Morgunblaðið - 09.09.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 09.09.2006, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Skafti FanndalJónasson fædd- ist á Fjalli á Skaga 25. maí 1915. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 2. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Þorvaldsson bóndi á Fjalli og kona hans Sigur- björg Jónasdóttir. Systkini Skafta eru Guðríður, f. 1908, Ólafur Ágúst, f. 1909, og Hjalti Líndal, f. 1911, sem eru látin, og Jóhanna, f. 1917, bú- sett á Skagaströnd. Skafti var al- inn upp á Fjalli við almenn sveita- störf. Skafti kvæntist 17. júní 1939 í Ketukirkju á Skaga Jónu Guðrúnu Vilhjálmsdóttur, f. 15. júlí 1918, d. 13. júlí 2003. Þau hófu búskap sama ár á Fjalli og bjuggu þar til ársins 1941, er þau fluttu búferlum til Skagastrandar, þá með tvö elstu börnin sín. Skafti og Jóna byggðu sér hús úr gömlum vegavinnuskúr sem var fluttur frá Blönduósi og var hann stækkaður eftir því sem börnunum fjölgaði, þetta hús búsett í Hafnarfirði. Þau eiga þrjú börn, Sigurbjörn Fanndal, látinn, Hafdísi Fanndal og Jónas Fanndal. Uppeldisdóttir Skafta og Jónu er dótturdóttir þeirra, Valdís Edda Valdimarsdóttir, gift Hlíðari Sæ- mundssyni, þau eru búsett í Garði. Þau eiga sex börn. Skafti og Jóna eiga mikinn fjölda afkomenda. Skafti vann öll almenn verka- mannastörf og stundaði meðal annars sjó. Hann var sérstaklega laginn við allar vélar og tæki og nýttist það vel bæði til sjós og lands. Hann vann við hafnargerð á ýmsum stöðum á landinu, við skipasmíðar og húsbyggingar, fór á vertíðir suður með sjó og vestur á firði og vann á síldarplani á Raufarhöfn. Hann átti nánast allan sinn búskap trillu sem hann nefndi Kóp og stundaði fyrstur manna grásleppuveiðar frá Skagaströnd. Skafti og Jóna áttu heima í Dagsbrún til ársins 1958, þá flutt- ust þau að Fellsbraut 5, síðan í Lund en í mörg ár bjuggu þau á dvalarheimili aldraðra, Sæborg, á Skagaströnd og þar bjó Skafti til æviloka. Útför Skafta verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. nefndu þau Dags- brún. Skafti og Jóna eignuðust sjö börn, en tvö þau yngstu, drengir, fæddust andvana. 1) Hjalti, f. 8. mars 1940, kvænt- ur Jónínu Arndal, þau búa í Hafnarfirði. Hann á fimm börn, Matthías Ingvar, Guðlaug Örn, Óskar Þór, Valdimar Núma og Pálínu Ósk. 2) Jón- as, f. 26. febrúar 1941, búsettur á Blönduósi. Hann á sex börn, Jónu Fanndal, Elíni Írisi, Skafta Fann- dal, Sigurð, Róbert Vigni og Jónas Inga. 3) Vilhjálmur Kristinn, f. 9 apríl 1942, kvæntur Salome Jónu Þórarinsdóttur, þau eru búsett á Skagaströnd. Hann á fjögur börn, Sigrúnu Önnu, Dagnýju Guðrúnu, Vilhjálm Magnús og Sólveigu Steinunni. 4) Anna Eygló, f. 12. júní 1944, sambýlismaður Gunnþór Guðmundsson, þau eru búsett í Keflavík. Hún á fjögur börn, Val- dísi Eddu, Hafþór Hlyn, Laufeyju og Vilhjálm Fannar. 5) Þorvaldur Hreinn, f. 6. júní 1949, kvæntur Ernu Sigurbjörnsdóttur, þau eru Að skrifa um þig, pabbi minn, er ekki létt, þú varst kletturinn í lífi okkar systkina alla tíð og studdir okkur með ráðum og dáðum á þinn hógværa hátt og hlýju viðmóti. Þú komst upp stórum barnahóp, þrátt fyrir lítil efni, enda féll þér aldrei verk úr hendi. Þú byggðir yfir okkur hús sem á sér einstaka sögu á Skagaströnd. Þaðan eigum við systkinin góðar minningar frá uppvaxtarárum okk- ar í gömlu Dagsbrún. Sjóinn sóttir þú fram að 89 ára aldri, fram