöfum
forsetavalds sýnist. Varla dylst nokkr-
um að ég tala um mál Árna nokkurs
Johnsens og endurreista æru hans í
augum íslenskra laga. Ég vil benda
fólki á að við erum ekki hervætt þjóð-
félag, en hvað kemur það málinu við?
Jú, það er þess vegna sem við höfum
engin hernaðarleyndarmál sem föð-
urlandssvikarar geta selt óvinum. Því
er vart hægt að gera Íslandi neitt
verra en hryðjuverk á íslenskri grund
eða misnotkun á opinberri stöðu.
Staða sem er veitt í nafni alls heila
þjóðfélagsins, umboð til að halda í
stjórnartauma þjóðarinnar hlýtur að
vera öllum sómakærum mönnum heið-
ur og umbun. Misnotkun á slíku er
vanþakklæti á óhugnanlegum skala.
Það sýnir ekki samkennd að skilja ekki
að rangt er að hafa þá er treysta
manni að háði og spotti.
En þessu sýnast handhafar forseta-
valdsins ekki ná, enda skal með lögum
land byggja og þau semja lögin. Þetta
mjög svo sómakæra fólk sem í sakleysi
sínu ,,lendir í“ slagtogi með sakamönn-
um.
Svo er umræðan jafnframt hliðholl
mönnum sem flýja land fyrir að eiga
að bera hlutfallslega jafnan skatta-
bagga á við almenning. Hver vill halda
þessu liði innan við landsteinana hvort
eð er? Það er ekkert nema vanþakk-
læti að nota jarðveg þjóðfélagsins til að
auðgast og stinga af þegar beðið er um
greiðann endurgoldinn. Það sýnist
vera orðið sjálfsagt mál að iðnjöfrar
sýni ekki neinum hliðhollustu, við þurf-
um að reikna með siðleysi þeirra í
skattalöggjöf.
Ekkert af fyrrtöldu getur mögulega
verið flokkað sem heiðvirð hegðan. Í
voru upplýsta þjóðfélagi ætlum við að
fagna og verðlauna breyskleika og tví-
skinnungshátt, eða heiðrum við
kannski gítarglamur og barsmíðar?
Heiðvirt er aðeins að vera sjálfum sér
samkvæmur, vera á borði en ekki bara
í orði, og sýna jafnvel öðrum mildi og
virðingu. Þessa skilgreiningu heiðurs
held ég að allir geti unað við. Því spyr
ég hvort þurfi ekki bara að leggja æru
á hilluna ef hún er ekki meira metin?
Eða er frelsið í frjálshyggjunni mögu-
lega undan viðjum siðferðis? Ég vil
enda á vísu úr hávamálum:
,,Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfr hið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.“
HJÖRLEIFUR SKORRI
ÞORMÓÐSSON,
Heiðargerði 124, Reykjavík.
Ærin kveðja
Frá Hjörleifi Skorra Þormóðssyni
UMRÆÐA um málefni aldraðra
og þá þjónustu, sem þeim hópi
samfélagsins stendur til boða, hef-
ur verið áberandi í fjölmiðlum
undanfarnar vikur.
Öll slík umræða er af
hinu góða. Þótt margt
hafi verið vel gert hér
á landi í málefnum
aldraðra dylst engum
að hægt er að gera
miklu betur. Þar
þurfa allir að leggjast
á árar.
Með aukinni vel-
megun þjóðarinnar
hafa komið fram nýj-
ar kröfur um aðbún-
að. Vistarverur sem
þóttu til fyrirmyndar
fyrir tveimur áratug-
um standast nú ekki kröfur tím-
ans. Ný viðmið hafa orðið til um
þjónustu sem sjálfsagt er talið að
veita á hjúkrunarheimilum eldri
borgara.
Bættur aðbúnaður
Raddir um bættan aðbúnað
verða stöðugt háværari. Stofnað
hefur verið sérstakt félag aðstand-
enda aldraðra. Félagsmenn eru
fólk sem vill tafarlausar úrbætur á
þeim aðbúnaði sem þeirra nánustu
er búinn á hjúkrunarheimilum. Ef
vel verður á málum haldið ætti
þetta félag að geta lagt dýrmæt
lóð á vogarskálarnar í baráttu fyr-
ir nauðsynlegum úrbótum og það
sem kannski er enn mikilvægara;
stefnubreytingu í viðhorfum
stjórnvalda til öldrunarþjónustu.
Á Íslandi eru allar forsendur til
þess að veita öldruðum þjónustu á
borð við það sem best gerist í
heiminum. Stað-
reyndin er sú að við
höfum dregist aftur
úr í samanburði við
frændur okkar á hin-
um Norðurlöndunum.
Stjórnvöld hafa ekki
verið nægilega vak-
andi fyrir þeim öru
breytingum sem þjóð-
félagið hefur gengið í
gegnum. Þróunin er
aðeins á einn veg;
öldruðum fjölgar ört
og við óbreytt vand-
ræðaástand verður
ekki unað öllu lengur.
Breytt hugmyndafræði
Til þess að snúa blaðinu við þarf
ekki aðeins stefnubreytingu. Við
þurfum einnig að breyta þeirri
hugmyndafræði sem liggur að
baki skilgreiningunni á öldr-
unarþjónustu. Fáir deila um að
þörf er á verulega auknu fjár-
magni til starfseminnar og sam-
ræmdu framlagi ríkisins til hjúkr-
unarheimila þannig að þau sitji öll
við sama borð.
Núverandi launakjör starfs-
manna eru þannig að afar erfitt er
að manna lausar stöður. Skortur á
starfsfólki bitnar á þjónustunni
sem veitt er. Dæmi eru um að
aðstandendur hafi gripið til þess
ráðs að ráða fólk á eigin kostnað
til að halda sjúkum ættingjum
félagsskap. Slíkar aðstæður eru
auðvitað ekki sæmandi þjóð sem
stærir sig af því að vera í far-
arbroddi í heilbrigðisþjónustu.
Aukið fjármagn til launa-
greiðslna starfsfólks er því nauð-
synlegt áður en í óefni er komið.
Án góðs starfsfólks verða engin
hjúkrunarheimili rekin á Íslandi
ef fram heldur sem horfir.
Alþingiskosningar eru næsta
vor. Íslendingar eru rík þjóð.
Aldraðir eru ríflega fimmtungur
fólks á kjörskrá. Málefni þessa
stóra hóps eiga erindi við alla
stjórnmálaflokka. Úrbóta er
þörf. Nú er lag!
Þörf á stefnubreytingu
stjórnvalda í viðhorfum
til öldrunarþjónustu
Guðmundur Hallvarðsson skrif-
ar um þjónustu við aldraðra » Fáir deila um aðþörf er á verulega
auknu fjármagni til
starfseminnar og
samræmdu framlagi
ríkisins til hjúkr-
unarheimila þannig að
þau sitji öll við sama
borð.
Guðmundur
Hallvarðsson
Höfundur er alþingismaður, stjórn-
arformaður Sjómannadagsráðs og
Hrafnistuheimilanna.
Fréttir á SMS