Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Bridsfélag Akureyrar býður til Startmóts Bridsfélag Akureyrar hefur ákveðið að bjóða til ókeypis brids- veislu í upphafi keppnistímabilsins. Þriðjudaginn 26. september hefst tveggja kvölda tvímenningsmót, Startmót Sjóvár, og til að byrja tíma- bilið af krafti verður ekkert keppn- isgjald innheimt. Eru allir hvattir til að mæta og fé- lagar skulu endilega gera átak í því að fá óvirka félaga aftur í fjörið … Tækifærin gerast ekki betri til að dusta rykið af heilafrumunum og spila brids. Stefán Vilhjálmsson formaður BA Aðalfundur Bridsfélags Akureyr- ar 2006 var haldinn 19. september og ýmis mál voru ekin fyrir en m.a. var ný stjórn kjörin: Stjórn B.A. 2006–2007: Stefán Vilhjálmsson formaður Hermann Huijbens varaformaður Brynja Friðfinnsdóttir gjaldkeri Frímann Stefánsson ritari Víðir Jónsson áhaldavörður Stefán Sveinbjörnsson og Sigfús Aðalsteinsson varamenn. Er nýkjörinni stjórn óskað vel- farnaðar í starfi. Eftir fundinn var að sjálfsögðu gripið í spil og þessir stóðu sig best: Haukur Harðarson – Pétur Guðjónss. +17 Hans V. Reisenhus – Reynir Helgason +14 Jón Sverrisson – Sigfús Hreiðarson +14 Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson +9 Magnús og Jörundur unnu tvímenninginn í lokamóti Sumarbrids Sigur Magnúsar Sverrissonar og Jörundar Þórðarsonar var sannfær- andi 61,7% en þeir voru með 4% betri skor en Suðurnesjamennirnir Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson sem urðu í öðru sæti með 57,7% Jón Á. Guðmundsson og Kristján B. Snorrason urðu í þriðja sæti og Alda Guðnadóttir og Hrafnhildur Skúladóttir í því fjórða. Sveitakeppninni lauk með sigri sveitar Þriggja Frakka eftir æsi- spennandi lokaumferð þar sem 6 sveitir áttu möguleika á sigri. Sveitina skipuðu Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson, Ísak Örn Sigurðs- son og Kristján B. Snorrason. Þrír Frakkar 932. VÍS 893. Hermann Friðriksson 884. Eykt 88 Brids á Suðurnesjum Vetrarstarfið hófst sl. miðvikudag með eins kvölds tvímenningi og var mæting betri en oft áður á fyrsta haustkvöldi. Lokastaða efstu para: Guðjón Jensen – Jóhannes Sigurðss. 106 Kjartan Ólason – Óli Þór Kjartanss. 91 Karl Karlss. – Gunnlaugur Sævarss. 86 Meðalskorin 84. Spilaður verður eins kvölds tví- menningur nk. miðvikudag í félags- heimilinu. Páll Valdimarsson og Valur Sigurðsson sigurvegarar í hausttvímenningi BR Tveggja kvölda hausttvímenningi Bridsfélags Reykjavíkur lauk í gær. Páll Valdimarsson og Valur Sig- urðsson skoruðu jafnt og þétt og stóðu uppi sem sigurvegarar. Lokastaða efstu para: Páll Valdimarsson – Valur Sigurðsson 58,0% Örlygur Örlygss. – Ómar Ómarss. 57,6% Halldór Þorvaldss. – Guðl. Sveinss. 57,2% Guðm. Skúlason – Sveinn Stefánsson 53,8% Ómar Olgeirsson – Kristján Blöndal 53,5% Sævar Þorbjss. – Karl Sigurhjartars. 52,6% Minnt er á næstu keppni BR sem hefst næsta þriðjudag, 26. septem- ber, 3ja kvölda Butler-tvímenningur. Þetta keppnisform hefur verið afar vinsælt undanfarin ár. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ✝ Jóna SigríðurSteingríms- dóttir fæddist í Stóra-Holti í Fljót- um 2. janúar 1956. Hún lést á heimili sínu hinn 16. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steingrímur Þorsteinsson, f. 29. mars 1915, d. 6. október 1997 og Guðbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 10. nóvember 1915, d. 7. janúar 1991. Jóna var næst- úar 1952, Guðbjörg Kristín, f. 28. febrúar 1954, maki Úlfar Stein- grímsson, Gunnar, f. 26. maí 1957, sambýliskona Bergþóra Péturs- dóttir, og Bjarni Ómar, f. 23. júlí 1959, d. 12. nóvember 1996. Dóttir Jónu og Karls Löve, f. 12. október 1957, er Rakel Rut Karls- dóttir, f. 24. apríl 1986, sambýlis- maður Ingi Freyr Sveinbjörnsson, f. 5. mars 1981. Jóna vann lengi við hjúkr- unarstörf að Hátúni og síðast á Landakotsspítala. Jóna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. yngst