Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 12
Í HNOTSKURN
»Haukur er lipur skonnortaí stíl við hákarlaskipin á
19. öld. Skipið lætur vel í ólgu-
sjó eins og sannaðist á Breiða-
firðinum fyrir skemmstu.
»Skútuöldinni á Íslandi lauká fyrrihluta 20. aldar og
við tók vélbátaöldin.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
VIÐ hlutum eldskírnina á Breiðafirð-
inum í síðustu viku þegar við lentum í
austanstormi og mikilli öldu. Við rif-
uðum stórsegl og skonnortusegl og
tókum niður framsegl en höfðum
fokku uppi og skipið sýndi geysigóða
takta. Það lá í 20 gráða hliðarhalla án
þess að velta mikið en lyfti sér yfir
öldurnar,“ segir Heimir Harðarson,
markaðsstjóri hjá Hvalaskoðunarfyr-
irtækinu Norðursiglingu, um ævin-
týralega siglingu á íslensku skonnort-
unni Hauki umhverfis landið en
fyrirtækið keypti skipið fyrir áratug.
Skonnortan er eikarskip í gömlum
stíl sem smíðað var árið 1973 í
Reykjavík af skútuáhugamanninum
Jóni á ellefu eins og hann var kallaður
en hann lést fyrir nokkrum árum.
Skonnortureiði
settur upp árið 2000
Þegar Norðursigling keypti skipið
kom í ljós að það myndi henta vel að
setja á það svokallaðan gaffalreiða.
Skipið var tekið í slipp á Húsavík árið
2000 og settur á það tveggja mastra
skonnortureiði og mun þetta nú vera
eina hefðbundna seglskip sinnar teg-
undar hér á landi og endurspeglar
löngu liðna tíð skútualdarinnar á Ís-
landi. Siglingin frá Húsavík gekk vel
enda skipið lipurt og stöðugt og held-
ur hringförin áfram austur fyrir land
að lokinni áningu í Reykjavík.
„Þetta er eina skonnortan á landinu
en henni svipar mjög til gömlu há-
karlaskonnortnanna sem notaðar
voru norðanlands í lok 19. aldar,“ seg-
ir Heimir. „Við erum að þjálfa áhafnir
okkar í að sigla skipinu upp á gamla
mátann og tókumst því á hendur
hringförina.“
Hafa þarf fjögurra manna áhöfn
þegar skipinu er siglt við krefjandi
aðstæður en Heimir segir sjóhæfni
skipsins stórkostlega því þegar öldu-
dalir taka að dýpka og vindar að blása
sé einstök upplifun að sigla Hauki.
Um er að ræða 20 tonna skrokk og er
skipið alls 20 metra langt og getur
gengið á 10 mílna hraða. Þekking á
stjórnun skipsins hefur verið sótt til
útlanda og segir Heimir að áhöfnin sé
sífellt að verða betri með auknum
siglingum.
Skonnortan liggur við festar við
Ægisgarð og gefst almenningi kostur
á að skoða skipið hátt og lágt í dag,
föstudag, og á morgun, laugardag.
Skipið verður opnað kl. 10 og haft op-
ið til kl. 17 báða dagana.
Hlutu eldskírnina á Breiða-
firði í austanstormi og öldu
Morgunblaðið/Golli
Ævintýraferð Helga Sigurbjörnsdóttir, Stefán Gunnarsson, Einar Magnússon skipstjóri og Heimir Harðarson.
12 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aflaverðmæti ís-
lenskra skipa
nam 40 milljörð-
um króna á fyrri
helmingi ársins
2006 samanborið
við 37,3 milljarða
á sama tímabili
2005. Aflaverð-
mæti hefur aukist
um 2,7 milljarða
eða 7,3%. Afla-
verðmæti júnímánaðar nam 6,3
milljörðum en í júní í fyrra var verð-
mæti afla 5,4 milljarðar.
Í frétt Hagstofu Íslands kemur
fram að aflaverðmæti botnfisks var í
lok júní orðið 30,1 milljarður miðað
við 25,5 milljarða á sama tíma árið
2005 og er því um 18% aukningu að
ræða. Verðmæti þorskafla var 14,6
milljarðar og jókst um 3,1%. Afla-
verðmæti ýsu nam 5,7 milljörðum
sem er 20,2% aukning og ufsaaflinn
jókst að verðmætum um 63,7%, var
1,9 milljarðar. Verðmæti flatfiskafla
jókst um 4,7% milli ára og nam 3
milljörðum. Aflaverðmæti kolmunna
í júnílok var orðið 3,1 milljarður sam-
anborið við tæpa 1,3 milljarða í fyrra.
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu var
16,1 milljarður króna sem er sam-
dráttur um 4,2% milli ára, en verð-
mæti afla sem keyptur er á markaði
til vinnslu innanlands jókst um
22,7% og var 6,4 milljarðar. Verð-
mæti afla sem fluttur er út óunninn
nam 4,1 milljarði sem er 15,6% aukn-
ing.
Afla-
verðmæti
eykst enn
Veiði Aflaverð-
mæti jókst um 7%.
