Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 38

Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús ÓlafurKjartansson myndlistarmaður fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1949. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 12. september síðastlið- inn. Magnús er son- ur hjónanna Eydísar Hansdóttur verka- konu, f. 1917, og Kjartans Guð- brandssonar flug- manns, f. 1919, d. 1952. Systkini Magnúsar eru Guð- brandur Þórir læknir, f. 1941, var kvæntur Línu Kragh, f. 1938, d. 1992, sambýliskona Alda Gunn- arsdóttir, f. 1958, og Magdalena Margrét myndlistarmaður, f. 1944, gift Ingólfi Steinari Óskarssyni, f. 1941. Eiginkona Magnúsar er Kolbrún ingar og tók þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Hann var einn af stofnfélögum og rekstraraðilum Gallerís Sólons Íslanduss á árunum 1976–1978 og einn af stofnfélögum Nýlistasafns- ins. Magnús var félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og sat í nefndum um val á listaverkum til opinberra listskreytinga. Árið 1972 hlaut Magnús verð- laun í alþjóðlegri samkeppni mynd- listarnema í Lúxemborg og árið 1986 hlaut hann Menning- arverðlaun DV fyrir myndlist auk þess að vera tilnefndur til þeirra árið 1995. Magnús hefur alla tíð átt náið samstarf með eiginkonu sinni Kol- brúnu Björgólfsdóttur (Koggu) á keramikverkstæði hennar við Vesturgötu 5 í Reykjavík. Magnús verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Björgólfsdóttir leir- listarmaður, f. 1952. Börn þeirra eru Elsa Björg heim- spekinemi, f. 1978, sambýlismaður Ragn- ar Hjálmarsson átakafræðingur, og Guðbrandur nemi, f. 1989. Magnús ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og námi við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1972. Á árunum 1972–1975 stund- aði Magnús framhaldsnám við Konunglegu dönsku listaakadem- íuna. Magnús starfaði við myndlist stærstan hluta ævi sinnar, m.a. sem myndlistarkennari og prófdómari við Myndlista- og handíðaskólann. Þá hélt hann fjölmargar einkasýn- Pabbi, ég gleymi aldrei því kalda Feneyjakvöldi er ég sat við kertaljós í litla herberginu mínu og las það er stóð í bréfi þínu til mín. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Ég þráði svo heitt að gefa þér þetta ljóð nú er ég kom til þín og þú varst veikur. En ég var of sein. Eða kannski varst þú of fljótur. En við vitum það vel bæði tvö að ég verð ávallt stelpan þín. Elsa Björg. Það er með trega og hlýhug sem við vinir og vandamenn kveðjum Magnús Ólaf Kjartansson og biðjum honum blessunar. Kynni mín af Magnúsi og Koggu hófust fyrir níu árum er ég spreytti mig í hlutverki hins óörugga vonbið- ils einkadótturinnar. Fljótt varð ljóst að hlutverkaleik- ur í hverri mynd var með öllu leyti óþarfur, ef ekki til trafala, á heim- ilinu á Laugarnestanganum þar sem hispursleysi, heimsmenning og húm- or og húmor fyrir heimsmenning- unni réð ríkjum. Verðandi tengda- syni var tekið með stakri hlýju og er það hans gæfa að hafa fengið að vera húsgangur á heimili Magnúsar og Koggu. Magnús er þekktur fyrir listsköp- un sína, en hann kunni einnig manna best kúnstina að vera til og var óspar á að deila henni með öðrum. Þótt hin síðari ár hafi þungamiðja listsköpun- ar Magnúsar þokast frá striganum að hinum hamingjusamlega gjörn- ingi tilvistarinnar voru skilin ávallt óljós, þar sem listin og listin að lifa deildu sameiginlegum grundvelli í frjóum hugsvifum Magnúsar og næmi. Enn er mér með öllu óljóst hvort svaðilför Magnúsar út á Faxa- flóa einn sumardaginn, með skóflug- arm fyrir ár og vindsængurtuðru fyrir bát, hafi verið einhvers konar háalvarlegur póstmódernískur gjörningur eða birtingarmynd þess leiks og lífsþorsta sem einkenndi Magnús. Magnús var upptendraður af áhuga á öllum sköpuðum hlutum. Þó að hann hafi einkum helgað sig list- um og menningu var hann vel að sér í ólíklegustu efnum öðrum. Jafnvígur á leyndardóma japanskrar garðlist- ar og ævintýri Vilhjálms Stefánsson- ar á norðurslóðum var víst er hellt var upp á kaffi og samræðustellingar mátaðar að framundan væru lifandi stundir og áfangastaður óviss. Með húmorinn að vopni og kaldhæðnina fyrir brynju réðst Magnús til atlögu gegn tilgangsleysi dægurglaumsins, augnablikið fangað og þess notið að vera til á zen-búddískan hátt. Samtölin löng voru aldrei nógu löng og nú verða þau ekki fleiri að sinni. Ég kveð þig með söknuði, fé- lagi, og þakka fyrir mig, Ragnar Hjálmarsson. Genginn er um Gjallarbrú langt fyrir aldur fram bróðir minn Magnús Ólafur Kjartansson, myndlistarmað- ur. Nú var höggvið stórt í raðir myndlistarmanna. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, segir bæði í Njálu og Grettissögu. Nú stend ég hér og get ekki annað, eins og klerkurinn sagði, berskjaldaður, vanmáttugur og bróðurlaus. Eftir lifir þó minningin um góðan dreng, sem féll með sæmd. Við ólumst upp við leik og störf í Kleppsholtinu og var oft kátt á hjalla og gleðin ríkjandi. Akurinn þar nán- ast óplægður, leikvöllurinn holtið sjálft, Vatnagarðarnir, sjórinn, fjar- an og Kleppstúnin. Náin snerting við náttúruna sem mótaði hann og snart alla tíð, sérstaklega fuglar himinsins. Hann varð fljótt afar liðtækur í íþróttum, snöggur, fimur og snar, sérlega í fót- og körfubolta. Varð þó að leggja þær af vegna gigtsjúkdóms en þá stefndi hann í fremstu röð í þeim greinum. Það kom fljótt í ljós að hann var af- ar listhneigður og skapandi. Eftir myndlistarnámskeið í MR fann hann fjölina sína eins og strákarnir okkar ná stundum að gera. Út á listabraut- ina skyldi lagt og tók það hug hans allan. Hann nam fyrst hér heima, síðar á Kúnstakademíunni í Kaup- mannahöfn. Hann lauk sínu námi eins og flestu sem hann tók sér fyrir hendur með miklum sóma. Auðvitað var líf hans eins og svo margra ann- arra enginn dans á rósum. Hann var í senn hippi, bóhem, heimsborgari, lífskúnstner, síðast en ekki síst sann- ur Íslendingur með ríka þjóðar- kennd. Hann kom eins og sprengja inn í íslenska myndlist og skapaði sér sess sem einn af þeim bestu og á ég von á því að hann gleymist þar seint. Hann var í senn vígamaður og friðarsinni. Mörg var hildin háð og oftar en ekki fór hann með sigur af hólmi. Hann felldi Bakkus með snörpu bragði fyr- ir einum tuttugu og fjórum árum og hélt „sá gamli“ sig frá honum eftir það. Hins vegar stóð hann ekki af sér bardagann við manninn með ljáinn frekar en aðrir, en það var hörð og snörp orusta þar til Magnús féll. Ég reyni að hugga mig við að það hljóti að hafa verið alvarlegur skortur á „topplistamönnum“ þar efra. Eftir situr minning um góðan bróður og félaga í blíðu og stríðu. Alloft stóðum við bak í bak, en nú er ég æði berskjaldaður. Ef ég á að lýsa honum í fáum orðum þá var hann stærri en landið sem hann ól. Far í friði, þinn bróðir Guðbrandur. Við Magnús bróðursonur minn vorum að skoða list yngri listamanna á Smithsonian safninu í Washington, D.C. árið 1971. Með hægð, gaum- gætni og athygli skoðaði hann verk eftir Morris Lewis, Pollock, Rothko og fl. Mér fannst nóg komið og vildi sýna honum meira og sagði: „Hver myndi vilja hengja þetta á sína veggi?