Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 37

Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 37 MINNINGAR ✝ Helga H. Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. janúar 1927. Hún lést á líkn- ardeild LSH 15. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Torf- hildur Guðrún Helgadóttir, f. 18. des. 1897, d. 5. mars 1971, og Guð- mundur Jónas Helgason, f. 28. des. 1899, d. 23. maí 1989. Systkini Helgu eru: Guð- ríður Lilja, f. 1924, Helgi Ingvar, f. 1929, Gísli, f. 1931, Jónas Gunn- ar, f. 1933, Finnur Stefán, f. 1935, Sigurþór, f. 1936, Sverrir, f. 1937, og Guðmundur Tómas, f. 1940. Hinn 23. október 1965 giftist Helga Halldóri Þorvaldssyni, f. 9. júní 1932, d. 18. maí 2000. For- eldrar hans voru Guðrún J. Guð- jónsdóttir og Þor- valdur Pétursson. Börn Helgu eru: 1) Sævar Vilhelm Bul- lock, f. 1944, kvænt- ur Björgu Huldu Sölvadóttur, f. 1945, eiga þau tvö börn. 2) Gunnhildur Ísleifs- dóttir, f. 1951, á hún þrjú börn. 3) Hilmar Ingason, f. 1954, á hann einn son. 4) Birgir Halldórsson, f. 1957, kvæntur Soffíu Antonsdótt- ur, f. 1959, eiga þau fjögur börn. 5) Kristjana Halldórsdóttir, f. 1960, á hún tvo syni. 6) Guðrún Halldórsdóttir, f. 1964, gift Páli Þór Þorkelssyni, f. 1962, eiga þau tvær dætur. Langömmubörn Helgu eru 16 talsins. Útför Helgu verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Elsku mamma mín. Nú ertu farin frá okkur eftir erfið veikindi. Mikið vonaði ég og bað að þú fengir lengri tíma með okkur, tíma þar sem þú gætir notið þín án þjáninga og þrauta. Lífið fór ekki alltaf um þig mild- um höndum en það herti þig bara. Oft var þröngt í búi og þægindin lítil sem engin. Þú, mamma mín, varst alltaf svo dugleg og einhvern veginn blessaðist þetta allt, sama á hverju gekk. Ég er ákaflega stolt af að hafa átt þig sem móður og þú varst líka í uppvexti mínum mitt eina haldreipi. Það er ofarlega í minningunni frá því ég var barn, hvað þú varst alltaf glæsileg og smekkleg. Mér er það líka minnisstætt þegar ég lítil stelpa var úti að leika með vinum mínum, hve montin ég var þegar þú labbaðir hjá, með uppsett hárið og svo vel til- höfð. Mér fannst alltaf að ég ætti fallegustu mömmuna í hverfinu. Það var oft mikið fjör og ærsla- gangur hjá okkur systkinum þegar við vorum að alast upp. Ég held að það megi segja að það sé vægt til orða tekið að við vorum uppátækja- söm. Við bjuggum við mikil þrengsli og þurftir þú örugglega, mamma mín, oft að taka á honum stóra þínum. Ekki er hægt að segja að þú hafir verið afskiptasöm eftir að ég varð fullorðin. Þú lést mig um að taka mínar ákvarðanir í lífinu og reyndir ekki að hafa áhrif á þær. Þú vildir mér hins vegar alltaf allt hið besta og gladdist með mér þegar vel gekk. Elsku mamma mín, ég sakna þín sárlega og hefði svo gjarnan viljað eiga með þér lengri tíma. Þessir dagar sem ég sat hjá þér nú undir lokin eru mér mikils virði og fyrir þá er ég óendanlega þakklát. Mér fannst ég jafnvel tengjast þér enn sterkari böndum en áður og við náð- um að tjá okkur af einlægni og átt- um saman innileg samtöl. Þú varst líka óspör á að segja mér hvað þú elskaðir mig mikið og eitt máttu vita, mamma mín, að ég hef alltaf elskað þig. Mig langar að þakka starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir þá alúð og umönnun sem þér var látin í té. Hvíl í friði, elsku