Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 59

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 59 menning MIÐASALA HAFIN! Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FJÓRÐA breiðskífa rokksveit- arinnar Brain Police kemur út á þriðjudaginn kemur. Kallast verkið Beyond the Wasteland, og er sú fyrsta sem út kemur eftir að gítar- leikaraskipti urðu í sveitinni, snemma á árinu 2005. Þá gekk Gunnlaugur Lárusson úr sveitinni en í hans stað kom Búi Bendtsen, sem áður hafði verið í sveitunum Fídel og Manhattan. Búi er einnig að góðu kunnur fyrir útvarps- mennsku. Aðrir meðlimir eru sem fyrr þeir Jens „Jenni“ Ólafsson, söngvari, Hörður „Höddi“ Stef- ánsson, bassaleikari og Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommu- leikari. Þá var í fyrsta skipti í sögu sveitarinnar leitað út fyrir landstein- anna eftir upptökustjóra, en verkið var í höndum Svíans Chips K., eða Chips Kiesbye, sem unnið hefur með sveitum á borð við Hellacopters, Sahara Hotnights og Kent. Rokk og rólegheit Í samtali við blaðamann segir Jónbi að platan nýja sé akkúrat eins og þeir vildu hafa hana. „Svíarnir stóðu sig vonum fram- ar,“ segir hann en með Chips í för var einnig upptökumaðurinn Stefan Boman. „Þeir sköpuðu okkur mjög gott vinnuumhverfi og andrúms- loftið í hljóðverinu var mjög þægi- legt.“ Jónbi rifjar upp að einhverju sinni hafi hann og félagar hans verið að ræða upptökumál á æfingu. Þeir hafi svo farið að kasta á milli sín nöfnum. „Einhverjir Íslendingar voru nefndir en svo fórum við ræða um uppáhalds hljómsveitirnar okkar og hverjir hefðu tekið þær upp. Við duttum niður á tvo aðila, annars veg- ar Chips K. og svo Scott Reeder, bassaleikara Kyuss [sú sveit er áhrifaríkasta eyðimerkurrokksveit sögunnar, og einn meðlima var Josh Homme, nú leiðtogi Queens of the Stone Age]. Lendingin varð síðan sú að fá Chips hingað yfir. Það var auð- veldarara en ég hélt að fá Chips til verksins, við slógum einfaldlega nafnið hans inn á Google og fundum heimasíðu þar sem netfangið hans var. Við sendum honum tölvupóst og spurðum hvort hann væri til og það var ekki málið. Hann reyndist einkar liðlegur, t.d. kom babb í bát- inn áður en hann kom hingað, við þurftum að fresta upptökum og þá breytti hann sínum áætlunum í sam- ræmi við það. Við vorum svo búnir að senda Chips prufuupptökur áður en hann kom til landsins. Við rennd- um svo í gegnum lögin fyrir hann er hann var hingað kominn og hann kom með smávægilegar ábendingar hér og þar. Við vissum ekkert við hverju mátti búast og því er ég af- skaplega sáttur með það hvernig til tókst. Chips reyndist hinn mesti öðlingur og var yfirvegaður og ró- legur allt ferlið. Aldrei fát eða æs- ingur í gangi og ég held að við höfum aldrei rifist í hljóðverinu og þá er nú mikið sagt.“ Á plötunni nýju halda Brain Police ótrauðir áfram eyðimerk- urveginn og ef einhver breyting hef- ur orðið er það einfaldlega vegna til- komu hins nýja hljóðfæraleikara, segir Jónbi. „Búi kemur auðvitað með sinn hljóm inn í sveitina. Svo er t.d. meira af gítarsólóum núna og ég myndi segja að þetta væri meira gítarrokk en áður. Það heyrist meira í gít- arnum og það er betra að greina á milli gítars og bassa t.d.“ Jónbi segir þetta einfaldlega vera orðið fullorðins. „Á fyrstu plötunni (Glacier Sun, 2000) vorum við að slíta barns- skónum, svo komumst við á tánings- aldurinn með annarri plötunni (Brain Police, 2003) og á Electric Fungus (2004) vorum við á milli tví- tugs og þrítugs. Núna erum við hins vegar að detta inn í fertugsaldurinn. Þetta er „pro“ dæmi í dag.“ Gulls ígildi Drög að plötunni voru lögð strax eftir áramótin. „Við fórum í jólafrí eins og við gerum nú yfirleitt,“ útskýrir Jónbi. „Við tókum svo eina tónleika í byrj- un janúar en hættum svo að spila op- inberlega og hófum að einbeita okk- ur að plötugerðinni. Fórum að æfa á fullu, sömdum lög o.s.frv. Ég held að við höfum aldrei verið jafnvel æfðir áður og fyrir þessa plötu. Við æfðum eins og brjálæðingar og lögin voru fullkláruð áður en við fórum inn í hljóðverið. Áður fyrr voru lögin stundum að mótast í hljóðverinu en ekki í þetta skiptið. Við vissum ná- kvæmlega hvað við vildum þannig að upptökum og hljóðblöndunum var lokið á sautján dögum sem telst harla gott í dag.“ Þórir Baldursson leikur á Rhodes hljómborð á plötunni og spurður um hans þátt segir Jónbi: „Ja … við höf- um mjög einfaldan smekk. Við vilj- um aðeins það besta (brosir).“ Hann segir það hafa verið meiri- háttar að fá snillinginn Þóri til liðs við sveitina og segir að Búi hafi kippt í spotta þarna. „Þórir og pabbi hans Búa, Troels Bendtsen, voru auðvitað saman í Savanna tríóinu á árum áður. Búi sló á þráðinn og fékk hann til að kíkja á okkur. Það var ævintýri líkast að fylgjast með honum. Hann hlustaði á lagið einu sinni og svo var mottan bara spiluð yfir.“ Jónbi segir að plötunni verði fylgt rækilega eftir í haust. Farið verður í stuttan túr um Þýskaland í október, og meðal annars spilað á hinum magnaða rokkstað Wild at Heart í Berlín, en þar lék sveitin og í fyrra- haust. „En áður en við förum út ætlum við að taka nokkra tónleika vítt og breitt um landið og það verður í þessum mánuði. Svo þegar heim er komið frá Þýskalandi spilum við á Airwaves. Og svo í nóvember ætlum við að reyna að taka annan Íslands- túr. Við reynum að ná inn einhverri jólaplötusölu og svona ... dúndra þessari plötu í gull! Það þýðir ekkert annað. Maður er búinn að vera allt of lengi í þessu og ég vil fara að sjá ein- hvern afrakstur (hlær).“ Tónlist | Nýjasta breiðskífa Brain Police heitir Beyond the Wasteland Algjört dúndur! Ljósmynd/Gúndi Ötulir Brain Police heldur til Þýskalands í tónleikaferðalag í haust og leikur síðan á Airwaves í Reykjavík. NÝJASTA mynd danska leikstjór- ans Lars von Trier, Direktøren for det hele, verður sýnd við hátíðlega athöfn á undan lokahófi og verð- launaafhendingu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, laugardaginn 7. október næstkom- andi. Trier ferðast ekki með flugi og getur því ekki sjálfur verið við- staddur frumsýningu myndarinnar hér á landi. Ein sýning verður á myndinni áður; í Kaupmannahöfn viku fyrr, svo sýningin hérlendis mun verða önnur sýning mynd- arinnar á heimsvísu. Friðrik Þór Friðriksson og Bene- dikt Erlingsson leika báðir stórt hlutverk í myndinni, en því hefur verið fleygt að myndin sé táknræn frásögn af „innrás“ Íslendinga í danskt samfélag, t.d. með kaupum á stórum fyrirtækjum, útgáfu dag- blaða o.s.frv. Auk þeirra koma Jens Albinus (Örninn, Króníkan), Casper Christensen og Iben Hjejle (Strings, High Fidelity, Mifunes sidste sang, Blinkende lygter) fram í myndinni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikstjóri Lars von Trier. Nýjasta mynd Lars von Trier á RIFF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.