Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 39

Morgunblaðið - 22.09.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 39 settu hugmyndir og hluti í einhvers konar óræða vídd þar sem allt var mögulegt. Síðan brosti Magnús inn í sig eins og hann væri að hugsa eitt- hvað sem mann langaði mikið til að vita hvað var, en hann gaf ekkert meira upp og varð fyrir vikið enn for- vitnilegri. Enginn í bekknum vissi meira um myndlist og listastefnur en hann. En hann var ekki bara einn af þeim sem slá um sig með orðum, heldur skapaði hann strax í mennta- skóla myndverk sem eru mér ennþá skýr fyrir hugskotssjónum. Sérstak- lega minnist ég þó stórra olíumynda sem hann rissaði upp sem skreyting- ar fyrir árshátíð MR sem bar yfir- skriftina Festum Atomicum, – ef ég man rétt. Þar kom í ljós, ekki bara hversu drátthagur hann var, heldur hversu einstaklega frumleg og per- sónuleg yrkisefni myndanna voru, þótt hann væri aðeins á sautjánda ári. Þessar myndir, sem voru hugs- aðar sem skreytingar og unnar á ör- fáum dögum fyrir árshátíðina, eru meðal eftirminnilegustu sjónminja menntaskólaáranna. Og Magnús átti það líka til að vera höfðingi og bjóða okkur bekkjarfélögunum heim til sín í litla húsið á Hjallaveginum í góðar veislur. Að heimsækja Magnús var eins og að koma inn á vísi að vinnu- stofu listamanns. Það duldist engum að hér var að mótast einstakur myndlistarmaður. Á tímum þegar allt er gjaldgengt og lágkúra skrípamyndateiknara og auglýsingamennska er hafin til him- ins var Magnús einn þeirra fáu sem umgengust listina af virðingu og al- vöru, og var sífellt leitandi að hinum hinstu rökum mannlegra athafna, og hlut okkar í sköpunarverkinu. Hann kom mér stundum fyrir sjónir eins og helgur maður, og þegar ég var einhvern tíman spurður að því hver ætti að leika Ólaf Kárason ljósvíking, ef Heimsljós yrði kvikmynduð, svar- aði ég að bragði Magnús Kjartans- son, – ekki vegna þess að ég hafi haldið að hann vildi leika, heldur vegna þess að mér fannst hann svo samgróinn þeirri mynd sem maður gerir sér af listamanni sem huldu- konan hefur kallað og gert að sínum. Það eru aðeins örfáir dagar síðan ég rölti yfir til Magnúsar, þar sem hann stóð úti á stétt hér á Laugar- nestanganum og hélt á hamri og sög og var að vinna við að endurnýja klæðninguna á húsinu sínu. Ekki flögraði að mér þá að þessi ágæti drengur yrði horfinn héðan úr heimi eftir fáeina daga. Ég segi drengur, því Magnús var drengur góður, það reyndi ég oft þegar fjölmiðlar og embættismenn voru að ergja sig yfir jarðarbótum mínum hér á Tangan- um, – þá var Magnús svo sannarlega betri en enginn, og sama get ég sagt um fjölskyldu hans alla. Betri nábúa getur enginn beðið um. Fyrir þetta vil ég þakka þér og svo margt skemmtilegt sem drifið hefur á daga. Hrafn Gunnlaugsson. Það eru að verða 40 ár síðan við Magnús Kjartansson kynntumst, í sumarvinnu við skurðgröft hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Kynnin urðu nánari þegar Magnús hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands með Steinunni konu minni. Síðan hafa tengslin ekki rofnað og vináttan eflst með hverju árinu. Magnús vakti strax athygli í skóla fyrir frábæra hæfileika í myndlist. Og hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar, þótt hann hafi kannski ekki verið innanstokks í fínustu klík- um. Síðasta stóra sýningin hans var í hópi bestu myndlistarsýninga