Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 43

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 43 MINNINGAR ✝ Lára SteinunnEinarsdóttir fæddist á Vík- ingavatni í Keldu- hverfi 28. júní 1933. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 1. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Einar Benediktsson, bóndi og múrari í Garði í Núpasveit, f. í Akur- seli í Öxarfirði 13.6. 1905, d. 26.6. 1990, og eiginkona hans, Kristín Björns- dóttir húsmóðir, f. í Ærlækjarseli í Öxarfirði 22.8. 1901, d. 5.10. 1985. Systkini Láru eru: a) Vilborg Sig- ríður, f. 29.7. 1928, d. 18.3. 1988, b) Pétur, f. 4.6. 1930, c) Sigurveig Guðrún, f. 6.6. 1936, og d) Guð- björg, f. 8.10. 1942. Lára giftist 14. ágúst 1953 Hall- dóri Halldórssyni bifvélavirkja, f. á Ísafirði 27.3. 1933. Foreldrar hans voru Halldór M. Halldórsson, f. á Ísafirði 30.12. 1896, d. 28.1. 1972, og eiginkona hans, Þórunn Ingibjörg Björnsdóttir húsmóðir, 1960, d. 24.4. 1960. 4) Marta Krist- ín, f. 8.10. 1961, gift Jóni Rúnari Gunnarssyni, f. 11.11. 1960. Dætur þeirra eru: a) Kristín Sara, f. 1989, og b) Rúna Hlíf, f. 1993. Sonur Jóns Rúnars er Gunnar Birnir, f. 1982. 5) Einar, f. 27.10. 1964, sam- býliskona Kristjana Guðmunds- dóttir, f. 1.12.1971, synir hennar eru Guðmundur Georg Kemp, f. 1992, og Guðlaugur Kemp, f. 1996. Á unga aldri flutti Lára með for- eldrum sínum frá Víkingavatni í Kelduhverfi að bænum Garði í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu og þar ólst hún upp. Lára gekk í Barnaskólann á Snartar- stöðum en að loknu barnaskóla- námi stundaði hún nám í Héraðs- skólanum í Reykholti veturna 1949 til 1951 og var síðan við nám í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísa- firði veturinn 1952 til 1953. Lára hóf búskap með eiginmanni sínum á Ísafirði vorið 1953 og bjó þar til æviloka. Samhliða húsmóðurstörf- um vann hún margvísleg störf á Ísafirði, m.a. verslunarstörf, en lengst af, eða í rúm 30 ár, starfaði hún sem fiskverkunarkona hjá Ís- húsfélagi Ísfirðinga hf. og síðar hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. Lára starfaði í fjölmörg ár í Kvenfélaginu Ósk á Ísafirði og í kvennadeild Slysavarnarfélagsins. Útför Láru verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. f. á Eyri í Kollafirði, 29.3. 1897, d. 4.2. 1968. Systkini Hall- dórs eru: a) Ólafur, f. 7.11. 1924, d. 26.7. 1994, b) Guðrún, f. 22.11. 1934, og c) Þórhildur, f. 20.10. 1940. Börn Láru og Hall- dórs eru: 1) Ingi- björg, f. 6.12. 1953, gift Hannesi Guð- mundssyni, f. 7.5. 1952. Börn þeirra eru: a) Haukur Þór, f. 1976, kvæntur Sigríði Maríu Tómasdóttur, f. 1976, börn þeirra eru Kári Tómas, f. 2002, og Sunna, f. 2006, og b) Lára, f. 1983. 2) Sig- rún, f. 3.6. 1957, gift Birni Jóhann- essyni, f. 11.3. 1963. Dætur Sig- rúnar og Guðmundar St. Sigurðs- sonar, f. 1953, eru: a) Anna Lára, f. 1976, sambýlismaður Árni Víðir Alfreðsson, f. 1968, dóttir þeirra er Júlía Ósk, f. 2005, b) María Ögn, f. 1980, sambýlismaður Kristinn Elvar Arnarsson, f. 1975. Dóttir Sigrúnar og Björns er: c) Bryndís Helga, f. 1988. 3) Dóttir, f. 23.4. Það var fyrir 35 árum þegar ég steig fyrst fæti mínum inn á heimili Láru og Dúdda á Ísafirði. Ég nítján ára unglingur hafði kynnst elstu dótturinni í Menntaskóla fyrir sunnan og var kominn í heimsókn. Ég skal játa að ég var ekki alveg laus við kvíða. Ég man vel eftir Láru þennan dag, kvik og snögg í hreyfingum en umfram allt hlý og einlæg þegar hún heilsaði mér. Ég fann mig velkominn frá fyrstu stundu. Ég skildi ekki mikilvægi þess á þeim tíma þegar Lára stakk upp á að við Inga fengjum Mustanginn „hans Dúdda“ lánaðan að kvöldi fyrsta dags þessarar heimsóknar. Ég held reyndar að Lára hafi haft tvennt í huga, annars vegar að gera vel við drenginn sem var að kynn- ast fjölskyldunni og hins vegar var hún að stríða Dúdda. Því Dúddi átti tvær ástir í