Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞAÐ er líklega fullsnemmt að draga fram skíði og snjóþotur en Akureyringar voru minntir á það í gærmorgun hvar í heiminum þeir búa. Aðeins var 6 stiga hiti klukkan sjö að morgni og hvítt niður í miðj- ar hlíðar en snjó festi ekki á lág- lendi og þegar líða tók á morguninn minnkaði hvíta slikjan verulega. Og þegar enn lengra leið á daginn og hlýnaði aðeins í veðri var eins og aldrei hefði snjóað; í besta falli að Guðmundur og hans fólk í fjallinu hefði prófað snjóbyssurnar og skot- ið svolítið í brekkurnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hvítt niður í miðjar hlíðar árla dags BÆJARSTJÓRN Dalvíkurbyggðar samþykkti í gær að greiða kostnað nemenda sem eiga lögheimili í sveit- arfélaginu og stunda tónlistarnám utan þess, á yfirstandandi skólaári; þeirra sem stunda nám í framhalds- skólum og skráð hafa sig í reglu- bundið tónlistarnám. Nemendur sem stunda framhalds- skólanám í öðru sveitarfélagi fá ekki inngöngu í tónlistarskóla þess nema til komi greiðsla frá sveitarfélaginu þar sem viðkomandi á lögheimili. Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2006 er áætlaður kostnaður vegna greiðslu á kostnaði nemenda í tón- listarskólum kr. 1.560.000. Greiða tón- listarnám utanbæjar Kostnaður Dalvíkur 1,5 milljónir á árinu „ÉG HEF horft upp á máv éta egg mófugla í stórum stíl í inndölum Eyjafjarðar síðustu ár og það hafa fleiri refaskyttur hér á svæðinu gert. Þetta er alveg klárt mál,“ segir Björn Stefánsson á Akureyri við Morgunblaðið í gær, en Ævar Pet- ersen fuglafræðingur sagði í blaðinu í gær að máv- ar í móum væru yfirleitt í skordýraleit. Haft var eftir Birni í Morgunblaðinu á þriðju- daginn að mávur væri nánast búinn að útrýma mó- fugli úr dölum inn af Eyjafirði, en Ævar dró það í efa í blaðinu í gær, en sagðist þó ekkert geta full- yrt því málið hefði ekki verið rannsakað. „Þetta er aðallega stormmávur en þó eitthvað um sílamáv. Þeir koma saman í stórum hópum og þess vegna finnst mér líklegt að þetta séu allt geldfuglar. Og þetta er ekki bara í sumar heldur höfum við séð þetta síðustu þrjú til fimm ár,“ segir Björn. Hann segir, í framhaldi orða Ævars, að vitaskuld þurfi að rannsaka þetta mál og komast að niðurstöðu en breytingin sé augljós því mófugl sjáist varla lengur. „Ég held að helsta skýringin á fækkun mófugla sé hvað mávurinn étur mikið en auðvitað eru fleiri vargar sem hafa áhrif; fálki, smyrill, refur, minkur og ugla – uglu hefur t.d. fjölgað mikið í Eyjafirði síðustu ár. Hér eru nokk- ur ugluhreiður núna,“ segir Björn Stefánsson. Refaskyttur horfa upp á máv éta egg mófugla í stórum stíl Þetta er aðallega stormmávur en eitthvað er um sílamáv, segir Björn Stefánsson Í HNOTSKURN »Helsta skýring á fækkun mófugla erhve mávurinn étur mikið en fleiri varg- ar hafa líka áhrif, segir refaskytta. »Það er aðallega stormmávur sem herj-ar á mófuglahreiður í inndölum Eyja- fjarðar. SPARISJÓÐUR Norðlendinga hef- ur ákveðið að styrkja Félag stúd- enta við Háskólann á Akureyri (FSHA) á komandi skólavetri. Í tilkynningu frá FSHA segir að félagið geti þar með „sinnt hags- munastarfi sínu af meiri krafti en áður og lagt ríkari áherslu á bætta stöðu háskólanema um allt land.