Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 6

Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FANGELSUN hefur lítinn fæling- armátt á síbrotamenn sem líta jafn- vel á refsingar og gæsluvarðhald sem vissa hvíld eða vinnuhlé áður en þeir fara aftur út til að stunda brota- starfsemi. Úrræði skortir til að koma þeim út úr vítahringnum og ýta þeim inn í samfélagið í stað þess að láta þá hanga í jaðrinum að mati Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við HÍ. Nýlega var sí- brotamaður með nærri aldarfjórð- ungs sakaferil úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna síbrota sem varða þjófnaði á munum fyrir milljónir kr. Helgi segir að í raun sé um ákveð- inn lífsstíl að ræða hjá ýmsum sí- brotamönnum og flestir losi sig upp úr farinu um þrítugt þótt einhverj- um takist það ekki. Rótina að vand- anum megi sjá mjög fljótt í lífi margra þeirra, löngu áður en fyrsta brotið er framið. Þannig eru börn í mikilli áhættu ef ákveðin skilyrði eru fyrir hendi í uppvextinum. „Óstöðug búseta, fjölskylduupp- lausn, þrautaganga í skóla, einelti, ofbeldi og fleira er sú mynd sem blasir við okkur með þessa ein- staklinga sem dýpst sökkva í síbrot- in,“ segir Helgi. „Vandinn hefst löngu áður en viðkomandi er kominn í afbrot. Erfiðleikarnir í æsku plægja síðan jarðveginn fyrir fíkni- efnaneyslu og þegar menn fara á kaf í neyslu verður vandamálið mun erf- iðara viðfangs en ella.“ Helgi hefur tekið viðtöl við fjölda síbrotamanna og rannsakað gögn Fangelsismálastofnunar sem benda til ákveðinnar myndar af síbrota- mönnum og viðhorfum þeirra. „Skynjun þeirra á veruleika form- legra refsinga er ólík skynjun ann- arra. Þeir geta litið á refsingarnar sem hundsbit eða fórnarkostnað en oft skynja þeir afplánun sem tíma sem þeir nota til að hitta kunningja í fangelsinu og fá um leið frítt fæði og húsnæði. Fangelsun er því ekki eins mikil fæling og maður skyldi ætla. Einnig þykir það visst stöðutákn að hafa svo og svo marga dóma á bak- inu og að hafa setið í öllum fangels- um landsins, þannig að það er öfugt virðingarkerfi við það sem er hjá öðrum borgurum. Þarna er um að ræða ákveðinn lífsstíl sem menn hafa ekki getað rifið sig frá.“ Helgi hefur gert rannsóknir á ítrekunartíðni afbrota á Íslandi og kom þar fram að þeir sem sýna af sér mestu brotaiðjuna, tengjast auðgunarbrotum af ýmsu tagi. „Þetta eru einstaklingar sem eru á jaðri samfélagsins og ná ekki að vinna sig út úr lífmynstrinu. Þetta er oft bundið við aldurinn 14–30 ára en síðan vaxa menn upp úr brotunum og fara að takast á við aðrar skyldur og skuldbindingar. Öðrum tekst ekki að komast upp úr farinu.“ Verða að sjá möguleika Í ljósi alls þessa segir Helgi þörf á að koma upp áætlun um það hvernig síbrotamenn ætli að standa sig utan veggja fangelsanna að afplánun lok- inni. „Það þarf með einhverjum hætti að gera líf viðkomandi ein- staklinga utan múranna raunhæft og að þeir sjái að það er möguleiki á að losna út úr vítahringnum. Það hefur vantað upp á hjá okkur að nægilega mikið sé gert til að gera mennina ábyrga og vinna með þeim í að fóta sig í samfélaginu.“ Talið er að á bilinu 20–30 síbrota- menn séu virkir í Reykjavík og getur afbrotatíðni sveiflast eftir því hvað margir þeirra eru úti samtímis. Að sögn Egils Stephensen, saksóknara hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík, er hægt að stöðva brotahrinu með gæsluvarðhaldi þótt ekki fáist dóm- stólar alltaf til að taka undir kröfur lögreglu um síbrotagæslu. „Fangelsun hefur þau áhrif að al- menningur er losaður við þessa menn en það hvort hún breytir þeim er annað mál. Það koma stundum „heppileg“ skilyrði fyrir síbrotaklík- ur með því að margir virkir síbrota- menn eru lausir á sama tíma og styðja hverjir aðra. Oft eru þeir litlir bófar einir síns liðs en vex ásmegin þegar þeir eru orðnir 3–4 saman.