mamma mín, og hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín Gunnhildur Ísleifsdóttir. Þegar ég fékk upphringingu aðfaranótt föstudagsins 15. septem- ber sl. og mér var tilkynnt að nú væri baráttu ömmu Helgu lokið þá komu fram blendnar tilfinningar í kjölfarið. Þessar tilfinningar voru bæði sorg en að vissu leyti léttir fyr- ir hennar hönd að nú þyrfti hún ekki að finna til lengur enda hafði hún á síðastliðnum vikum óskað þess að hún gæti bara sofnað og ekki vakn- að aftur eins og hún orðaði það. Fyrstu minningar mínar um ömmu tengjast morgunheimsóknum okkar pabba um helgar á Meist- aravellina en þar bjuggu amma og afi þegar ég var lítil. Það var oft ansi líflegt þar enda var ekki um að ræða að þarna væri einhver ráðsett amma og afi heldur fólk, rétt á fimmtugsaldri, sem hafði í nógu að snúast í vinnu og barnauppeldi enda voru yngstu systur pabba ennþá bara krakkar. Einnig minnist ég þess þegar ég fékk að gista þar og þá var maður nú aldeilis í góðum málum, alveg dekrað við mann og að sjálfsögðu farið í Vesturbæjarlaug- ina sem var nú ekki slæmt. Eftirminnilegust er þó ferðin sem ég fór með ömmu og afa í Húsafell þar sem við gistum í hjólhýsi í eina viku, sleiktum sólina, busluðum endalaust í sundlauginni og borð- uðum ís alveg þar til að hann var uppseldur í sjoppunni. Núna seinni árin þá gátum við setið og spjallað um allt og ekkert og oft var það sameiginlegt áhuga- mál okkar sem bar á góma en það voru draumar og ráðningar þeirra. Síðastliðna 14 mánuði gátum við nú oft gert grín að því að ömmu væri verulega farið að förlast hvað draumspeki varðaði. Ástæðan var sú að þegar ég kom til hennar í heimsókn upp á spítala í janúar 2005 þá segir hún mér að hana hafi verið að dreyma mig og að draum- urinn hafi verið þess eðlis að hún sé nú alveg viss um að nú sé strák- urinn á leiðinni hjá mér. Ég sagði henni að það væri nú eitthvað til í þessu hjá henni því að ég væri orðin ófrísk en hvort það væri strákur yrði nú að koma í ljós. Alla með- gönguna var hún nú ekki í nokkrum vafa um að þarna væri strákurinn á leiðinni og var því ansi brugðið þeg- ar pabbi hringdi í hana ofan af spít- ala til að tilkynna henni að „strák- urinn“ væri kominn en það væri nú frekar skrýtið að hann hefði verið settur í bleikan galla. Það var sem sagt þriðja stelpan á ferðinni og amma skildi ekkert í því hvað draumaráðningarnar væru farnar að klikka. Amma var einnig mjög sniðug í höndunum, hvort sem var að sauma eða föndra og var það nú í byrjun árs sem hún prjónaði handa eldri dætrum mínum ofsalega sætar kis- ur sem þeim þykir mjög vænt um og gaman er fyrir þær að eiga til minn- ingar um hana. Ég vil þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og einnig fyrir það að eldri dætur mín- ar skyldu fá að kynnast langömmu sinni. Ég efast ekki um að ömmu líður vel núna og að hún hefur feng- ið góðar móttökur hjá afa Dóra sem hún saknaði mikið. Elsku amma, Guð varðveiti þig og afa. Anna. Við kynntumst fyrst á unglingsár- unum í Vesturbænum fyrir margt löngu og urðum strax mjög góðar vinkonur. Þó margt hafi breyst síð- an og mikið vatn runnið til sjávar hefur vinátta okkar haldist óbreytt. Vinátta sem byggðist á gagnkvæmu trausti og virðingu hvorrar fyrir annarri. Slík forréttindi eru ómet- anleg. Fáir mér vandalausir hafa reynst mér betur en