“ Stjórn FSHA telur að samning- urinn muni hjálpa mikið til við að kynna og efla háskólanám á Íslandi og að með styrknum sýni Sparisjóð- ur Norðlendinga það í verki að hagsmunir námsmanna séu honum mikilvægir. „Vonast báðir samn- ingsaðilar eftir að hér sé á ferðinni upphafið á löngu samstarfi. Spari- sjóður Norðlendinga mun einnig bjóða nemendum Háskólans á Ak- ureyri upp á ýmis sérkjör svo sem fjármálanámskeið og ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu.“ FSHA í samstarf við Sparisjóðinn AKUREYRI Ljósmynd/Ellert Borgar Þorvaldsson Fjallganga Hluti hreystiátaksins var fjölskyldufjallgönguferð á Úlfarsfell og gengu um 150 manns saman á fjallið. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reykjavík | Nú stendur yfir hreysti- átak í Ártúnsskóla og er það liður í lífsleikniþemanu hreysti. Áhersla er lögð á að tengja verkefni sérstaklega viðfangsefnum í íþróttum og heim- ilisfræði og samstarfi heimila og skóla. „Við höfum að leiðarljósi að gera skólann líflegri og auka sam- starfið við heimilin,“ segir Guðrún Kristinsdóttir, náms- og starfsráð- gjafi Ártúnsskóla. Hluti hreystiátaksins var fjöl- skyldufjallganga á Úlfarsfell á frí- degi og gengu um 150 manns saman á fjallið. „Þetta var mjög skemmti- legt og frábær hugmynd,“ segir Hildur Helga Jónsdóttir í 6 GÞ. Hluti af átakinu er keppni milli hópa og einstaklinga. Hildur Helga segir að átakið í heild hafi gengið mjög vel og hún sé ánægð með ár- angur sinn og bekkjarins. Öll hreyf- ing sé skráð samviskusamlega niður í sérstaka hreystibók og einnig mat- aræðið en forráðamenn staðfesti með undirskrift að rétt sé greint frá. Átakinu lýkur 28. september og þá keppa nemendur í hreysti á sér- stakri hreystibraut sem Andrés Guðmundsson hefur hannað. „Ég held að þessi braut verði mjög skemmtileg,“ segir Hildur Helga og bætir við að hún bíði spennt eftir lokadeginum. „Mér finnst gaman að vera úti og mér finnst allt skemmti- legt í sambandi við hreysti.“ „Mér finnst allt skemmti- legt í sambandi við hreysti“ Í HNOTSKURN » Um 150 nemendur eru í1.–10. bekk Ártúnsskóla. » Ártúnsskóli er með fjög-ur átaksverkefni á skóla- árinu, hreysti, frelsi, nám og störf og umhverfi. Hafnarfjörður | Undanfarna daga hefur Sjóvá verið með forvarna- fræðslu í Áslandsskóla fyrir 5., 6. og 7. bekk. Fræðslan er liður í sam- starfi Sjóvá og Hafnarfjarðarbæjar um forvarnir og öryggi hafnfirskra skólabarna. Auðun Helgason hjá Sjóvá segir að í þessu átaki hafi verið lögð áhersla á skyldubúnað reiðhjóla, notkun hjálma, endurskinsmerki og umferðarreglur. „Börnin hafa ver- ið alveg frábær, þau hafa tekið þátt í umræðunni með spurningum og öll fengið endurskinsmerki og reið- hjólabækling með sér heim.“ Krakkarnir æfðu sig m.a. í hjóla- þrautum. Tímataka fór fram í hjólabraut og þar reyndi mikið á jafnvægi og öryggi, en síðan fengu börnin að fara í veltibílinn. „Þetta hefur verið mjög jákvæð og skemmtileg vika,“ segir Auðun en verkefninu lýkur með forvarnadegi Sjóvá í Firðinum kl. 11 til 16 á morgun. Morgunblaðið/Eyþór Hjólaþrautir Í forvarnafræðslu Sjóvár er lögð áhersla á skyldubúnað reið- hjóla. Í tímatöku í hjólabraut reynir á jafnvægi og öryggi. Forvarnafræðsla fyrir skólabörn PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Glucosamine 1000 mg í hverri töflu Sodium- og skelfiskfrítt Glucosamine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 257. tölublað (22.09.2006)
https://timarit.is/issue/284801

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

257. tölublað (22.09.2006)

Aðgerðir: