Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 257. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
MISKUNN DALFISKA
FJÓRÐA SÓLÓPLATA EGILS ÓLAFSSONAR
ER BENSÍN FYRIR MJÚKAR VÉLAR >> DAGLEGT LÍF
ENGIN SÁL
GERVIGREINDUR
ÚTVARPSMAÐUR
Í SMÍÐUM Í HR >> 28
Fá›u sætt bros
að launum!
Í HÖNNUNARFERLI nýs há-
tæknisjúkrahúss Landspítalans er
gert ráð fyrir sérstöku göngudeilda-
húsi þar sem búast má við að deild-
irnar verði reknar með talsvert öðru
sniði en nú þekkist, eða einkareknar.
„Hugmyndin er að draga að spít-
alanum þá starfsemi sem hefur verið
að byggjast upp úti í bæ,“ segir Ing-
ólfur Þórisson, framkvæmdastjóri
tækja og eigna á LSH, og bætir því
við að þeim möguleika sé haldið opn-
um að bjóða læknastofum og öðrum
aðilum í heilbrigðisgeiranum sem
vilja, að vera með einkarekstur í
göngudeildahúsinu.
Ingólfur segir hugmyndina þó enn
vera á byrjunarstigi og að endanleg
ákvörðun um húsið liggi ekki fyrir.
Þrátt fyrir það verður tekið tillit til
hugmyndarinnar í hönnun sjúkra-
hússins þannig að þar verði aðskilið
göngudeildahús. Ingólfur bendir á
að LSH sé háskólasjúkrahús og afar
mikilvægt sé fyrir nema í heilbrigð-
isgreinum að hafa aðgang að slíkri
starfsemi. Á einkareknum stofum
fari fram öðruvísi starfsemi og með
því að þær séu á sama svæði fái nem-
ar þjálfun í víðtækari verkum.
Læknastofum boðið á LSH
Gert ráð fyrir einkarekstri á nýja hátæknisjúkrahúsinu
Bangkok. AFP, AP. | Thaksin Shinawatra,
fyrrverandi forsætisráðherra Taílands,
sagðist í gær vilja að efnt yrði til þingkosn-
inga í landinu sem fyrst en kvaðst vera
hættur í stjórnmálum og hvatti til þjóðar-
sáttar eftir valdarán hersins.
Thaksin er nú í London og kveðst ætla að
helga sig „rannsóknum, þróunarmálum og
hugsanlega góðgerðarstarfsemi í þágu Taí-
lands“.
Thaksin gaf til kynna að hann hefði sætt
sig við það að hann væri ekki lengur við
stjórnvölinn í landinu eftir að hafa verið við
völd í fimm ár.
Banna fundi stjórnmálaflokka
Nýju ráðamennirnir í Taílandi, undir for-
ystu Sonthi Boonyaratglin hershöfðingja,
hertu tök sín á landinu gær. Þeir bönnuðu
meðal annars alla fundi stjórnmálaflokka
og stofnun nýrra flokka þar til annað yrði
ákveðið. Þeir tóku sér einnig löggjafarvald
eftir að hafa leyst þingið upp og numið
stjórnarskrána úr gildi.
Talsmaður herforingjanna staðfesti að
fjórir af helstu samstarfsmönnum Thaks-
ins, þeirra á meðal þrír ráðherrar, væru í
varðhaldi. Herforingjarnir ráku einnig þrjá
embættismenn, sem taldir eru styðja
Thaksin, og herforingi var skipaður yfir-
maður leyniþjónustu landsins.
Sonthi hershöfðingi hefur sagt að Thaks-
in sé velkomið að snúa aftur til Taílands en
hann verði ef til vill sóttur til saka, líklega
fyrir spillingu.
AP
Hættur Thaksin Shinawatra með dóttur
sinni, Pinthongta, í London í gær.
