Morgunblaðið - 09.09.2006, Side 49

Morgunblaðið - 09.09.2006, Side 49
færandi hendi með bollur, saltfisk og ýsu ásamt ýmsu öðru góðgæti, fyrir það þökkum við ykkur hjónum af heil- hug. Doddi var hrókur alls fagnaðar í veislum og skemmti þá gjarnan gest- um með söng og leik. Eru margar góðar minningar um flutning hans á mexíkanahattinum með ógleymanleg- um leiktilburðum. Með afa Dodda er fallinn stór mað- ur í öllum skilningi, við söknum þín og minnumst með hlýhug og eftirsjá. Minning þín mun lifa. Elsku Rikka og fjölskylda hugur okkar er hjá ykkur. Ykkar einlægir vinir. Einar, Ása, Erla Jóna og Fannar Veigar. Nú er elsku frændi minn, Þórður Ásgeirsson, fallinn frá eftir erfið veik- indi og hefur því eflaust orðið hvíld- inni feginn. Hjá okkur sem þykir vænt um Dodda vaknar sorgin og söknuðurinn en við reynum að gleðj- ast, hans vegna, yfir því að þessari þrautagöngu er lokið og trúum því að nú sé Doddi í góðum hópi þeirra sem á undan hafa farið og að nú líði honum vel. Minningarnar streyma fram á svona stundum. Eins og ljúfur undir- leikur við minningarnar ómar Sólset- ursljóð í huga mér. Ég raula með og hugsa til gömlu daganna í Ásgeirs- húsi, hlaupin yfir til Gerðu og langafa og húsin tvö á Hólnum svo risastór í augum barnsins, eins og tvær hallir sitt hvorum megin við götuna … Nú vagga sér bárur í vestanblæ, að viði er sólin gengin. Og kvöldroðinn leikur um lönd og sæ, og logar á tindunum þöktum snæ og gyllir hin iðgrænu engin. … og hugurinn reikar til þess tíma þegar ég var bara unglingur en orðin móðir. Mamma og pabbi bæði í veik- indum og ég komst ekki í skólann. Sirrý frænka mín var nú ekki lengi að leysa það vandamál. Hún fékk sam- þykki foreldra sinna til að taka Jónu mína til sín og hafa hana svo ég gæti klárað skólann. Hjá Rikku og Dodda var Jóna af og til næstu árin, í lengri eða skemmri tíma í einu, eftir því hvað (mér sennilega) hentaði hverju sinni. Það þarf ekki að fjölyrða um það að hjá þeim Rikku og Dodda leið Jónu afskaplega vel og hvergi betur. Doddi gerði hana freka með dekri. Þvílíkur barnakarl! Hann sagði mér oft sög- una af því þegar hann kom heim af sjónum og labbaði inn í eldhús til að fá sér að borða. Hann fór framhjá Jónu án þess að taka hana upp úr barna- stólnum, og þá argaði sú stutta eins og hún hafði orku til og hætti ekki fyrr en hún var komin þangað sem hún vildi vera, í fangið á Dodda. Elsku Doddi minn, ég sé þig fyrir mér í bátnum þínum þar sem bárurn- ar vagga þér í vestanblænum á meðan kvöldroðinn leikur um lönd og sæ og þú siglir inn í sólarlagið að ströndu þar sem iðgræn engin eru endalaus. Þar vil ég svo sjá þig ásamt fleirum þegar minn tími kemur. Innilegustu samúðarkveðjur send- um við hjónin til þín, Rikka mín, og til barnanna ykkar og fjölskyldna þeirra. Guð blessi ykkur öll. Björg Ragúels Mig langar að kveðja þig elsku Doddi með þessum orðum sem eiga svo vel við þig: „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem lýsir þér. Ég og mamma heimsóttum þig og Rikku fyrir nokkrum vikum og er ég svo glöð í hjarta mínu að hafa fengið að kveðja þig, því ég vissi að þetta yrði í síðasta sinn sem ég fengi að sjá þig. Elsku frændi, þakka þér allt sem þú og Rikka hafið gert fyrir mig frá því ég var lítil stelpa og fékk að vera í pössun hjá ykkur. Það eru ófáar sögur sem ég hef heyrt frá þér, þegar þú lýstir því hvernig ég var hjá ykkur og heyrðist mér á þeim að ykkur hafi ekkert leiðst að passa skottuna eins og þú kallaðir mig. Elsku Rikka mín, þér og fjölskyldu þinni votta ég samúð mína, og megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Kær kveðja, Jóna Ragúels Gunnarsdóttir. Vorið 1960 fluttum við hjónin til Húsavíkur ásamt vinahjónum okkar. Ekki þekktum við þar nokkurn mann fyrir komu okkar þangað. Ekki liðu margir dagar áður en kunningsskap- ur tókst við nágrannana, Dodda og Rikku. Fljótt þróaðist kunningsskap- urinn í vináttu sem varað hefur síðan. Þeir eru ekki margir dagarnir sem hafa liðið án þess að samband væri á milli heimila okkar þessi 46 ár. Það þróaðist líka þannig að okkar stóru fjölskyldur urðu líka vinafjölskyldur. Ef Doddi var ekki mættur þegar fjöl- skyldumeðlimir voru í heimsókn hlaut hann að vera á sjó .Við fyrstu sýn kom þessi stórskorni og veðurbarði maður okkur þannig fyrir sjónir að hann væri kannski ekki alveg sú manngerð sem tæki í sátt lítt lífsreynda aðko- muflækinga. En önnur varð reyndin. Fljótt fór að berast soðning inn á heimili okkar sem ekki hefur orðið lát á síðan. Oftar en ekki stóð Doddi inni á gólfi eða inni við rúmstokk án þess að banka og áður en nokkur vissi var hann horfinn. Þetta fannst sumum ókunnugum dálítið furðulegur um- gangsmáti en þetta var hans háttur. Doddi var sérstaklega barngóður og á kornabörnum hafði hann sér- stakt dálæti. Það var ósjaldan að hann leit við þegar hann kom af sjónum, kannski ekki alveg nýþveginn, gekk að barnavöggunni, smellti kossi á litla barnið og var svo horfinn áður en nokkur vissi af. Hjá okkur var oft glatt á hjalla á góðri stundu. Stutt var í léttar sam- ræður og söng. Hann hafði mjög fal- lega söngrödd og á fyrri árum greip hann oft í gítarinn og hljómborðið. Ekki var langt liðið á lagalistann þeg- ar „Múndrahatturinn“ var tekinn. Þetta var uppáhaldslag Dodda alla tíð og okkur vinum hans þótti hann einn fara rétt með það en vafalaust má um það deila. Þau verða öðruvísi komandi vetr- arkvöld þegar þessi vinur verður ekki lengur til staðar, en vonandi verður hann í glöðum hópi á nýjum stað. Eitt er víst að hans verður sárt saknað af stórfjölskyldunni á Baughól 15. Rikku og þeirra stóru fjölskyldu vottum við dýpstu samúð. Árni og Helga. Við viljum þakka fyrir áratuga vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Afi Doddi á Húsavík, sem hér er kvaddur, var mikilvægur hluti af lífi dætra okk- ar og þær sakna hans sárt. Hann var vissulega ekki raunverulegur afi þeirra en aldrei kallaður neitt annað og við það voru allir sáttir. Við kynnt- umst Þórði og Rikku, konu hans, fyrir réttum tuttugu árum þegar við kynnt- umst Ásgeiri, syni þeirra og hans fjöl- skyldu. Í þeim eignuðumst við frá- bæra vini og nánast nýja fjölskyldu þar sem allir tóku á móti okkur eins og við værum hluti af fjölskyldunni. Ekki átti Þórður minnstan þátt í því. Þórður var mikill Húsvíkingur og á milli okkar gekk alltaf góðlátlegt grín um veðurskilyrði norðan heiða og sunnan. Honum þótti hvergi fallegra né betra veður og skipti þá engu hvort sól var eða rigning. Oft höfðum við hann grunaðan um að hagræða veð- ursannleikanum en stóðum hann samt aldrei að verki. Þórður var mikill húmoristi og hafði yndi af samskipt- um við fólk. Hann var sérstaklega barngóður og stelpunum okkar þótti afskaplega vænt um hann. Allra kost- anna hans nutum við í ríkum mæli í heimsóknum okkar til Húsavíkur. Elsku Rikka, Ásgeir, Hafdís og dætur og fjölskyldan öll, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Sér- stök kveðja frá Ragnheiði, sem ekki getur fylgt afa Dodda. Blessuð sé minning góðs manns. Hrönn, Þórður og dætur. Látinn er á Húsavík Þórður Ásgeirsson trillukarl og útgerðar- maður. Fljótlega