Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 40

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 40
40 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði FYRSTA kvöldvakan á þessu hausti í Fríkirkjunni í Hafnarfirði verður annað kvöld kl. 20. Slíkar kvöldvökur eru haldnar einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann og eru alltaf vel sóttar. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng- inn undir stjórn Arnar Arnarsonar en að þessu sinni er kvöldvakan helguð ólíkum sálmum í sálmabók- inni og fjallað um söguna á bak við einstaka sálma.Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. Kærleiksþjónusta í Vídalínskirkju NÆSTI sunnudagur hefur verið valinn dagur kærleiksþjónustunnar í Þjóðkirkjunni. Í tilefni af því verð- ur messa í Vídalínskirkju kl. 11, þar sem prestar safnaðarins Jóna Hrönn Bolladóttir, og Friðrik J. Hjartar þjóna fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Jafnframt verður Ármann H. Gunn- arsson, nýráðinn æskulýðsfulltrúi, boðinn velkominn til starfa. Þegar kemur að hinni hefðbundnu predik- un munu sr.Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún Zoëga ásamt Jó- hönnu Ólafsdóttur, sem bráðlega verður vígð sem skóladjákni, verða með kynningu á kærleiksþjónustu safnaðarins og jafnframt munu þau kynna ýmsar nýjungar sem fara af stað á þessu hausti í safnaðarstarf- inu. Þegar kemur að kynningunum munu Ármann H. Gunnarsson æskulýðsfulltrúi og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir fara með börnin yfir safnaðarheimilið þar sem þau fá fræðslu og verkefni í sunnudaga- skólanum. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir lofgjörðina ásamt kór Vídalínskirkju. Strax að lokinni messu verður súpa í umsjá Lions- klúbbs Garðabæjar. Allir velkomn- ir. Sjá www.gardasokn.is Samverur í Kópavogskirkju FYRSTA samvera haustsins verður í safnaðarheimilinu Borgum þriðju- daginn 12. september kl. 14:30. Í þeim er lögð áhersla á góðar og nærandi samverur þar sem almenn- ur söngur skipar verðugan sess. Það er hinn kunni söngvari og kór- stjóri Sigrún Þorgeirsdóttir sem leiðir sönginn en undirleik annast Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Mál dagsins er á dagskrá og samver- unum lýkur á ritningarlestri og bæn. Allir eru velkomnir. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kvöldmessa og trúfræðsla í Laugarneskirkju NÚ hefjast þær að nýju, kvöldmess- urnar í Laugarneskirkju og hefjast annan sunnudag í hverjum mánuði kl. 20, sem er háftíma fyrr en áður var. Þessar messur hafa fyrir löngu öðlast sitt sjálfstæða líf. Kór Laug- arneskirkju leiðir gospelsönginn við undirleik djasskvartetts Gunn- ars Gunnarssonar. Hann skipa, auk Gunnars, Matthías M.D. Hemstock á trommur, Tómas. R. Einarsson á bassa, Sigurður Flosason á saxófón. Að messu lokinni er molasopi og kertaljós í safnaðarheimilinu. Við messuna annað kvöld mun sr. Bjarni Karlsson prédika og þjóna við altarið ásamt sr. Hildi Eir Bolla- dóttur og Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Loks er þess að geta að kvöld- söngur er öll þriðjudagskvöld kl. 20 í Laugarneskirkju. Kl. 20:30 ganga 12 spora hópar til sinna verka í safnaðarheimilnu en sr. Bjarni býð- ur upp á trúfræðslutíma í gamla salnum. Yfirskrift hans næstu 7 þriðjudaga verður þessi: „Hvers vegna lækkar trúin kvíða?