Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 60

Morgunblaðið - 09.09.2006, Page 60
60 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Hvernig var umhverfið við landnám? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞESSI STÚLKA BROSTI TIL MÍN VAR HÚN AÐ REYNA VIÐ MIG?EÐA BROSTI HÚN BARA TIL MÍN AF VORKUNN EÐA VAR HENNI BARA SKEMMT VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER MEÐ OF STÓRT ENNI HANN ER SVO ÓÖRUGGUR ÞÚ ERT ÁNÆGÐUR MEÐ SYSTUR ÞÍNA... ...EN ERTU TILBÚINN AÐ DEILA ATHYGLI FORELDRA ÞINNA, MEÐ HENNI? ÞÚ HELDUR EFLAUST AÐ ÞIÐ FÁIÐ BÆÐI 50% ATHYGLI EN ÞAÐ ER RANGT, ÞAÐ VERÐUR SVON 51% OG 49% EÐA 60% OG 40% ÞÚ VISSIR EFLAUST EKKI AÐ FJÖLSKYLDULÍF VÆRI SVONA STÆRÐFRÆÐILEGT ÉG ÞARF AÐ FARA Í SKÓLANN Á MORGUN! HVAÐ EIGA KRAKKARNIR EFTIR AÐ SEGJA? ÉG ER BÚINN AÐ VERA GANGA UGLUR Í SKÓLA? ÞETTA ER HAMINGJU DAGUR! HINN EINI SANNI HAMINGJUDAGUR! HVERNIG KYNNTUST ÞÚ OG HRÓLFUR? HRÓLFUR STORMAÐI INN Í KASTALA FÖÐUR MÍNS... ...OG RÆNDI MÉR JÁ, OG ÞAÐ HEFUR VERIÐ STORMASAMT HÉRNA SÍÐAN HVERNIG VAR AÐ GISTA Á DÝRASPÍTALANUM, MARKÚS? ALLT Í LAGI, SVO SEM MÉR TÓKST SAMT EKKI AÐ SOFA MIKIÐ AF- HVERJU EKKI? ÞAÐ VAR ALLTAF VERIÐ AÐ KLÍPA Í NEFIÐ Á MÉR VELKOMIN TIL FÖSTUHÁTÍÐARINNAR OKKAR. LEN MUN SJÁ UM HUGVEKJU OG BÆNAHALD LEYFÐU MÉR AÐ GEFA ÞÉR RÁÐ UM AÐ FARA HRATT YFIR SAMA OG ÞEGIÐ MARKÚS, ÉG ER BÚINN AÐ ÁTTA MIG Á AÐ ÞESSI KAFLI SKIPTIR MÁLI HVAÐ ER ÞETTA? ÞETTA ER ÍTAREFNI. TAKIÐ EINTAK OG RÉTTIÐ SVO NÆSTA MIKIÐ ER SKRÝTIÐ AÐ KYSSA ÞIG Í GEG- NUM ÞESSA GRÍMU ÉG SKIL SAMT EKKI AF HVERJU ÞÚ ERT AÐ ÞESSU KÓNGULÓ- ARMAÐUR ? GÆTIRÐU KYSST HANA AFTUR OG SNÚIÐ ÞÉR AÐEINS LENGRA HINGAÐ NÚ SKIL ÉG AF HVERJU Rauði kross Íslands stendurí dag fyrir fjársöfnun álandsvísu undir kjörorð-inu Göngum til góðs. Ómar H. Kristmundsson er for- maður Rauða kross Íslands: „Söfn- unin í dag er sú fjórða sem við höld- um undir þessu kjörorði. Síðast söfnuðum við til styrktar stríðs- hrjáðum börnum í Palestínu og Sierra Leone en fjármunum verður að þessu sinni varið til að hjálpa börnum í Mósambík, Malaví og Suð- ur-Afríku sem eiga alnæmissjúka foreldra eða hafa misst foreldra sína vegna alnæmis,“ segir Ómar. Stuðningur landsmanna mun gera Rauða krossinum kleift að hjálpa börnunum og aðstandendum þeirra á ýmsa vegu: „Fyrst má nefna heima- hlynningu alnæmissjúkra foreldra, og að börnunum verður tryggt fæði og klæði. Með peningunum viljum við líka vinna að því að koma upp dagheimilum eða athvörfum fyrir börnin og bjóða upp á fræðslu um al- næmi til að stemma stigu við van- þekkingu og fordómum. Einnig fá foreldrarnir aðstoð við að ganga frá sínum málum áður en þeir falla frá.