á síð- asta dag fórst þú í þína daglegu gönguferð á Vigdísarvelli, reyktir vindla og hittir félaga þína og spjall- aðir um veður og aflabrögð. Það voru mikil forréttindi að fá að njóta þín svona lengi. Þú átt stóran hóp afkomenda sem sakna þín sárt, barnabörn þín minnast hlýju handar þinnar og klappi á kinn. Við systk- inin munum minnast rósemi þinnar og hlýju, þótt stundum gengi full- mikið á í þröngu húsnæði. Þið mamma bjugguð á Skagaströnd í rúm 60 ár, fluttuð með okkur tvo elstu synina úr Skagaheiðinni inn í kaupstað eins og þú orðaðir það, þegar þú minntist áranna ykkar á Fjalli. Við dánarbeð þinn kvaddir þú okkur öll og hélst með okkur bæna- stund sem þú stjórnaðir, þú varst sáttur við að fara, búinn að missa mömmu sem lést fyrir þrem árum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að halda í höndina á þér þegar þú lést. Í mínum huga voruð þið mamma hetjur hversdagslífsins í orðsins fyllstu merkingu. Með virðingu og þökk fyrir sam- fylgdina, þinn sonur, Hjalti. Jæja, elsku pabbi minn, hér eftir gengur þú á Guðs vegum, langri ævi lokið og margs að minnast og margt að þakka. Alltaf falla tár og sökn- uður er sár, þegar litið er yfir farinn veg. Fyrstu minningarnar í Dagsbrún eru margar, þegar ég fékk að fara með þér í vinnuna í höfninni og sitja aftan á sittunni, þá var gaman. Fyrstu ferðirnar út í Skagaheiði eru ógleymanlegar, komið við á Steinn- ýjarstöðum hjá Guðríði frænku og labbað við á Fjalli, þar varst þú á heimavelli, þekktir hvern hól. Þú varst mikill náttúruunnandi og hlaust nafnbótina Heiðarkonungur af veiðifélögum þínum. Það var mikil gleði í Dagsbrún þegar þú varst að koma heim af ver- tíðum sem þú sóttir um árabil eins og svo margir í þá daga. Við áttum kindur, kú og ekki má gleyma hest- inum þínum Bleik sem var mikill gæðagripur, en hann bar beinin þar sem nú stendur hótel Dagsbrún. Þú áttir mótorhjól sem þú skiptir á og þínum fyrsta bát sem þú nefndir Kóp. Þar um borð hlaut ég mína fyrstu vélfræðslu, fékk að „blía kertið“ á Stúartinum ef hann var tregur í gang. Þegar ég varð sjó- veikur sagðir þú að besta ráðið við henni væri að horfa heim og hugsa um mömmu, þetta tel ég þjóðráð og hef gefið mörgum það. Við hófum saman útgerð á Kóp númer tvö, sem gárungarnir kölluðu „Biblíuna“, mikið var fiskað af grásleppu og dýrðlegir dagar á vorin og sumrin þegar Króksbjargið og Kálfhamars- víkin skörtuðu sínu fegursta. Þá var Skafti Fanndal í essinu sínu, mikil veiði, sól í heiði, og pípan glóði, þá fuku vísur, ekki allar prenthæfar, og líka sungið og voru Dísa og dalakof- inn hans Davíðs og Hallfreður vand- ræðaskáld ekki langt undan. Á þess- um árum kynntust við vel, tveir saman úti á sjó dag eftir dag. Það er sko hægara sagt en gert að fara með tærnar þangað sem þú hafðir hælana hvað dugnað og þrautseigju snertir og alltaf kom glampi í augun þín þegar minnst var á grásleppuár- in og ekki að ástæðulausu, því eng- inn var grásleppukóngur nema þú. Þú hélst áfram til áttatíu og níu ára aldurs að stunda sjó á jullunni þinni, geri aðrir betur. Fjórtán fisk- ar úr sjó þá var komið nóg, svona varst þú alltaf sáttur við þitt. Þú varst alla tíð heilsuhraustur og stinnur eins og „sænskt blöðrustál“, labbaðir daglega ef veður leyfði, alltaf var komið við í skúrnum hjá Gunnari Alberts og einn vindill reyktur með spjalli um daginn og veginn. Og svo bara til gamans: við