“ Um stund hélt hann áfram að skoða en sneri sér svo við og spurði rólega: „Hefur þú kynnt þér nýlist það vel að þú getir dæmt hana?“ Ég: „Neiei.“ Hann: „Þú hefð- ir átt að læra af honum pabba þínum, sem sagði eitthvað á þessa leið, þeg- ar hann sá sér ókunna list. „Jæja, þetta er óvenjulegt, er þetta dæmi um það, sem er kennt í skólum í dag?““ Eftir þetta fór hann einn að skoða söfn, en ég skrifaði lista yfir mörg söfn og gallery á svæðinu og gaf hon- um gott kort. En ég gat ekki beðið eftir að hann kæmi heim á kvöldin svo að ég og fjölskyldan gætum heyrt um það sem hann hafði heyrt og séð. Við lærðum margt af honum. Hann rétt mundi föður sinn, sem var einn af þeim síðustu sem dóu úr berklum á Íslandi. En hann og Eydís höfðu stofnað sér lítið menningar- heimili, enda var hann víðlesinn og hún sérlega hög og vandvirk, stöðugt að skapa. Það var eðlilegt að börnin yrðu sérstök. Strax og Maggi gat setið raðaði hann sínum kubbum, þannig að mér fannst afleitt þegar hann felldi þá. Stóðið af litlu hestunum sem höfðu hangið um hálsstútana á White Horse whiskey hafði hann málað í fjölda lita íslenskra hesta. Síðan komu bátar og skip og dúfnakofar. Systkinin sungu og spiluðu, mál- uðu og lærðu og máluðu. Magnús var umfram allt góður drengur. Ég þakka honum sanna vináttu. Öll fjölskylda mín sendir Kol- brúnu, börnunum Elsu og Guð- brandi, móður hans og systkinum innilegar samúðarkveðjur. Hallfríður G. Schneider. Ég sá Magga frænda minn síðast 17. júní. Þau komu fyrir hornið á Hafnarstræti og Vesturgötu þrjú saman; Maggi spengilegur með ljós- an makka, Kogga glæsileg að vanda og sonurinn Guðbrandur, alnafni afa. Vesturgatan var gatan þeirra. Þar hefur Kogga lengi rekið leirlista- verkstæði og þar unnu þau Maggi samhent við framleiðsluna. Alltaf var gaman að líta inn hjá þeim þar. Þegar ég var lítil var líka gaman að koma í heimsókn á Hjallaveg 7. Þar bjuggu Dísa og börnin þrjú, Guggi, Gréta og Maggi, ásamt hundinum Gosa. Allt frá því að Maggi var lítill var ljóst að hann yrði listamaður. Hann var sífellt að skapa og fyrir mig var ævintýri að skoða meistara- verk stóra frænda. En Maggi var ekki bara myndlistarmaður, hann var líka tónlistarmaður, lék á gítar og á banjó sem var sjaldséð hljóðfæri á Íslandi. Þegar Maggi var í MR var hann tíður gestur á heimili afa og ömmu á Ásvallagötu. Þá var gaman að heyra óminn af lífinu í MR. Ekki urðu sögurnar síðri eftir að hann hóf nám í Myndlistaskólanum. Þar kynntist hann ástinni sinni Koggu. Hún kom að austan, dökk og dul- arfull. Hún var ekki aðeins mikil listakona, hún gat líka leikið og sungið eins og Marlene Dietrich. Þegar ég hóf nám í Lundi haustið 1972 voru Maggi og Kogga við fram- haldsnám í Kaupmannahöfn. Á ferð- um mínum til Hafnar gisti ég oft á heimili þeirra á Amager. Þau voru á kafi í heimi lista og opnuðu hann fyr- ir mér. Við þræddum listasöfn og Maggi fræddi mig um sögu lista- verkanna. Hann hafði einstaka frá- sagnargáfu og alltaf stutt í kímnina. Við hlógum dátt á þessum tíma og héldum því áfram þegar við hittumst síðar. Við hittumst í fjölskylduboð- um og göngutúrar inn Sæbrautina enduðu stundum með rabbi á Laug- arnestanga. En oftast hitti ég Magga á förnum vegi. Hann var eins og afi Guðbrandur miðbæjarmaður og gaf sér tíma til að spjalla. Maggi hafði sérstaka sýn á lífið og fór maður víð- sýnni af hans fundi. Fundirnir verða ekki fleiri. Dauðinn greip svo mis- kunnarlaust inn í líf þessa skemmti- lega frænda míns. Ég sendi Koggu, Elsu og Guð- brandi, Dísu og Gugga og Grétu og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Inga Dóra Björnsdóttir. Magnús Kjartansson myndlistar- maður er látinn langt fyrir aldur fram eftir stutta glímu við erfiðan sjúkdóm. Hann var elskulegur tengdafaðir Ragnars sonar míns og einn hans besti vinur. Umhyggja hans fyrir börnunum okkar, eins og hann nefndi Elsu sína og Ragnar, var mikil og einstaklega falleg. Ég kynntist honum fyrst að ráði fyrir tæpum áratug þegar hann hringdi stundum á morgnana til að gá að dóttur sinni. Hann vildi vita hvort lít- ill ástarfugl hefði sest á grein í garð- inum mínum þar sem Ragnar bjó. Sú var ævinlega raunin. Vandinn var að ástarfuglinn var á bílnum hans og Magnús þurfti á honum að halda. Síðan hafa samtölin orðið mörg og það síðasta var fyrir nokkrum vik- um. Þá hringdi hann af sjúkrahúsinu og vildi tala um börnin okkar, birt- una sem stafaði af þeim og framtíð- arhorfur þeirra. Það samtal geymi ég í hjartanu. Við hlógum líka að kár- ínum lífsins og hann sagði að það væri enginn vandi að vera veikur, það væri miklu erfiðara að eiga veik- an ástvin. Hann var bjartsýnn en enginn má sköpum renna. Nú er skarð fyrir skildi í samhentu fjölskyldunni á Laugarnestanganum og víst er að ekki verður auðvelt að greina veginn framundan. En framá- við liggur hann og í farteskinu er lif- andi minningin um þann góða dreng sem nú er allur. Hún gefur styrk. Ég kveð Magnús með söknuði og þakka fyrir að hafa fengið að eiga hann að félaga og fjölskylduvini. Við Friðrik og Sigríður Fransiska send- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Koggu, Elsu og Guðbrands; þeirra er missirinn mestur. Guð blessi minningu Magnúsar Kjartanssonar. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Magnús Kjartansson, einn mesti listamaður landsins, er látinn. Kynni okkar hófust er við stund- uðum nám við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands um 1970 og kom fljótt í ljós að sameiginleg áhugamál okkar voru fjölmörg. Skoðanir okkar lágu saman á myndlistarsviðinu sem og ýmsum öðrum sviðum. Þar með var hafin áralöng vinátta sem hefur staðið óslitið síðan og var á tíðum mjög náin þótt samskiptin hafi verið orðin strjálli hin síðari ár. Þegar ég sá fyrst verk Magnúsar var það á nemendasýningu Mennta- skólans í Reykjavík í Casa Nova. Hann sýndi þar „monumental“ myndir í hálf „súrrealískum“ stíl. Ég var þá nemandi í MHÍ og gleymi aldrei verkum þessa unga mennta- skólapilts. Við kynntumst u.þ.b. ári seinna í MHÍ og eftir námið í MHÍ urðum við báðir nemendur hjá stór- meistara norrænnar „geometríu“, Richard Mortensen, við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn. Erfitt er að rekja listferil Magn- úsar þar sem hann tók ýmsar skrykkjóttar beygjur í list sinni. Hið glögga auga Magnúsar gat lyft öllu upp í æðra veldi. Kornungur var Magnús búinn að ganga í gegnum ótrúlegustu tímabil í myndlist. Hann var aldrei einnar-myndar- maður. Maður vissi aldrei hverjum andskotanum hann tæki upp á næst. Á Kaupmannahafnarárunum hóf hann að kanna eiginleika litarins. Hann tók undirstöðuþætti myndlist- arinnar kerfisbundið fyrir. Eftir það tekur við tímabil klippi- mynda (collage) og blandaðrar tækni og hélt hann mjög eftirminnilega sýningu á þeim á Kjarvalsstöðum 1976. Þar á eftir tók við fótógrafískt tímabil og einnig vinnur hann að þrí- víðum verkum úr járni. Seinna málar hann sjálfsmyndir með trúarlegu ívafi. Hann sýndi þau verk á Kjar- valsstöðum 1994 og fór sú sýning til Spánar, Grikklands og Svíþjóðar og vakti mikla athygli. Því miður hætti Magnús um hálffimmtugt við gerð átakamikilla málverka, en fæst við gerð lítilla ævintýramynda þar sem hugmyndaauðgi hans fékk notið sín. Honum gekk vel að selja þau verk og sagðist hann þurfa að fá fyrir salti í grautinn því lífsbarátta listamanna er oft mjög erfið. Einnig fékkst hann við að skreyta keramik hjá Koggu, sem er mjög sérstakur þáttur í hans listferli þar sem kímni og erótík fengu notið sín í lifandi teikningu á postulíninu og aldrei má vanmeta. Ég veit að hér er aðeins um fátæklega og yfirborðs- lega upptalningu að ræða. Vonandi verða honum gerð ýtarlegri skil síð- ar á öðrum vettvangi. Alltaf átti ég samt von á að Magn- ús tæki stóra pensilinn aftur og léti duglega til sín taka. Ég held að allir myndlistarmenn, sem kynntust Magnúsi, hafi öfundað hann af hans næma innsæi og tæknilegu færni. Hann var mikill dellukall hvort sem sneri að Íslendingasögunum, Knut Hamsun eða blómarækt – það var aldrei nein hálfvelgja hjá honum. Magnús Kjartansson var ekki bara hæfileikamikill myndlistarmað- ur, heldur bjuggu einnig í honum miklir tónlistarhæfileikar. Það vita ekki margir að á menntaskólaárum sínum var hann meðlimur í hljóm- sveitinni DRON (danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis). Þar spil- aði hann á rafgítar og söng bítlalög. Margt höfum við Magnús brallað um dagana og ekki allt gott til eft- irbreytni. Atburðarásin tók oft óvænta og háskalega stefnu þegar þegar við vorum saman. Stundum var prakkaraskapurinn í fyrirrúmi. Eitt sinn var vinsæl ung- lingahljómsveit að spila í Glaumbæ. Magnús kom við í eldhúsi móður sinnar og tók pipar ófrjálsri hendi. Við félagarnir komum okkur síðan fyrir á svölunum fyrir ofan hljóm- sveitina og sáldruðum pipar yfir hana, sem gafst hnerrandi upp í miðu lagi þurrkandi tárin úr augun- um og þá varð „pása“. Þrátt fyrir feimni sína og ófram- færni var Magnús svo lúnkinn að hann krækti í flottustu og hæfileika- mestu stúlku skólans. Hina aust- firsku Kolbrúnu Björgólfsdóttur, sem flestir landsmenn þekkja undir nafninu Kogga. Í dag er hún einn frumlegasti keramikker landsins. Þau byggðu einstaklega fallegt og listrænt heimili á Laugarnestanga. Ef menn gætu dáið eftir stafrófs- röð, tímaröð eða ágætisröð var svo sannarlega ekki komið að Magnúsi. Í dag er settur punktur eftir lífs- hlaup þessa mikla listamanns en list- sköpun hans lifir áfram sem arfur til ókominna kynslóða. Ég kveð hann með sorg í hjarta og sendi innilegar samúðarkveðjur til Koggu, Elsu Bjargar og Guðbrands, einnig til móður hans Eydísar Hansdóttur og systkina hans. Þjóðin stendur fátæk- ari eftir fráfall Magnúsar Kjartans- sonar. Sigurður Örlygsson. Það er mikil gæfa að hafa átt sem næsta nágranna Magnús Kjartans- son, konu hans Koggu og börn hér á Laugarnestanganum. Kynni okkar Magnúsar ná þó lengra aftur, eða til áranna í MR, þegar við vorum bekkj- arfélagar og útskrifuðumst síðar saman sem stúdentar vorið 1969. Magnús var alla tíð sér á parti og hafði yfir sér einhverja dulúð; hann átti það til að læða inn gamansömum athugasemdum sem slógu uppveðr- aða ofurhuga nánast út af laginu og Magnús Ó. Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.