Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 33 bækistöðvar varnarliðsins eða komið sér upp felu- stöðum fyrir varasaman búnað. Öryggisþjónustu- menn veittu sendiráðsmönnum stundum eftirför í bílum, þegar fréttist af þeim á leið út úr bænum, eða ábendingar bárust utan af landi. Vegaeftirlit lögreglunnar sá annars að mestu um þessa gæslu. Eftirlitið var þó fjarri því að vera óbrigðult. Sov- éskum sendiráðsmönnum tókst t.d. að fleygja gömlum hlustunartækjum sínum í Kleifarvatn 1973 án þess að lögreglan yrði þess vör. GRU hafði komið sér upp mikilli hlustunarstöð í sendi- ráðinu í Garðastræti til að hlera fjarskipti varn- arliðsins.“ Gagnnjósnir Þór rekur einnig dæmi um gagnnjósnir: „Sjálf- stæðisflokkurinn og Morgunblaðið höfðu einnig um árabil fengið upplýsingar um Sósíalistaflokk- inn frá flokksmönnum, sem snúist höfðu á laun gegn flokknum og tengslum hans við Sovétríkin. Einn þeirra var Ragnar Gunnarsson, en hann var í þeim „áhættuhópum“, sem lögreglan beindi sjónum sínum að (sjá áðurnefnt minnisblað örygg- isþjónustunnar). Ragnar hafði verið hafnarverka- maður, setið í stjórn Dagsbrúnar, verið í hópi stækustu sovétsinna í Sósíalistafélaginu og ferðast um Sovétríkin á vegum MÍR, áður en hann hóf vöruflutninga á eigin bílum. Leyniþjón- ustumenn GRU í sovétsendiráðinu leituðu ákaft eftir liðsinni Ragnars sem félaga í kommúnista- hreyfingunni, en án árangurs. Þá reyndu þeir með hjálp Tékka að notfæra sér fjárhagserfiðleika hans til að láta hann njósna um bækistöðvar varn- arliðsins, en einnig átti hann að fylgjast með hafn- arvinnu í Reykjavík og finna annan mann í fjár- hagskröggum til njósna á Keflavíkurflugvelli. Árna Sigurjónssyni tókst með hjálp Ragnars að leiða sovésku leyniþjónustumennina í gildru upp við Hafravatn, þar sem þeir höfðu mælt sér mót við Ragnar í bíl vetrarkvöld eitt 1963.“ Þór segir einnig frá símhlerunum í aðdraganda komu Johnsons Bandaríkjaforseta hingað til, lands 1963. Það hafi hins vegar ekki verið gert 1973 þegar forsetar Bandaríkjanna og Frakk- lands hittust hér á landi. Þá var hins vegar kallað til 200 manna hjálparlið. „Um þetta leyti var Reykjavíkurlögreglan flutt í nýtt hús við Hverfisgötu þar sem öryggisþjón- ustumenn hennar fengu herbergi á 3. hæð, en það var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað með hlerunartengingu og skjalaskápum, sem fjölgað hafði á kaldastríðsárunum. Þá hafði Bogi Jóhann Bjarnason varðstjóri fyrir löngu tekið við starfi Péturs Kristinssonar, en aðeins þrír menn aðrir (Árni Sigurjónsson, Bjarki Elíasson og Jóhann G. Jóhannsson aðstoðarmaður Árna) höfðu lyklavöld að „lokaða herberginu“ fyrir utan Snjólaugu Sig- urðardóttur, systur lögreglustjóra, sem þar færði upplýsingar í spjaldskrár og flokkaði skjöl af stakri nákvæmni, eins og áður í Pósthússtræti. Lítil breyting hafði þess vegna orðið á fjölda fastra starfsmanna, sem vann við að gæta öryggis íslenska ríkisins á mestu njósna- og undirróðurs- tímum sögunnar: Einn maður sinnti þessum starfa sem fyrr hjá lögreglustjóraembættinu, en tveir í skjóli útlendingaeftirlits, en þeir höfðu að vísu kvatt sér til aðstoðar einn til tvo menn úr lög- regluliðinu eftir þörfum og stuðst að nokkru við aðra starfsmenn eftirlitsins.