læknisskoðun fyrir tveimur árum sagði læknirinn: Hefur þú alla tíð verið í íþróttum? Nei, aldrei. Þú hef- ur greinilega aldrei reykt! Jú, jú, í sjötíu og eitt ár! Málið útrætt. Það má með sanni segja að glím- an við elli kerlingu hafi gengið vel hjá þér, þar til hún felldi þig og var ég viðstaddur þá glímu ásamt systk- inum mínum og mökum og kom það okkur á óvart hvað Guðstrúin var þér mikils virði en þú hafðir lítið rætt þau mál, bænastundin verður okkur öllum ógleymanleg og hvað þú varst sáttur við að fara til mömmu og Bjössa og litlu strák- anna ykkar. Það er ekki laust við að eitthvað af minni barnstrú sem ég tapaði þegar ég missti son minn hafi komið aftur, takk fyrir það og allt það sem þú varst mér og minni fjöl- skyldu. Þinn sonur Þorvaldur. Elsku besti tengdapabbi, nú er kveðjustundin komin. Ég vil þakka þér samfylgdina sem var afskaplega ljúf, enda varstu einstakt ljúfmenni. Ótrúlega sterkur og hraustur mað- ur, orðinn níutíu og eins árs. Mér finnst þú ekkert hafa breyst í þessi 38 ár sem ég er búin að þekkja þig. Ég kom sem verðandi tengda- dóttir og var afskaplega vel tekið. Það er margs að minnast í öll þessi ár, öll stórafmælin, bæði þín og Jónu, jóladagurinn öll árin okkar á Skagaströnd, allir í kirkju og svo heim til ykkar í tertuveislu, allar áramótaveislurnar heima hjá okkur. Það var gaman þegar þú þuldir ljóð Davíðs Stefánssonar, þá urðu allir að vera hljóðir því þrátt fyrir slæma heyrn talaðir þú afskaplega lágt. Það var mjög sérstakt þegar við Anna sungum fyrir þig Dísu og dalakofann á Akureyri, þú söngst með okkur „ótrúlegt en satt“. Núna ertu örugglega kominn heim til hennar Jónu þinnar og litlu drengjanna þinna og hans Bjössa. Ég kveð með söknuði og þakklæti fyrir allt. Þín tengdadóttir, Erna. Ja, hvað skal segja þegar manns helsta átrúnaðargoð, besti vinur og afi, fellur frá? Einhvers staðar stendur „segðu fátt og segðu það vel“. Þessi orð eiga kannski ekki vel við um mig en það er engu líkara en þau séu sérstaklega sett saman um þig. Það er gaman að hugsa um okk- ar góðu stundir saman í gegnum ár- in. Undir vegg að reykja eða bjarga heiminum eins og við kölluðum það. Engin mál í veröldinni voru okkur óviðkomandi, pólitík, kveðskapur, veðrið, mannfólk, mannlíf, fiskirí eða rokktónlist, þetta voru allt mál sem þurfti að takast á við og yfirleitt á frekar glettinn hátt. Að maður tali nú ekki um þau fjölmörgu skipti sem við fórum á jullunni út fyrir Höfðann að ná okkur í fisk. Um leið og við sigldum út úr höfninni byrj- aðir þú að söngla og kveða vísur. Svo var drepið á og rennt fyrir á þeim blettum sem þú vissir að væri fiskur, og byrjað á spjalli og skemmtilegum sögum. Bíltúrarnir út á Skaga, kaffispjall hjá frænd- fólki okkar á Tjörn eða í Víkum eða bara hvar sem er á Skaganum, því alstaðar varst þú velkominn. Eða meðan amma lifði, allir kaffitímarnir þar sem við komum saman og rædd- um málin. Okkur Kittu var ekki allt- af skemmt þegar Huginn var að hoppa í drullupollum, en þá skemmtir þú þér og sagðir „æ, hann er svo eðlilegur þessi drengur, hann verður mikill maður“. Mig langar líka til að rifja upp erfiða stund í okkar lífi, þegar ég fór til þín gagn- gert að segja þér að nú værum við að flytja burt frá Skagaströnd á vit ævintýra í útlöndum. Með kökk í hálsi stundi ég upp erindi mínu. Ég hafði fengið mjög mismunandi við- brögð við hugmyndinni þar sem ég hafði borið hana upp. „Ég vissi það alltaf, hér átt þú ekki heima, þú ert enginn sjómaður. Ef ég væri nokkr- um árum yngri myndi ég gera það sama.