Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 22. 9. 2006 bílar mbl.isbílar Nýr Hyundai coupé » 8 INNLENDUR ORKUGJAFI METANGAS ER FRAMLEITT Í GUFUNESI VW TOURAN ECOFUEL BRENNIR METANI VOLVO, sem lengi hefur verið í fararbroddi í ör- yggismálum varðandi bíla, hefur hannað innbyggð- an áfengismæli og sérstakt kerfi í sætisbeltum til varnar akstri undir áhrifum. Ennfremur hafa verk- ræðingar Volvo hannað forritanlegan lykil í kveikjulásinn sem takmarkar hámarkshraða. Ófá umferðarslys verða vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Búnaður Volvo felst í öndunar- mæli sem er áfastur við bílbeltið og verður ökumað- ur að anda í hann til þess að geta ræst bílvélina. Öndunarmælirinn sýnir grænt ljós ef ökumaðurinn er í lagi til aksturs og þegar bílbeltið hefur verið fest er hægt að setja í gang eins og venjulega. Ef áfeng- smagn ökumanns er yfir mörkum lýsir rautt ljós á öndunarmælinum og er þá ekki hægt að setja bílinn gang. Samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu, deyja u.þ.b. 10.000 manns árlega í umferðarslysum tengd- um áfengisakstri. Hin öryggisnýjungin sem Volvo kynnir er sér- stakur lykill á kveikjulásnum sem hægt er að forrita til að takmarka hámarkshraða og er beint að yngri eða minna reyndum ökumönnum sem tölfræðin sýnir að eru líklegri en aðrir til að valda slysum vegna hraðaksturs. Með hraðalyklinum er hægt að forrita hámarkshraða þannig að ekki sé ekið yfir löglegum hraða. Til dæmis gefur það foreldrum aukna öryggistilfinningu að lána börnum sínum með nýtt ökuskírteini bílinn. Volvo hyggst kanna áhuga almennings og bílgreinarinnar á þessum ör- yggisnýjungum áður en ákveðið verður að setja þær í framleiðslu. Einar M. Magnússon, upplýsingafulltrúi Um- ferðarstofu, segir að í málflutningi þeirra sem mæla hvað harðast gegn hugmyndum manna um hraða- takmarkara hafi komið fram að þetta sé tæknilega óframkvæmanlegt og kostnaður við þetta sé of mik- ill. „Þessi frétt um tækniþróun Volvo ber því aug- ljóst vitni að slíkar fullyrðingar eiga ekki við rök að styðjast auk þess sem vörubílar og hópferðabílar hér á landi sem og annars staðar í Evrópu eru með slíkum búnaði,“ segir hann. „Í ljósi umræðunnar og mistúlkunar þeirra sem ekki vilja skoða þennan möguleika má taka fram að hraðatakmörkun er ein hugmynd af mörgum sem verið er að skoða til að koma í veg fyrir alvarleg um- ferðarslys. Miðað við þá þróun sem þegar hefur átt sér stað má útfæra tæknina á ýmsan máta. Sem dæmi má nefna að hægt er að skilyrða ökuréttindi ungra ökumanna þannig að þeim leyfist aðeins að aka bifreiðum sem komast ekki yfir ákveðinn hraða. Til eru þau tilfelli þar sem nauðsynlegt getur verið að fara hraðar en leyfður hámarkshraði segir til um. Í ljósi þess er ekki verið að tala um að setja mörkin við nákvæmlega leyfðan hámarkshraða. Ætlunin er fyrst og fremst að koma í veg fyrir skilgreindan ofsaakstur,“ segir Einar. Volvo hannar hraðalykil Morgunblaðið/Eyþór Kyron Bílabúð hefur hafið sölu á nýjum jepplingi, SsangYong Kyron. Reynsluakstur er á bls. 4. EINN af kynnum Top Gear- þáttanna, Richard Hammond, lasaðist al- varlega við ökur þegar hann reyndi að slá hraða- met á bíl út- búnum með þotumótor. Bíllinn valt á meira en 450 km/klst hraða en Hammond, em er 36 ára gamall, náði meðvit- und um stund og gat talað þegar hann var dreginn út úr flakinu. Hammond er á taugadeild sjúkra- húss í Leeds en ástand hans skánaði örlítið yfir nóttina. Hann kom hing- að til lands á síðasta ári í þátt- argerð. Hammond slasast Á Íslandi Ólafur Guðmundsson hjá FÍB og Richard Hammond.                         föstudagur 22. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Ingólfur leggur flautuna frá sér eftir 27 skemmtileg ár >> 4 RYDER-BIKARINN Í GOLFI „ÞEIR VITA ALVEG NÁKVÆMLEGA HVAÐ ÞARF AÐ GERA VIÐ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR OG ÞEIR SLÁ BOLTANN AF NÁKVÆMNI“ >> 2 GUÐMUNDUR Benediktsson hefur framlengt samning sinn við knatt- psyrnulið Vals um eitt ár og verður hann því samn- ingsbundinn lið- inu til loka næsta leiktímabils. Guð- mundur, sem á að baki 10 A-lands- leiki, hefur verið lykilmaður í liði Vals undanfarin tvö tímabil og skorað þrjú mörk í 34 leikjum. „Mér líst bara mjög vel á samninginn,“ segir Guð- mundur sem vill ekki segja til um hvort næsta leiktímabil verði hans síðasta. „Það fer bara allt eftir heils- unni. Ef hún er í lagi þá heldur mað- ur áfram eins lengi og hægt er.“ Í fréttatilkynningu frá knatt- spyrnudeild Vals segir að til standi að Guðmundur taki að sér þjálfun hjá félaginu eftir að ferli hans lýkur og segir hann að þetta sé eitthvað sem hann hafi lengi stefnt að. „Von- andi getur maður gefið eitthvað af sér þegar maður hættir að geta hlaupið á eftir boltanum. Ég held að það verði ómögulegt að hætta al- veg.“ Valur mætir KR í síðustu umferð Landsbankadeildarinnar og er það úrslitaleikur um annað sæti í deild- inni. Fyrir síðustu umferð var greint frá því að Guðmundur hafði leikið 27 leiki í röð án þess að skora, en sú markaþurrð tók endi gegn Keflavík er hann skoraði eina mark Vals í 1:1 jafntefli gegn Keflavík. „Það er auð- vitað gaman að skora en annars er það ekkert stórmál hver gerir það. Ég er með góða samherja sem hafa séð um þetta,“ Áfram á Hlíðar- enda Guðmundur Benediktsson. STJÓRN knattspyrnudeildar Fram hefur ákveðið að segja upp amningi sínum við þjálfarann Ásgeir Elíasson, þrátt fyrir að iðið hafi sigrað 1. deildina með nokkrum yfirburðum. Ásgeir tók við liðinu eftir leiktímabilið í yrra þegar liðið féll úr úrvals- deildinni í fyrra, en báðir aðilar höfðu uppsagnarákvæði í samn- ngnum sem stjórn knatt- pyrnudeildar Fram ákvað að nýta sér. Ásgeir segir að ákvörð- un stjórnarinnar hafi ekki komið sér á óvart. „Bæði ég og Fram vorum með uppsagnarákvæði í samningnum og ég átti sjálfur eftir að taka ákvörðun um hvort ég myndi halda áfram og það var ekkert endilega víst. En á endanum þurfti ég ekki að taka neina ákvörðun,“ segir Ásgeir og segist ekki vita hverjar ástæður upp- sagnarinnar séu. „Ég get engu svarað til um það. Ég tel að ár- angurinn hjá þeim liðum sem ég var með hafi verið bærilegur. Meistaraflokkurinn náði sínum markmiðum að fara upp. Við tók- um þátt í fjórum mótum og unn- um tvö þeirra og 23 ára liðið vann sinn riðil í Íslandsmótinu sem verður að teljast viðunandi.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, for- maður knattspyrnudeildar Fram, sagði að stjórnin hafi ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæðið þar sem félagið ætli sér að marka nýja stefnu í framtíðinni og þakkaði um leið Ásgeiri fyrir frá- bært starf í þágu félagsins. Ekki er enn búið að ráða nýjan þjálfara í stað Ásgeirs en sá orð- rómur er á kreiki að Guðjón Þórðarson eða Ólafur Þórðarson muni taka við stöðunni, en það mun koma í ljós á næstu dögum. Ásgeir Elíasson Guðjón Þórðarson Ásgeir hættir störfum hjá Fram AP Púttað Bandaríkjamennirnir Tiger Woods, Jim Furyk og Chris DiMarco voru að æfa púttin á elleftu braut á K Club golfvellinum Írlandi í gær en þeir hefja leik þar í dag í Ryder-keppninni ásamt samherjum sínum í bandaríska liðinu. Þeir freista þess að vinna Evrópumenn í fyrsta sinn frá 1999. Yf ir l i t                                  ! " # $ %            &         '() * +,,,                         Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Veður 8 Umræðan 34/36 Staksteinar 8 Minningar 37/44 Viðskipti 14/15 Leikhús 54 Erlent 16/17 Myndasögur 56 Menning 18/19, 47/56 Dagbók 57/61 Höfuðborgin 20 Staður og stund 58 Akureyri 20 Víkverji 60 Suðurnes 20 Velvakandi 60 Austurland 20 Bíó 58/61 Daglegt líf 22/31 Ljósvakar 62 * * * Erlent  Nýju ráðamennirnir í Taílandi hertu tökin í gær og bönnuðu stjórn- málaflokkum að halda fundi eftir valdarán hersins á þriðjudag. Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, kvaðst vilja að efnt yrði til þingkosninga sem fyrst en sagðist vera hættur í stjórn- málum og hvatti til þjóðarsáttar. » 1  Dómstóll í Tyrklandi sýknaði í gær rithöfundinn Elif Shafak af ákærum um að hafa móðgað tyrk- neska þjóðarsál með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. »16  Ríkisstjórn Kaliforníu hefur til- kynnt að hún hafi höfðað mál á hend- ur sex bílaframleiðendum í Banda- ríkjunum og Japan fyrirþátt þeirra í gróðurhúsaáhrifunum. »16 Viðskipti  Richard Branson, breski auðkýf- ingurinn, hét því í gær að verja sem samsvarar 210 milljörðum króna á næstu tíu árum í ýmis verkefni sem tengjast baráttunni gegn loftslags- breytingum í heiminum. » 14 Innlent  Það er forgangsverkefni í mál- efnum barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að ráðast í stækkun fyrsta áfanga BUGL og að henni verði lokið vorið 2008. Þetta kom fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, á fundi þar sem hún kynnti aðgerðir til að eyða biðlistum og bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir. » 6  Vísir að íslenskri leyniþjónustu eða öryggisdeild var starfrækt hér á landi skömmu fyrir síðari heims- styrjöldina en ráðamenn höfðu áhyggjur af uppgangi nasista og kommúnista á fjórða áratugnum. Þetta kemur fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, í nýju tölu- blaði af Þjóðmálum. Hermann Jón- asson, þáverandi forsætisráðherra, fól lögreglustjóranum í Reykjavík að stofna „eftirgrennslanadeild“ en tíu árum síðar beitti Bjarni Benedikts- son, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir stofnun strangleynilegar öryggisþjónustudeildar. »32  Í grein í ritinu Þjóðmálum segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og ævisöguritari að gögn í lokuðu skjalasafni Sænska lærdóms- listafélagsins í Stokkhólmi, sýni að það var einkum andróður virtra bók- menntamanna á Íslandi sem kom í veg fyrir að bókmenntaverðlaunum Nóbels var ekki skipt milli Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Kiljans Laxness árið 1955. Jón Helgason og Sigurður Nordal skrifuðu Elíasi Wessén, félaga í sænsku Aka- demíunni, bréf þar sem þeir réðu frá því að Halldór og Gunnar deildu verðlaununum. » 50                                                                                                                                                                                                                                                                    VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra sat í gær sinn fyrsta fund með utanríkisráðherrum Atl- antshafsbandalagsins sem fram fór í New York samhliða allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði Val- gerður fundinn hafa verið haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins sem verður í Ríga, höfuðborg Lettlands, í lok nóvem- ber nk. „Það sem var rætt hvað mest á fundinum var ástandið og þróun mála í Afganistan,“ sagði Valgerður og tók fram að mikil áhersla hefði verið lögð á það á fundinum að enduruppbyggingin í landinu geti ekki orðið farsæl nema hægt verði að samhæfa betur þá starfsemi sem þar fari fram á veg- um alþjóðastofnana og annarra að- ila í samstarfi við þarlend stjórn- völd. „Ég sannfærðist um það á fund- inum að okkar framlag í sambandi við þessa enduruppbyggingu geti verið í borgaralegum verkefnum,“ segir Valgerður og nefnir í því sam- hengi viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um að leiða starfið á al- þjóðaflugvellinum í Kabúl og koma honum í hendur afganskra stjórn- valda. Einnig sagðist Valgerður sjá möguleika á því að Íslendingar tækju að sér þjálfun lögreglu- og slökkviliðsmanna í Afganistan. „Þetta hefur verið til skoðunar hjá ráðuneytinu að undanförnu og við munum fljótlega taka ákvörðun í þessum efnum.