á Ís- landi fyrr og síðar. Ég veit að sá tími kemur að menn munu gera sér grein fyrir mikilvægu lífsverki Magnúsar en hann naut ekki sannmælis í lif- anda lífi. Magnúsi sárnaði þetta vissulega en hann hafði sett það til hliðar og naut sín vel seinustu árin í frjóu samstarfi við konu sína Koggu. Ég held að honum hafi í raun aldrei liðið betur. Hann hafði líka djúpa gleði af börnum sínum báðum, Elsu og Guðbrandi. Magnúsi kom aldrei til hugar að viðra sig upp við mikilvægt fólk sér til persónulegs ávinnings. Hann fór ótrauður eigin leiðir, þurfti í þeim efnum hvorki að leita ráða né aðstoð- ar hjá öðrum. Hann lét sér fátt um finnast, þótt markaðsmenn samtíð- arinnar hömpuðu einhverju fánýti. Magnús var afburða vel heima í myndlist en hann var líka afar mús- íkalskur, spilaði á hljóðfæri og var óvenjulega vel lesinn í fagurbók- menntum. Ég minnist í því sambandi seinasta veiðitúrsins okkar í Þing- vallasveit en þá tókum við okkur hlé frá veiðum um miðjan daginn, fórum heim í bústað og ræddum um fólk og músík, fyrri tíð, sameiginlegar rætur okkar beggja og bækurnar sem við vorum að lesa eða höfðum nýlega lesið. Svo fórum við að veiða aftur og meðan bleikjan vakti á spegilsléttri víkinni og himbriminn kallaði ástina sína undir dimmu Arnarfellinu þögð- um við Magnús. Eins og svo oft áður, því eins skemmtilegt og var að spjalla við hann var ekki síður nota- legt að þegja með honum og fáa hef ég þekkt sem höfðu eins notalega ná- vist og Magnús Kjartansson. Hann gat reyndar líka verið einstaklega glettinn í tiltektum og sumt af því sem við tókum upp á gleymist aldrei. Þau uppátæki verða ekki rifjuð upp hér. Sárast þótti mér að geta ekki kvatt hann, því hann var sannarlega einn nánasti vinur sem ég hef átt. Í því sambandi dugar ekki að æðrast því þá væri ég að bregðast minningu hans og vináttu okkar. Ég á erfitt með að fyrirgefa máttarvöldunum að hafa tekið hann frá okkur en ég treysti því að ég muni hitta hann fyr- ir aftur. Þá munum við taka sveifl- una með flugustönginni, hlusta á himbrimann kalla á ástina sína, því ef hinar eilífu veiðilendur hittast fyr- ir hinum megin, þá eru þær í líki Þingvallavatns á lygnum sumardegi. Og þar þarf engin orð. Við Steinunn sendum Koggu, Elsu og Guðbrandi okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum innilega fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þær getur enginn tek- ið frá okkur. Sigurður G. Tómasson. Fregnin um að vinur minn, Magn- ús Kjartansson, væri látinn kom mér sannarlega á óvart. Ég hafði frétt fyrir nokkru, að hann væri haldinn banvænum sjúkdómi, en var ekki reiðubúinn að kyngja hugsanlegum endi. En endirinn kom, kaldur og miskunnarlaus. Magnús var alltof ungur, of lifandi og of skemmtilegur til að hverfa frá okkur. Með Magnúsi hverfur einn fjölhæfasti og mesti listasnillingur á 20. öld. Ég veit að þetta eru stór orð en ég er persónu- lega reiðubúinn að standa við þau. Magnús var fæddur um miðja síð- ustu öld og allt frá barnæsku streymdu frá honum yndisleg verk, gerð af svo ótrúlegri snilld að augun trúðu því vart að þessar teikningar og litmyndir væru frá barni eða ung- lingi komnar. Ég man, að þegar við sátum saman í menntaskóla, en við útskrifuðumst báðir frá MR 1969, sóttum við báðir myndlistartíma hjá Sverri Haraldssyni listmálara. Þá varð mér fyrst ljóst, að Magnús var fæddur snillingur. Fingur guðs höfðu snortið hann. En