þessi kona. Hún opn- aði mér heimili sitt þegar við vorum ungar konur og síðan hef ég verið samofin fjölskyldu hennar. Ég fékk að fylgjast með börnunum hennar vaxa úr grasi og hún lét dóttur sína heita í höfuðið á mér. Fyrir það er ég henni ævinlega þakklát. Helga var falleg kona og ég man eins og það hefði gerst í gær þegar hún kynntist manninum sínum, hon- um Dóra. Hvernig hún geislaði af hamingju enda var hjónaband þeirra þeim báðum til mikillar blessunar. Nú eru þau bæði farin yf- ir móðuna miklu og skilja eftir sökn- uð í hjörtum okkar sem þekktum þau best. En minningarnar lifa og eiga eftir að ylja okkur um hjarta- ræturnar um ókomin ár. Aldrei voru samskipti okkar Helgu meiri en nú á síðustu árum og ef óvenjulega langur tími leið milli heimsókna hringdum við hvor í aðra. Helga vinkona mín skilaði far- sælu ævistarfi eins og best sést á af- komendum hennar. Hún átti lengi við vanheilsu að stríða og reiðars- lagið kom fyrir nokkrum vikum þeg- ar hún greindist með krabbamein. Ég votta börnum hennar, tengda- börnum, barnabörnum og lang- ömmubörnum dýpstu samúð mína og bið Guð að vaka yfir velferð þeirra. Kæra vinkona, ég á eftir að sakna þín mikið en hugga mig við það að við eigum eftir að hittast aftur á öðrum vettvangi. Kristjana. Mín fyrsta minning um Helgu er þegar ég fór í fyrsta skipti heim með Guðrúnu dóttur hennar, en við höfðum kynnst þá um haustið í Melaskóla. Helga tók mér strax vel og mér leið alltaf eins og heima hjá mér á heimili hennar sem hún hugsaði um af sínum alkunna dugnaði. Heimilið var alltaf hreint og fínt og við Guð- rún komumst nú ekki upp með hvað sem var. Þegar okkur langaði í popp þá þurftum við stundum að laumast inn í eldhús til að poppa þennan „hænsnamat“ eins og Helga kallaði það. Ég gisti ófáar næturnar heima hjá Guðrúnu, þar sem alltaf var komið fram við mig eins og eina úr fjölskyldunni. Ef Helgu leist ekki á eitthvað sem við Guðrún vorum að bralla, þá lét hún það óspart í ljós og þá alveg jafnt við mig og Guð- rúnu. Hún hló líka oft að vitleysunni í okkur enda hafði hún einstaklega skemmtilegan húmor. Ég man alltaf eftir matartímun- um þegar Guðrún, sem var einstak- lega matvönd á þessum árum, kom inn í herbergið sitt með matinn sinn. Hún skilaði síðan diskinum tómum fram og fékk mikið hrós frá Helgu fyrir að vera svona dugleg að klára matinn sinn. Það sem Helga vissi ekki þá var að það var ég sem klár- aði matinn en ekki Guðrún. Það eru ótal minningar sem sækja á hugann þegar ég hugsa um Helgu mína og mun ég alltaf geyma þær vel í banka dýrmætra minn- inga. Fyrir viku fór ég til hennar og fann ég þá þessa sterku væntum- þykju sem hún hefur gagnvart mér og var það mér ómetanlegt. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hefði sett sitt mark á hana þá var hún svo skýr og áttum við góða samverustund ásamt Guðrúnu dóttur hennar. Mér er efst í huga þakklæti til Helgu fyrir það sem hún var og gerði fyrir mig, en með þessum orð- um kveð ég hana. Mig langar að votta elsku Guð- rúnu minni og fjölskyldu hennar, börnum Helgu, tengdabörnum, Sjönu og öðrum aðstandendum samúð mína. Megi Guð veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Álfhildur S. Jóhannsdóttir. Helga H. Guðmundsdóttir ✝ Gunnar Parmes-son fæddist á Sandhólum á Tjör- nesi í S.