Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SVO mæltist Benedict XVI páfa
þegar hann endurtók ummæli keis-
arans af Byzantíum, Manuels II Pa-
leologus, frá 14. öld. „Sýnið mér
hvað Múhameð hafði fram að færa,
sem talist gæti nýtt, en þar munuð
þér aðeins finna vonda hluti og
ómannúðlega, þar sem hann fyr-
irskipar útbreiðslu Serkjatrúar með
sverðinu“ .
Varla kemur þetta neinum á óvart
sem hefur lesið 8. og 9. kafla Kórans-
ins. Bókstafstrúarmenn segja að
Kóraninn gildi fyrir alla tíma og að-
lagist aðstæðum allra tíma. T.d. er
sprengiefnið C4 miklu áhrifaríkara í
dag en sverðið. Það sem Múhameð
sagði og gerði er af Serkjum talin
hin æðsta dyggð og því til eft-
irbreytni á öllum öldum og tímum.
En er einhver grundvöllur fyrir
þessu í aðalritningu Serkja, ,,Kór-
aninum“?
Kóraninn, 009.005, – 9. kafli, ,,Iðr-
un“ vers nr. 5. En þegar bannmán-
uðirnir eru liðnir, þá skuluð þið berj-
ast við og drepa (aqtuloo) hina
vantrúuðu, takið þá fasta, sitjið um
þá, veitið þeim fyrirsát alls staðar á
öllum sviðum hins Heilaga Stríðs; Ef
þeir iðrast (gefast upp), ganga til
bæna, og gjalda verndarskatt (Jit-
zya), skulu þeir frjálsir fara, (sem
dhimmar – ríkisfangslausir und-
irsátar Serkja). Um 123 sverðvers af
þessu tagi eru í Kóraninum. Skýr-
ingar: 009:005. Sverðversið. Engir
friðarsamningar gilda við Serki, að-
eins vopnahlé.
Til eru aðeins þrír möguleikar fyr-
ir vantrúaða:
1) Dauðinn.
2) Ánauð og verndarskattur
(Aðeins boðið kristnu fólki og Gyð-
ingum til bráðabirgða.).
3) Að gerast Serki. Heimsyfirráð,
berjist þangað til allir dýrka Allah.
Kóran. ,,Þýfið“. 008:039. Og berjist
(qaatiloohum) við þá þangað til að
engin ringulreið, óregla eða nauðung
(skurðagoðadýrkun eða vantrú á Al-
lah) ríkir lengur, og það ríkir rétt-
læti (sharia-lög) og trú eingöngu og
allstaðar á Allah. Skýringar: 008:039
m30. Serki á að berjast þangað til
ekki eru lengur til nein freisting
(vantrú). Jafnvel þeir sem eru frið-
samir verða að berjast.
Kóran, 002:216. Herskylda hvílir á
yður (sem Serkja), þó yður kunni að
mislíka það. En það er hugsanlegt að
yður líki ekki það sem er gott fyrir
yður (að leiðarlokum), og að þér haf-
ið dálæti á hlutum sem eru yður ekki
til góðs. Skýringar: 002:216 m4.
Múhammeð vissi fullvel að ekki
voru allir Serkir herskáir. En þeir
urðu jú að gjöra eins og Allah skip-
aði fyrir. Allah krefst stríðs fyrir
Múhameðstrú.
Heimild versa: http://
www.usc.edu/dept/MSA/quran.
Er Serkjatrú friðsöm? Þessu má
svara með bæði já og nei. Sé litið á
Mekka-kafla Kóransins, þá boðar sá
hluti hans frið og umburðarlyndi.
Séu seinni Medina-kaflar Kóransins
skoðaðir, þá er mælt svo fyrir að
boða skuli trúna á Allah með sverði
og ofbeldi. Medina-kaflarnir voru
boðaðir síðar en Mekka-kaflarnir og
eru taldir hafa ógilt þá síðarnefndu.
Sjá 002:106.
Serkir fara eftir Mekka-köflunum
á meðan þeir eru fáliðaðir í viðtöku-
samfélögunum, en séu þeir í meiri-
hluta nota þeir fyrirmyndir Medina-
kaflanna.
