Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 11 FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÓMAR Ragnarsson, fréttamaður hjá Ríkissjónvarpsinu, boðaði í gær til blaðamannafundar þar sem hann lýsti opinberlega yfir andstöðu við Kárahnjúkavirkjun og stóriðjustefn- una og greindi jafnframt frá því að hann stendur að útgáfu á átta síðna blaði um Kárahnjúkavirkjun og um- hverfismál sem dreift verður með Morgunblaðinu á sunnudaginn. Í upphafi fundarins líkti Ómar sér við hnefaleikamann sem væri að stíga inn í hringinn og honum til full- tingis væri Bubbi Morthens sem á fundinum flutti lag sem innihélt harða ádeilu á Kárahnjúkavirkjun. Bubbi væri þó ekki sá eini sem væri með honum í anda í hnefaleika- hringnum „því Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti Íslands er á ferð erlendis og gat því ekki verið viðstödd hérna. En hún bað mig um að skila því að hún styddi mig heils- hugar í því sem ég er að gera og væri kunnugt um það sem ég væri að gera,“ sagði Ómar. Aðspurður sagðist hann reiðubú- inn til að taka við höggum frá mót- herjum en tók jafnframt fram að hann vildi ekki standa í óþarfa slags- málum eða róta málum upp að ástæðulausu. En nú væri nauðsyn- legt að taka slaginn og sagðist hann tilbúinn til að leggja allt í sölurnar. Aðspurður sagðist hann ekkert útiloka, þ. á m. framboð til Alþingis. Dauðadómnum ekki fullnægt Vatnssöfnun í Hálslón mun hefjast innan skamms en á fundinum í gær lagði Ómar lagði ríka áherslu á að enn væri ekki of seint að hætta við, enn mætti þyrma Hjalladal og þar með koma í veg fyrir mestu mögu- legu umhverfisspjöll á Íslandi. Ómar lagði til þjóðarsátt um að virkjunin yrði fullgerð án þess að dalnum yrði sökkt en þess í stað fengi álver á Reyðarfirði orku frá Norðausturlandi innan fárra ára. Hann minnti á að á sínum tíma hefði hann vakið athygli á þeim möguleika að a.m.k. hluti af orkunni til álversins á Reyðarfirði yrði feng- inn með virkjun á háhitasvæðum á Norðausturlandi en þeirri hugmynd hefði verið hafnað. Nú væri hins veg- ar komið í ljós að menn treystu sér til að virkja háhita á þessum stað fyrir álver á Húsavík. „Dauðadómnum yfir Hjalladal hefur ekki enn verið fullnægt og raunar er hægt að snúa við allt til næsta sumars,“ sagði Ómar. Annars vegar að gangsetja virkjun með stífl- um og göngum á jarðhita- og sprungusvæði sem síðar komi í ljós að verði ekki arðbær vegna hækkaðs kostnaðar. Hins vegar að fresta fyll- ingu Hálslóns og geyma Kára- hnjúkavirkjun ógangsetta og fá í fyllingu tímans meiri tekjur af þessu svæði. Það yrði þá minnisvarði um hugrekki þjóðar sem hefði leitað sátta við kynslóðir framtíðarinnar og sína eigin samvisku. Ómar sagði að ómögulegt væri að ná þjóðarsátt um annað en að halda hvorutveggja, álveri og Hjalladal. Vilji og hugrekki væri allt sem þyrfti. Þau fimm ár sem álverið myndi tefjast myndu kosta 2% af þjóðarframleiðslu landsins og heild- arkostnaðurinn gæti numið 15–20 milljörðum sem væri álíka kostnaður og þjóðin greiddi beint til landbún- aðar og helmingur þess sem talið væri að færi beint og óbeint til mála- flokksins á hverju ári. Áhrif á störf fyrir fréttastofu Ómar bar stöðuna nú saman við baráttu Sigríðar í Brattholti gegn því að Gullfoss yrði virkjaður. „Þjóð- in þarf því að spyrja sjálfa sig hvern- ig hún geti staðið að framkvæmd á borð við Kárahnjúkavirkjun en jafn- framt dáð Sigríði í Brattholti.“ Þessi ákvörðun Ómars, að taka op- inberlega afstöðu til svo stórs og um- deilds máls, varð til þess að hann ræddi við útvarpsstjóra og fleiri yf- irmenn Sjónvarpsins um að breyting yrði gerð á störfum hans fyrir frétta- stofu Sjónvarpsins. Að sögn Ómars felst breytingin í því að hann mun ekki framar fjalla um virkjana- og stóriðjumál heldur einbeita sér að annarri dagskrárgerð sem og öðrum verkefnum fyrir fréttastofuna. „Ef það verður Kötlugos eða hvað sem er þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn. Traust þessarar fréttastofu, sem hefur mesta traustið sem nokkur fréttastofa hefur á landinu er mér of- ar öllu í mínum samskiptum við hana og það er fullur vilji til að leysa það af beggja hálfu,“ sagði Ómar. Lýsir yfir andstöðu sinni við Kárahnjúkavirkjun Morgunblaðið/ÞÖK Afdráttarlaus Ómar Ragnarsson mun hér eftir taka afdráttarlausa afstöðu í umhverfismálum. Á BLAÐAMANNAFUNDINUM í gær dreifði Ómar Ragnarsson textanum sem mun birtast í heild sinni í aukablaðinu á sunnudag. Þar ræðir hann m.a. um við- leitni til að hindra birtingu upplýsinga og kæfa umræðu um stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, Kárahnjúka- virkjun. Fjölmiðlar hafi einnig verið vanbúnir til að fjalla um virkjana- og stóriðjumál og bendir hann m.a. á að þegar fjallað var um Norðlingaölduveitu hafi komið í ljós að einu kvikmyndirnar sem hægt hefði verið að birta af svæðinu hefði hann tekið sem einstaklingur og á eigin kostnað. Þá hefði reynst þrautin þyngri að fá sérfræð- inga og kunnáttumenn til að fjalla um framkvæmdirnar og sumir borið því við að þeir yrðu kæfðir fjárhagslega og faglega ef þeir væru ekki „þægir“. Reyndu að hindra birtingu upplýsinga Ómar Ragnarsson lýsti í gær opinberlega yfir and- stöðu við Kárahnjúka- virkjun og kynnti hug- myndir um að álverið á Reyðarfirði fengi orku frá háhitasvæðum á Norðausturlandi. SJÖ innbrot og þjófnaðir voru til- kynntir lögreglunni í Reykjavík í gærdag og var m.a. brotist inn í fyr- irtæki, vinnuskúra og bifreiðar og talsverðu af verðmætum stolið. Tveir bensínþjófnaðir voru tilkynnt- ir lögreglu daginn áður en þjófarnir keyrðu á brott án þess að greiða fyr- ir bensín. Einnig var maður gripinn í verslun sem sérhæfir sig í hjálpar- tækjum ástarlífsins. Reyndist hann hafa undir höndum erótíska kvik- mynd og ætlaði ekki að greiða fyrir. Mikið um þjófnaði ♦♦♦ SIGRÍÐUR Á. Andersen lögfræðingur hefur ákveðið að sækjast eftir 5.–7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík sem haldið er vegna alþingiskosning- anna í vor. Sigríður er 35 ára Reyk- víkingur. Hún varð lög- fræðingur frá Háskóla Ís- lands árið 1999 og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2001. Sig- ríður var lögfræðingur Verslunarráðs Íslands og síðar Viðskiptaráðs Íslands frá 1999 til 2006. Þar var hún m.a. framkvæmdastjóri Spánsk-íslenska og Sænsk-íslenska viðskipta- ráðsins. Hún hefur starfað með Sjálfstæð- isflokknum frá unga aldri, sat m.a. í stjórn Heimdallar á námsárum. Sigríður er formað- ur Félags sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæ, situr í flokksráði, í stjórn Varðar, full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og var kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi. Eiginmaður Sigríðar er Glúmur Jón Björnsson og eiga þau eina dótt- ur. Um ákvörðun sína um þátttöku í prófkjöri segir Sigríður í yfirlýsingu að hún markist af „áhuga mínum á að vinna að framgangi sjálf- stæðisstefnunnar. Með drifkraft einstaklinga, frelsi í atvinnulífi og ráðdeild í ríkisrekstri að leiðarljósi, samhliða samstöðu um þéttriðið öryggisnet handa þeim sem á þurfa að halda, tel ég að Íslendingum farnist best, sem sjálf- stæðri þjóð og í samkeppni við aðrar þjóðir. Ég mun beita mér fyrir lækkun, jöfnun og fækkun skatta, tolla og annarra opinberra gjalda. Tollakerfið er afar flókið og skilar rík- issjóði litlum tekjum eða einungis um 1% af heildartekjum ríkissjóðs,“ segir Sigríður. Hún vill gera átak í því að gera alla skatta og gjöld sem menn greiða einföld og sýnileg. Sigríður sækist eftir 5.