Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 35
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur ávallt haft það að stefnu sinni
að skattar skulu vera eins lágir og
hægt er og að skattkerfið skuli vera
einfalt og gegnsætt. Það er ljóst að á
síðustu árum hafa verið stigin mörg
jákvæð skref í þá átt, til að mynda
með lækkun tekjuskatts, lækkun og
einföldun erfðafjárskatts og afnám
eignaskatts. Allt eru
þetta jákvæðar aðgerð-
ir í átt að einföldu og
sanngjörnu skattkerfi.
Enn eru þó brýn verk-
efni sem ber að vinna
að á sviði skattamála og
ber þar hæst virð-
isaukaskattinn (vsk).
Almenna virðisauka-
skattprósentan er of há
24,5%. Kerfið er of flók-
ið með tveimur skatt-
þrepum 14% og 24,5%
og fjölda undanþága. Á
síðustu misserum hafa
allmargar áskoranir borist stjórn-
völdum um undanþágur og eða
breytingar á virðisaukaskattkerfinu.
Matarverð og lyfjaverð
Hátt matvælaverð hefur verið mik-
ið í umræðunni. Ein af þeim leiðum
sem bent hefur verið á til að lækka
matvælaverð er að lækka virð-
isaukaskatt á matvæli. Matvæli bera
14% vsk en sælgæti ber 24,5% vsk.
Hvar liggja mörkin? Tvö skattþrep
bjóða upp á vandamál, í hvoru þrep-
inu vörurnar eiga að vera. Er hafra-
kex matvæli eða sælgæti? Hvað ef
kexið er með súkkulaði? Tökum sem
dæmi kakóduft. Kakóduft sem notað
er til að blanda við vatn og drekka
ber 24,5% vsk, ef það er aftur á móti
flokkað sem bökunarvara ber það
einungis 14% vsk. Rökin fyrir slíkri
ákvarðanatöku eru engin og hið op-
inbera á ekki að taka þátt í neyslu-
stýringu með þessum hætti enda
kemur ríkinu ekkert við hvort kakóið
er notað til að baka súkkulaðiköku
eða blanda kakódrykk.
Hátt lyfjaverð hér á landi hefur
verið mikið til umræðu. Lyf bera
24,5% vsk og hafa Samtök eldri borg-
ara krafið ríkisstjórnina um aðgerðir
til lækkunar lyfjaverðs. Ein af þeim
leiðum sem þeir hafa nefnt er að
lækka vsk á lyfjum.
Samkeppnisforskot
ríkisstofnana
Samtök verslunar og þjónustu og
Samtök sprotafyrirtækja hafa lagt til
að ríkisfyrirtæki fái endurgreiddan
virðisaukaskatt af allri aðkeyptri
þjónustu. Samtökin
telja háan virð-
isaukaskatt valda því að
ríkisfyrirtæki veigri sér
við að kaupa þjónustu
af einkafyrirtækjum og
ráði frekar til sín starfs-
menn til að annast stoð-
þjónustu sem einkaað-
ilar á
samkeppnismarkaði
sérhæfa sig í að veita.
Dæmi um þetta er t.d.
tölvuþjónusta, örygg-
isgæsla og bókhalds-
þjónusta.
Ríkisstofnanir selja sjaldnast út
þjónustu með virðisaukaskatti og
hafa því takmarkað svigrúm til að fá
endurgreiddan virðisaukaskatt af að-
föngum. Þessi staða getur líka komið
upp í fjármála- og tryggingafyr-
irtækjum sem almennt eru ekki að
selja skattskylda þjónustu. Skekkir
þetta mjög samkeppnisstöðu fyr-
irtækja og bitnar hart á t.d. fyr-
irtækjum í upplýsingatækni.
Ferðaþjónusta
Samtök aðila í ferðaþjónustu hafa
bent á hversu flókið virðisaukaskatt-
kerfi þeirra félagsmenn búa við.
Fólksflutningar bera ekki vsk, gist-
ing ber 14% vsk en veitingahús selja
veitingar sínar með 24,5% vsk. Hótel
sem gjarnan selja nóttina með morg-
unverði þurfa að sundurliða reikn-
inga sína og sýna fram á hlutfall
morgunverðarins í heildarverðinu.
Veitingahúsin greiða 14% vsk af
flestum aðföngum þ.e. matvælum og
þarf því sérstaka reiknireglu til að
ákvarða skatt þeirra þar sem þeim
ber að selja veitingar sínar með
24,5% vsk. Samtök aðila í ferðaþjón-
ustu hafa margoft skorað á rík-
isstjórnina að einfalda virð-
isaukaskattkerfið enda ljóst að flókið
kerfi veldur miklum kostnaðarauka
við úrvinnslu þess.