“ Svo einfalt var þetta í þínum huga. Það var mikill léttir fyrir mig, því það skipti mig öllu máli hvað þér fyndist. Þig hafði einnig dreymt fyr- ir þessu og vissir að allt myndi ganga vel. Það varst þú sem gafst mér trú á það sem ég er að gera. Fyrir mér eru þetta allt saman al- gjörar helgistundir. Það væri létt verk og löðurmannlegt að bjarga heiminum ef fleiri væru eins og þú. Með æðruleysi þínu, visku og góð- mennsku hefur þú gert veröld okkar hinna betri, fallegri og innihaldsrík- ari. Spor þín eru djúp og missir okk- ar er mikill. Þú varst ekki bara afi, þú varst vinur og félagi. Heimurinn er mun fátækari nú. Ég veit þú hlakkar til að hitta ömmu, og ég veit að þið í sameiningu passið okkur hin og, elsku afi, í huganum held ég áfram að skrifa þér bréf. Þinn Guðlaugur (Gulli). Elsku afi, nú þegar þú ert farinn frá okkur rifjast upp margar góðar minningar. Ég man vel þegar þú fékkst Kóp, þá fór ég með þér út á sjó og þú leyfðir mér að stýra og var ég mjög stoltur og ánægður. Eins man ég eftir gamla græna bílnum (honum Lilla), ég fékk að vera á pallinum og stökk þá oft niður og hljóp á eftir bílnum og þú tókst ekkert eftir því og keyrðir bara áfram. Eins man ég eftir því þegar við fórum út að Fjalli, ég, þú og pabbi og við geng- um um og þú sagðir okkur sögur frá því er þú varst lítill drengur þarna útfrá. Og ég man líka þegar þið amma áttuð heima á Fellsbrautinni og ég kom í heimsókn til ykkar með Auði mömmu og það var tekin mynd af okkur tveim, þú með fínan hatt. Og það eru svo margar góðar minning- ar sem ég á um þig og ömmu frá æskuárum mínum. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allar góðar stundir, sem við höfum átt hér á Skagaströnd, núna síðustu ári, þau hafa gefið mér mikið. Ég mun sakna þín, en ég veit að þú verður alltaf nálægur og ég hugsa og tala við þig á hverjum degi. Þinn Matthías. Hjartans þakkir til elsku besta afa míns fyrir allt það sem hann hef- ur gefið mér og mínum í gegnum ár- in. Hann afi minn var hetjan mín sem ég leit alltaf upp til, aldrei sá ég hann skipta skapi, alltaf svo hlýr og góður og tilbúinn að gefa af sér. Minningin um hann er fyrst og fremst ásjóna hans svo opin og hlý með þessa ótrúlegu útgeislun, strokan um kinnina og ávallt þessi einlæga gleði yfir því að sjá mann. Elsku afi minn, ég kom að heim- sækja þig þegar vitað var að hverju stefndi og æðruleysið og auðmýktin sem einkenndi þig er fáum gefið. Allir voru með tár í augum og þú hughreystir fólkið þitt. Ekki hafa áhyggjur af mér! Þetta er bara gangur lífsins! Einhvern tímann kemur stundin! Svo fórstu með bænirnar þínar tilbúinn að kveðja. En líkami þinn og hjarta voru ekki jafntilbúin og þú, elsku afi, hjartað þráaðist við og banalegan var of löng, en þú hélst einstakri reisn þinni allan tímann. Ég kveð þig með sárum söknuði og ómældu þakklæti, elsku besti afi minn. Afi ég vil þér nú þakka Þær stundir er áttum við fyrr, Þú gafst oft svo kyndugum krakka Kátínu og veittir mér byr. Með blíðlegum orðum og alúð Undurblíð stroka um kinn, Skilning mér sýndir og samúð Ég sælu enn í hjarta mér finn. Á leið stundum þreytandi og þungri Þú þerraðir blíður mín tár, Sú gleði er yljaði mér ungri Endist um ókomin ár. Þín, Elín Íris. Jæja, afi