Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is LEYFILEGT verður að veiða 45 þúsund rjúpur í haust, samkvæmt fyrirkomulagi umhverfisráðherra. Veiðitími verður styttur úr 47 dög- um í 26 en tímabilið verður óbreytt frá sl. hausti. Sölubann verður áfram og eru veiðimenn hvattir til að gæta hófs og stunda ábyrgar veiðar. Jón- ína Bjartmarz umhverfisráðherra segir brýnt að takmarka veiðitímann til að draga úr sókninni en talningar hafa sýnt að rjúpnastofninn sé á nið- urleið eftir tveggja ára uppsveiflu. „Þetta er þessi rannsóknarspurn- ing og viðfangsefni okkar allra, ekki síst Náttúrufræðistofnunar,“ segir Jónína um minnkandi stofn. „Út frá því hvernig stofninn þróaðist árin 2003 og 2004 má segja að það hafi komið verulega á óvart núna að stofninn sé minni og virðist minnk- andi.“ Jónína segir helstu ástæður líklega slæmt veðurfar sl. haust og vor, sem valdið hafi vanhöldum. Á síðasta ári var stefnt að 70 þús- und fugla veiði og nemur fækkunin því um 25 þús. fuglum. Talið er að um fimm þúsund rjúpnaveiðimenn stundi veiðarnar og því hægt að álykta sem svo að um níu rjúpur séu á mann. Ráðherra segir hins vegar engan kvóta vera settan á. „Við erum ekki að tala um neinn kvóta, hvorki níu, tíu eða fimmtán rjúpur. Frekar er viðmiðunin sú að hver og einn veiði á sitt jólaborð – fyrir sína fjölskyldu. Það getur verið að það dugi sex rjúpur á eitt borðið en það þurfi fimmtán á annað. Þetta er svona inntakið í þessari hófsem- ishvöt sem hvatningarátakið gengur út á,“ segir Jónína. Óheimilt verður að veiða á mánu- dögum, þriðjudögum og miðviku- dögum, að tillögu Skotvís, en tíma- bilið verður það sama og í fyrra, frá 15. okt. til 30. nóvember. „Þetta var þannig að Náttúrufræðistofnun lagði til að veitt yrði í 3 vikur í nóv- ember en við vorum á móti því,“ seg- ir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís, sem telur að með fækkun veiðidaga í miðri viku verði magn- veiðimönnum gert erfiðara fyrum vik. Lélegt eftirlit í fyrra Samkvæmt fyrirkomulagi um- hverfisráðuneytis verður haldið áfram með hvatningarátak meðal veiðimanna um hófsamar og ábyrgar veiðar og segir Sigmar að hafist verði strax handa við að brýna það fyrir veiðimönnum. Hann segir að ríkisvaldið verði hins vegar einnig að standa sig. „Það er ekki nóg að við stöndum okkur aðeins, við viljum að eftirlit verði aukið,“ segir Sigmar en til- kynnt hefur verið um að eftirlit verði virkt, í samvinnu við dómsmálaráðu- neytið, og úr lofti þegar kostur er á. „Það var mjög lélegt eftirlit í fyrra, bæði að menn væru að veiða á fjór- hjólum eða vélsleðum og einnig að menn væru að selja rjúpur. Við leggjum að auki til að verndartollar á innfluttri villibráð verði felldir nið- ur. Þá geti menn keypt sér villibráð á hagstæðu verði og það mun þá draga úr eftirspurninni,“ segir Sig- mar. Viðunandi veiði talin vera 45 þúsund rjúpur Veiðitími styttur úr 47 dögum frá fyrra ári í 26 daga á þessu hausti Morgunblaðið/Ómar Á jólaborðið Rjúpnaveiðimenn eru hvattir til að vera hófsamir og stunda ábyrgar veiðar. Viðmiðunin er að veiða til þurftar fyrir sína fjölskyldu. Í HNOTSKURN »Leyfilegt er að veiða 45þúsund rjúpur í haust, 25 þúsund fuglum minna en í fyrra. »Veiðitímabilið verðuróbreytt frá fyrra ári, frá 15. október til 30. nóvember, en óheimilt verður að veiða á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. »Áfram verður friðað svæðiá Reykjanesskaga og virkt eftirlit verður með veiðimönn- um, á landi og úr lofti. »Skotvís hefur