Einföldum kerfið
– flatan virðisaukaskatt
Hvernig á ríkisstjórnin að bregð-
ast við kröfum um undanþágur og
breytingar á virðisaukaskattkerfinu?
Á að bregðast við með sértækum að-
gerðum eða almennum aðgerðum
sem gagnast öllum? Að mínu viti er
ljóst að sértækar aðgerðir bera sjald-
an tilskildan árangur og flækja alltaf
málið. Næstu skref ríkisstjórn-
arinnar á sviði skattamála á að vera
að einfalda virðisaukaskattkerfið.
Gott skattkerfi aflar hinu opinbera
tekna án þess að valda neyslustýr-
ingu. Besta leiðin til að tryggja skil-
virka skattlagningu er lágt skatthlut-
fall og breiður skattstofn. Einnig þarf
skattkerfið að vera einfalt til að halda
kostnaði við framkvæmd og eftirlit í
lágmarki. Ég vil því sjá ríkisstjórnina
beita sér fyrir einu lágu virð-
isaukaskattþrepi.
Almennt virðisaukaskatthlutfall á
Íslandi er eitt það hæsta í heimi. Í
ESB-ríkjunum er skatthlutfallið að
meðaltali tæplega 20%. Ísland á að
keppast við að vera meðal þeirra
ríkja sem innheimtir hvað lægstan
skatt hvort sem það er af tekjum eða
vörum. Eftir því sem virðisauka-
skatthlutfall er hærra, því meiri áhrif
hefur skatturinn á almennt vöruverð
og því meiri verður hvatinn til und-
anskota.
Næstu skref í skattamálum
Bryndís Haraldsdóttir fjallar
um skattamál » Gott skattkerfi aflarhinu opinbera tekna
án þess að valda neyslu-
stýringu. Besta leiðin til
að tryggja skilvirka
skattlagningu er lágt
skatthlutfall og breiður
skattstofn.
Bryndís Haraldsdóttir
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi.
VONARNEISTINN sem kvikn-
aði þegar friðarsamningurinn í Darf-
ur var undirritaður fyrir fjórum
mánuðum er við það að slokkna eftir
að bardagar blossuðu upp á milli
stríðandi fylkinga að nýju. Þúsundir
súdanskra stjórnarhermanna hafa
verið fluttar til héraðs-
ins í trássi við frið-
arsamkomulagið og
gripið hefur verið til
loftárása að nýju.
Ég fordæmi kröft-
uglega þessa stig-
mögnun átaka. Rík-
isstjórn Súdan ætti að
stöðva nú þegar fram-
sókn sína. Allir aðilar
ættu að axla ábyrgð
sína og standa við lof-
orð sín og hlíta álykt-
unum Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Síðustu bardagar hafa kallað enn
meiri hörmungar yfir íbúana sem
hafa mátt þola alltof mikið nú þegar.
Enn einu sinni hefur fólki verið
stökkt á flótta. 1,9 milljónir manna
hafa nú flosnað upp. Nærri þrjár
milljónir manna í Darfur verða að
treysta á alþjóðlega aðstoð til að fá
mat, húsaskjól og læknisþjónustu.
Bardagarnir gera hjálparstarfs-
mönnum illa kleift að ná til þessa
fólks. Hjálparstarfsmenn hafa mátt
þola hrottalegt ofbeldi, harðræði og
illskeyttan róg. 12 hjálparstarfs-
menn hafa verið drepnir á síðustu
tveimur mánuðum
Leiðtogar heimsins samþykktu
fyrir ári síðan að öllum ríkjum bæri
skylda til að vernda þegna sína gegn
þjóðarmorði, stríðsglæpum, þjóð-
ernishreinsunum og glæpum gegn
mannkyninu. Ef ríkisstjórn Súdans
bregst þessari heilögu skyldu sinni
mun hún uppskera lítilsvirðingu og
skömm allrar Afríku og alls heims-
ins. Hvorki þeir sem taka slíkar
ákvarðanir eða framfylgja þeim
skulu halda að þeir
komist hjá ábyrgð.
Ég hvet ríkisstjórn-
ina enn einu sinni til að
koma í veg fyrir þetta
með því að fallast á
ályktun Öryggisráðsins
um að senda frið-
argæslusveitir Samein-
uðu þjóðanna á vett-
vang en þær yrðu betur
tækjum búnar og betur
fjármagnaðar en nú-
verandi sveitir Afríku-
sambandsins og hafa
skýrara umboð til að
vernda þá sem eru í hættu staddir.
Um 10 þúsund liðsmenn Samein-
uðu þjóðanna eru nú þegar í Súdan.
Þeir hafa í meira en ár lagt lóð sitt á
vogarskálarnar til að framfylgja
friðarsamkomulagi á milli Norður-
og Suður-Súdan. 31. ágúst heimilaði
Öryggisráðið að senda skyldi allt að
17.300 manna friðargæslulið til
Darfur um leið og ráðið ítrekaði
áframhaldandi virðingu fyrir full-
veldi, einingu, sjálfstæði og landa-
mærum Súdans. Markmið liðsins
væri að framfylgja friðarsam-
komulaginu í Darfur og gera íbúum
héraðsins kleift að búa við frið og
virðingu. Það eru engin dulin mark-
mið að baki þessu; einungis vilji til
að hjálpa. En ríkisstjórn Súdans hef-
ur hingað til neitað að fallast á þetta.
Það mun taka talsverðan tíma að
flytja liðsauka SÞ til Súdans. Þess
vegna samþykkti Öryggisráðið einn-
ig að efla sveitir Afríkusambandsins
(AMIS) til þess að þær geti haldið
áfram störfum þar, uns SÞ liðið
kemur á vettvang. Afríkubúar sjálfir
hafa margsinnis sagst tilbúnir að
brúa þetta bil en jafnframt sagt
skýrum orðum að liðsmenn þeirra
sem hafa sýnt hugprýði við erfiðar
aðstæður, þurfi meiri styrk.
Sameinuðu þjóðirnar og Afríku-
sambandið hafa af þessum sökum
gert með sér samkomulag um þá að-
stoð sem Afríkusambandið þarf á að
halda til að brúa bilið. En einnig er
þörf fyrir að aðrir veitendur að-
stoðar styðji við bakið á verkefninu.
Það hefur Arababandalagið gert en
jafnframt gefið til kynna að það telji
að AMIS eigi að gegna störfum til
áramóta.
Ég hef margsinnis reynt að út-
skýra þetta fyrir ríkisstjórninni og
reynt að kveða í kútinn allan mis-
skilning og bábiljur. Ég hef lagt
áherslu á það hve mannúðarvandinn
er mikill jafnt opinberlega sem í
einkasamtölum og reynt að höfða til
skynsemi ríkisstjórnarinnar.
En mín rödd nægir ekki. Jafnt
einstaklingar sem ríkisstjórnir
verða að láta rödd sína heyrast.
Hver sá, í Afríku sem annars staðar,
sem hefur tök á að beita áhrifum sín-
um við ríkisstjórn Súdans, ætti að
gera það án tafar.
Aðildarríki öryggisráðsins og þá
einkum fastafulltrúanna fimm,
Bandaríkjamanna, Breta, Frakka,
Kínvrjar og Rússa bera þá ábyrgð
að tala einni, styrkri og skýrri röddu
við ríkisstjórn Súdans. Ég hvet alla
til að taka undir með mér í þeirri bón
til ríkisstjórnar Súdans að hún fylgi
anda ályktana Öryggisráðsins og
samþykki að sveitir SÞ taki við af
Afríkusambandinu og að hún taki
þátt af auknum krafti þátt í frið-
arferlinu.
Það er engin hernaðarlausn á
ástandinu í Darfur. Deilendur hljóta
að gera sér það ljóst núna. Eftir alla
þá tortímingu og eyðileggingu sem
orðið hefur, hljóta stríðandi fylk-
ingar að skilja að einungis verður
stillt til friðar í héraðinu með póli-
tísku samkomulagi með fullri þátt-
töku allra.
Fyrir tólf árum brugðust Samein-
uðu þjóðirnar og heimurinn allur
íbúum Rúanda á ögurstundu. Getum
við nú, með góðri samvisku setið að-
gerðalaus hjá á meðan harmleik-
urinn versnar í Darfur?
Sameiginleg ábyrgð okkar allra
Kofi A. Annan hvetur rík-
isstjórnir til að beita áhrifum
sínum í sambandi við frið-
arferlið í Darfur
» ...að taka undir meðmér í þeirri bón til
ríkisstjórnar Súdans að
hún fylgi anda ályktana
Öryggisráðsins og sam-
þykki að sveitir SÞ taki
við af Afríkusamband-
inu...