“ Egill segir augljós tengsl milli brotastarfsemi og fíkniefnaneyslu og telur brýna þörf á að uppræta neysluna hjá þessum hópi. „Maður sem er í mikilli neyslu og afbrotum og heldur neyslunni jafnvel áfram í fangelsinu kemur ekki út sem betri maður eftir vistina. Hann fellur væntanlega í sama farið aftur og fer í afbrot til að útvega sér efni.“ Fælingarmáttur með fangelsi lítill Fréttaskýring | Síbrotamenn þurfa stuðning til að fóta sig að afplánun lokinni  Refsingar sem hvert annað hundsbit  Rótina að vandanum má sjá mjög fljótt í lífi margra síbrotamanna Morgunblaðið/Ómar Vítahringur Fangelsun virkar vel fyrir flesta á meðan inni er setið en síðan fara margir aftur í hring afbrota og fíkniefnaneyslu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, kynnti í gær umfangsmiklar að- gerðir til að bæta þjónustu við börn og ung- menni með geðraskanir. Áherslurnar skiptast í níu þætti og segir Siv Friðleifsdóttir að áætl- aður kostnaður, um 387 milljónir króna, sé tryggður. Í fyrsta lagi verður grunnþjónusta heilsu- gæslunnar við börn með hegðunar- og geð- raskanir aukin og bætt og ríkari áhersla lögð á forvarnir. Að sögn ráðherra verða á næsta ári ráðnir sálfræðingar í allt að fjögur stöðugildi á nokkrar heilsugæslustöðvar til að sinna börn- um með geðraskanir. Teymi fagfólks verða sett á laggirnar á heilsugæslustöðvum til að sinna þeim sérstaklega sem mest þurfa á hjálp að halda. Teymin verða eftir því sem við á skipuð læknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og öðru starfsfólki. „Markmiðið er að tryggja að hvert barn fái þjónustu við hæfi og stuðla að öflugri samvinnu allra sem veita þjónustu á þessu sviði. Jafn- framt er hvatt til þess að aukin áhersla verði lögð á fræðslu og forvarnir til foreldra ungra barna.“ Í öðru lagi verður greining vægari tilfella geðrænna vandamála flutt í auknum mæli frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) til Miðstöðvar heilsuverndar barna og heilsugæslustöðva. Miðstöð heilsuverndar barna hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins er falið að sinna í auknum mæli frumgreiningu og meðferð væg- ari geð- og hegðunarvandamála hjá börnum á höfuðborgarsvæðinu að 18 ára aldri, einkum vegna ofvirkni og athyglisbrests (ADHD). Siv Friðleifsdóttir segir að þessar aðgerðir ásamt öðrum séu mikilvægar til að létta á bið- listum. Nú sé allt að 14 mánaða bið en „ég sé fyrir mér að biðlistar hverfi á næsta ári,“ segir ráðherra og bætir við að framangreindar að- gerðir kosti um 40 milljónir króna. Í þriðja lagi verður þremur heilsugæslu- stöðvum á landsbyggðinni, Heilsugæslustöð- inni á Ísafirði, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, falið að semja um farþjónustu sérfræðinga til að sinna geðheilbrigðisþjónustu við börn og tryggja þannig reglubundnar heimsóknir sérfræðinga til að sinna börnum á þessu sviði. Í yfirstandandi fjárlögum er gert ráð fyrir að þessi aðgerð kosti um sjö milljónir króna. Í fjórða lagi verður BUGL efld sem miðstöð faglegs starfs á sviði þjónustu við börn og ung- linga með geðraskanir. Klínískt samstarf BUGL við heilsugæsluna verður aukið