farið fram áað verndartollar á inn- fluttri villibráð verði felldir niður. Sigmar B. Hauksson Jónína Bjartmarz ARNBJÖRG Sveinsdóttir, alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins í Norðaust- urkjördæmi, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðaust- urkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis. Arnbjörg var fyrst kosin á Alþingi árið 1995 og þá sem þingmaður fyrir Aust- urlandskjördæmi, leiddi lista flokksins að afloknu prófkjöri í kosningunum 1999 og hefur verið þingmaður Norðaust- urkjördæmis frá árinu 2004. Hún hefur frá því hún var kjörin á þing setið í flestum fastanefndum þess og lengst í fjárlaganefnd, þar sem hún á sæti nú. Árið 2005 tók Arn- björg við stöðu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur einnig átt sæti í miðstjórn flokksins frá árinu 1995. Arnbjörg hefur einnig gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum utan þings á undanförnum árum, til dæmis á vettvangi sveitarfélag- anna. Hún situr einnig í stjórn Byggðastofnunar og átti um tíma sæti í stjórn Íbúðalána- sjóðs. „Byggðamál og byggða- þróun eru mér mjög hug- leikin og sér í lagi í Norðausturkjördæmi. Við blasa tækifæri í eflingu Ak- ureyrar og Eyjafjarðar- svæðisins, frekari upp- bygging orkufreks iðnaðar í kjördæminu, samgöngu- verkefni sem geta skilað bættum búsetuskilyrðum og nýjum möguleikum í atvinnulífi og sömuleiðis ýmis ný tækifæri sem uppbyggingin á Austurlandi á und- anförnum árum skapar. Við sjálfstæðismenn skulum ganga til næstu kosninga af krafti og einurð. Við höfum sýnt fram á styrkleika við stjórn landsins á und- anförnum árum og sá kraftur er svo sannarlega til staðar fyrir kom- andi ár. Með mína reynslu og áhuga í far- teskinu er ég reiðubúin að leiða lista okkar sjálfstæðismanna í kom- andi kosningum og býð mig þess vegna fram í fyrsta sæti listans,“ segir í yfirlýsingu frá Arnbjörgu. Arnbjörg Sveinsdóttir stefnir á forystusætið Arnbjörg Sveinsdóttir KOLBRÚN Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins sem haldið verður sameiginlega fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í lok október nk. Hún skipaði 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suð- ur í síðustu alþingiskosn- ingum. Kolbrún hefur verið virk í Sjálf- stæðisflokknum undanfarin ár og setið í stjórnum félaga þar. Hún hefur verið löggildur sálfræðingur frá 1992 og rekið eigin sálfræðistofu í Reykjavík frá sama ári. Hún sat í stjórn Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi (SSÍ) frá 1994–2003, var for- maður þess félags á árunum 1998– 2000 en sat sem ráðgjafi stjórnar þess til ársins 2003. Hún átti sæti í stjórn BHM árin 2001 til 2006. „Vegna sérþekkingar eru heil- brigðis- og félagsmálin Kolbrúnu sérlega hugleik- in. Málaflokkar, sem snúa að börnum og unglingum og hvernig hægt er að tryggja enn frekar að hags- munir þeirra séu ávallt hafðir að leiðarljósi, eru henni sérlega hugstæðir. Aðrir málaflokkar eru henni einnig ofarlega í huga og má þar nefna at- vinnumál svo og endurskoðun á tollalögum með það fyrir augum að lækka matarverð. Áhugi Kolbrúnar beinist einnig að utanríkismálum í tengslum við alþjóðasamstarf,“ seg- ir m.a. annars í tilkynningu vegna framboðsins. Kolbrún hefur ritað fjölda greina og má finna þær og fleira efni á vef- slóðinni kolbrun.ws. Frétt um framboð Kolbrúnar er birt aftur vegna mistaka við birt- ingu hennar í gær. Er beðist vel- virðingar á þeim mistökum. Kolbrún Baldursdóttir gefur kost á sér í 6. sæti Kolbrún Baldursdóttir GYLFI Arnbjörnsson sæk- ist eftir 3.