–7. sæti í Reykjavík KATRÍN Júlíusdóttir sæk- ist eftir 2. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í suðvestur- kjördæmi fyrir alþingis- kosningar næsta vor. Í tilkynningu frá Katr- ínu segir að ákveðið hafi verið að velja á framboðs- listann með stuðnings- mannaprófkjöri 4. nóvem- ber nk. Fyrirsjáanlegar séu þó nokkrar mannabreytingar þar sem leiðtogar jafnaðar- manna til margra ára í kjördæminu, þau Guð- mundur Árni Stefánsson og Rannveig Guð- mundsdóttir, gefa ekki kost á sér til setu á Alþingi að nýju. „Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti framboðslistans fyrir næstu alþingis- kosningar. Ég hef setið á Alþingi síðan 2003. Fram að þeim tíma hafði ég sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan jafnaðarmannahreyf- ingarinnar. Sat m.a. í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á árunum 2000–2003 þar af sem varaformaður frá 2001–2003 og var formaður Ungra jafnaðarmanna – ungliða- hreyfingar Samfylkingarinnar 2000–2001. Auk þessa sat ég í stjórn Evrópusamtakanna um nokkurra ára skeið, sat í háskóla- og stúdentaráði fyrir Röskvu frá 1997 til 1999 og starfaði sem framkvæmdastjóri stúdentaráðs 1998–1999. Áður en ég hóf störf á Alþingi starfaði ég sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá hugbúnaðarhúsinu Innn hf. um þriggja ára skeið. Áður hafði ég starfað sem innkaupa- stjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá heild- verslun í verslunarrekstri. Í störfum mínum á Alþingi hef ég barist fyrir bættum lífskjörum barnafjölskyldna sem núverandi ríkisstjórn hefur markvisst rýrt á undanförnum árum. Ég hef barist fyrir bættum kjörum eldri borgara, námsmanna og öryrkja,“ segir í yfirlýsingu Katrínar. Katrín vill í 2. sætið í suðvesturkjördæmi EFTIRFARANDI athugasemd hef- ur borist frá Eiríki Bogasyni, fram- kvæmdastjóra Samorku: Í Morgunblaðinu 20. september birtist umfjöllun um hugsanlegan heimsfaraldur inflúensu, þar sem vitnað er til skýrslu starfshóps á veg- um forsætisráðuneytisins. Þar er sér- staklega dregið fram í dagsljósið að ekki sé til viðbragðsáætlun á vegum orkufyrirtækja. Þessi ummæli má lesa á þann hátt að orkufyrirtækin séu ekki að standa sig sem skyldi. Vegna þessarar fréttar vill Sam- orka, samtök veitufyrirtækja á Ís- landi, gera eftirfarandi athugasemd. Samstarfshópur Samorku hefur unnið með heilbrigðisyfirvöldum að hugsanlegum viðbrögðum veitufyrir- tækja ef til faraldurs vegna inflúensu kemur. Fyrst við gerð mannafla- og aðfangakönnunar, þar sem rannsak- að var hver væri lágmarksþörf mannafla til þess að halda veitukerf- um gangandi og hver áhrif takmörk- un á ferðafrelsi og aðflutningsleiðum yrðu á rekstur veitnanna. Skýrsla um þetta var gefin út og send heilbrigð- isyfirvöldum í júlí 2005. Að beiðni hagvarnarráðs hefur Samorka unnið að gerð viðbragðs- áætlunar og sendi nefndinni bréf um framvindu verksins 13. júlí sl. Þar kemur fram m.a. að unnið sé að gerð áætlunarinnar sem verði send til veitufyrirtækja til umsagnar í lok ágúst og muni liggja fyrir í endanlegri mynd fyrir áramót. Gerð svona áætlunar er ótrúlega umfangsmikil og tímafrek og er unnin sem rammi sem öll veitufyrirtæki, hitaveitur, rafveitur, vatnsveitur og fráveitur geta notað við gerð eigin viðbragsáætlunar. Þess má einnig geta að Landsvirkjun hefur þegar innleitt áætlun um viðbrögð og önnur veitufyrirtæki munu gera svo á næstu mánuðum.“ Unnið með yfirvöldum að áætlun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.