Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 25 Það er einfalt og skemmtilegt aðeiga blómakryddaðan sykuren hann má nota sem ynd-islegt krydd, til dæmis út í ab- mjólk, í te nú eða þá á pönnukökur. Þurrkað lavender er auðvelt að fá í te- verslunum en lavender vex líka auð- veldlega í görðum hérlendis og því til- valið að þurrka sitt eigið lavender. Vallhumall, mynta og rósir henta þá líka afar vel í blómasykur. Aðferðin er ein- föld: Takið sykur og bætið út í þurrkuðum blómum. Til dæmis um það bil eina mat- skeið af lavender í 1 dl af sykri. Látið standa í nokkra daga. Alveg himneskt. Ilmandi lavenderkökur 165 g smjör 3½ dl hrásykur 1½ dl matarolía 6 dl hveiti 3⁄4 teskeið hjartarsalt 20 g lavendersykur Þeytið saman smjör og sykur þannig að það verði létt og ljóst, setjið olíuna smám saman út í. Blandið hveiti, hjart- arsalti og lavendersykri saman við og hrærið þar til deigið er þétt og þægilegt í meðförum. Búið til litlar kúlur úr deig- inu og raðið þeim á plötu, bakið við 150°C í 20–30 mínútur. Lavender er sagður virka mjög slak- andi og það gera þessar kökur svo sann- arlega líka. Ávaxtaberjapæ með fræjum fyrir 6 4 rabarbarar, 500 g 1–2 dl ber eða epli 1½–2 dl hrásykur 2 msk. kartöflumjöl 100 g smjör 1½ dl gróft haframjöl 1½ dl hveiti 1 dl kókosflögur ½ dl heslihnetur, saxaðar (u.þ.b. 25 g) ½ dl fræblanda, graskersfræ, hörfræ, sólblómafræ (u.þ.b. 25 g) 3 msk. hrásykur örlítið salt Skerið rabarbarann í bita og blandið öðrum ávöxtum, hrásykri og kart- öflumjöli saman við. Setjið í eitt stórt form eða í sex skammta form. Bræðið smjörið og blandið öllu öðru út í, hrærið saman í laust deig og stráið yfir ávext- ina. Bakið við 225°C í 20–25 mínútur. Berið fram helst heitt með vanilluís eða þeyttum rjóma. Þetta er sígilt og gott pæ sem má breyta óendanlega með því að breyta ávöxtum og fræjum eftir því sem hug- urinn stendur til í hvert skipti. Blómstrandi sætur sykur Morgunblaðið/Arnaldur Ávaxtaberjapæ með fræjum Sígilt pæ sem þarf aldrei að vera eins. Lavenderkökur Slakandi góðar. Nú þegar haustið er gengið í garð fer hver að verða síð- astur að bjarga sumarblóm- unum og af hverju ekki, spyr Heiða Björg Hilmisdóttir, að taka þau með sér inn í veturinn í fæðuformi? Blómasykur Passar með mörgu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.