“ „Mikill reykur“ „En nú gerðist það skyndilega 1976, að Sig- urjón Sigurðsson sótti um starf hæstaréttardóm- ara og taldi sig fá vilyrði fyrir því embætti. Um leið taldi hann tíma til kominn að farga mestum hluta af því skjalasafni, sem lögreglan hafði komið sér upp um kommúnista. Bjarki Elíasson segir, að Sigurjón hafi talið að þetta skjalasafn þjónaði ekki lengur neinum tilgangi við breyttar aðstæður í stjórnmálum. Hann hafi ekki viljað láta eftir- manni sínum eftir þessa arfleifð frá þeim tíma, þegar óttast var að Íslendingar kynnu að hjálpa erlendum her við að ganga hér á land eða hrifsa til sín völdin með ofbeldi. Ekki er heldur að efa, að Sigurjón hefur viljað forðast að vitnaðist um safnið eftir að hann var sestur í Hæstarétt, enda fengið nóg af pólitískum ádeilum á sig í embætti lögreglustjóra. Trúnaðarmaður Sigurjóns flutti því megnið af safninu, þ. á m. spjaldskrár, upp í sumarbústað sinn í nágrenni Reykjavíkur og brenndi gögnin til ösku í götóttri olíutunnu. Af varð „mikill reykur“, eins og haft var við orð í þeim fámenna hópi, sem vissi um þessa brennu. Í Hæstarétt settist Sigurjón lögreglustjóri hins vegar ekki, vilyrðið brást, ef það hafði þá verið veitt. Kalda stríðinu var líka fjarri því að vera lok- ið, en einn þáttur þess hér innanlands hafði verið til lykta leiddur.“ starfsliði. Auk þess 3–4 menn, er kalla mætti til, undir sérstökum kringumstæðum. V. Deildina vantar enn mjög nauðsynleg tæki, sem notuð eru með góðum árangri annars staðar. Gerð hefir verið tilraun til útvegunar nokkurra þeirra erlendis frá, en deildin hefir verið dregin á útvegun þeirra um hálfs árs skeið. Komi tæki þessi ekki innan skamms er nauðsynlegt að gera aðrar ráðstafanir um öflun þeirra.“ Fylgst með höfnum Þór rekur síðan dæmi um þá upplýsingasöfnun sem fram fór, til að mynda hvað varðaði skrásetn- ingu grunsamlegra sjómanna og hafnarverka- manna. „Siglingar (ekki síst farsiglingar) og starf- semi tengd höfninni, sér í lagi í Reykjavík, gátu haft mikla þýðingu fyrir varnir landsins, eins og starfsemi orku- og olíustöðva. Á þessu siglinga- sviði höfðu norrænar leyniþjónustur nú mikinn andvara á sér gagnvart njósnum, skemmdarverk- um, og flutningi á vopnum eða leyniboðum landa á milli. Komintern og leyniþjónusta sovéthersins höfðu stundað slíkt brall í stórum stíl á fyrri árum, sérstaklega á Norðurlöndum og var Ísland þar ekki með öllu undanskilið.“ Þá hafi verið um að ræða skrár yfir virka félaga í Sósíalistaflokknum og ungliðadeild Æskulýðs- fylkingarinnar, en markmiðið hafi verið það að koma í veg fyrir að menn sem steypa vildu lýðræð- isskipulaginu með valdi kæmust í embætti og stöður, sem væru mikilvægar innra öryggi rík- isins: „Slíkar skrár voru einnig við það miðaðar, að hægt væri að handtaka menn eftir þeim á hættu- og stríðstímum, svo framarlega sem þeir væru grunaðir um að vilja ganga erinda óvinaríkja. Enda þótt ekkert liggi fyrir um það, hvernig Reykjavíkurlögreglan hugðist notfæra sér slíkar skrár, verður að ætla að sami tilgangur hafi legið hér að baki. Óljóst er þó, að hve miklu leyti skráin var raunverulega notuð af íslenskum stjórnvöld- um til að halda meintum sovétvinum frá störfum eða embættum, en víst er að hún kom að ein- hverju gagni við að fylgja eftir kröfu Bandaríkja- hers um að ráða ekki