Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 25 Það er einfalt og skemmtilegt aðeiga blómakryddaðan sykuren hann má nota sem ynd-islegt krydd, til dæmis út í ab- mjólk, í te nú eða þá á pönnukökur. Þurrkað lavender er auðvelt að fá í te- verslunum en lavender vex líka auð- veldlega í görðum hérlendis og því til- valið að þurrka sitt eigið lavender. Vallhumall, mynta og rósir henta þá líka afar vel í blómasykur. Aðferðin er ein- föld: Takið sykur og bætið út í þurrkuðum blómum. Til dæmis um það bil eina mat- skeið af lavender í 1 dl af sykri. Látið standa í nokkra daga. Alveg himneskt. Ilmandi lavenderkökur 165 g smjör 3½ dl hrásykur 1½ dl matarolía 6 dl hveiti 3⁄4 teskeið hjartarsalt 20 g lavendersykur Þeytið saman smjör og sykur þannig að það verði létt og ljóst, setjið olíuna smám saman út í. Blandið hveiti, hjart- arsalti og lavendersykri saman við og hrærið þar til deigið er þétt og þægilegt í meðförum. Búið til litlar kúlur úr deig- inu og raðið þeim á plötu, bakið við 150°C í 20–30 mínútur. Lavender er sagður virka mjög slak- andi og það gera þessar kökur svo sann- arlega líka. Ávaxtaberjapæ með fræjum fyrir 6 4 rabarbarar, 500 g 1–2 dl ber eða epli 1½–2 dl hrásykur 2 msk. kartöflumjöl 100 g smjör 1½ dl gróft haframjöl 1½ dl hveiti 1 dl kókosflögur ½ dl heslihnetur, saxaðar (u.þ.b. 25 g) ½ dl fræblanda, graskersfræ, hörfræ, sólblómafræ (u.þ.b. 25 g) 3 msk. hrásykur örlítið salt Skerið rabarbarann í bita og blandið öðrum ávöxtum, hrásykri og kart- öflumjöli saman við. Setjið í eitt stórt form eða í sex skammta form. Bræðið smjörið og blandið öllu öðru út í, hrærið saman í laust deig og stráið yfir ávext- ina. Bakið við 225°C í 20–25 mínútur. Berið fram helst heitt með vanilluís eða þeyttum rjóma. Þetta er sígilt og gott pæ sem má breyta óendanlega með því að breyta ávöxtum og fræjum eftir því sem hug- urinn stendur til í hvert skipti. Blómstrandi sætur sykur Morgunblaðið/Arnaldur Ávaxtaberjapæ með fræjum Sígilt pæ sem þarf aldrei að vera eins. Lavenderkökur Slakandi góðar. Nú þegar haustið er gengið í garð fer hver að verða síð- astur að bjarga sumarblóm- unum og af hverju ekki, spyr Heiða Björg Hilmisdóttir, að taka þau með sér inn í veturinn í fæðuformi? Blómasykur Passar með mörgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.