tíu systkina, hin eru, Erna Gests- dóttir, f. 13. maí 1936, sambýlismaður Gísli Ingvason, Stef- án Arnar, f. 21. ágúst 1944, sambýliskona Jónína Sigþórsdóttir, Sigurður Þorsteinn, f. 20. desember 1946, maki Þóra Þorsteins- dóttir, Auðunn Geir, f. 17. nóvember 1947, María Soffía, f. 22. apríl 1949, maki Halldór Stein- grímsson, Ragnar Þór, f. 22. febr- Elsku mamma mín, það er ólýsan- leg tilfinning að hugsa til þess að þú sért farin og að ég sjái þig ekki fram- ar. En það er mér viss huggun að vita að þér líður vonandi miklu betur, á þeim stað sem þú ert nú á, innan um þá sem voru þér svo kærir. Þú varst búin að standa þig eins og hetja í þinni baráttu. En við áttum samt sem áður margar góðar minningar sem koma til með að ylja mér um ókomna tíð. Manstu þegar þú bauðst mér til Kan- aríeyja? Það var nú ekkert slor, bara 5 stjörnu hótel með hlaðborði kvölds og morgna. Þá var aldeilis lúxuslíf á okkur, mamma. Manstu svo þegar við villtumst inn á nektarströnd og þegar þú sást hvers konar stað var um að ræða datt upp úr þér: „Þetta er nú frekar óviðeigandi“ og að sjálfsögðu sprungum við öll úr hlátri, eins og okkur er einum lagið. Líka þegar við Ingi vorum að reyna að kenna þér á vídeóvélina og þú dróst aðdráttarlins- una fram og aftur allan tímann, þá var enn og aftur hlegið. Það sem við gát- um skemmt okkur og haft gaman saman. Það eru svo margar svona ógleymanlegar stundir. En nú ertu farin í eilífðina og ég sit eftir og held fast í allar minnigarnar um góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég á eftir að sakna þín svo ótrúlega mik- ið, við vorum svo góðar saman. Ég elska þig, mamma mín, hvíldu í friði. Blítt mér kenn að biðja, bænin veitir fró. Indæl bænaiðja eykur frið og ró. Kenndu mér að krjúpa kross þinn, Jesú við. Láttu, Drottinn, drjúpa dýrð í hjarta og frið. (Þýð. Björgvin Jörgensson.) Ástarkveðja, þín dóttir Rakel Rut. Elsku Jóna „ frænka“, um leið og ég tengdist inn í fjölskyldu ykkar urð- uð þið Rakel Rut tvímælalaust og undir eins frænkur mínar þótt við værum ekki beint skyldar en það er algjört aukaatriði. Það eru blendnar tilfinningar sem koma upp eftir að þú hefur kvatt. Þú varst búin að þurfa að hafa fyrir lífinu. En þú skilur okkur eftir með minn- ingar og að ógleymdum englinum þín- um, henni Rakel, sem er alveg einstök og búin að standa sig svo vel enda veit ég hvað þú varst stolt af henni. Það var eins með þig sjálfa og allt í kring- um þig. Þú varst búin að búa þér til svo fallegt heimili og allur sauma- skapurinn, aldrei skildi ég hvernig þú gast dundað þér við þetta, því ekki hafði ég þolinmæði í eitthvað svona. Enda dáðist ég alltaf að þér, þú varst sjálf svo mikil smekkkona, alltaf glæsilegust þegar komið var saman. Rakel mín, missir þinn er mikill og megi Guð vera með þér og styrkja þig í gegnum sorgina. Elín frænka. Við systkinin viljum með þessum fáu orðum minnast föðursystur okk- ar, Jónu Sigríðar. Okkar fyrstu minningar um Jónu eru tíðar heimsóknir hennar til okkar á Vatnsleysuströndina þar sem hún æfði sig á gítarinn eða vann við hannyrðir. Í hugum okkar var Jóna frænka skemmtileg og hjartahlý kona. Það var alltaf gott að sækja hana heim því hún tók á móti manni með opnum örmum og var gestrisin fram úr hófi. Allir voru alltaf velkomnir. Það var viðtekin venja hjá henni að ef gesti bar að garði var allt það besta borið á borð og aldrei kom maður að tómum kofanum hjá Jónu hvað mat varðaði. Hún hafði þá orð á því að fyrst við værum komin þá skyldum við nú „fá eitthvað almennilegt að éta“ hjá henni, frá Jónu fór enginn svangur. Hún var alltaf að segja okkur hvað henni þætti vænt um okkur, hvað við værum sérstök í hennar huga og við slíkt hrós leið manni alltaf svo vel. Jóna var mjög trúuð og hún var dugleg að biðja fyrir þeim sem henni fannst þurfa þess með og ef við áttum erfiðar stundir þá hringdi hún sérstaklega í okkur til þess að heyra í okkur og láta vita að hún væri að biðja fyrir okkur. Heimilið hjá Jónu var hlýlegt og fallegt því hún hafði góðan smekk og hafði lag á því að gera fallegt í kring- um sig. Jóna var mjög lagin við hann- yrðir og það var sama hvort það var útsaumur eða hekl, allt lék í höndun- um á henni og var hrein listasmíð. Frásagnarhæfileikar Jónu nutu sín vel þegar hún sagði frá skemmtileg- um atburðum eða fólki því hún átti auðvelt með að koma auga á spaugi- legu hliðarnar og var ávallt gaman að heyra hana segja frá einhverju slíku. Hún hafði einnig sérstakt lag á því að gera grín að sjálfri sér. Jónu tókst t.d. að sjá spaugilegu hliðina á því þegar hún fótbrotnaði við að spranga í hlöð- unni heima í Stóra-Holti á jólunum fyrir nokkrum árum. Hún hefði bara átt að vita betur en að reyna að vera smástelpa í hlöðuleik. Jóna var einnig ófeimin við að segja sína skoðun á öllu og öllum og ef hún teldi þörf á því þá skammaði hún fólk. Við okkur systk- inin voru það þó einkum góðlátlegar athugasemdir á léttu nótunum. Þegar Jóna fór í verslunarferðir og keypti eitthvað sem í raun var ekki lífsnauðsynlegt talaði hún um að bub- bast. Þegar Dísa litla fæddist og Jóna kom í heimsókn og sá alla kjólana sem hún hafði fengið sagði hún: „Jæja Kristín mín, núna þarf ég að fara í bubbuleik.“ Jóna hafði alla tíð sterkar taugar heim í Fljótin og reyndi hún að fara norður þegar tækifæri gáfust. Alltaf þótti henni gott að koma heim og þá ekki síst að hitta systkini sín, frændfólk og vini fyrir norðan. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svona skemmtilegri og hjartahlýrri konu sem vildi allt fyr- ir alla gera. Elsku Rakel, við hugsum til þín og biðjum guð að vera með þér og styrkja. Margrét Stefánsdóttir, Arnar Stefánsson, Kristín Svava Stefánsdóttir. En hvers er að minnast og hvað er það þá sem helst skal í minningu geyma. Þegar kemur að svona stundu eins og þessari, að kveðja elskulega vin- konu, þá vill maður geyma allar minn- ingar, ekki velja úr, hversu sárar og erfiðar eða glaðlegar og ánægjulegar þær eru. Jóna var aðeins unglingur þegar ég kynnist henni og kom inn í hennar fjöl- skyldu, og þá strax urðum við bestu vin- konur sem hélst alla tíð. Alltaf kát, dug- leg og hjálpfús, tilbúin að gera allt fyrir alla og þó sérstaklega heima hjá foreldr- um sínum bæði úti og inni. Hún fór snemma að heiman til að vinna, meðal annars í kaupavinnu og í fiskvinnu og var þar enginn svikinn af hennar störf- um. Jóna hafði unun af allri handavinnu. Hún prjónaði margar peysurnar bæði á sjálfa sig, systkinabörnin svo ekki sé tal- að um allt það sem hún prjónaði og saumaði á dóttur sína Rakel. Oft sátum við saman yfir handavinnu okkar, gerð- um grín að mistökunum, spjölluðum, spáðum í spil eða bolla og hlógum að öllu saman. Hún bjó sér fallegt heimili, var ákaflega smekkleg með sjálfa sig og umhverfi. Handavinnan hennar prýddi heimilið, á borðum, veggjum og einu sinni heklaði hún gardínur fyrir eldhúsgluggann. Jóna var höfðingi heim að sækja og henni þótti gaman að taka á móti gestum. Minnist ég afmælis hennar núna í janúar þegar hún varð fimm- tug, þar voru saman komnir hennar kærustu vinir og áttu þar góða stund. Á Grettisgötunni áttu margir næt- urstað ef komið var úr sveitinni fyrir norðan, til Reykjavíkur og var þá oft- ast sett eitthvað gott í pottinn eins og Jóna sagði. Hún hafði gaman af því að ferðast, innanlands sem utan og ferð- aðist m.a. með foreldrum sínum um landið og hafði gaman af því að segja frá enda mjög minnug á það sem hún heyrði eða sá. Jóna var mjög trúuð kona og það hjálpaði henni oft í öllum hennar veik- indum. Hún var líka alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða ef einhverjum leið illa. Þegar leiðir skiljast á þennan hátt er lítið hægt að segja og ekki okkar að dæma. Elsku Rakel, Guð styrki þig og blessi, þú varst sólargeisli móður þinnar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Jónu öll þessi ár og bið góðan Guð að varð- veita allar minningar, eins og við munum öll gera. Þú heyrir spurt: Er hjálp að fá og hvar er ljós og dag að sjá? Ef hjartað týnir sjálfu sér hvar sé ég leið, hver bjargar mér? Þú heyrir svar ef hlustar þú af hjartans þörf, í barnsins trú því Kristur Jesús þekkir þig og þú ert hans, hann gaf þér sig. (Sigurbjörn Einarsson) Einlæg vinkona, Þórdís Símonardóttir Elsku Jóna. Það var alltaf jafn gaman að fá þig í heimsókn í sveitina og fá stóru faðmlögin frá þér. Það var líka alltaf gaman í gamla bænum, að spjalla við þig og spila „kana“ með hinum krökkunum. Það vantaði sko aldeilis ekki fjörið í Holt þegar Jóna var mætt á staðinn. Við gleymum heldur aldrei þegar við komum í heimsókn til þín, þá vant- aði sko ekki veitingarnar og dekrið sem maður fékk, verst hvað við kom- um sjaldan. Við eigum eftir að sakna þín sárt, takk fyrir allt. Já fögur eru Fljótin mín og frjó af jarðargróðri, er mörgu blaða blómin þín í brekku standa góðri. Og endurspegla aftur sig í lygnum vatnafleti, ég held að fáar fegri en þig menn fundið sveitir geti. (Þorsteinn Helgason.) Elsku Rakel, Guð styrki þig í sorg- inni. Stefanía, Fanney og Bjarney Gunnarsdætur. Elsku Jóna. Það var alltaf vel tekið á móti manni ef maður kíkkaði í borg- ina. Þá sýndirðu mér það sem þú varst að gera hverju sinni í handa- vinnunni. Þú varst algjör snillingur í höndunum með allt þitt bróderí. Heimili þitt var fullt af dásamleg- um hlutum, því ekki þótti þér leiðin- legt að fara í smá bubbuleik. Ein ferðin mín suður er mér alltaf fersk í minni. Þegar ég og vinkona mín komum í bæinn og fengum að gista hjá þér. Þú varst fyrir norðan og lánaðir okkur íbúðina og auðvitað eins og þér einni var lagið var búið um okkur og fullur ísskápur af mat. Þú skildir eftir ótal skilaboð handa okkur t.d. ef okkur langaði í eitthvað annað en var í ísskápnum, var það í frystin- um og þar frameftir götunum. Þú lést alltaf vita af þér þegar þú komst til Akureyrar og varst rosalega dugleg að heimsækja mig, þó svo að á tímabili byggi ég fyrir utan bæinn, léstu það ekki trufla þig. Þú varst dugleg að hringja í mig og segja mér hvað væri nú að frétta af þér og fjöl- skyldu okkar. Ef ég hringdi og þú varst ekki upp- lögð í það skiptið, þá sagðir þú mér það bara og hafðir samband seinna þegar betur stóð á, en þú áttir mis- góða daga í veikindum þínum.Ég á eftir að sakna allra stundanna sem fóru í spjall um sameiginlegt áhuga- mál okkar, handavinnuna. Margt sagðirðu mér sem ég hefði annars ekki vitað, einnig þótti mér afar vænt um þegar þú varst að rifja upp gamlar minningar og hversu mikið þú talaðir um ömmu, afa og Bjarna. Nú ertu komin til ömmu, afa og Bjarna og ég geymi þig í minningu minni. Takk fyrir allt og allt. Kom, fegurð, ljá mér ljósið þitt og leið mig hvítri hendi að furðustiginn fái ég hitt og fundið þreyða landið mitt, ónumið undralendi. (Hulda) Elsku Rakel og Ingi, innilegar samúðarkveðjur og Guð veri með ykkur. Þín frænka Sædís Eva. Jóna Sigríður Steingrímsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN PÁLSSON bóndi, Vaðnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðviku- daginn 13. september. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 23. september kl. 13.30. Helga Helgadóttir, Guðmundur Jóhannesson, Þórleif Gunnarsdóttir, Brúney Bjarklind, Ragnhildur Eiríksdóttir, Magnús Tryggvason, Heimir Kjartansson, María Kjartansson, Birna Kjartansdóttir, Gísli Jón Bjarnason, Páll Helgi Kjartansson, Salome Hansen, Jón Steingrímur Kjartansson, Dóra Þórsdóttir, Guðjón Kjartansson, Anika Bäcker, Ólafur Ingi Kjartansson, Hans Hoffmann Þorvaldsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Svala Birna Sæbjörnsdóttir, Davíð Ben og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.