Kofi Annan
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna.
Í DAG fagnar Félag
íslenskra leikara 65 ára
afmæli sínu.
Það var þann 22. sept-
ember 1941 sem haldinn
var fundur í Iðnó, húsi
iðnaðarmanna, við
Tjörnina en þar hittist
hópur leikara til að
stofna með sér félag.
Í Reykjavík á þessum
tíma var ekkert atvinnu-
leikhús. Þeir leikarar
sem léku hjá Leikfélagi
Reykjavíkur fengu ekki
laun fyrir æfingar en
einhverja umbun fyrir
sýningar en oft vildi það
bregðast því fyrir kom
að Leikfélagið var rekið
með halla og þá fékk
enginn neitt. Rík-
isútvarpið var í rauninni
eini vísirinn að atvinnu-
leikhúsi hér á landi, það
var stofnun sem ríkið rak og ekki
var ætlast til þess að fólk ynni kaup-
laust.
Fyrsti formaður
Félags íslenskra leik-
ara var kjörinn Þor-
steinn Ö. Stephensen.
Hlutverk félagsins
hefur verið hið sama
frá upphafi og í fyrstu
lögum félagsins segir
í annarri grein:
„Markmið félags-
ins er: A) að gæta
hagsmuna íslenskra
leikara innan félags-
ins með því að ákveða
lágmarkstaxta fyrir
öll störf þeirra. B) að
reyna að hafa áhrif á
úthlutun fjár- og
styrkveitinga til leik-
listarmála. C) að fé-
lagið komi fram fyrir
hönd stéttarinnar
gagnvart ein-
staklingum og op-
inberum fyrirtækjum
í öllum hagsmuna-
málum hennar.“
Þessi lög eru enn í
fullu gildi hjá félaginu
þótt ýmislegt hafi breyst í starfsum-
hverfi félagsmanna. Félag íslenskra
leikara er stéttarfélag leikara, dans-
ara, söngvara og leikmynda- og bún-
ingahöfunda. Í félaginu eru um 430
félagar sem að stórum hluta hafa at-
vinnu af list sinni. Hlutirnir hafa
tekið gríðarlegum breytingum frá
árinu 1941. Útvarpsleikhúsið – okk-
ar fyrsti launaði vettvangur – er enn
að en í dag eru starfandi þrjár stór-
ar leiklistarstofnanir; Þjóðleikhús,
Borgarleikhús og Leikfélag Ak-
ureyrar, og þar að auki eru fjöl-
margir sjálfstæðir leikhópar sem
veita listamönnum atvinnu. Leik-
listin hér á Íslandi er í miklum
blóma og hefur verið í fjölda ára.
Gríðarleg aðsókn er að leikhúsunum
á ári hverju og ætla má að aðsókn-
artölur nálgist íbúafjölda hér á
landi.
Á síðustu 65 árum hafa orðið hér
miklar breytingar til góðs á menn-
ingarlífi þjóðarinnar og fjölbreytnin
er gríðarleg en það sem ekki hefur
breyst til batnaðar eru laun leik-
húslistamanna sem enn eru allt of
lág að okkar mati og því eru helstu
baráttumál félagsins þau sömu og
við stofnun, þ.e. að reyna að bæta
kjör þess fólks sem stundar þessa
listgrein. Hér hjá félaginu eru gerðir
samningar við helstu leiklistarstofn-
anir, einnig við Ríkisútvarpið, kvik-
myndaframleiðendur, Íslensku óp-
eruna og hin ýmsu fyrirtæki í
auglýsingum, talsetningum og hljóð-
diskum.
Í núverandi stjórn félagsins eru
eftirtaldir: Edda Arnljótsdóttir
varaformaður, Jóna Guðrún Jóns-
dóttir ritari, Valur Freyr Einarsson
gjaldkeri, og Björn Ingi Hilmarsson
meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri
félagsins er Hrafnhildur Theodórs-
dóttir. Félagið er til húsa á Lind-
argötu 6 í Reykjavík.
Ég óska félagsmönnum FÍL til
hamingju með afmælisbarnið og bið
um stuðning til að það megi dafna.
Félag íslenskra
leikara 65 ára
Randver Þorláksson
skrifar í tilefni af 65
ára afmæli FÍL
Randver Þorláksson
» Gríðarleg að-sókn er að
leikhúsunum á
ári hverju og
ætla má að að-
sóknartölur
nálgist íbúa-
fjölda hér á
landi
Höfundur er formaður FÍL.
Úr Geggjuðu konunni í París, 1979.