minn. Þá ertu kominn á endastöð. Ég á margar indælar minningar um þig. Þá sérstaklega man ég eftir að vera með þér sem pjakkur á grá- sleppuveiðum á gamla Kópi, einnig man ég vel eftir traktornum. Líka gamlar góðar minningar um þig að dunda þér í skúrnum, alltaf. Það eru dýrmætar minningar. Einnig man Bogga litla vel eftir þér þegar hún var á Íslandi í fyrra, með Sigrúnu, og þær skruppu norður að heim- sækja þig. Hún Bogga mín hafði aldrei séð þig enda ekki nema 4 mánaða þegar hún flutti hingað út til Suður-Dakota í Bandaríkjunum og erum við þakklát að þið hittust. Þótt það hafi verið alltof stutt mun hún varðveita minninguna eins og við öll um þig, afi minn. Henni Boggu þykir svo vænt um mynd- irnar, sem voru teknar voru af ykk- ur saman, og mun hún passa vel upp á þær. Með kveðju til allra. Skafti Fanndal Jónasson og fjölskylda, Suður-Dakota, Bandaríkjunum. Elsku afi minn. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn. Ætli við höfum ekki öll hugsað um þig sem ódauðlegan. En því miður fyrir mig, fjölskyldu mína og alla Skagaströnd, ertu það ekki. Síðast þegar ég hitti þig var það fyrsta sem þú sagðir við mig: „Þú ert nú falleg.“ Síðan straukstu kinn- ina mína með hrjúfri hendinni, sem ilmaði alltaf svo vel af tóbaki. Mér þykir svo vænt um þig. Ég vona að ég geti orðið jafngóð manneskja og þú varst. Þið amma hafið alltaf búið nálægt mér, og ég eyddi langtum meiri tíma með ykkur en ömmu og afa í Reykjavík og Hafnarfirði. Þess vegna vil ég ekki kalla þig langafa, því þú ert afi. Bara afi. Þegar ég var lítil var ég vön að koma heim til ykk- ar ömmu og fá kandís, og svo tókum við nokkur spil. Þú vannst næstum því alltaf. Síðan þegar við nenntum ekki að spila meira, gat ég setið í langan tíma með þér og ömmu og þið sögðuð mér hverjir væru á myndunum á veggjunum. Reyndar var það mest amma sem talaði en þú kinkaðir kolli. Þegar amma dó hurfu næstum allar myndirnar af veggj- unum, og mér þótti það miður, og ég veit að þér fannst það líka. Þú hafðir alltaf svo margar sögur að segja og varst svo ótrúlega vitur. Það að þurfa að kveðja þig áður en við flutt- um til Danmerkur var svo erfitt, því við vorum ekki viss hvort við værum að kveðja þig fyrir fullt og allt. En sem betur fer náðum við að hitta þig þegar við komum í sumar. Þú varst svo hraustlegur. Elsku afi, þú ert búinn að prófa og sjá svo margt á þinni löngu ævi. Nú er þinn tími kominn, og ég verð að reyna að sætta mig við það, þótt það sé erfitt. Öll börnin þín munu alltaf minnast þín sem þess sterka, hrausta, hreinskilna og duglega manns sem þú varst. Við gleymum þér aldrei því það er ekki hægt. Þú ert fyrirmynd okkar allra. Þú varst ekki besti maður sem ég þekkti, þú ERT það svo sannarlega ennþá og munt alltaf vera það. Ég er stolt af að vera skyld þér. Sofðu rótt og ég bið að heilsa ömmu. Með kveðju frá Hugin Frá og Auði Ísold Guðlaugsbörnum, þín Laufey Sunna. Skafti Fanndal Jónasson Elsku langafi Skafti, þótt ég hafi ekki hitt þig mikið síðustu árin á ég samt eftir að sakna þín mikið. Þú varst skemmtilegur og sérstakur afi í sveitinni. Ég veit að afi Hjalti og pabbi eiga eftir að sakna þín mikið líka. Þú varst alltaf mjög góður við mig og sagðir mér margar hetjusögur af þér útá sjó. Það mun alltaf verða tómlegt á Skagaströnd án þín. Kveðja, Jóhann Freyr Óskarsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.