SKÚLI SKÚLASON,
framkvæmdastjóri.
Ill og ómannúðleg trúarbrögð
Frá Skúla Skúlasyni:
„MORGUNBLAÐIÐ, blað allra
landsmanna“. Ég gerðist áskrifandi
og líkaði vel. Blaðið kom inn um lúg-
una að morgni hvers dags og helg-
arblaðið skilvíslega um helgar, þökk
sé umboðsmanni Morgunblaðsins í
Ólafsfirði, Sveini Magnússyni, sem
nú er hættur.
Nú er öldin önnur og blaðið stend-
ur ekki lengur undir því að vera
„blað allra landsmanna“. Hvers
vegna? Jú, nú er blaðið borið út með
póstinum og kemur um eða eftir há-
degi og laugardags- og sunnudags-
blað kemur með mánudagsblaðinu
um hádegisbilið á mánudögum! Ef
völ væri á öðru nokkurn veginn sam-
svarandi dagblaði myndi ég að sjálf-
sögðu kaupa það en því er ekki til að
dreifa, því miður.
Ég held ég hafi skilið það rétt sem
forsvarsmaður Árvakurs sagði í
sjónvarpi fyrir stuttu að markmið fé-
lagsins sé að vaxa hratt til að ná
skráningu í Kauphöllinni eftir þrjú
ár. Það er svo sem ágætt markmið út
af fyrir sig en vilji útgefendur gefa
blaðið út á landsvísu þarf svolítið
meira; að blaðið sé öllum lands-
mönnum alvöru dagblað. Kauphall-
arskráning útgáfufélags dagblaðs,
sem ég kaupi, er mér algjörlega óvið-
komandi. Ég greiði sama áskrift-
argjald og aðrir og sætti mig ekki við
þá þjónustu sem mér er nú boðin.
Að óbreyttu segi ég hér með
áskrift minni að Morgunblaðinu upp
frá og með 1. október næstkomandi.
Virðingarfyllst,
ÞÓRIR JÓNSSON,
Bylgjubyggð 16, Ólafsfirði.
Blað allra landsmanna
Frá Þóri Jónssyni:
Í GREIN sinni sl. fimmtudag
átelur Kolbrún mig fyrir að full-
yrða að enginn flokkur hafi sett
fram raunhæfa áætlun um vernd-
un íslenskrar náttúru fyrr en
Samfylkingin nú með ramma-
áætlun um náttúruvernd. Ég las
spenntur áfram og vonaðist til að
finna nú eitthvað sem ég hefði
misst af, leið vinstri grænna að
settu marki. Því miður var slíkt
hvergi að finna. Einungis stikkorð
úr stefnu og upptalningu á þing-
málum (nokkrum sem Samfylk-
ingin hefur reyndar tekið þátt í að
flytja). Sem sagt, óskir um kökur
og brauð en engin uppskrift.
Rammaáætlun um nátt-
úruvernd er hins vegar uppskrift,
fær leið til að skapa sátt um
verndun íslenskrar náttúru. Áætl-
un um að hefja nú þegar rann-
sóknir á öllum náttúrusvæðum
landsins svo það sé hægt að fá
heildstæða mynd af mögulegum
þjóðgörðum og verndarsvæðum
og tryggja verndun þeirra. Þegar
þessi heildarmynd liggur fyrir
sést einnig hvar hægt er að leggja
hálendisvegi, byggja aðstöðu fyrir
ferðafólk og virkja, ef þörf verður
talin á því. Þetta sér Kolbrún vel
og ætti frekar að styðja en spilla.
Kolbrún grípur til líkinga við
spariföt. Henni virðist líða eins og
hún hafi farið á ball í sérsaum-
uðum kjól, dansað dágóða stund
en svo uppgötvað sér til hrell-
ingar að önnur kona væri mætt á
ballið í sams konar kjól. Nátt-
úruvernd er hins vegar ekki ball
og skoðanir, þrotlaus vinna og til-
lögur fólks sem að henni vinnur
eru ekki spariföt.
