Morgunblaðið - 09.09.2006, Síða 55

Morgunblaðið - 09.09.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 55 menning Selvaag Gruppen is announcing the third round of our international sculpture competition based on scenes from Henrik Ibsen’s masterpiece, “Peer Gynt”. Sculptors are invited to submit their figurative contributions. Deadline for submission is 15th January 2007. For further information please visit our website: Selvaag Gruppen has tradition of using sculptures to please and inspire the public. We are now creating a national memorial in Oslo for the world-renowned Norwegian writer Henrik Ibsen. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Mirale er eini viðurkenndi sölu- aðili Alessi og Cassina á Íslandi afsláttur 15% afsláttur af sérpöntuðum húsgögnum Opið í dag frá kl. 10–18 10–70% ÚTSALA NÝ grein hefur bæst við kvik- myndaflóruna, við höfum eignast fyrstu, íslensku kung fu-myndina. Ekki skal ég segja að Jón Grétar haldi vöku fyrir Ang Lee að svo komnu, en mér kæmi ekki á óvart að þessi ungi maður, sem er að halda utan í kvikmyndanám, eigi eftir að láta að sér kveða í framtíð- inni. Þ.e.a.s., ef hann hefur jafn gaman af að gera aðrar bíómyndir og Öskrandi api, ballett í leynum. Frumraun Jóns Grétars, sem er allt í öllu; leikstjóri, handritshöf- undur, tökumaður, tónskáld, ásamt hljómsveitinni 6íDjazz, er langtíma verkefni sem hann hefur verið að vinna að undanfarin sex ár. Upphaflega var hugmyndin að gera stuttmynd, en hún hefur heldur betur safnað á sig holdum, uns hún endaði í rösklega 100 mínútum. Öskrandi api …, er fullkomlega heimatilbúin, kostaði lítið sem ekki neitt, tekin á digital tökuvél, leik- hópurinn og aðrir aðstandendur, úr vinahópi leikstjórans. Með þessar forsendur beið mað- ur þess að myndin hæfist og í ljósi þeirra var ég hrifinn af eldmóðinum sem geislar af myndinni, ánægjunni og bjartsýninni í hópnum og eink- um hnyttnum húmor sem er burð- arás myndarinnar. Öskrandi api …, er eins og nafnið bendir til, skop- stæling á austurlenskum bardaga- myndum. Ekki þeim bestu, á borð við þá sem myndin sækir í nafngift- ina, heldur verkum á borð við The Big Boss, og ámóta hallærislegum smámyndum sem ruddu brautina. Þær einkenndust af einfaldleik á flestum sviðum öðrum en bardaga- atriðunum, ekki síst hvað snerti samtöl og sögufléttu. Jón Grétar heldur klippt og skorið barna- bókastílnum, gjarnan kenndum við Litlu gulu hænuna, og tekst það býsna vel með góðri tímasetningu vel flestra leikaranna. Það er ekk- ert að gerast, en alltaf eitthvað í gangi. Leikararnir eru með á nótunum og fíflast eins og þeim sé borgað fyrir það (sem ég tel frekar ósenni- legt), og áttu ríkan þátt í að gera þessa kvöldstund að óvæntri skemmtun, hlutverkin eru að vísu ekki tiltakanlega strembin við- ureignar. Öskrandi api …, gengur í stuttu máli út á átök tveggja bar- dagahópa, annar er að þróa „ballett-karatestíl“, þar sem „átt- faldi snúningurinn“, er toppurinn og er mikið sjónarspil. Hinn, Öskrandi aparnir, er á hefðbundn- ari nótunum og hatast andstæðing- arnir mjög og manndráp tíð. Ætt- fræði aðalpersónanna er það flókin að hún verður látin liggja á milli hluta, en er uppspretta fyndnustu línanna. Tæknilega er Öskrandi api …, rétt eins og efni standa til, hrá, stundum muskuleg sem hæfir vel e.t.v. fyrstu, íslensku költmyndinni, og ekki annað að sjá en Jóni Grétari og fólkinu hans hafi tekist mæta vel það sem hann ætlaði sér. Sem fyrr segir er húmorinn aðall Öskrandi apa …, en um leið hennar Akkiles- arhæll, því öllum finnst svo gaman að þeir vilja helst ekki hætta … Sagan af áttfalda snún- ingnum KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri, handrit, kvikmyndataka: Jón Grétar Gissurarson. Tónlist: Jón Grétar Gissurarson og hljómsveitin 6íDjazz. Aðalleikendur: Hrafn Stefánsson, Einar Carl Axelsson, Örn Sigurbergsson, Hjör- dís Lilja Örnólfsdóttir, Anna Rúna Krist- insdóttir, María Lovísa Ásmundardóttir. 107 mínútur. Ísland. 2006. Öskrandi api, ballett í leynum  Sæbjörn Valdimarsson Gagnrýni Húmorinn er að mati gagnrýnanda aðall Öskrandi apa … en um leið Akkilesarhæll hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.