eftir að undirritaður hóf störf hjá Landssambandi smábátaeig- enda kynntist hann Þórði. Ég var mættur á fund á Akureyri hjá Kletti, svæðisfélagi smábátaeigenda, Ólafs- fjörður – Tjörnes. Þekking mín á mál- efnum trillukarla var þá mjög rýr. Þórður var fundarstjóri, en því starfi gegndi hann iðulega og fórst það vel úr hendi. Hann bauð mig sem starfs- mann þeirra velkominn. Stjórnun hans á fundinum var lífleg og fjöl- mörgum spurningum beint til mín sem ég átti að sjálfsögðu að hafa svör við. Ég fékk skýr skilaboð frá fund- arstjóra um að það væri eins gott að hafa allt sitt á hreinu. Á fundum hélt Þórður vel utan um umræður og fyrirspurnir. Þá fannst mér það aðdáunarvert, að þó að fund- ir stæðu allan daginn var engan bil- bug á Þórði að finna, hann hafði ein- stakt fundarþol. Stjórnunarhættir hans báru vott um að hann vildi að sem flestir mundu tjá sig um einstök málefni og hafði þannig næmt auga fyrir þeim sem áttu erfitt með að koma í ræðustól. Gerði hann þá gjarnan undantekning- ar frá reglunni og fyrir vikið komu fleiri sjónarmið fram sem fengu um- ræðu og stuðluðu þannig að meiri sátt um afgreiðslu mála. Það verður seint sagt um kynni mín af Þórði að hann hafi ekki haldið mér við efnið í baráttu LS um að bæta hag trillukarla. Skoðanir hans voru skýrar og ekkert dregið undan. Við tókumst á, en niðurstaða var fjarri, ró færðist yfir og eins og með flesta náðum við landi eftir talsverðan barning. Á leið- inni kom ég auga á margt sem betur mátti fara. Þótt það væri óþægilegt er hluti lífsins þannig og ekkert annað að gera en að takast á við hann. Það mat Þórður, kannski ekki með orðum yfir hópinn, heldur með uppörvandi spjalli og góðu handabandi á kveðjustund. Utan funda var Þórður hrókur alls fagnaðar og líflegt í kringum hann. Ógleymanlegt er þegar hann flutti sitt atriði – Mexíkanann, sem hann lék og söng af tærri snilld. Þórður var alla tíð virkur í fé- lagsstarfi trillukarla. Auk þess að stjórna fundum sat hann í stjórn Varðar – félags smábátaeigenda á Húsavík, í Kletti og í stjórn Lands- sambands smábátaeigenda í 6 ár frá 1996 til 2002. Öllum þessum störfum gegndi hann af mikilli samviskusemi og áhuga. Þórði þakka ég samfylgdina og votta Friðriku og fjölskyldu samúð. Örn Pálsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 49 ✝ ValgerðurMagnúsdóttir fæddist í Hátúnum í Landbroti 15. febr- úar 1905. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum að- faranótt 3. septem- ber síðastliðinn á 102. aldursári. For- eldrar hennar voru Katrín Hreiðars- dóttir og Magnús Þórarinsson, bóndi í Hátúnum. Val- gerður var næst- yngst fjögurra systkina en þau voru: Elín, f. 1900, d. 1987, Júl- íana, f. 1902, d. 1988, og Þórarinn Kjartan, f. 1912, d. 2004. Valgerður ólst upp í Hátúnum, en missti föður sinn tæplega tví- tug, og réðst upp úr því í vinnu- mennsku til Snorra læknis á Breiðabólstað ásamt móður sinni og bróður. Hún var þar í nokkur ár, og síðan um tíma ýmist í Há- túnum eða í vinnumennsku ann- ars staðar. Hún vann einn vetur í þvottahúsi Land- spítalans í Reykja- vík en hóf síðan aft- ur búskap í Hátún- um í félagi við móð- ur sína, bróður og mágkonu. Eftir lát móður sinnar 1953 eignaðist Valgerður hálfa jörðina á móti bróður sínum og bjó þar til ársins 1972 er hún flutti að Syðri-Steinsmýri til Magneu bróðurdóttur sinnar. Þar vann hún ýmis bústörf á meðan kraftar entust, ásamt því að að- stoða við uppeldi sex dætra og dóttursonar Magneu. Valgerður flutti á 96. aldursári á hjúkrunarheimilið Klausturhóla þar sem hún dvaldist síðustu