“ Af öðrum umræðuefnum á fund- inum var rædd möguleg stækkun bandalagsins og aukið samstarf Atl- antshafsbandalagsins við samstarfs- ríki þess innan Evró-Atlantshafs- ráðsins og alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu. Í dag mun utanríkisráðherra taka þátt í vinnuhádegisverði utan- ríkisráðherra aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins og Evrópusam- bandsins, þar sem fjallað verður um hin ýmsu alþjóðamál. Einnig mun utanríkisráðherra eiga sérstaka tví- hliða fundi með ráðherrum fleiri ríkja. Ræddu þróun og ástand mála í Afganistan FUNDUR Valgerðar Sverrisdóttur með utanríkis- ráðherrum Atlantshafsbandalagsins í gær var til und- irbúnings leiðtogafundi bandalagsins sem fram fer í lok nóvember. Í dag ræðir hún ýmis alþjóðamál við utanríkisráðherra NATO og Evrópusambandsins (ESB). Á myndinni sést Valgerður ásamt Gunnari Gunnarssyni, fastafulltrúa Íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu. Reuters Leiðtogafundur NATO undirbúinn RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI fékk á síðasta ári tilkynningu um mann sem sýndi áhuga á sprengjugerð m.a. með því að skoða síður um slíkt á netinu. Að sögn Jóns H. Snorrason- ar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, var málið skoð- að eins og aðrar ábendingar sem embættinu berast og ekki hefði þótt tilefni til aðgerða lögreglu. Í samtali við Morgunblaðið benti Jón á að embætti Ríkislögreglu- stjóra bæri ábyrgð á málum sem varða öryggi borgaranna og þjóðar- öryggi almennt og það fengi til með- ferðar ýmis mál sem bærust úr ólík- um áttum, m.a. með ábendingum frá almennum borgurum. „Þetta mál sem nú er til umfjöllunar í fjölmiðl- um og kom upp á síðasta ári, það er dæmi um upplýsingar sem embættið hefur fengið og tekið til athugunar og reyndust ekki gefa tilefni til að- gerða af hálfu lögreglu,“ sagði hann. Meira vildi hann ekki segja um rann- sókn málsins. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagðist ekki þekkja umrætt mál og gæti hann því ekkert tjáð sig um það. Á hinn bóginn mætti hafa í huga að heimildir lögreglu væru þannig að hún gæti ekki hafið rann- sókn nema rökstuddur grunur væri um að afbrot hefði verið framið. Nú- verandi heimildir lögreglu gætu því í ákveðnum tilvikum sett skorður við rannsóknum. Í skýrslu tveggja sérfræðinga frá ráðherraráði Evrópusambandsins, sem kynnt var í sumar, kemur fram að engar reglur séu til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, eink- um forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberr- ar rannsóknar lögreglu kemur og því eru forvirkar aðgerðir óheimilar að lögum. Björn sagði aðspurður að í sjálfu sér væri ekki byrjað að smíða lagafrumvarp til að veita lögreglu slíkar heimildir. Rætt hefði verið um þessa skýrslu, m.a. við starfsmenn Persónuverndar. Ekki tilefni til aðgerða vegna áhuga á sprengjum Í HNOTSKURN »Embætti Ríkislög-reglustjóra ber ábyrgð á málum sem varða öryggi borgara og þjóðaröryggi. »Engar reglur eru til umbeitingu sérstakra rann- sóknarúrræða sem örygg- isþjónustur beita venjulega fyrir rannsókn lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.