lífinu, þ.e. Láru og bíl- inn, sem á þeim tíma var Ford Mustang. Þegar við komum til baka klukkustund síðar, lýsti Lára því hvernig Dúddi hefði ætt um gólf, farið glugga úr glugga, til að fylgj- ast með ökuferðinni. Dúddi maldaði í móinn og sagðist hafa verið sallarólegur. Ég áttaði mig fljótlega á því að maður fær ekki ástir lán- aðar og hef ekki lagt það síðar á Dúdda að vera á bílnum hans, þrátt fyrir að það hafi oft verið boðið. Ég held að orðið vinnuþjarkur lýsi Láru vel, og það var enginn vinnuveitandi svikinn af því að hafa hana í vinnu. Í fjöldamörg ár vann hún hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga og stóð við færibandið frá morgni til kvölds. Ég kynntist afstöðu Láru til vinnu ef til vill betur en margir, þar sem ég skrifaði lokaritgerð í við- skiptafræðinni um afstöðu starfs- manna til ákvæðisvinnukerfis í frystihúsum og byggði hana að miklu leyti á viðtölum við Láru og samstarfsfólk hennar hjá Íshús- félaginu. Afstaða Láru til vinnu var einföld, þú átt að leggja þig fram og vinna eins vel og þú getur, vinnan göfgar manninn, og langur vinnu- dagur ekkert tiltökumál. Það er ljóst að öll hafa börnin erft vinnu- genið frá foreldrum sínum. Lára var vel að sér um Ísland, fróð og minnug á nöfn og staðhætti, sérstaklega hafði hún sterkar taugar til Melrakkasléttunnar þar sem hún fæddist og ólst upp. Á hverju sumri ferðuðust þau Dúddi og skoðuðu landið. Það var ekki á dagskrá hjá Láru að ferðast til ann- arra landa en með fortölum fengust þau Dúddi til að koma með okkur Ingu í ferð til Englands fyrir nokkrum árum. Dvalist var í Kent, tíma eytt bæði í skoðunarferðir um London og um sveitir Suður-Eng- lands. Þetta voru frábærir dagar og mikil upplifun fyrir hana sem aldrei hafði stigið fæti á erlenda grund. Þrátt fyrir að ferðin hafi aðeins staðið í fjóra eða fimm daga og við öll skemmt okkur vel taldi Lára að nóg væri komið, ferðin hefði verið passlega löng, ekki væri ástæða til að fara af landi brott aftur, þess í stað gæti hún endurupplifað ferðina með því að skoða myndir úr ferð- inni. Veikindi Láru voru öllum áfall og ekki leið langur tími frá greiningu sjúkdómsins þar til yfir lauk. Þegar ég hitti Láru í síðasta sinn, nokkr- um dögum fyrir andlátið, hún var æðrulaus þrátt fyrir að við vissum bæði að við ættum ekki eftir að sjást aftur í þessu lífi. Við kvödd- umst án margra orða, þau voru óþörf og ekki hennar stíll að vera margorð. Við leiðarlok vil ég þakka tengda- móður minni samfylgdina og bið þess að hún fái að hvíla í friði. Hannes Guðmundsson. Með virðingu kveð ég í dag ást- kæra tengdamóður mína, Láru Steinunni Einarsdóttur. Snörp bar- átta hennar við illvígan sjúkdóm er á enda og eins og við mátti búast tókst hún á við þann vágest af mik- illi yfirvegun og æðruleysi. Þannig var Lára, hún tókst á við öll sín við- fangsefni af festu, einurð og skyn- semi. Þegar henni var ljóst hvert stefndi og að hún yrði að láta undan í baráttunni við þann erfiða sjúk- dóm, sem krabbameinið er, kvartaði hún ekki, heldur tók tíðindunum með æðruleysi. Hún var sátt, því henni var ljóst að það væri ekki á hennar valdi að fá þar einhverju um breytt. Hún leit sátt yfir farinn veg og horfði með bjartsýni fram á veg- inn móti hinu óþekkta. Lára fæddist að Víkingavatni í Kelduhverfi en fluttist ung með for- eldrum sínum að Garði í Núpasveit þar sem hún bjó fram á unglingsár. Að loknu barnaskólanámi fór hún til frekara náms, fyrst í Héraðsskól- ann í Reykholti þar sem hún var við nám tvo vetur. Að því loknu fór hún í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, og er hún var þar við nám kynntist hún lífsförunauti sínum, Halldóri Halldórssyni (Dúdda Hall). Saman stofnuðu þau heimili á Ísafirði og börnin fæddust eitt af öðru. Lára var Þingeyingur að ætt og uppruna en í mínum huga var hún ekki síður mikill Ísfirðingur. Hún var stolt af uppruna sínum