ævi- árin. Valgerður verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Gerða, nú hefur þú loksins fengið þína langþráðu hvíld. Heil öld er langur tími að lifa en einhvern veginn vissum við alltaf að þú næðir þeim áfanga þó svo að þú segðir að það væri nú svo sem ekkert svo merkilegt þar sem það yrðu svo margir hundrað ára nú til dags. Okkur systurnar langar að þakka þér þann góða tíma sem við átt- um með þér. Það var mikið lán fyrir okkur að fá að hafa þig á heimilinu meðan við vorum að alast upp. Eiga auka „ömmu“ sem alltaf var hægt að leita til. Þú kenndir okkur svo margt, m.a. að lesa, biðja bænir og spila, en þér fannst svo gaman að spila. Við spil- uðum oft við þig ólsen ólsen, marías, manna, kasínu og alltaf púkk upp á eld- spýtur á jólunum, stundum langt fram á nótt. Þú kenndir okkur að vera góð við dýrin en þú varst mikill dýravinur og hafðir þá skoðun að skepnur ættu að hafa sama rétt og mannfólkið. Þau fáu skipti sem við munum eftir að hafa séð þig reiðast var það ef einhver fór illa með dýr, enda hændust mjög að þér allar skepnur. Þú tókst á við lífið með æðruleysi og varst alltaf kát og létt í lund, og oft var stutt í stríðnina, sérstaklega þegar kom að strákamál- um okkar systra. Máttu vonbiðlar okk- ar oft á tíðum þola hinar ströngustu yfirheyrslur þar sem farið var yfir ætt- ir þeirra, lífsskoðanir og mannkosti. Þú vildir að allir væru jafnir og fannst lítið til lífsgæðakapphlaupsins koma þar sem peningar væru ekki gjaldgengir „hinum megin“, en þú varst þess alltaf fullviss að við tæki annað tilverustig að þessu lífi loknu. Þar væru allir jafnir og lausir við vonskuna og óréttlætið sem fylgir þessum heimi. Við eigum margar góðar minningar um þig og lærðum svo margt af þér, en það sem mest er um vert – þú kenndir okkur systrum að vera góðar manneskjur. Takk fyrir allt. Með blöndu af glettni og gæsku, guðstrúna kenndirðu mér. Þú auðgaðir líf mitt og æsku, að eilífu þakka ég þér. En minningu þína ég geymi, Guð gefi þér eilífan frið. Uns við hittumst í öðrum heimi, ég heilshugar fyrir þér bið. Þínar frænkur Elín Valgerður, Ragnhildur Þuríður, Ingunn Guðrún, Júlíana Þóra, Ólöf Birna og Pála Halldóra. Valgerður Magnúsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTHILDAR TEITSDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Hjarðarfelli, Snæfellsnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 4. hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun. Guðbjartur Gunnarsson, Harpa Jónsdóttir, Högni Gunnarsson, Bára Katrín Finnbogadóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Michel Sallé, Hallgerður Gunnarsdóttir, Sturla Böðvarsson, Teitur Gunnarsson, Lilja Guðmundsdóttir, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Erlendur Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR fyrrverandi bónda og sjómanns frá Hamraendum, Stafholtstungum, Hátúni 12, Reykjavík. Sigrún Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðrún Sesselja Arnardóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Stígur Snæsson, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldóra Björk Friðjónsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Gunnar Jónsson, afabörn, langafabarn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KLÖRU JÓNSDÓTTUR frá Arnarfelli. Heiðbjört Eiríksdóttir, Geir Guðmundsson, Björn Eiríksson, Jón Eiríksson, Unnur Harðardóttir, Örnólfur Eiríksson, Ragna Úlfsdóttir, Ófeigur Eiríksson, Guðný Jónsdóttir, Leifur Eiríksson, Heiða G. Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.