40 milljarða aflaverð-
mæti á fyrri hluta árs
ÁREKSTRAHRINA gekk yfir
Reykjavík í gærdag og voru 24
árekstrar tilkynntir til lögreglu frá
kl. 7 um morguninn til kl. 21. Fimm
bíla árekstur varð á Breiðholtsbraut
við Skógarsel síðdegis og var einn
fluttur á slysadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss með minniháttar
meiðsli. Árekstur varð í Lækjargötu
skömmu síðar þar sem rákust saman
bifreið og bifhjól. Ökumaður bif-
hjólsins var fluttur á slysadeild LSH
en ekki var vitað um meiðsl hans í
gærkvöldi. Þá voru fjórir kærðir fyr-
ir of hraðan akstur en að sögn lög-
reglu höfðu tugir fleiri náðst á lög-
gæslumyndavél.
Hrina
árekstra í
borginni
HVANNEY SF frá Hornafirði var
í vikunni á reki við Ingólfshöfða
eftir að hafa dregið fyrri netalögn-
ina í túrnum. Venjulega eru teknar
tvær lagnir þegar báturinn sækir
vestur með landinu en hann er að
reyna víða fyrir sér þar sem afli í
netin hefur enn verið tregur í
byrjun nýs fiskveiðiárs eða 5,8
tonn í tvær lagnir.
Hvanney SF sem hét áður
Happasæll KE var smíðaður í
Kína og er mjög nýtískulegur og
öflugur netabátur sem einnig
getur verið við annan veiðiskap.
Að sögn Hermanns Stefánsson,
framleiðslustjóra Skinneyjar-
Þinganess hf., hafa humarbátarnir
reynt fyrir sér síðustu daga aftur
eftir sumarfrí og er þar sama sag-
an að humarinn gefur sig ekki enn
sem komið er og veiði hefur verið
sáralítil.
Góður árangur með
tvílembingstrolli á síldinni
Af öðrum veiðiskap er það að
segja að síldveiðar nótaflotans
hafa gengið vel í sumar en öll síld
fer í bræðslu. Í sumar reyndu
Björg Jónsdóttir (ÞH) SF og Jóna
Eðvalds SF fyrir sér með tvílemb-
ingstroll á síldveiðunum með góð-
um árangri. Miklar hreyfingar eru
í gangi hjá fyrirtækinu en Ásgrím-
ur Halldórsson SF var seldur ný-
lega til Írlands, en fyrr í sumar
keypti fyrirtækið útgerð Bjargar
Jónsdóttur ÞH með öllum veiði-
heimildum þannig nú er verið að
stilla upp bestu hagræðingarkost-
um í veiðum.
Humarinn gefur sig ekki enn á hefðbundinni veiðislóð
Afli frekar tregur á
Höfn í Hornafirði
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Léleg veiði Það hefur oft verið góð veiði hjá humarbátunum sem gerðir eru út frá Höfn en því er ekki að heilsa
þessar vikurnar. Hermann Stefánsson, framleiðslustjóri Skinneyjar-Þinganess hf., segir að veiði sé sáralítil.
ÚR VERINU
BJÖRGVIN G.
Sigurðsson al-
þingismaður hef-
ur ákveðið að
gefa kost á sér í 1.
sætið á lista Sam-
fylkingarinnar í
suðurkjördæmi.
Björgvin starf-
aði sem fram-
kvæmdastjóri
Samfylkingarinn-
ar frá árinu 1999–2003, hefur verið
þingmaður flokksins frá 2003 og tók
oft sæti sem varaþingmaður kjör-
tímabilið á undan.
Björgvin segir í tilkynningu að
hann leggi m.a. mikla áherslu á átak
í samgöngumálum sem tryggi var-
anlegar samgöngubætur við Vest-
mannaeyjar og tvöföldun Suður-
landsvegar, svo stærstu verkefnin
séu nefnd. Þá leggur hann mikla
áherslu á uppbyggingu á staðbundu
háskólanámi í kjördæminu.
Hann telur það mikið verkefni að
tryggja atvinnu á Suðurnesjum og
vinna úr þeirri stöðu sem uppi er í
kjölfar brottfarar varnarliðsins.
Björgvin er í sambúð með Maríu
Rögnu Lúðvígsdóttur og eiga þau
sex börn.
Gefur kost á
sér í 1. sætið
Björgvin G.
Sigurðsson
ÖNUNDUR
Björnsson sókn-
arprestur hefur
tilkynnt framboð
sitt í prófkjöri
Samfylkingar í
suðurkjördæmi,
sem haldið verður
4. nóvember nk.
Hann sækist eftir
2. til 3. sæti á lista
flokksins.
„Á yfirstandandi kjörtímabili hef
ég verið varaþingmaður flokksins í
kjördæminu og setið á Alþingi um
skeið.
Það er að mínu áliti afar mikilvægt
fyrir stóran og öflugan flokk eins og
Samfylkinguna að þingmannahópur
hennar endurspegli þverskurð sam-
félagsins; þar verði að finna konur og
karla á ólíkum aldri, með mismun-
andi reynslu að baki í starfi og leik.
Ég hygg að starfs- og lífsreynsla
mín, þ. á m. sem prestur á þremur
stöðum í Suðurkjördæmi – Höfn í
Hornafirði, Garði á Suðurnesjum og
nú starfandi á Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð auk tímabundinna afleysinga í
Vestmannaeyjum – geri mér fært að
þekkja vel til vona og væntinga fólks
í kjördæminu og þeirra fjölmörgu
möguleika sem þar er að finna. Ekki
aðeins í náttúrugæðum, heldur ekki
síður því afli sem er að finna meðal
fólks í Suðurkjördæmi – til sjávar og
sveita,“ segir Önundur í tilkynningu.
Óskar eftir
2.–3. sæti
Önundur S.
Björnsson
♦♦♦
♦♦♦