–4.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi hefur starfað fyrir Alþýðusamband Íslands, fyrst sem hagfræðingur samtakanna og síðar sem framkvæmdastjóri þeirra. Hann er hagfræðingur að mennt frá Verslunarhá- skólanum í Kaupmanna- höfn. Auk starfa hans fyrir ASÍ hefur hann meðal annars starfað sem sér- fræðingur hjá Kjararannsóknar- nefnd um þriggja ára skeið og framkvæmdastjóri Eignarhalds- félagsins Alþýðubankans, EFA hf. í fjögur ár. „Íslendingar standa um þessar mundir frammi fyrir ýmsum ögr- andi tækifærum aukinnar hnatt- væðingar. Við erum órofa hluti af alþjóðlegu samfélagi og samkeppn- ishæfni okkar á meðal þjóða heims er lykilatriði til þess að varðveita og efla verðmætasköpun og hagsæld í landinu. Við höfum alla burði til þess að treysta enn frekar undir- stöður öruggs velferðarkerfis sem tryggir landsmönnum í senn félagslegt réttlæti og efnahagslegt öryggi. Í þeim efnum skipta jöfn tækifæri og hvetjandi að- stæður til aukinnar mennt- unar miklu máli og sömu- leiðis aðstæður atvinnu- lífsins til þess að virkja ólíka þekkingu og hæfileika á vinnumarkaðnum til fulls. Nauðsynlegt er að tryggja bæði atvinnulífinu og ein- staklingum aukinn efnahagslegan stöðugleika til langs tíma. For- senda hans er félagslegt réttlæti og jöfnuður. Á þá þætti hafa samtök launafólks og atvinnulífsins lagt mikla áherslu í kjarasamningum sínum og samstarfi. Nokkuð virðist hins vegar skorta á að skilningur á grundvallarforsendum stöðugleika sé fyrir hendi hjá ýmsum þeirra stjórnmálamanna sem haldið hafa um stjórnvölinn á undanförnum ár- um, bæði á vettvangi landsstjórnar og einstakra sveitarstjórna. Það er meðal annars þess vegna sem ég vil leggja mitt af mörkum á vettvangi stjórnmálanna og miðla þar af reynslu minni á liðnum árum.“ Gylfi Arnbjörnsson sækist eftir 3.–4. sætinu Gylfi Arnbjörnsson FRÆÐSLA er grundvallaratriði í að ráðast gegn orsökum brunaslysa og hafa Orkuveita Reykjavíkur og Sjóvá Forvarnarhús gert sam- komulag um samstarf um forvarn- arverkefni, sem bráðlega verður hrint í framkvæmd. Forvarnarhús mun standa að verkefninu, með stuðningi og fulltingi OR, sem mið- ar að þróun og kynningu lausna til að koma í veg fyrir brunaslys af völdum heits vatns en nokkuð hef- ur borið á slíkum óhöppum að undanförnu. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni kosta um fjórar milljónir króna og það standi í eitt ár. Meðal annars verður lögð rík áhersla á markvisst upplýsingastarf til að fá almenning, opinbera aðila, fagfólk og fleiri til að takast á við viðfangs- efnið en auk þess verður lagt mat á þær tæknilegu lausnir sem eru á boðstólum og þær settar fram á einfaldan og auðskilinn hátt. Unnið verður úr upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum um brunaslys af völdum heits vatns og greining gerð á orsökum, áhættu- þáttum og afleiðingum. Meg- inþungi starfsins snýr að því að draga sem flesta aðila að borðinu, opinbera sem einkaaðila, til að sem víðtækust sátt náist um lausnir til að draga úr slysum vegna heits vatns. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður OR, og Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Sjóvár Forvarnarhúss, undirrituðu samn- inginn í gær. Fyrir aftan þau standa Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, og Þór Sigfússon, for- stjóri Sjóvár. Morgunblaðið/Júlíus Ráðist gegn orsökum brunaslysa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.