Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 28
vísindi 28 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég hef verið að stunda rannsóknir ífjölþátta gervigreind, það er greindsem hermir eftir hæfileikummanna til að tala, hreyfa sig og skilja umhverfi sitt. Þetta eru kerfi sem gera okkur kleift að búa til greindari vitverur en við höfum getað hingað til. Ég var að leita að ein- hverri áskorun sem var stærri en við höfðum tekist á við áður og datt þá í hug að búa til gervigreindan útvarpsmann og sjá með því hversu langt við erum í raun komin í að skilja mannlega greind,“ segir Kristinn R. Þórisson, dósent við Háskólann í Reykjavík og doktor í gervigreind frá M.I.T. í Bandaríkjunum. „Þótt þetta verkefni sé í raun í startholunum höfum við þó verið að vinna við það í allt sumar og er- um mjög bjartsýn á framhaldið. Markmiðið hjá okkur er að eftir ár verði gervigreindi út- varpsmaðurinn með sinn eigin útvarpsþátt á reglulegum tímum og sjái algerlega um út- varpsgerðina sjálfur. Það er mikil vinna í svona kerfi og er ég núna með þrjá meist- aranema í fullu starfi í þessu, þau Ársæl Jó- hannsson, Vigni Hafsteinsson, Guðnýju R. Jónsdóttur og fjórða nemann, Ágúst Hólm- geirsson,“ segir Kristinn og auglýsir hér með eftir fleiru dugmiklu fólki til að vinna við verk- efnið. Talgervlarnir takmarka Stefnt er að því að útvarpsmannslíkið verði betra en starfandi útvarpsmaður. Aðspurður hvernig í ósköpunum það eigi að vera mögu- legt svarar Kristinn að það séu til margar leið- ir til að mæla það. „Við setjum okkur það markmið að ef okkar útvarpsvitvera verður með útvarpsþætti sem almenningi finnst betri en meðalútvarpsþáttur þá sé það alvöru mæli- kvarði á greindina sem við höfum þróað. Við erum að vissu leyti takmörkuð af þróun tal- greina og talgervla. Talgervlarnir eru enn of skammt á veg komnir með að líkja eftir mannsrödd, maður heyrir alltaf að þetta er gervirödd. Hins vegar kemur það á móti að mannleg rödd er ekki nauðsynleg forsenda þess að gera góðan útvarpsþátt. Það á eftir að koma í ljós hversu mikið útvarpshlustendur geta fyrirgefið í þeim efnum.“ Sá fyrsti í heiminum Kristinn segir það eiga eftir að koma í ljós á hvaða útvarpsstöð þetta útvarpsmannslíki eigi heima. „Það er hægt að búa til uppskrift sem tölvan getur fylgt í útvarpsþáttagerð en við viljum stíga skrefinu lengra og láta hana spinna sjálfa þannig að við vitum í raun ekki fyrirfram hvernig útvarpsþátturinn kemur út. Við vitum að það verða spiluð lög og tekin við- töl en meira vitum við ekki þegar við setjum útvarpsmanninn í gang. Við gerum okkur von- ir um að einhver útvarpsstöð hafi áhuga á þessu þar sem þetta yrði fyrsti útvarpsmað- urinn með gervigreind í heiminum, að því er við best vitum.“ Ekki hefur verið lagður steinn í götu rann- sóknarhópsins ennþá af útvarpsmönnum sem óttast um starf sitt. „Það er ekki lokamark- miðið að tölvuvæða útvarpsstéttina og gera fólk atvinnulaust. En um leið og við brosum út í annað þá hugsum við með okkur að það væri skemmtileg hliðarafurð af verkefninu ef við hækkuðum staðalinn á gæðum útvarpsþátta.“ Hefur ekki sálarlíf Þeir lesendur sem sjá fyrir sér vélmenni sem situr við hljóðnema og stjórnar útsend- ingu með tökkum eins og mannvera eru á villi- götum því þessi útvarpsmaður verður í tölvu- líki. „Markmiðið er að frá því að útvarpssending hefst verði ekki hreyft við tölvunni, þá verði hún algjörlega sjálfvirk. Ef fyrsti útvarpsþátturinn verður klukkustund- arlöng þögn þá verður bara að hafa það.“ Kristinn segir gervigreinda útvarpsmanninn ekki hugsa eins og manneskju. „Við reynum að endurspegla mannlega greind í gervigreindinni sem við smíðum. Reginmunurinn á tölvu og manneskju liggur í því að tölvan upplifir ekki neitt, hefur ekkert sálarlíf. Hins vegar er um að ræða vél sem getur eitthvað sem aðeins mann- eskjur gátu áður, og því verður að viðurkenna að vélin er að einhverju leyti greind þótt greind- in sé ekki að öllu leyti sú sama og í mönnum.“ ingveldur@mbl.is Gervigreindur útvarpsmaður Morgunblaðið/Kristinn Gervigreind Kristinn segir markmiðið ekki að gera mannlega útvarpsmenn atvinnulausa. Gervigreindur útvarpsmaður sem tekur viðtöl og velur lög í sinn eigin útvarpsþátt er nú í smíðum við Háskólann í Reykja- vík. Ingveldur Geirsdóttir spjallaði við Kristin R. Þóris- son, doktor í gervigreind, um þetta verkefni. Gervigreindi útvarpsmaðurinn verður kynnt- ur ásamt mörgu öðru á Vísindavöku í Hafnar- húsinu í Tryggvagötu kl. 18 til 21 í dag. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Magimix safapressan er afar handhæg og einföld í notkun. Á örskotsstund má töfra fram með henni vítamínríka og kaloríusnauða ávaxta- og grænmetisdrykki sem hressa bæta og kæta. Magimix safapressuna er auðvelt að þrífa, hún er stílhrein, krafmikil og endingargott töfratæki. Safapressa fyrir heilsuna og línurnarvilb or ga @ ce nt ru m .is Fæst með berjapressu Með Magimix safapressunni má töfra fram girnilega og heilsusamlega drykki með lágmarks fyrirhöfn. Verð frá kr.: 23.500 LITAREFNIÐ sem gefur t.d. galla- buxum sitt klassíska bláa yfirbragð mun e.t.v. gagnast í meðferð gegn krabbameini er fram líða stundir. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Austur-Anglíu-háskólann í Eng- landi sem hefur tekist að fá frumur til að taka upp litarefnið. Í netút- gáfu Berlingske tidende kemur fram að þegar fruman hafi tekið við efninu séu dagar hennar taldir komi hún nálægt rauðu ljósi. Upp- lýsingarnar telja vísindamennirnir að muni e.t.v. síðar nýtast í krabba- meinsmeðferð. Ef að líkum lætur munu fyrstu þátttakendur í þessari rannsókn fá litarefninu sprautað í krabbameinsæxli á næstu 5 árum. Gallabuxnablár drepur krabbameinsfrumur Morgunblaðið/Golli Blár Góður gegn krabbameini?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.