Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 4
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt
tvo 18 ára pilta í hálfs árs fangelsi fyrir rán
sem framið var á Laugaveginum að morgni
7. ágúst sl. Sannað þótti að þeir hefðu elt
uppi konu, veist saman að henni, beitt hana
ofbeldi hvor á sinn hátt og náð af henni
hliðartösku með verðmætum. Við árásina
meiddist konan nokkuð og voru piltarnir
dæmdir til að greiða henni 315 þúsund
krónur í bætur.
Piltarnir voru drukknir þegar þeir
frömdu ránið og. samkvæmt öðrum þeirra
kom upp hugmynd um að ræna einhvern til
þess að verða sér úti um peninga svo þeir
kæmust heim. Á leiðinni niður Laugaveg
hafi verið talað um fyrirhugað rán en ekki
hvernig það yrði framkvæmt. Síðan hafi
hlutirnir æxlast eins og raun varð á.
Konan var á leið til vinnu þegar að henni
var veist og sagðist hún hafa orðið hrædd á
meðan á árásinni stóð og eftir atburðinn
hafi hún verið í losti, bæði skolfið og grátið.
Hlaut hún bólgur í kinnbein og mar í andliti
auk sára eftir árásina.
Þetta var fyrsti refsidómur piltanna og
fengu þeir dóminn á skilorði en alls þurfa
þeir að greiða tæpar 900 þúsund krónur
vegna samanlagðs sakarkostnaðar og bóta.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari dæmdi
málið. Verjendur voru Bjarni Hauksson
hdl., Guðrún Birgisdóttir hdl. og Herdís
Hallmarsdóttir hrl. Sækjandi var Kolbrún
Benediktsdóttir fyrir hönd ríkissaksókn-
ara.
Hálfs árs fangelsi
fyrir að ræna konu
4 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRIRHUGUÐ grjótnáma í
Hrossadal, norðan Nesjavallaveg-
ar, mætir harðri andspyrnu hjá
landeigendum við Selvatn. Benda
þeir á að framkvæmdin muni hafa
mikil áhrif á frístundabyggð við
Selvatn vegna hávaða frá námunni
og mikillar umferðar þungaflutn-
ingabíla.
Frummatsskýrsla um mat á um-
hverfisáhrifum er til umsagnar hjá
Skipulagsstofnun ríkisins og hefur
Félag landeigenda í nágrenni Sel-
vatns með bréfi komið mótmælum
sínum á framfæri við stofnunina
og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í
bréfinu eru framkvæmdirnar sagð-
ar mikið óráð og þær gangi þvert
á stefnu stjórnvalda í Mosfellsbæ
sem á sínum tíma hafi heimilað
legu millibili verði sprengingar í
námunni sem muni vísast hrella
hesta en vinsælar reiðleiðir liggja
meðfram námunni. Hávaðinn sem
berst frá stórvirkum vinnuvélum
sé þó öllu meiri og benda landeig-
endur á að í kyrrlátu veðri heyrist
umferðardynur frá Suðurlandsvegi
að Selvatni.
Fnykur frá Nesjavöllum
Landeigendur telja ótraustar
þær fullyrðingar sem koma fram í
matsskýrslunni um að lítil áhrif
verði vegna hávaða frá efnistöku,
vinnslu og akstri, ryks frá nám-
unni og umferðar og losunar eitur-
efna við sprengingar. Benda þeir á
að ríkjandi vindátt á svæðinu sé
austnorðaustan og austsuðaustan
og í þeim áttum finnist iðulega
fnykur af brennisteinsvetni alla
leið frá Nesjavöllum.
Frestur til að skila inn at-
hugasemdum til Skipulagsstofn-
unar rennur út 27. september.
traffíkinni? Það er morgunljóst að
þessi umferð er hættuleg og hún
veldur hávaða- og loftmengun. Þá
virðist umfang námunnar benda til
þess að sókn í hana geti orðið mun
meiri,“ segir í bréfinu.
Einnig er bent á að með reglu-
Efnistakan í Hrossadal sé ógn við
þann frið, enda sé gert ráð fyrir að
30 stórir bílar sæki efni á hverjum
degi og aki á um 60-80 km hraða.