veru- lega m.a. með fræðslu- og fjarfundum og öðru samstarfi við fagfólk um land allt. Áhersla verður lögð á að auka þekkingu á ADHD og öðrum algengum geðrænum vandamálum barna. Samstarfið og fræðslan verður í tengslum við Miðstöð heilsuverndar barna og samkvæmt fjárlögum 2006 er kostnaðurinn sex milljónir króna. Í fimmta lagi verður göngudeild BUGL efld og aðstæður hennar til að sinna veikustu börn- unum bættar. Ráðherra segir að samfara því að frumgreining og meðferð geðrænna vanda- mála færist í auknum mæli til heilsugæslunnar eflist göngudeild BUGL þannig að biðlistar vegna greininga ættu að heyra sögunni til. Með því að draga úr álagi á BUGL vegna greining- anna skapast aukið svigrúm til að sinna betur veikustu börnunum á göngu- og legudeild. Aukin áhersla verður lögð á eftirfylgni með sjúklingum að lokinni útskrift, m.a. í samvinnu við skóla og sveitarfélög. Stækkunin forgangsverkefni Í sjötta lagi verður ráðist í fyrsta áfanga stækkunar BUGL og á verkinu að vera lokið vorið 2008. Þetta er forgangsverkefni ráð- herra. Kostnaðurinn er um 334 millj. kr. og segir Siv Friðleifsdóttir að fjármagnið sé tryggt. Þar gerir hún m.a. ráð fyrir fjármagni á fjárlögum 2006, 2007 og 2008, en áfanginn tek- ur til göngudeildar og bættrar aðstöðu legu- deildar barna- og unglingageðdeildar. Sam- hliða verða áform vegna síðari áfanga endurmetin. Í sjöunda lagi verður landlækni falið að efla samvinnu og samræma störf heilbrigðisstofn- ana sem sinna börnum með geðraskanir. Í áttunda lagi hefur ráðherra ákveðið að láta gefa út vegvísi fyrir fagfólk, aðstandendur og sjúklinga um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga. Í níunda lagi hefur Siv Friðleifs- dóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, falið landlæknisembættinu að hraða gerð klín- ískra leiðbeininga um meðferð barna og ung- linga með geðraskanir (ADHD). Biðlistar hverfi á næsta ári Fjármagn hefur verið tryggt til að byggja fyrsta áfanga stækk- unar barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL) og verða verklok 2008 en biðlist- ar eiga að hverfa á næsta ári. Morgunblaðið/Eyþór Aðgerðir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynnti í gær umfangs- miklar aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir. „VIÐ fögnum þessu framtaki hjá ráðherra,“ sagði Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir eftir að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafði kynnt aðgerðir til að bæta þjónustu við börn og ungmenni með geðraskanir. Í máli ráðherra kom fram að aðgerðirnar byggðust á nýlegum skýrslum um mála- flokkinn, m.a. á skýrslu eftir Anders Milton og David Eberhard, viðræðum við að- standendur og fagfólk á þessu sviði, auk þess sem höfð hefði verið hliðsjón af evrópskri aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem samþykkt var á ráðherra- fundi um geðheilbrigðismál í Helsinki í janúar 2005. Geir Gunnlaugsson, barna- læknir og forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna, fagnaði átakinu eins og aðrir fulltrúar þeirra sem hlut eiga að máli, og sagði það mjög stórt skref. „Þetta er fagleg ögrun og glæsilegt að leggja svona mikla áherslu á heilsugæsluna.“ Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri á geðsviði LSH, tók í sama streng og sagði vel að verki staðið. Ingibjörg Karlsdóttir, for- maður ADHD-samtakanna, benti á að 7,5% barna ættu við geðraskanir að stríða. Framtaki ráðherra fagnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.