Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 47
EINN farsælasti söngvari Bret- landseyja Sir Cliff Richard heldur tónleika í Laugardalshöll miðviku- daginn 28. mars næstkomandi. Þar mun Sir Cliff koma fram ásamt stórri hljómsveit og flytja öll sín þekktustu lög. Að sögn Guðbjarts Finnbjörnssonar sem stendur að komu söngvarans verð- ur engu til sparað og með í för verður rúmlega 20 manna hópur og tækjakostur upp á á fimmta tonn. Hefur selt yfir 250 milljónir platna Segja má að á sjötta áratug síð- ustu aldar hafi Cliff Richard, sem heitir réttu nafni Harry Webb, verið svar Englendinga við Elvis Presley og eins og kollegi hans vestanhafs var hann svo til einráð- ur á breskum dægurlagamarkaði þar til að Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið. Í kjölfarið færði hann sig yfir í léttari gerð tónlistar sem hann hefur svo tileinkað allt til dagsins í dag. Fyrsti smellur Cliffs Richards var lagið „Move It“ sem kom út árið 1958 en síðan þá hefur honum tekist að koma hvorki meira né minna en 60 lögum inn á topp 10 í Bretlandi og þar af fóru 14 þeirra alla leið á toppinn. Með þeirri mælistiku verður að segja að Cliff Richard sé vinsælasti tónlist- armaður Bretlandseyja fyrr og síðar því þar verða sjálfir Bítlarnir að játa sig sigraða. Þess má einnig geta að Sir Cliff hefur selt yfir 250 milljónir platna um allan heim. Hefði átt að vinna Evróvisjón Richard hefur tvisvar sinnum sungið fyrir hönd Bretlands í Söngvakeppni Evrópska sjón- varpsstöðva. Fyrst árið 1968 með „Congratulations“ og svo árið 1973 lagið „Power to All Our Friends“. „Congratulations“ er enn þann dag í dag talið með þeim allra bestu sem keppt hafa í keppninni en það er kannski merkilegra að það ár þurfti Richard að láta sér lynda annað sætið. Ennþá gríðarlega vinsæll Sir Cliff mun halda í tónleika- ferðalag um Bretlandseyjar í nóv- ember á þessu ári og að sögn Guð- bjarts Finnbjörnssonar hafa þegar verið seldir 150 þúsund miðar á þá tónleika. Richard mun meðal ann- ars koma fimm sinnum fram tón- leikahöllinni Wembley Arena í London en þar hefur stúlknasveit- in Nylon gert sig heimakomna að undanförnu. Á meðal þeirra laga sem hann mun syngja á þeirri tón- leikaferð og að öllum líkindum í Laugardalshöllinni í mars eru: „Living Doll“, „Travelling Light“, „Please Don’t Tease“, „I Love You“, „The Young Ones“, „Bache- lor Boy“, „Summer Holiday“, „The Minute Your Gone“, „Congratula- tions“, „We Don’t Talk Any More“, „Misteltoe and Wine“, „Saviours Day“, og „The Milleni- um Prayer“. Tónlist | Sir Cliff Richard heldur stórtónleika í Laugardalshöll í mars 2007 Stærri en Bítlarnir AP Fjölhæfur hjartaknúsari Árið 2004 setti Sir Cliff á markað nýja ilmvatns- línu Miss You Nights sem hann skírði í höfuðið á samnefndu lagi. Miðasala hefst 3. október á midi.is og í Skífuverslunum í Reykjavík og BT á landsbyggðinni. Bæði verður selt í sæti og stæði. Miðaverð gef- ið upp síðar. Staðurstund Bragi Ásgeirsson minnist myndlistarmannsins Magnúsar Kjartanssonar sem er jarð- sunginn í dag. »51 af listum Bergur Þór Ingólfsson fer með hlutverk Hitlers í gamanleikn- um Mein Kampf sem frum- sýndur verður á morgun. »52 leiklist Aðalsmaðurinn Reynir Lyngdal hefur tekið að sér það vanda- sama verk að leikstýra Ára- mótaskaupinu í ár. »52 sjónvarp Það eru fjórar nýjar kvikmyndir frumsýndar hér á landi í dag. Allir ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. »54 kvikmynd – heldur aðeins áform um stefnu – tilgang. Það sem heillaði hann mest við tónlistin, er hvað hún getur verið ánægjuaukandi en líka vekjandi. En þar sem hún er þessum eigin- leikum búin geti hún líka valdið miklum von- brigðum því væntingarnar vilja verða miklar. „Manni hefur lærst á löngum tíma að vinna Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is „JÁ, þetta er fjórða platan en það hefur farið fremur hljótt um mína útgáfu enda er það í mínum anda,“ segir Egill yfir kaffibolla og böku á Súfistanum þar sem spjallið fer fram við kliðmjúkt undirspil kaffivélarinnar og gesta á næstu borðum. Fyrsta sólóplata Egils kom árið 1991 og heitir Tifa, tifa, 1992 kom út Blátt, blátt og sú þriðja kom út 2001 og heitir Nýr engill. Nýja platan, sem væntanleg er í verslanir á næstu dögum, heitir Miskunn dalfiska. Sér- kennilegur titill voru fyrstu viðbrögð. Það ligg- ur beinast við að ráða strax þá gátu. „Dalfiskur hlýtur að vera fiskur í dal, syndir í moldinni, með öðrum orðum ormur. Miskunn dalfiska er skáldakenning. Þegar miskunnin kemur yfir dalfiskinn hlýtur að vera komið sumar. Miskunn dalfiska stendur því fyrir sumar og er sótt í ljóð eftir Egil Skalla- grímsson sem hann orti á Eyrarsundi í fyrnd- inni þegar hann var spurður ráða um að herja á Lund. Hann taldi rétt að ráðast til atlögu eða eins og segir í vísunni: “ … eigum dáð að drýgja í dalmiskunn fiska“, sum sé í sumar. En um leið skírskotar titillinn til lífs mannanna sem má segja hliðstæðu við líf ormsins. Menn- irnir eru að brjóta ýmislegt til mergjar, finna sér tilgang í jarðvegi lífsins. Öðrum þræði er platan upprifjun á bernsku minni úr Voga- hverfinu, á sumri lífsins, lýsingar og stemn- ingar þaðan og úr Norðurmýrinni. Þaðan er einmitt ein fyrsta bernskuminning mín um gríð- arlega stóran ána- maðk sem lá einn fagran sumardag á eldhúsgólfinu heima. Fyrir lít- inn mann var hann eins og stærsti eit- ursnákur. Mér finnst líka skemmtilega músík- alskt klang í titlinum og ég hrífst af sérkenni- legum orðmyndum. Menn eru ef til vill hættir að nota þessi orð en þau eru enn hlaðin merk- ingu. Þá er ekki verra ef orðanotkun af þessu tagi kveikir áhuga einhverra til að kafa dýpra og þá gerist það oftar en ekki að nýjar hugsanir kvikna hjá viðkomandi – þá verða öngvir tveir hlutir eins, og lífið verður þannig jafnan inni- haldsríkara.“ Vinnur ekki í skorpum Egill segist hafa fundið snemma fyrir ánægju og tilgangi í músíkinni. Það var þó erf- itt val – möguleikarnir á öðru voru þó nokkrir – en örlögin hafa verið honum góð og hann hefur fengið tækifæri til að prófa margt í þeim efnum, syngja nánast allar tegundir tónlistar, semja fyrir leikhús, skrifa söngleikjatónlist og enn segist hann vera að leggja drög að sínu ferða- lagi, svona eins og ferðalangur yfir landakorti – en það er auðvitað ekki ferðalagið eða lífið sjálft eins vel og mögulegt er og þá að stilla vænting- unum ávallt í hóf – búast ekki neinu,“ segir Eg- ill. Egill semur tónlist jafnt og þétt og vinnur ekki í skorpum í þeim efnum. „Stundum líða nokkrir dagar án þess að ég geri nokkuð en svo koma tímabil þegar ég geri þetta dag hvern. Tónsmiðurinn Á eftir dalmiskunn fiska kemur haustið. Egill í garðinum heima hjá sér. Bensín fyrir mjúkar vélar Innan tíðar er von á fjórðu sólóplötu Egils Ólafs- sonar sem kallast Miskunn dalfiska Morgunblaðið/Kristinn |föstudagur|22. 9. 2006| mbl.is Athafnamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sig- urjónsson opna veitingastað í Þingholtsstræti » 48 veitingar 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.