og þeim rótum sem hún átti norður í Þing- eyjarsýslu en hér á Ísafirði átti hún heima í rúm 53 ár. Hér kynntist hún eiginmanni sínum, stofnaði heimili, ól börnin og hér sá hún þau vaxa úr grasi. Hér átti hún heima í sátt við umhverfi sitt og samferða- fólk. Henni fannst fjöllin sem um- lykja Skutulsfjörðinn hlýleg og henni fannst ætíð gott að koma heim hvort heldur var eftir stutta eða langa dvöl að heiman. Heimili hennar og Dúdda bar ætíð vott um hlýhug og vináttu. Ég er sannfærður um það að Lára hefur verið góður námsmaður og verið námfús. Þannig má segja að það hafi verið synd að ekki skyldi verða um frekara nám að ræða hjá henni, en hvað er betra en að tileinka sér það best sem skóli lífsins gefur okkur, eins og Lára gerði. Hún var fróðleiksfús, las mikið, hlustaði á útvarp og var ein- staklega vel að sér. Þær voru ófáar stundirnar sem við ræddum saman í eldhúsinu eða í stofunni á heimili hennar í Miðtúninu á Ísafirði þar sem rætt var um það sem efst var á baugi hverju sinni hvort heldur í bæjar- eða þjóðmálunum. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá Láru. Hún hafði sínar skoðanir á málunum og lét þær í ljós umbúða- laust og án málalenginga, en af sanngirni og af virðingu fyrir sjón- armiðum annarra. Eljusemi, dugnaður og trygg- lyndi eru eiginleikar sem fyrst koma upp í hugann þegar ég minn- ist Láru. Hún var rösk til allra verka og vildi ljúka þeim verkum sem þurfti að vinna sem allra fyrst. Hún vildi ekki fresta verkum til morgun sem hægt var að vinna í dag. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd og skipti engu hver átti í hlut. Hún var traust og til hennar var ætíð gott að leita sama hver bónin var. Lára vakti yfir velferð fjölskyldu sinnar og sínum nánustu í orðsins fyllstu merkingu. Hún fylgdist vel með sínu fólki í leik og starfi og bar mikla umhyggju fyrir sínum nán- ustu. Þegar einhver í fjölskyldunni var á ferðalagi eða var að heiman um lengri eða skemmri tíma, var Lára ekki í rónni fyrr en hún vissi að allir væru komnir heilu og höldnu í náttstað. Þá fyrst gat hún farið að hvíla sig. Þannig var Lára. Allt fram á síðasta dag var efst í huga hennar umhyggja fyrir velferð sinna nánustu. Þú sem eldinn átt í hjarta, yljar, lýsir, þótt þú deyir. Vald þitt eykst og vonir skarta verkin þín tala, þótt þú þegir. Alltaf sjá menn bjarmann bjarta blika gegnum himins tjöld. (Davíð Stefánsson) Ég vil færa öllu starfsfólki Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði hug- heilar þakkir fyrir þá góðu umönn- un er það veitti Láru í veikindum hennar. Láru varð tíðrætt um þá góðu aðhlynningu er hún fékk þar og þar fann hún til öryggis og hlýju. Fyrir það verður seint fullþakkað. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og vin- áttuna frá okkar fyrstu kynnum, sem aldrei bar skugga á. Hvíldu í friði. Björn Jóhannesson. Mér hlotnaðist sá heiður fyrir skömmu síðan að fá að kynnast henni Láru minni. Hér var á ferð- inni kjarkmikil kona sem tók á bar- áttu sinni með jákvæðni og festu. Við áttum saman dýrmætan tíma þar sem við fengum að kynnast vel og þær stundir eru mér ómetanleg- ar. Lára tók mér strax með mikilli hlýju og við spjölluðum og hlógum saman líkt og við hefðum þekkst um árabil. Það er með söknuði í hjarta sem ég kveð, en þakklæti fyrir vin- áttu og góðvild frá góðri konu. Kæra fjölskylda, Guð blessi ykk- ur öll og megi ljúfar minningar ylja ykkur um ókomna tíð. Kristjana Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, mikið rosalega á ég eftir að sakna þín. Þú fórst svo skyndilega frá okkur, nokkuð sem enginn bjóst við, en þinn dagur var bara kominn. Ég veit að þú ert á betri stað núna, með öllum engl- unum. Ég minnist sérstaklega æskuáranna heima hjá þér og afa í Miðtúninu, þar sem ég bjó á sama stað og þú og afi. Auðvitað var mér alltaf skellt í pössun til ykkar. Ég var alltaf svo spennt að