-Þingeyj- arsýslu 28. apríl 1924. Hann lést á heimili sínu, að Dal- braut 14 í Reykja- vík, 16. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Helga Karls- dóttir, f. 11.5. 1901, d. 2.8. 1970 og Par- mes Sigurjónsson, f. 8.5. 1887, d. 12.6. 1974. Þau bjuggu á Árbæ, Sand- hólum, Bangastöðum, Garði í Kelduhverfi, Ketilsstöðum á Tjör- nesi í 10 ár og síðast á Húsavík. Systkini Gunnars eru Sigríður Katrín, f. 14.10. 1922, sem lifir bræður sína og þeir Stefán Garð- ar, f. 3.8. 1926, Sigurjón, f. 28.6. 1929, og Karl Valdimar, f. 18.7. 1931, sem eru látnir. Gunnar kvæntist 22. júlí 1954 Þorbjörgu Jónsdóttur, f. á Kirkju- bóli í Steingrímsfirði 17.11. 1923 og uppalin í Skálholtsvík í Hrúta- firði í Strandasýslu, dóttur hjónanna Guðrúnar Grímsdóttur frá Kirkjubóli í Steingrímsfirði, f. 11.7.1894, d. 11.2. 1956 og Jóns Magnússonar frá Skálholtsvík, f. 15.5. 1891, d. 28.7. 1956. Dóttir Gunnars og Sigríð- ar Magnúsdóttur frá Ólafsfirði er Margrét Jenný, f. 1.8. 1947, gift Herði Ingimarssyni, f. 1.9. 1943. Börn þeirra eru Þorbjörg, f. 1968, maður hennar Jón Hjörtur Stef- ánsson, börn Inga Margrét og Ólafur Þórarinn, Helga, f. 1970, maður hennar Sveinn Sverrisson, tvær dætur Vigdís og Elín, og Davíð, f. 1976, kona hans Bergrós Ingadóttir. Gunnar ólst upp í Garði og á Ketilsstöðum á Tjörnesi, naut hefðbundinnar barnafræðslu og lærði ungur að leika á orgel. Hann fluttist tvítugur til Húsavík- ur og síðar til Akureyrar þar sem hann lærði reiðhjólasmíði, og vann við þá grein lengst starfsævi sinnar. Hann fór alfarinn til Reykjavíkur um 1950, setti þar á fót reiðhjólaverkstæði í Skútu- vogi og síðar í Efstasundi 72. Gunnar lék árum saman á gítar með ýmsum danshljómsveitum í Reykjavík og víða um landið. Útför Gunnars verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku afi, ég man allar góðu stund- irnar með þér. Ég man þegar ég kom til ykkar ömmu í Efstasundið, hvað mér þótti gaman að fá að skoða öll hjólin í bíl- skúrnum. Mér þótti svo merkilegt að eiga afa sem var reiðhjólaviðgerðar- maður. Þú kenndir mér að hjóla þeg- ar ég var sex ára gömul, settir saman vínrautt hjól handa mér sem ég fór stolt með norður á Krók. Seinna þeg- ar ég var orðin unglingur hringdir þú í mig og sagðist ætla að gefa mér ann- að hjól. Það stóð heima, glænýtt hjól kom með flutningabílnum norður, hvílík sæla. Ég man hvað mér þótti spennandi að koma til Reykjavíkur til ykkar ömmu. Hámark sælunnar var að fá að ganga úr Efstasundinu í Álfheimaís- búðina og gæða sér á einum ís. Oftast var farið í Hagkaup í Skeifunni og jafnvel ein buna niður Laugaveginn. Stundum fékk ég að fara með þér í Fálkann til að kaupa varahluti í hjólin. Þegar leið að heimferð passaði amma alltaf upp á að við systkinin færum heim með litlar gjafir handa öllum heima. Þetta voru góðar stundir. Ég man hvað var gott að koma til okkar ömmu í Efstasundið, það var svo margt spennandi í kring um ykk- ur. Allt dótið sem þið höfðuð keypt í útlöndum var svo framandi, dúkkan hennar ömmu hún Shelly var aðdrátt- arafl fyrir litlar stelpur og allir skart- gripirnir sem amma leyfði okkur að skoða. Stundum spilaðir þú á gítarinn fyrir okkur og þá var nú kátt á hjalla, enda vanur tónlistarmaður þar á ferð. Ég man hvað þú varst mikill mat- maður. Þér þótti gott að fá almenni- legan mat tvisvar á dag. Allar ferð- irnar, þegar þið amma komuð norður, oftar en