Thaksin
boðar
þjóðarsátt
Kveðst vera hættur af-
skiptum af stjórnmálum
Herforingjarnir herða | 16
VÍSIR að íslenskri leyniþjónustu
eða öryggislögregludeild var starf-
ræktur hér á landi frá því skömmu
fyrir seinni heimsstyrjöldina. Voru
það áhyggjur ráðamanna af upp-
gangi nasista og kommúnista sem
réðu mestu um stofnun þjónust-
unnar, svo og reynsla þeirra af
framgöngu kommúnista á fjórða
áratugnum, meðal annars Gúttó-
slagnum svonefnda þegar 19 af 28
lögreglumönnum lágu sárir og
óvígir eftir átök við æstan múg
vopnaðan bareflum.
Þetta kemur meðal annars fram
í grein eftir Þór Whitehead, pró-
fessor, í nýju tölublaði af Þjóðmál-
um, undir heitinu Smáríki og
heimsbyltingin, þar sem sagt er frá
viðbrögðum íslenska ríkisins við
hættunni sem lýðræðisskipulaginu
stafaði af byltingarstarfsemi og of-
beldisverkum á tímum kreppu,
heimsstyrjaldar og kalda stríðsins.
Fram kemur að Hermann Jón-
asson, þáverandi forsætisráðherra,
fól lögreglustjóranum í Reykjavík,
Agnari Kofoed-Hansen, að stofna
„eftirgrennslanadeild“. Það verk-
efni var hjá útlendingaeftirliti lög-
reglunnar næstu tíu árin, en þá
beitti Bjarni Benediktsson, þáver-
andi dómsmálaráðherra, sér fyrir
stofnun strangleynilegrar öryggis-
þjónustudeildar hjá lögreglu-
stjóraembættinu í nánum tengsl-
um við dómsmálaráðuneytið. Árni
Sigurjónsson, sem síðar varð yfir-
maður Útlendingaeftirlitsins,
starfaði þá þegar að öryggismálum
og Sigurjón Sigurðsson, sem þá
var orðinn lögreglustjóri, valdi auk
þess Pétur Kristinsson úr hópi lög-
reglumanna til þessara starfa. Sá
Pétur um gagnasöfnun og spjald-
skrár en Árni um aðgerðir og eft-
irlit. Einn maður bættist við síðar
og að auki var hægt að kalla til 1–2
menn úr lögregluliðinu í verkefni.
Íslensk leyniþjónusta
var starfrækt í áratugi
Bjarni Benediktsson stofnaði strangleynilega öryggisþjónustudeild um 1950
Í HNOTSKURN
»Bjarni Benediktsson,þáverandi dómsmála-
ráðherra, beitti sér fyrir
stofnun strangleynilegrar
öryggisþjónustudeildar.
»Gögn leyniþjónust-unnar brennd í sumar-
bústað árið 1976.
»Aflað var upplýsingaum grunsamlega menn
og ýmsa starfsemi sem laut
að öryggi landsins. Strangleynileg | 32–33
„TÆPU ári af býrókratískri bar-
áttu er lokið!“ sagði kampakátur
Náttmörður eftir að hann fékk
uppáskrifað leyfi fyrir nýja nafn-
inu sínu í dómsmálaráðuneytinu í
gær. „Ég var á tónleikaferð um
Bandaríkin síðasta sumar, og
vaknaði einn morguninn í rútunni
upp af mjög slæmum draumi. Ég
sagði við strákana: „Ég var með
þennan rosalega náttmörð!“ Strák-
arnir fóru að hlæja, en fóru svo að
kalla mig Náttmörð. Ég kunni
bara mjög vel við nafnið og vildi
taka það upp.“ Náttmörður heitir
hér eftir fullu nafni Benjamín
Náttmörður Árnason, en hann er
söngvari hljómsveitarinnar Man
Behind the Wheel og gítarleikari í
Flop House Palace. Hann sagði
fjölskylduna lítið kippa sér upp við
nýju nafngjöfina. „Þau spá nú bara
því að þetta eldist af mér, og ég
fari að vinna í fjölskyldufyrirtæk-
inu.“ Nú þegar hann sé búinn að fá
leyfið megi skíra hvern sem er
Náttmörð. „Ég vona bara að ég
sjái marga litla Náttmerði í fram-
tíðinni. Náttmörður lifir!“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Martröðin á enda, Náttmörður lifir!