Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG REYNDI AÐ KYSSA HANA GÓÐA NÓTT... HITTI EKKI OG KYSSTI FLUGUBANANN HENNAR Í STAÐINN... NÚNA ERU FYLLINGARNAR Í GÓMNUM MÍNUM FARNAR AÐ NÁ SPÆNSKRI ÚTVARPSSTÖÐ EN GAMAN, ÉG VAR EINMITT AÐ HUGSA AÐ MIG LANGAÐI TIL ÞESS AÐ DANSA PÍNU SALSA HVAÐ VAR ÞETTA? HVAÐ VAR HVAÐ? MÉR FANNST ÉG HEYRA EITTHVAÐ VIÐ ÚTIDYRA- HURÐINA KALLI HEFUR HAFT OF MIKIÐ AÐ GERA UNDAN FARIÐ. HANN ER ORÐINN KLIKKAÐUR LANGAR EINHVERN Í LOÐIÐ BARN? HÆ KALVIN. VEISTU HVAÐ VERÐUR GERT Í LEIKFIMI? ÞAÐ VERÐUR GLÍMA BÚÐU ÞIG UNDIR AÐ LÍKAMI ÞINN VERÐI ÞAKINN BRUNASÁRUM EFTIR AÐ ÉG SKÚRA DÚKINN MEÐ LJÓTA ANDLITINU Á ÞÉR ÞAÐ EINA SEM ÉG LÆRI Í LEIKFIMI Í SKÓLANUM ER HVERNIG HANDAKRIKINN Á SKÓLAFANTINUM LYKTAR HELGA HEFUR ALDREI VERIÐ SVONA REIÐ ÁÐUR AF HVERJU SEGIRÐU ÞAÐ? HÚN ER AÐ HENDA SPARISTELLINU! ÉG HEF SVO MIKLAR ÁHYGGJUR AF HONUM LÆKNIR. HANN HÆTTIR ALDREI AÐ SKRIFA EKKERT MÁL FRÚ SHAKESPEARE, ÉG GEF HONUM BARA PÍNU RÍTALÍN OG HANN VERÐUR EINS OG ALLIR HINIR KRAKKARNIR ÞAÐ VERÐA 7500 kr. HVAÐ ÆTTI ÉG AÐ GERA? ÉG ÞOLI EKKI HVAÐ HANN GERÐI VIÐ HÁRIÐ Á MÉR ÉG ÆTTI AÐ NEITA AÐ BORGA! ÉG ÆTTI AÐ FÁ AÐ TALA VIÐ YFIRMANNINN HANS! ÉG ÆTTI AÐ MINNSTA KOSTI EKKI AÐ GEFA HONUM NEITT ÞJÓRFÉ! 9000 kr. TAKK ADDA! EN ÉG VIL EKKI AÐ HONUM LÍKI ILLA VIÐ MIG ER ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG? FYRST VAR ÉG BARINN AF GERFI NASHYRNINGI OG SÍÐAN FÉKK ÉG BITA Í FANGIÐ JÁ, ÞAÐ ER ALLT Í LAGI MEÐ MIG ÞÚ BARÐIR HANN OF FAST WILLARD ÞAÐ ER EKKI MÉR AÐ KENNA AÐ KÓNGULÓIN ER AUMINGI Heyrnar- og talmeinastöðÍslands verður með opiðhús á morgun, laug-ardaginn 23. september. Heyrnar- og talmeinastöðin (HTÍ) er til húsa á Háaleitisbraut 1 (Val- höll), 3. og 4. hæð, en á 1. hæð verður kynning á nýjustu framförum í gerð heyrnartækja. Guðrún Gísladóttir er fram- kvæmdastjóri HTÍ: „Okkur þótti tímabært að vekja athygli á starf- semi Heyrnar- og talmeinastöðvar, ekki síst til að sýna fólki hvaða nýju möguleikar eru til staðar fyrir þá sem eiga erfitt með heyrn,“ útskýrir Guðrún, en á laugardag verður hægt að fræðast um nýjustu tækni í heyrnartækjum sem og hjálp- arbúnað sem í boði er fyrir heyrn- arskerta, heyrnarlausa og fólk með skerta talgetu. „Gífurlegar framfarir hafa orðið í gerð heyrnartækja undanfarin ár. Ein merkasta framförin felst í staf- rænum heyrnartækjum, en gömlu heyrnartækin mögnuðu allt hljóð jafnmikið sem olli því að hverskyns umhverfishljóð voru mjög truflandi fyrir notendur heyrnartækjanna. Nýju tækin greina betur manns- röddina frá bakgrunnshljóðum og magnar því þau hljóð sem notandinn þarf að heyra, en ekki hin sem myndu aðeins trufla.“ Guðrún nefnir einnig svokölluð FM-tæki: „Sú tækni nýtist sér- staklega á fyrirlestrum, í mannfögn- uðum og veislum, eða bílum, þar sem heyrnarskertir eiga oft erfitt með að nota heyrnartæki sín. FM-tæknin felst í því að móttökubúnaður í heyrnartæki nemur sendingar frá hljóðnema sem t.d. kennari eða fyr- irlesari talar beint í, og skvaldur og skruðningar því ekki magnaðir upp í heyrnartækinu.“ Árlega heimsækja Heyrnar- og talmeinastöð um 15.000 ein- staklingar, en stöðin veitir einnig þjónustu á Akureyri: „Um 70% þeirra sem nýta sér þjónustu okkar eru 70 ára og eldri, en um 20% eru börn sem koma hingað til heyrn- armælingar eða til skoðunar hjá tal- meinafræðingi. Flest barnanna heyra eðlilega, en í dag þurfa um 170 börn hér á landi að nota heyrn- artæki.