ekki í kring um páska, verða mér alltaf minnisstæðar. Þú vissir ekkert betra en að fara út á bryggju, hitta sjómennina og komst alltaf heim með fisk í soðið. Okkur krökkunum þótti nú ekkert varið í alla þessa rauð- maga, gellur og soðnu þorskhausa sem þið fullorðna fólkið nutuð að borða. Þá var nú gott að blikka mömmu til að fá eitthvað annað í gogginn. Ég man hvað þið amma tókuð okk- ur systrum vel þegar við fluttum suð- ur og hófum háskólanám. Einhvern veginn varð að bjarga þvottinum og engin ráð á að kaupa þvottavél. Amma taldi ekkert sjálfsagðara en að við kæmum með þvottinn til ykkar. Þá voruð þið flutt á Kleppsveginn. Það var ekki laust við að undrunar- svipur færðist yfir strætóbílstjórann og samferðafólkið þegar tvær ungar stúlkur drösluðu þvottinum í ferða- tösku og svörtum ruslapoka vestan úr bæ í strætó til afa og ömmu. Þvottast- undirnar urðu að góðum samveru- stundum og amma passaði alltaf upp á að dömurnar fengu eitthvað gott í svanginn. Ég mun alltaf muna eftir þínu sér- staka göngulagi og ákafanum í rödd- inni þegar samtölin snerust um það sem vakti hjá þér brennandi áhuga. Elsku afi, ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar. Ég veit að þér verður tekið opnum örmum í nýjum heimkynnum. Ég bið góðan Guð um að varðveita ömmu og veita henni styrk á erfiðum stundum. Helga Harðardóttir. Elsku afi, ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar suður yfir heiðar og leiðin lá í Efsta- sundið, þar var ýmislegt brallað. Það var lítið mál að gleyma sér í bílskúrn- um með þér svo dögum skipti við að hreinsa upp gömul hjólastell og gera þau eins og ný. Ég ylja mér ennþá við minningarnar sem vakna þegar ég finn góðan steinolíuilm. Ég hafði það hlutverk að hreinsa allar legur og tannhjól upp úr steinolíu til að vinsa úr heillegu hlutina sem óhætt var smella undir. Það leið ekki á löngu þar til amma var búinn að kalla okkur inn og þá var að setja hendurnar í vask- inn en ég var ekki hærri en svo að þú þurftir að halda á mér svo að ég næði af mér smurolíusvertunni. Það voru ófáar veiðiferðirnar farn- ar langt upp í sveit. Þá rerum við á Reynisvatni og renndum fyrir fisk. Mér fannst það stórmerkilegt að afi skyldi eiga árabát á jafn glæsilegum stað og við Reynisvatn. Ekki voru veiðiferðirnar síðri til Þingvalla með ömmu og Kidda Magg. Murturnar voru sem búrhveli í minningunni, þær virka heldur minni hjá mér í dag. Ég hljóp með þær á harða spretti til ömmu beint á prímusinn, ég var alveg ofboðslega stoltur af að draga björg í bú. Seinni árin héldum við áfram að bauka saman í skúrnum, þú varst fljótur að spretta upp ef dytta átti að í skúrnum. Síðustu árin var það á Dal- brautinni við fyrsta flokks aðstæður. Það var sama hvort það var að þrífa og bóna eða skipta um dekk, alltaf varstu með í för til að gæta þess að allt færi nú vel fram og alltaf lumaðir þú á góðum sögum á meðan við stytt- um okkur stundir í bílakjallaranum. Það verður einmanalegt að skipta yfir á vetrardekkin í haust en ég á alltaf eftir að geta yljað mér við góðar minningar frá samverustundum okk- ar. Ég veit að þér verður vel tekið fyrir handan, það eru margir góðir gamlir vinir sem taka á móti þér. Ég bið Guð að blessa ömmu og gefa henni styrk í sorg sinni. Davíð Harðarson. Gunnar Parmesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.