“ Rauði kross Íslands heldur fjár- söfnun af þessu tagi annað hvert ár og treystir á fjölda sjálfboðaliða til að ganga í hvert hús á landinu: „Við þurfum á rúmlega 2.000 sjálf- boðaliðum að halda í dag, en söfnunin stendur yfir frá 10 til 18. Undanfarna daga og vikur höfum við hvatt fólk til að skrá sig á heimasíðu Rauða kross- ins, www.redcross.is, eða hringja inn í aðalsíma RKÍ 570 4000. Þeir sem ekki hafa skráð sig en vilja leggja hönd á plóg mega gjarna mæta í þá söfnunarstöð sem næst þeim er og bjóða fram krafta sína. Alls eru 67 söfnunarstöðvar víðsvegar um land og er frekari upplýsingar að finna um þær í Hjálpinni, upplýsingariti sem dreift var á öll heimili á fimmtudag, sem og á heimasíðu Rauða krossins.“ Ómar segir hafa gengið vel að afla sjálfboðaliða í síðustu skipti sem gengið hefur verið til góðs: „Það hef- ur helst skort sjálfboðaliða til að ganga um Reykjavik og tókst okkur því miður ekki að ganga um öll hverfi síðast.“ Safnanir Rauða krossins hafa ver- ið mjög árangursríkar og má sem dæmi nefna að síðast söfnuðust um 35 milljónir króna: „Fyrir utan það fé sem safnast skiptir ekki síður máli að fólk er vakið til vitundar um hlut- skipti barnanna sem safnað er fyrir. Heilu fjölskyldurnar ganga til góðs, vinahópar og vinnustaðir, og sýna samhug í verki,“ segir Ómar. Safnarar eru merktir með barm- merki og taka við fjárframlögum í rauðan bauk sem merktur er átakinu en aðeins verður gengið í dag: „Ef fólk er ekki heima eða ekki með reiðufé við höndina er hægt að taka við greiðslu með kreditkorti. Einnig má styrkja söfnunina með því að hringja í síma 907 2020 og færast þá sjálfkrafa 1.200 kr af næsta sím- reikningi og renna til söfnunar- innar.“ Hjálparstarf | Gengið til góðs í dag Safnað fyrir góðu málefni  Ómar H. Kristmundsson fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk B.A. prófi í fé- lagsfræði og uppeldisfræði frá HÍ 1983, MPA prófi og doktorsprófi í opinberri stjórn- sýslu 2002 frá Connecticut- háskóla í Bandaríkjunum. Ómar starfaði sem sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, og hjá Barnaverndarstofu, og hefur ver- ið kennari við stjórnmála- fræðiskor HÍ síðan 2003. Hann var kjörinn formaður RKÍ vorið 2006. Ómar er kvæntur Stein- gerði Sigurbjörnsdóttur barna- lækni og eiga þau þrjú börn. Handtösku bandarísku kvik-myndastjörnunnar Lindsay Lohan var stolið á Heathrow flug- velli í Lundúnum í vikunni. Banda- rískir fjölmiðlar fullyrtu að skart- gripir, að verðmæti yfir 1 milljón dala, jafnvirði yfir 70 milljóna króna, hafi verið í töskunni. Talsmaður lögreglunnar í Lund- únum sagði að þegar Lohan var að fara út úr Terminal One bygging- unni á flug- vellinum rétt fyrir klukkan 18 í gær að íslenskum tíma hefði hún tekið eft- ir því að gul Hermes handtaska, sem hún hafði verið með, var horfin. Lögreglan staðfesti að umtals- verður fjöldi skartgripa hefði verið í töskunni. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.