Magnús var margt annað. Hann var snjall gítar- isti, einkum í djasstónlist, og mikill heimspekingur. Fátt vissi ég skemmtilegra en að púa með honum stóru vindlana hans, lepja kaffi og hlusta á viðkvæmar, djúpar og fyndnar útleggingar hans á tilver- unni. En Magnús var fyrst og fremst listmálari. Hann bar höfuð og herðar sem listamaður yfir flestalla sam- tímamenn sína og kynslóðir annarra myndlistarmanna reyndar líka. Magnús var kurteis, varkár og auðmjúkur maður. Þetta eru oft þættir sem einkenna mikla lista- menn. Enda var hann tíðum minna áberandi en ýmsir upptroðslusamir kollegar hans en hafði miklu meira til brunns að bera. Magnús féll ung- ur í brunn Bakkusar en reis upp á ný. Að mínu mati gerði hann sínar slökustu myndir á drykkjutímanum en jók aftur kraft sinn og sköpunar- kraft eftir að hann kvaddi hirð Bakk- usar. Stíll hans var gjarnan breyti- legur; stórir litríkir fletir á hreyfingu, litlar, natúralískar vatns- litamyndir, fullar af skoðunum hans og kímnigáfu, og stundum aðstoðaði hann Koggu konu sína í leirlistagerð í kjallara timburhússins á Vestur- götu, þótt hann gerði listaverk ólík hennar, enda í sínum eigin stíl. Stundum þegar ég bursta tennurnar á kvöldin virði ég fyrir mér litlu ker- amíkverkin hans Magga sem standa á handlauginni og fyllist hlýju og að- dáun. Ég skynja hve Magnús gaf okkur mikið. Svo kom Magnús skyndilega með píslarvottaseríu; stór, dökk olíuverk, í svörtu og gulu þar sem frelsarinn burðast með krossinn, oftast niðri við gömlu höfn- ina. Ég þurfti að horfa á þessa fleka nokkrum sinnum áður en merking þeirra rann upp fyrir mér. Ég fékk litla hjálp frá Magga. Þegar ég færði verkin í tal tottaði hann bara vind- ilinn og glotti. Ef ég næði til hans núna og spyrði af hverju hann væri farinn fengi ég sömu viðbrögð; vindlareyk í andlitið og glott. Því þannig var Magnús. En ég er þakk- látur Magnúsi fyrir listina sem hann gaf mér og ótal öðrum. Koggu og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu hluttekningu. Ingólfur Margeirsson. Ekki löngu eftir að ég sneri heim frá námi, sennilega um 1975, fór ég að umgangast myndlistarmenn á líku reki. Einhverra hluta vegna áttu þeir allir sammerkt að hafa snið- gengið form- og hugarfarsbyltingar myndlistarinnar á sjöunda áratugn- um, SÚM og allt það; í staðinn bundu þeir trúss sitt við ný viðhorf í banda- rískri og breskri afstraktlist. Einn þessara myndlistarmanna var Magnús Ólafur Kjartansson. Sameiginlegur vinur réð mér að heilsa upp á hann. Magnús var þá með vinnuaðstöðu undir súð við Austurstræti, ekki langt frá gömlu vinnustofu Kjarvals. Sem var við hæfi, þar sem hann hafði alist upp við myndir Kjarvals á heimili afa síns, Guðbrands Magnússonar í Áfenginu. Mig rámar í að ekki hafi verið hægt að standa uppréttur nema und- ir bláburstinni í kompunni; eina birt- an kom frá litlum ofanglugga og daufri ljósaperu. Og undir bláburs- tinni stóð Magnús í miðjum hafsjó pappírsrifrilda, límbuðka og gamalla málningardósa frá Slippfélaginu, svo holdgrannur að fötin blöktu utan á honum, alþakin málningarslettum. Birtan féll þráðbeint ofan á ljósan makka og sítt skegg í stíl Frelsara vors, en vindilstubbur í munnvikinu og írónískt, næstum skelmislegt bros slógu á heilagleikann. Á ein- hverju stigi rak ég tærnar í tómar flöskur, trúlega leifar gleðskapar frá því kvöldið áður. Þetta var upphaf hartnær þrjátíu ára vináttu