koma til ykkar, fá að sofna yfir mynd í sjón- varpinu í sófanum í stofunni eftir langan laugardagsbíltúr með nammi. Mikið rosalega hlógum við oft mikið. Áður en ég fór að sofa fékk ég alltaf mjólk og köku, og svo spjölluðum við lengi í kvöldkaffinu. Ég fékk alltaf að sofa í stóra Par- ísarbolnum þínum með mjúku hjartasængina yfir mér, og síðan var mér skellt í ömmuholu, upp við ofninn og þú straukst alltaf hárið á mér þangað til að ég sofnaði. Ég man þegar ég var hjá ykkur í kringum jólin, ég var svo spennt að sjá hvað ég fengi í skóinn og ég fékk svo oft eins nammi og ég hafði verið að borða daginn áður, það fannst mér skrýtið. Ég man eftir brosinu þínu og afa sem kom þegar ég sagði að jólasveinninn væri ekki til, en þið sögðuð að hann væri svo sannarlega til. Jól án Láru ömmu verða einkennileg, engin Lára amma til að taka þátt í spenningn- um við að koma með pakkana og láta þá undir jólatréð, engin Lára amma til að gera jólamatinn og engin Lára amma til að knúsa. Ég gæti endalaust talað um þig, elsku amma mín, ég ætla að passa Dúdda afa fyrir þig, og alla sem þér þótti vænt um. Við söknum þín öll svo mikið. Við sjáumst svo þegar minn tími kemur. Bryndís Helga. Elsku amma mín er farin frá mér. Hún kvaddi okkur og þennan heim 1. september sl., eftir stutt veikindi. Það var ekki að spyrja að því að hún kvaddi ekki fyrr en allir voru komnir á svæðið til að geta kvatt hana. Það hefur alltaf allt þurft að vera á hreinu hjá henni og þetta var greinilega allt eftir henn- ar höfði, hún ætlaði að hafa þetta svona. Amma dvaldi á sjúkrahúsinu á Ísafirði síðustu vikur lífsins og fannst dvölin þar vera yndisleg. Hún talaði mikið um það hversu ánægð hún var og hversu yndisleg- ar hjúkkurnar og starfsfólk sjúkra- hússins var. Það eru svo margar minningar sem ég á um hana og svo góðar. Við vorum svo góðar vinkonur og það vantar svo mikið við að missa hana. Við gátum setið tímunum saman og spjallað dag eftir dag, þó svo að ekkert hefði breyst í umhverfinu gátum við talað saman endalaust. Það hefur alltaf verið svo notalegt að koma heim til ömmu og afa í Túni. Þegar við Árni byrjuðum að búa saman fluttum við heim til Ísa- fjarðar og auðvitað kom ekkert annað til greina að búa niðri hjá ömmu og afa eins og ég hafði verið búin að ákveða þegar ég var lítil stelpa. Það var auðvitað yndislegt eins og við var að búast. Það eru endalausar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til elsku ömmu minnar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Því minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. “ (Þórunn Sig). Elsku besta amma mín. Þú veist hversu sárt ég sakna þín og var bú- in að segja þér frá því hversu vænt mér þótti um þig. Það var svo gott að geta kvatt þig og geta sagt þér það sem ég vildi segja þér. Kvöldið áður en þú fórst vorum við tvær saman og þú orðin svo veik þá sagð- ir þú við mig hversu góð ég væri við ykkur afa. Við komumst að því að lífið hefði þennan tilgang, núna passaði ég þig, en þú passaðir mig áður. Það lýsti þér svo vel í þínum veikindum hversu góð kona þú varst. Þú talaðir svo vel um alla og lýstir því hversu góðir þeir væru við þig. Ég kveð þig þá að sinni, elsku amma mín. Hvíl þú í friði og ég mun aldrei gleyma þér né láta Júlíu gleyma þér. Þín, Anna Lára. Lára Steinunn Einarsdóttir Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SKAFTI FANNDAL JÓNASSON frá Fjalli, Sæborg, Skagaströnd, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugar- daginn 2. september. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 9. september kl. 14.00. Hjalti Skaftason, Jónína Arndal, Jónas Skaftason, Vilhjálmur Skaftason, Salome Jóna Þórarinsdóttir, Anna Eygló Skaftadóttir, Gunnþór Guðmundsson, Þorvaldur Hreinn Skaftason, Erna Sigurbjörnsdóttir, Valdís Edda Valdimarsdóttir, Hlíðar Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.