slíka menn til starfa í bæki- stöðvum hans. Þá mætti ætla, þótt það verði ekki sannað, að lögreglan hafi gefið Bandaríkjamönn- um upplýsingar um nöfn „grunsamlegra manna“ á skrám hennar, því að slíkt var altíða í sam- skiptum öryggisstofnana Atlantshafsbandalags- ríkja, sem unnu margar náið saman í kalda stríð- inu. Þetta er ein skýringin á því, hve nákvæmar upplýsingar bandaríska sendiráðið í Reykjavík og lögregluyfirvöld vestra höfðu um Íslendinga, sem sóttu um vegabréfsáritanir eða sigldu til Bandaríkjanna í áhöfnum skipa. Í heild ber minnisblaðið það með sér, að íslenska lögreglan var að tileinka sér vinnubrögð og varúðarráð- stafanir, sem lengi höfðu tíðkast hjá öryggisstofn- unum lýðræðisríkjanna.“ Þór segir að bandaríska alríkislögreglan hafi gefið íslensku öryggisþjónustunni eftirlitstæki „eins og Bandaríkjastjórn hafði ráðgert í sér- stakri áætlun um að styðja Íslendinga til sjálfs- hjálpar í öryggismálum í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Árni Sigurjónsson, sem hafði dvalist í þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, 1949, hélt aftur vestur um haf fyrir milligöngu Bjarna Benediktssonar til frekara náms í gagn- njósnum og öryggiseftirliti í New York, þar sem hann lærði einnig að fara með tækjabúnaðinn. Gjafir héldu áfram að berast frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins og þannig varð hér til með árunum nokkurt safn eftirlits- og njósna- tækja í höndum lögreglunnar, svo sem mynda- vélar með sérstökum linsum, og hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum, svo og nætursjón- aukar.“ Þór rekur símhleranir í aðdraganda heimsókn- ar Eisenhowers hingað 1951 og segir þær þá og í öðrum tilvikum fyrst og fremst til marks um veik- leika íslenska ríkisins. „Lögreglustjóri varð að geta kallað á fjölmennt hjálparlið löghlýðinna borgara, ef hætta var á meiriháttar átökum. Til að kveðja slíkt lið saman, og búa sinn eigin takmark- aða styrk undir átök, þurfti lögreglustjóri í senn tíma og helst öruggar njósnir af því að átök væru í undirbúningi. Þegar sakadómari tók ákvörðun um að leyfa símahlerarnir, þurfti hann þannig að vega almenn réttindi borgaranna á móti öryggi lýðræð- islega kjörinna stjórnvalda eða háttsettra er- lendra gesta, sem óttast var að yrðu fyrir aðkasti eða árásum manna, sem óvíst væri hvort lögregl- an réði við, nema hún fengi umbeðna heimild.“ Þór segir einnig frá því að fylgst hafi verið með ferðum sovéskra leyniþjónustumanna og að þeir „færu ekki um eftirlitslausir utan höfuðstaðarins, fremur en í öðrum vestrænum ríkjum. Ella gætu þeir hitt þar að vild erindreka sína, njósnað um isblaðið sennilega hafa verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra, sem lýsi vel ótta stjórn- valda við yfirvofandi árás á landið, með hjálp er- lendra sovétvina, og verkefnum öryggisþjónust- unnar. „I Halda ber áfram að safna og vinna úr gögnum, sem unnt er að ná í með sama hætti og hingað til, í þeim tilgangi að fullkomna þær upp- lýsingar, sem nú þegar liggja fyrir í spjaldskrá og til öflunar nýrra upplýsinga. II. Leggja ber fyrst um sinn megináherslu á upplýsingaþjónustu hér í Reykjavík og öðrum stöðum, þar sem sérstakt tilefni gefst. Afla ber upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrir- tækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóð- félagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfssemi komm- únista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoð- anabræður þeirra. III. Eins og nú á stendur, mun rétt að rannsaka sérstaklega og eins nákvæmlega og unnt er eft- irfarandi starfsemi og starfsmannahópa með svo miklum hraða, sem við verður komið: 1.a. Flugvellirnir, Reykjavík, Keflavík o.s.frv. b. Símaþjónusta. c. Póstþjónusta. d. Tollþjónusta. e. Veðurþjónusta. f. Ríkisútvarpið (og sölu viðtækja og varahluta). 2. a. Sjómenn (skráða í skipsrúm). b. Hafnarverkamenn. 3. a. Yfirstjórn raforkumála. b. Orkuver. c. Iðjuver (síldarverksmiðjur o.fl.). d. Olíustöðvar. 4. Sérstakar athuganir á útlendingum. 5. Starfsemi Kommúnistaflokksins og Æsku- lýðsfylkingarinnar (virkir félagar og starfsemi þeirra). IV. Til þess að vinna að þessum málum þyrfti til að byrja með 2–3 menn til viðbótar núverandi verkaskipting á milli hans og Árna Sigurjónsson- ar virðist annars hafa þróast á þann veg, að Pétur annaðist einkum gagnasöfnun og spjaldskrár („kartotek“), en Árni aðgerðir og eftirlit. Vitað er um a.m.k. þrjá hjálparmenn, sem vöktuðu sovéska sendiráðið í Túngötu um þetta leyti.“ Húsgagnasmiður að iðn Pétri er einnig svo lýst í greininni: „Pétur Krist- insson (f. 1904) var húsgagnasmiður að iðn, rak um skeið húsgagnasmíðaverkstæði í Reykjavík. Á fyrri árum tók hann mikinn þátt í starfi KFUM, og var m.a. foringi drengjasveita undir stjórn sr. Friðriks Friðrikssonar. Þá varð hann einn af þekktustu knattspyrnumönnum bæjarins, bak- vörður í Valsliðinu, sem tengdist KFUM, sat í stjórn Vals og var formaður félagsins. Á kreppu- árunum, 1937, gekk Pétur í lögregluna og sinnti þar brátt ýmsum sérverkefnum. Vinur hans, Sig- urjón lögreglustjóri, sagði í minningargrein, að Pétur hefði verið „fyrirmannlegur á velli, þrek- maður mikill, stillilegur, en þó glaðlegur ... Af- kastamikill starfsmaður, dulur nokkuð, án þess að vera fáskiptinn og mikill vinur þeirra, sem hann átti samleið með.“ Frá unga aldri var Pétur ná- kominn Guðmundi Ásbjörnssyni trésmiði og kaupmanni, sem bjó í sama húsi og foreldrar hans, og var einn helsti athafna- og félagsmálafrömuður bæjarins, var lengi forseti bæjarstjórnar (sat í for- sæti 9. nóv. 1932), var um tíma settur borgarstjóri og meðal helstu forystumanna KFUM og Sjálf- stæðisflokksins, en þar voru löngum sterkir þræð- ir á milli. Þegar Pétur varð bráðkvaddur 1961, gat Sigurjón Sigurðsson ekkert sagt beint um bak- varðarstarf hans í öryggisþjónustunni, en sagði hann hafa unnið „við margskonar skýrslugerðir“. Öll störf sín hefði hann leyst af hendi „með ein- stakri samviskusemi og nákvæmni“.“ Þór rekur síðan minnisblað óundirritað sem fannst í gögnum Péturs sem voru í skjalasafni Guðmundar Ásbjörnssonar, en hann telur minn- ileg öryggisþjónustu- uð um miðja öldina Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon m hrekja andstæðinga aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu á brott frá Austurvelli 30. mars 1949, tug síðustu aldar sem ráðamenn horfðu til við ákvörðun um stofnun sérstakrar öryggisgæslu. Hermann Jónasson Sigurjón SigurðssonÁrni Sigurjónsson Ragnar Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.