og samstarfs sem á end- anum teygði anga sína alla leið til New York-borgar. Myndina af Magnúsi í málara- kompunni hef ég varðveitt til þessa dags. Og hélt satt að segja að ég þyrfti aldrei að rifja hana upp. Að sönnu vék síðskeggið listamannsins síðar fyrir nettu yfirskeggi í stíl Richards Mortensen, átrúnaðargoðs og kennara Magnúsar við Akademíið í Kaupmannahöfn, ljósi makkinn varð rokkaður og pönkaður en hvarf aldrei; það gerðu flöskurnar hins vegar. En viðmótið, íhygli blönduð launkímni og skarplegri ígrundun málefna, það breyttist ekki. Aðstæðurnar á vinnustofunni náðu ekki að dylja að þar hafðist við listamaður með óvenjulega – og óvenjulega mikla – hæfileika. Upp úr miðjum áttunda áratugnum hafði Magnús unnið sig út úr tærri af- straktlist og hellt sér út í andhverfu hennar, klippimyndir og málaðar myndir byggðar á alls kyns pappírs- aðföngum: lituðum pappír, umbúða- pappír, plakötum og venjulegu papp- írsrusli. Úr þessu skapaði hann margbrotin myndverk, fersk, ljóð- ræn og spurul, borin uppi af krefj- andi viðhorfi til umhverfis okkar. Mér þótti sem ég hefði öðlast innsýn í heim gullgerðarmannsins. Allt virtist leika í höndunum á þessum unga listamanni. Pappírs- verkin gátu af sér annars konar sam- sett verk, uppfull með hugarleikfimi og húmor, í kjölfarið fylgdu mynd- raðir með ívafi ljósmyndatækni þar sem listamaðurinn bryddaði upp á tilvistarlegum spurningum. Þær spurningar öðluðust síðan nýja vídd í ógleymanlegri myndröð hans um trú, von og kærleika sem vekja at- hygli alls staðar þar sem þau eru sýnd. Í eftirgrennslan sinni eftir ein- hvers konar fullvissu eða algildum sannindum, listrænum og siðferði- legum, skar Magnús sig úr þorra samferðamanna sinna í myndlistinni. Í seinni tíð hugsa ég að hann hafi tekið nærri sér skeytingarleysi hins póstmóderníska samtíma um slík áhugamál. Það kann að vera ein skýringin á myndlistarbindindi hans hin síðari ár. En Magnús hætti aldrei að leita og spyrja spurninga, en beindi sjónum sínum í staðinn að heimspeki listarinnar, stóuspeki, sið- ferðilegri heimspeki og bókmennt- um. Að ógleymdri garðyrkjunni, sem var ein af stóru ástríðum hans síðari árin. Sama hvar borið var niður, við- mælendur Magnúsar komu aldrei að tómum kofunum. Varla er hægt að minnast Magn- úsar án þess að nefna til sögunnar konu hans, völundinn Koggu. Sam- band þeirra var einstakt, ekki endi- lega vegna þess að þau væru sam- rýndari en hjón eru flest, heldur vegna þess hve farsællega þau náðu að vinna úr skoðanamun sínum, jafn- vel virkja hann í myndlistarlegu til- liti. Skrautmunirnir sem þau gerðu í sameiningu eru fyrir löngu orðnir sí- gilt sambland leirlistar og frásagn- arlistar. Þeir voru margir vinir Magnúsar Kjartanssonar sem biðu þess að hann tæki aftur upp þráðinn í mynd- listinni þar sem hann lét staðar num- ið fyrir áratug eða svo. Sjálfur nefndi hann stundum að gaman væri að sjá uppstillingar sínar samankomnar á einum stað. Því er óendanlega sárt að þurfa nú að horfa á eftir tiltölu- lega ungum og fjölgáfuðum lista- manni. En mestur er sársaukinn fjöl- skyldu hans. Allt mitt fólk sendir Kolbrúnu, Elsu, Guðbrandi og öðr- um ættingjum innilegustu samúðar- kveðjur. Far vel félagi. Aðalsteinn Ingólfsson. Kæri vinur. Ég hugsa til þín og rifja upp stundirnar sem við eigum sameigin- legar. Minningarnar úr MR verða ljóslifandi. Bekkurinn 6 DE, við er- um fremur skrautlegt