“ Barnastarfið og söngstarfið að hefjast í Áskirkju SUNNUDAGSSKÓLINN er á sunnudagsmorgnum kl. 11 í umsjá sóknarprests, Elíasar Bjarnasonar og Hildar Bjarkar Gunnarsdóttur og almennar guðsþjónustur kl. 14. Kirkjugestum boðið upp á hress- ingu á eftir. Foreldramorgnar á fimmtudög- um kl. 10-12 í umsjá Jóhönnu Óskar Valsdóttur og Tinnu Sigurðar- dóttur. Þær eru með áhugaverða dagskrá á haustönninni. Opið hús á fimmtudögum kl. 14 – 16 í efri sal í september: Samsöngur sem Kári Þormar organisti leiðir af stakri snilld. Boðið upp á kaffi og meðlæti eftir sönginn Barnastarfið. Á fimmtudögum er 8-9 ára klúbburinn kl. 17 og TTT- starfið fyrir 10-12 ára verður kl. 18. Laufey Fríða Guðmundsdóttir og Guðrún Halla Daníelsdóttir sjá um þessa tvo þætti og bjóða upp á skemmtilega dagsskrá. Innritun fermingarbarna fer fram í kirkjunni 13. og 14. septem- ber kl. 17. Hádegisbænin er á þriðjudögum kl. 12 í umsjá sóknarprests, boðið upp á súpu á eftir. Brids/whist milli 14-16 með kaffihléi. Hreyfing og bæn hefst aftur miðvikudaginn 21.sept. kl. 11-12. Safnaðarfélagið heldur upp á 30 ára afmæli sunnudaginn 1. október eftir messu. Væntanlegar uppá- komur: félagsvist og bingó og kökubazar o.fl., allt nánar auglýst síðar. Vonandi geta sóknarbörn og vin- ir fundið eitthvað við sitt hæfi í vetrardagskrá Áskirkju. Kirkjan er opin þriðjudaga – föstudaga frá 10- 18.30. Alltaf heitt á könnunni. Allir velkomnir. Alfanámskeið í Óháða söfnuðinum Á ÞRIÐJUDAGINN kemur 12. september kl. 19 verður kynningar- kvöld á Alfanámskeiði I í Óháða söfnuðinum. Á þessu námskeiði verður farið í grundvallaratriði kristindómsins. Eins konar fullorð- insfræðsla um þau fræði. Hefst hvert kvöld, sem verða 9 næstu þriðjudagskvöld, á viðamiklum við- urgerningi. Er hverju kvöldi lokið kl. 22 og eru allir velkomnir. Vestrarstarf Íslensku kristskirkjunnar VETRARSTARF Íslensku krists- kirkjunnar, Fossaleyni 14, hefst á sunnudaginn með fjölskylduguðs- þjónustu kl. 11. Þar verður nýtt barnastarf kynnt og tvö börn skírð. Fjölbreytt samkoma verður kl.20 í umsjá unga fólksins. Lögð verður áhersla á gott barnastarf í vetur og öll börn í hverfinu verkomin að taka þátt í því. Hið sívinsæla Alfanámskeið hefst með kynningarkvöldi 12. sept. kl.20. Einnig verður haldið nám- Morgunblaðið/Ómar Fríkirkjan í Hafnarfirði. ÁSKIRKJA: Barnastarfið hefst með sunnudagaskóla kl. 11 í umsjá sóknar- prests og leiðtoganna Hildar Bjarkar Gunnarsdóttur og Elíasar Bjarnasonar. Ný kirkjubók afhent. Verið með frá byrjun. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organ- isti Kári Þormar. Sr. Sigurður Jónsson. HRAFNISTA í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 10.30 í samkomusalnum Helgafelli. Organisti Kári Þormar, kór Hrafnistu ásamt félögum úr kirkjukór Áskirkju leiða söng. Ritningarlestra lesa þau Edda Jó- hannesdóttir og Leopold Jón Jóhann- esson. Prestur sr. Svanhildur Blöndal. BÚSTAÐAKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11.00. Upphaf vetrarstarfsins, þar sem börnin, foreldrar, afar og ömmur eru vel- komin. Félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn og allir taka undir. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Kynnt verður form á barnamessum sem verða kl. 11.00 og almennum guðsþjónustum sem verða kl. 14.00. Molasopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dóm- kórinn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Upphaf barnastarfsins í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur. Sr. Ólafur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Gídeonfélagsins. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14.00. Einsöngur Ari B. Gústavsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11.00. Sr. Birgir Ásgeirsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og messuþjónum. Umsjón barnastarfs. Magnea Sverrisdótt- ir. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA: Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Umsjón með barna- guðsþjónustu Erla Guðrún Arnmundar- dóttir og Þóra Marteinsdóttir. Organisti Douglas A. Brotchie. Léttar veitingar eftir messu. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 14.00 á Landspítala Landakoti. Sr. Gunnar Rúnar Matthías- son, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Upphaf fermingarstarfs og verður stuttur fundur fyrir væntanleg ferming- arbörn og foreldra þeirra eftir guðsþjón- ustuna. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið. Kvartett úr Kammerkór Langholtskirkju syngur. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi. LAUGARNESKIRKJA: Messa og Sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Ragnheiður Sverris- dóttir djákni prédikar í tilefni af degi kær- leiksþjónustunnar. Í messunni syngja hjónin Erna Blöndal og Örn Arnarson lög af nýjum geisladiski. Djáknar safnaðarins Guðrún K. Þórsdóttir, Jón Jóhannsson og Kristín Axelsdóttir þjóna ásamt sr. Bjarna Karlssyni, Aðalbjörgu Helgadóttur með- hjálpara, kór Laugarneskirkju og Gunnari Gunnarssyni organista. Sunnudagaskól- inn er í höndum sr. Hildar Eirar Bolladótt- ur, Stellu Rúnar Steinþórsdóttur og Þor- valdar Þorvaldssonar. Svo býður Gunn- hildur Einarsdóttir kirkjuvörður upp á molasopa og djús eftir messu. Guðsþjón- usta kl. 13.00 í sal Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu Hátúni 12. Sóknarprestur, djákni og organisti þjóna ásamt hópi sjálf- boðaliða. Kvöldmessa kl. 20.00. Sr. Bjarni Karlsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Hildi Eir Bolladóttur og Sigur- birni Þorkelssyni meðhjálpara. Kór Laug- arneskirkju leiðir gospelsönginn við undirleik djasskvartetts Gunnars Gunn- arssonar. Messukaffi. NESKIRKJA: Messa og barnastaf kl. 11.00. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Sr. Kjartan Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Sögur, brúður og söngur.Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safn- aðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Organisti Pavel Manasek. Sr. María Ágústsdóttir héraðs- prestur predikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á sama tíma.Verið hjartanlega velkomin. Við minnum á æskulýðsfélagið kl. 20. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14.00. Barnastarf á sama tíma. Sýnt verður barnaleikritið „Sigga og skessan í fjallinu“. Maul eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskylduguðs- þjónusta kl 14. Barn borið til skírnar. Al- mennan safnaðarsöng leiða Carl Möller og Anna Sigga ásamt Fríkirkjukórnum. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina og prédikar. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Ungir og aldnir gleðjast sam- an í kirkjunni með sögum, söng og skemmtilegheitum. Kaffi, djús og kex að stundinni lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti. Magnús Ragnarsson. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Fundur með foreldrum fermingarbarna verður strax að lokinni messu. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Elínar, Karenar, Lindu og Jóhanns. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Súpa og brauð í safnaðarsal að messu lokinni (www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 11 í Fella- og Hóla- kirkju. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Lenku Ma- teovu. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggvadóttur. Brúðu- leikrit, Biblíusaga og mikill söngur. Börnin fá límmiða í brosbókina sína. Kyrrðar- stundir hefjast aftur þriðjudaginn 12. sept. kl. 12. Orgelleikur, íhugun og bæn. Súpa og brauð eftir stundina. Opið hús eldri borgara hefst einnig á þriðjudaginn 12. sept. kl. 13–16. GRAFARHOLTSSÓKN: „Verndum bernsk- una!“ Fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, barnakór Grafarholtssóknar syngur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti. Hörður Bragason. Fermingar- börnum úr Borga- Engja- Rima- Korpu- og Víkurskóla og foreldrum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustu. Að lokinni guðsþjónustunni er fundur, þar sem rætt verður um fermingarfræðsluna, ferming- una sjálfa og því sem henni tengist. Eftir fundinn verður hádegisverðarhlaðborð á boðstólum, en beðið er um að hver fjöl- skylda komi með eitthvað matarkyns á það hlaðborð. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón. Hjörtur og Rúna. Undirleikari. Stefán Birkisson. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prest- ur séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón. Gunnar, Díana og Dagný. Undirleikari. Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Karl V. Matthíasson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur organista. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30. Umsjón. Sigríður, Þor- kell Helgi og Örn Ýmir. Bæna- og kyrrðar- stund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Vetrarstarfið hefst að nýju með guðsþjónustu og sunnudagaskóla í Lindaskóla kl. 11. Þessi fyrsta guðsþjónusta vetrarins er jafnframt síðasta guðsþjónustan sem haldin verður í Lindaskóla, því framvegis verður helgihaldið í Salaskóla. Sr. Bryndís Malla Elídóttir og Keith Reed tónlistar- stjóri verða sérstaklega boðin velkomin til þjónustu við söfnuðinn. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keith Reed. Prestar safnaðarins, sr. Guðmund- ur Karl Brynjarsson og sr. Bryndís Malla Elídóttir leiða helgihaldið. Sjá nánar á www.lindakirkja.is SELJAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, sögur, ný bók og myndir! Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Jón Bjarnason er organisti. Sjá nánar um kirkjustarf á www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Vetrarstarfið hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Barnastarfið kynnt, tvö börn verða skírð og Friðrik Schram predikar. Kl. 20 er fjöl- breytt samkoma í umsjá unga fólksins. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Ómega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp. Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 17. Heimsókn frá Fær- eyjum. Fjórir karlar frá Eysturey syngja og vitna. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: „Moldavía í brenni- depli“. Umsjón Anne Marie Reinholdtsen. Allir velkomnir. Mánudag. Heimilasam- band fyrir konur kl. 15. Þriðjudag. Alfa- kynningarkvöld kl. 19. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a. Sam- koma kl. 14. Margrét S. Björnsdóttir talar Orð Guðs. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Athugið breyttan sam- komutíma. Nú eru samkomurnar á sunnu- dögum kl. 14.00. FÍLADELFÍA: Laugardagur. Jesú Konur kl. 10–12. Uppbyggileg kennsla og hlýlegt samfélag. Konur á öllum aldri velkomnar. Sunnudagur. English speaking service at 12.30pm. Speaker. Vesa Juhani Matto. The entrance is from the car park in the rear of the building. Everyone is welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Helgi Guðnason. Gospelkór Fíladelfía leið- ir lofgjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Allir eru velkomnir. Barnakirkjan 1–12 ára. Frá og með 10. sept. fara börnin beint niður, fyrir samkomu. Tekið er við börnum frá kl. 16.15 undir aðalinnganginum, rampinum. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni eða horfa á www.gospel.is Á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. www.gospel.is KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3. Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ. Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdegis á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Alla laugar- daga: Barnamessa kl. 14.00 að trú- fræðlsu lokinni. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Rif- tún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnar- fjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skóla- vegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnu- daga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Gunnar Kristjánsson, sóknar- prestur. REYNIVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Félagar í Gídeonfélaginu kynna starf sitt. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Guðspjall dagsins. Miskunnsami Samverjinn. (Lúk. 10.) MESSUR Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.