„Það þýðir 60 ferðir fram og til
baka og hver ætlar að líta eftir að
hver og einn bílstjóri aki á lögleg-
um hraða? Hver ætlar að stjórna
eiganda Miðfells að selja land und-
ir frístundabyggð.
Landeigendurnir benda á að
þeir hafi keypt land sitt fyrir um
hálfri öld, sumir miklu fyrr. Á öllu
svæðinu sé frístundabyggð og eðli
málsins samkvæmt komi menn
þangað í leit að kyrrð og friði.
Mótmæla námuvinnslu í Hrossadal
Hávaði og þunga-
umferð í frí-
stundabyggð
Í HNOTSKURN
» Fyrirhuguð náma er ílandi Miðdals í Mosfellsbæ.
» Frístundahús við Selvatnverða í um þriggja kíló-
metra fjarlægð frá fyrirhug-
aðri námu.
» Tilgangur með fram-kvæmdinni er að finna
stórgrýti, einkum til að gera
grjótgarða á höfuðborgar-
svæðinu en í matsskýrslunni
er sagt ljóst að talsverð þörf
verði á slíku, m.a. vegna lagn-
ingar Sundabrautar.
VEITINGAHÚSIÐ Nauthóll við Nauthólsvík var í
nótt flutt í heilu lagi á nýjan framtíðarstað í Borg-
arnesi. Farið var af stað með húsið, sem er tæplega
80 fermetrar, rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi en
reiknað var með að ferðin tæki um fimm klukku-
stundir. Það mun standa við Þjóðveg 1 rétt við Borg-
arnes og verður að öllum líkindum opnuð veit-
ingaþjónusta þar næsta vor. Nýr Nauthóll mun rísa
þar sem sá gamli stóð við Nauthólsvík og munu
framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Verður nýja
húsnæðið töluvert stærra en það gamla og sam-
kvæmt forsvarsmönnum veitingastaðarins verður
þjónustustigið aukið til muna. Stefnt er að því að
staðurinn verði opnaður á vormánuðum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nauthóll fluttur úr bænum
„NIÐURGREIÐSLA sveitarfé-
laga með skólamáltíðum er eins
ólík og sveitarfélögin eru mörg,“
segir María Kristín Gylfadóttir,
formaður Heimilis og skóla. Bend-
ir hún á að víða úti á landi niður-
greiði sveitarfélögin skólamáltíðir
að öllu eða verulegu leyti.
Aðspurð segist María vilja sjá
annars vegar að komið væri til
móts við barnmargar fjölskyldur í
formi systkinaafsláttar, sem enn
ekki tíðkast í neinum mæli, og hins
vegar að tekjulágar fjölskyldur
fengju aðstoð eða afslátt.
Nefnir hún í því samhengi að
eðlilegt væri að styðja betur við
bakið á einstæðum foreldrum sem
hafi eðlilega minni ráðstöfunar-
tekjur en þau heimili sem hafi tvær
fyrirvinnur.
Kostnaður vegna skólamáltíða
eru víða á bilinu 4–6 þúsund krónur
á mánuði. Samkvæmt upplýsing-
um blaðamanns kaupa á bilinu 80-
90% barna frá fyrsta og upp í sjö-
unda bekk heitar máltíðir, en hin
10-20% koma yfirleitt með heima-
smurt nesti, ýmist vegna mat-
vendni, ofnæmis eða fjárskorts.
Dæmi um að foreldrar hafi
ekki efni á skólamáltíðum
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst færist það sífellt í vöxt að
unglingar kjósi að kaupa heitar
máltíðir í hádeginu. Dæmi eru um
að foreldrar hafi ekki efni á að
kaupa heitar máltíðir fyrir börn sín
og hafa Morgunblaðinu borist
ábendingar frá foreldrum grunn-
skólabarna sem blöskraði það að
félagar barna þeirra sætu úti í
horni með eigið nesti þar sem þeir
hefðu ekki efni á heitu máltíðinni.