“ Guðrún segir Heyrnar- og tal- meinastöð einnig vilja nota tækifær- ið til að bæta viðhorf almennings til notkunar heyrnartækja: „Öllum finnst okkur sjálfsagt að nota gler- augu þegar við eldumst, en þegar kemur að því að þörf er á að nota heyrnartæki er viðkvæðið hjá mörg- um að svo gamlir séu þeir ekki enn orðnir. Að því leyti mega þeir full- orðnu taka börnin sér til fyr- irmyndar, en heyrnarskert börn eru flest með öllu laus við „komplexa“ vegna heyrnartækjanna sinna og ganga um keik með skærblá eða heiðrauð heyrnartæki eins og ekkert væri eðlilegra.“ Opið hús Heyrnar- og talmeina- stöðvar er frá 12 til 16. Allir eru vel- komnir og tekur starfsfólk vel á móti gestum og sýnir aðstöðu stofnunar- innar. Leitast verður við að svara öllum fyrirspurnum og einnig verður hægt að bóka tíma í heyrnarmæl- ingu ef þess er óskað. Nánari upp- lýsingar má finna á slóðinni www.hti.is. Heilsa | Opið hús hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á laugardag Guðrún Gísla- dóttir fæddist á Akureyri 1958. Hún lauk rekstr- arfræðingsnámi frá Viðskiptahá- skólanumá bif- röst 1994, og BS- gráðu í við- skiptafræði frá sama skóla 2002. Árið 2004 lauk Guðrún MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá HÍ. Guðrún var starfsmannastjóri hjá Securitas um nokkurt skeið, deildarstjóri hjá Samskipum og fjármálastjóri Nes- skipa. Hún tók við starfi fram- kvæmdastjóra Heyrnar- og tal- meinastöðvar Íslands 2003. Guðrún er gift Halli Leópoldssyni verktaka og eiga þau eina dóttur. Nýjasta nýtt í heyrnartækjum Valdaránið í Taílandi á dög-unum virðist lítið hafa truflað daglegt líf íbúa þar í landi. Sömu sögu er þó ekki að segja um Nicolas Cage sem var að vinna að has- armynd í Bangkok þegar taílenski her- inn hrifsaði til sín völdin. Þegar kvik- myndatökulið Cage frétti af valdaráninu var leikaranum vippað uppá hótel en starfslið var látið halda kyrru fyr- ir á sviðsmyndinni, m.a. til að gæta gervi-skotvopna sem notuð voru við tökur. Myndin, sem fengið hefur enska titilinn Time to Kil,l skartar Hong Kong-stjörnunum Danny Pang og Oxide Pang og er endurgerð á mynd þeirra frá 1999 sem hafði enska titilinn Bangkok Dangerous. Að sögn fréttamiðla hefur Cage einkaþotu til reiðu ef hann telur sig knúinn til að yfirgefa landið með hraði.    Draumatengdasonur allra for-eldra, Vilhjálmur Breta- prins, ætlar að ganga í herinn, að fordæmi yngri bróður síns Harry. Einhvern tíma á næsta ári mun hann dvelja í sex mánuði í þjálfunarbúð- um, og eftir ársþjónustu í hernum mun hann meðal annars vænta þess að starfa fyrir flugher- inn og sjóher- inn. Samhliða herþjónustu hyggst prinsinn gegna ýmsum minnihátt- ar viðvikum á opinberum vett- vangi vegna tignar sinnar og kynna sér betur opinbera stjórn- sýslu og góðgerðarmál til að búa sig undir þau opinberu störf sem hann mun helga sig að lokinni herþjónustu.    Búið er að ganga frá skilnaðiVina-stjörnunnar Matt Le- Blanc og eiginkonu hans Marissu eftir þriggja ára hjónaband. Hafa Matt og Marissa fallist á jafnt forræði yfir Marínu, tveggja ára dóttur þeirra, en leikarinn, sem hafði ákaf- lega góðar tekjur af leik sínum í sjónvarps- þáttunum vinsælu, ber fjárhags- lega ábyrgð á menntun dótt- urinnar og umönnun, og þarf að greiða mánaðarlega upphæð sem samsvarar rúmlega einni milljón króna í meðlag. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 257. tölublað (22.09.2006)
https://timarit.is/issue/284801

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

257. tölublað (22.09.2006)

Aðgerðir: