Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 17 ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ er haft fyrir satt að meirihluti þeirra sem hlýddu á Hugo Chavez, forseta Venesúela, í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrradag hafi klappað honum lof í lófa eftir ræðu hans, en þar úthúðaði Chavez George W. Bush Bandaríkjaforseta, kallaði hann „lygara“, „djöful“ og „harðstjóra“. Viðbrögðin eru ekki góð tíðindi fyrir bandarísk stjórn- völd sem vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að Venesúela takist að ná kjöri til sætis Rómönsku Ameríku í öryggisráði SÞ næstu tvö árin, en kosið verður 15. október nk. Chavez hefur verið í harðri kosn- ingabaráttu undanfarna mánuði, m.a. farið í mikla reisu í því skyni að tryggja stuðning við framboð Venes- úela. Hefur Chavez til að mynda ný- verið heimsótt lönd eins og Rúss- land, Kína, Íran, Hvíta-Rússland, Víetnam og Sýrland og í ræðu sinni í fyrradag fullyrti hann, að hann hefði stuðning flestra þessara ríkja (þ.á m. Kína og Rússlands, sem eru tvö þeirra fimm ríkja sem eiga fasta- fulltrúa í öryggisráðinu), sem og Arababandalagsins eins og það legg- ur sig og meirihluta ríkja á Karíba- hafssvæðinu og í Rómönsku Amer- íku. Sagði Chavez að tilraunir Banda- ríkjastjórnar til að koma í veg fyrir að Venesúela næði kjöri væru „sið- lausar“, en ráðamenn í Washington hafa stutt Gvatemala með ráðum og dáð í þessari baráttu; svo opinber- lega raunar að þarlendir embættis- menn óttast að það hafi skaðað framboð landsins. Sú stjórn sem nú ræður ríkjum í Bandaríkjunum nýt- ur nefnilega lítilla vinsælda meðal þjóða þriðja heimsins, sem finnst Bandaríkin helst til fyrirferðarmikil; sumir vilja síðan síður virðast vera í vasa Bandaríkjamanna, en stuðning- ur við Gvatemala gæti verið túlk- aður með þeim hætti miðað við það hversu mikið Bandaríkin hafa beitt sér. Við þetta bætist svo að Chavez hefur gjarnan komið færandi hendi í umræddum heimsóknum sínum er- lendis; en sem kunnugt er er Venes- úela auðugt af olíu og getur boðið þjóðum olíu á góðu verði, samninga tengda olíuvinnslu eða beina fjár- hagsaðstoð. Ástæða þess að Bandaríkjamenn vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir kjör Venesúela er sú að í öryggis- ráðinu gæti Chavez gert Bandaríkj- unum mjög erfitt fyrir í málefnum sem kunna að koma upp á næstu tveimur árum og hljóta að teljast mikilvæg. Ræðir þar m.a. um hugs- anlega atkvæðagreiðslu um að Íran verði beitt viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkutilrauna sinna. Mun embættismönnum í Wash- ington lítast miður vel á að Mahm- oud Ahmadineja, forseti Írans, eigi svo tryggan bandamann í öryggis- ráðinu og þá hrýs þeim hugur við til- hugsunina um að Chavez sitji jafnvel sjálfur marga fundi öryggisráðsins fyrir hönd Venesúela, og fái þannig tækifæri til að láta gamminn geisa eins og hann lystir á þeim vettvangi, í sjálfri miðborg New York-borgar, höfuðvígi hins vestræna kapítalisma. Misráðin ræða? Sérfræðingar um málefni SÞ segja þó mögulegt að ræða Chavez í fyrradag kunni að skaða möguleika Venesúela í kosningabaráttunni, enda hafi Chavez gengið þar alltof langt. Er m.a. haft fyrir satt að segja hafi þurft utanríkisráðherra Kína, Li Zhao Xing, það tvisvar sinnum, að Chavez hefði látið umrædd ummæli falla. „Sagði hann þetta virkilega? Ertu viss? Gekk hann svona langt?“ sagði Li. Þá bendir Edward Luck við Col- umbia-háskóla á að ræða Chavez staðfesti verstu hugmyndir manna um allsherjarþing SÞ sem hring- leikahús, þar sem Bandaríkjahatur ræður ríkjum. „Ég hefði aldrei trúað því að neinn gæti látið Ahmadinejad líta út sem hófsemdarmann, en Cha- vez hefur tekist það,“ sagði hann. Forsmekkur- inn að því sem koma skal? AP Fór mikinn Margir viðstaddra í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fögn- uðu Hugo Chavez innilega eftir ræðu hans. Fulltrúar Bandaríkjanna voru hins vegar víðs fjarri á meðan Chavez lét gamminn geisa. Hugo Chavez flutti umdeilda ræðu hjá SÞ. Nú vill hann komast í öryggisráðið. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Er skiptinemadvöl eitthva› fyrir flig? Fjölmörg lönd í bo›i. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mána›a dvöl og 4-6 vikna dvöl. Haf›u samband!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.