Í samtölum við skólastjóra á höf-
uðborgarsvæðinu var ljóst að
ástandið væri mismunandi eftir
hverfum og bæjarhlutum, en sumir
vildu meina að ástandið hefði þó
farið batnandi með bættu efna-
hagsástandi í þjóðfélaginu.
Félagsþjónustan hleypur und-
ir bagga vegna skólamáltíða
Samkvæmt upplýsingum frá
skólastjórum leita þær fjölskyldur
sem ekki hafa efni á skólamáltíðum
til félagsþjónustu viðkomandi
sveitarfélags sem aðstoða þær með
greiðslum fyrir matnum. Eftir því
sem blaðamaður kemst næst er
ekki mikið um það að foreldrar
snúi sér beint til skólayfirvalda um
úrlausn sinna mála, sem helgast,
eins og einn skólastjóri komst að
orði, eflaust af því að margir eru of
stoltir til að biðja um aðstoð.
Formaður Heimilis og skóla kallar eftir systkinaafslætti vegna skólamáltíða
Ekki hafa allir efni á
heitum máltíðum í skólum
Í HNOTSKURN
»Heit skólamáltíð kostará bilinu 185–300 kr.
»Víðast er kostnaðurinnvegna máltíða á bilinu
4–6 þúsund krónur á mán-
uði.
»Misjafnt er eftir skólumhversu hátt hlutfall nem-
enda borðar heitan mat í há-
deginu.
UNGUR ökumaður á sportbíl var stöðv-
aður á 160 km hraða í Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu í gær. Hann ók beint í flas-
ið á sérsveit ríkislögreglustjóra sem var í
eftirlitsferð um sveitirnar. Ekki var þó um
sérsveitarútkall að ræða vegna aksturs-
lagsins en sérsveitarmennirnir eru stað-
settir á Akureyri og voru í almennum lög-
gæslustörfum þegar þeir mættu mann-
inum á þessum ofsahraða.
Ók í flasið á sérsveit-
inni á 160 km hraða
LÖGREGLAN í Reykjavík hafði nýverið
afskipti af grunnskólanema sem hafði
meðferðis loftskammbyssu í skólann.
Nemandinn hafði skotið úr byssunni á tvo
skólafélaga sína og marðist annar þeirra.
Um óviljaverk var að ræða að sögn lög-
reglunnar en þó var lagt hald á byssuna
eins og alltaf í málum sem þessum.
Lögreglan tekur fram að loftbyssur séu
stórhættulegar og eigi aldrei að vera í
höndum barna og unglinga, séu ekki leik-
fang heldur öflug vopn. Í þeim eru plast-
kúlur sem geta stórslasað fólk. Á síðasta
ári var lagt hald á þrjár loftbyssur í jafn-
mörgum grunnskólum. Vitað er að slíkar
skammbyssur hafa verið keyptar í sólar-
landaferðum og þeim smyglað til landsins.
Skaut úr loftskamm-
byssu á skólafélaga
ERLA Ósk Ás-
geirsdóttir var í
gærkvöldi kjörin
formaður Heim-
dallar á langfjöl-
mennasta aðal-
fundi í 80 ára
sögu félagsins
með 772 atkvæð-
um. Mótfram-
bjóðandi hennar,
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir, hlaut 692 atkvæði.
Alls greiddu 1.550 félagsmenn at-
kvæði, auðir seðlar voru 13 og
ógildir 73.
„Þetta kom mér mjög á óvart,
enda vissi maður að þetta stæði
tæpt,“ sagði Erla og tók fram að
hún væri afar ánægð með það
hversu málefnaleg og drengileg
kosningabaráttan hefði verið.
Spurð um helstu verkefni fram-
undan sagði Erla mikilvægt að
breikka málefnavídd félagsins og
nefndi í því samhengi umhverfis-
mál og málefni nýrra Íslendinga.
Sagði hún mikilvægt að í aðdrag-
anda næstu Alþingiskosninga að
félagið veitti frambjóðendum
flokksins öflugt aðhald, enda væri
það hlutverk Heimdallar að vera
samviska Sjálfstæðisflokksins.
Erla Ósk
sigraði
Erla Ósk
Ásgeirsdóttir