Vinstri grænir eiga mína
dýpstu virðingu og þakkir fyrir
baráttu sína fyrir náttúruvernd.
Þeim væri sæmst að fagna því án
beiskju að fleiri taki undir með
þeim. Líka þeim sem koma með
snjallar tillögur að lausn vandans.
Þótt barátta fyrir náttúruvernd
hafi að mörgu leyti verið þrauta-
ganga þá má ekki gera píslarvætti
íslenskrar náttúru að forsendu
fyrir þingsætum. Ég á mér aðrar
óskir íslenskri náttúru til handa.
Dofri Hermannsson
Eru þau svona súr?
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Hálslón, leita orkunnar annars stað-
ar, bæta álverinu á Reyðarfirði fram-
leiðslutapið og verkamönnum verk-
smiðjunnar launatapið
er kostnaður sem
hljómar brjálæðislegur
við fyrstu sýn. Afskrifa
glænýja 100 milljarða
króna virkjun? Til-
lagan er álíka dýr að
sögn Ómars og árlegur
stuðningur okkar við
landbúnaðarkerfið, en
aðeins í fimm ár. Það er
áreiðanlega vanmat, en
þó svo að á vanti önnur
fimm ár? Þá er tillagan
samt mjög ódýr á
mælikvarða þeirra nátt-
úruverðmæta sem á móti koma og
bera merki hugrekkis okkar ef verð-
ur þyrmt. Ég vil reikna þetta dæmi til
enda. Við skuldum okkur sjálfum að
gera það, lið fyrir lið. Því Ómar hefur
rétt fyrir sér: Aðeins einn kostur fékk
fulla könnun og umræðu, hinn kost-
urinn fékk aldrei áheyrn.
Blaðamannafundur
Ómars Ragnarssonar á
fimmtudag var sögu-
legur. Ómar er fyrir
löngu þjóðargersemi.
Hann sté fram til að tala
máli ókominna kynslóða
Íslendinga næstu þús-
und ár. Ákall um þjóð-
arsátt er ákall um að
Kárahnjúkavirkjun
verði minnisvarði um
hugrekki Íslendinga,
þeirra Íslendinga sem
nú lifa, að hún standi
áfram til heiðurs þeirri djörfu ákvörð-
un að drekkja ekki náttúrugersemum
sem einstæðar eru í heiminum og
okkur fólgnar til varðveislu fyrir
komandi kynslóðir.
Engum dylst að tillaga Ómars
Ragnarsson um þjóðarsátt er sárs-
aukafull og dýr. Að hætta við að fylla
Kunnasti fréttamaður þjóðarinnar
neyðist til að segja sig frá störfum í
nafni sannleikans. Hvað segir það
okkur um þá ,,þöggun“ sem hann hef-
ur upplifað í starfi? Þann lýðræð-
isbrest sem orðið hefur í deilunni um
Kárahnjúkavirkjun? ,,Ég var í stöð-
ugri sjálfsritskoðun í mörg mörg ár,“
segir Ómar Ragnarsson, ,,ég get ekki
lifað við þetta lengur“. Við munum að
honum var ógnað og hótað. Þetta er
einstæð yfirlýsing fréttamanns hjá
sjálfu Ríkisútvarpinu. Hún lýsir slíku
hugrekki að enginn íslenskur blaða-
maður stendur jafnfætis eftir. Verður
Ómar Ragnarsson hin nýja Sigríður í
Brattholti okkar tíma? Það skiptir
engu, því Ómar er bara eins og hann
segir sjálfur, á stærð við sandkorn
sem Jökla ber fram. Nú skiptir meiru
hvort Íslendingar eru þjóð sem horf-
ist í augu við sjálfa sig, land sitt og Ís-
lands þúsund ár.
Þjóðhetjan Ómar Ragnarsson
Stefán Jón Hafstein skrifar
um blaðamannafund Ómars
Ragnarssonar
»Kunnasti frétta-maður þjóðarinnar
neyðist til að segja sig
frá störfum í nafni sann-
leikans.
Stefán Jón Hafstein
Höfundur er borgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
vaxtaauki!
10%