lið og höfum látið til okkar taka á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Þú valdir myndlist. Þú skaraðir fram úr og varðst einn af bestu listamönnum þjóðarinnar. Það er erfitt að sjá á eftir þér og jafnframt að hugsa um það sem þú áttir eftir ógert í listinni, en þú komst gríðarlega miklu í verk. Fyrsta sýningin þín í Norræna hús- inu er minnisstæð. Þú varst að fara til Kaupmannahafnar og við skóla- félagarnir litum inn. Flest okkar fjárfestu í mynd. Mín er blá og hvít, þú manst að Eggert valdi þessa rauðu og hvítu, valið var lýsandi fyrir okkur báða. Mín er hér heima eins og þú veist. „Ágúst, viltu ekki skipta henni út?“ spurðir þú ekki alls fyrir löngu. Þú nefndir hana einfaldlega „Mynd“. Laukst henni 25. maí 1974. Ég staldra einnig við hann Ein- stein, sem tapaði glórunni. Hann hefur alltaf verið í uppáhaldi á heim- ilinu. Myndirnar þínar opnuðu augu sonar míns fyrir listinni. Hann hafði þær sem fyrirmyndir þegar hann var lítill. Teiknaði ótal fígúrur og fugla, suma frjálsa og suma í búri. Allt líkt- ist þetta þínum verum. Myndirnar eru mér allar kærar, þær setja mik- inn svip á heimili mitt. Þegar ég skrifa þessar línur hugsa ég um stundirnar sem við áttum með Eggerti vini okkar þegar hann barð- ist upp á líf og dauða við krabba- mein. Þó að þessar stundir hafi verið erfiðar þá voru þær góðar, við vorum sammála um það. Okkar síðustu stundir voru einnig erfiðar, en góðar. Nú hef ég misst tvo af mínum bestu vinum úr MR. Ég skrifa þessar línur við undir- spil Bítlanna. Mér finnst það viðeig- andi. Tónlistin og minningarnar frá MR-árunum eru eitt. Á Hjallaveg- inum, heima hjá þér, glumdi þessi tónlist þegar við komum þar öll sam- an með hvítu kollana í síðasta sinn vorið 1969. Við héldum út í lífið og höfum hvert og eitt markað okkar spor. Maggi, þín spor eru skýr og stór og þau verða ekki máð út, þau bara skýrast með tímanum. Við Katrín og Ragnar Árni send- um innilegar samúðarkveðjur til Koggu, Elsu, Guðbrands, móður þinnar og systkina. Ágúst Ragnarsson. Í mörg ár starfræktum við vinnu- stofur undir sama þaki og Magnús Kjartansson myndlistarmaður. Það var í gamla verksmiðjuhúsinu á Ála- fossi og þar kynntumst við tilfinn- ingaríkum listamanni sem hafði næmt auga fyrir margbreytileika mannlífsins. Þessi hávaxni og bjart- leiti maður var mikill sagnabrunnur og hafði ríka frásagnargáfu. Það berst vindlareykur frá vinnu- stofunni hans Magga og skömmu síðar dynur háttstillt tónlistin um gangana, ýmist sígild, rokkuð eða lagið Stand by your man. Þá vissum við að Magnús var kominn í vinnu- ham og naut sín vel. Magnús var sjálfum sér trúr í listsköpun sinni og elti engar tískusveiflur. Listin var honum hjartans mál. Hann var heil- steyptur, feikilega fjölhæfur og vann meðal annars með Koggu eiginkonu sinni að leirlist. Hann nýtti sér þekkingu sína og menntun til að feta sífellt inn á nýjar brautir. En um leið og hann hafði náð settu marki á einu sviði fórnaði hann því umsvifalaust og hélt á ókunnar slóðir. Þrátt fyrir mikinn listrænan metnað var hann hógvær í sinni sköpun og tranaði sér ekki fram. Hann var í raun aldrei metinn að verðleikum og fékk ekki þá við- urkenningu sem hann átti skilið því hann var afburðalistamaður. Magnús var mikill fagurkeri, allt í kringum hann skipti máli og allt sem hann fékkst við tók hann föstum tök- um. Þegar hann plantaði trjám við heimili þeirra Koggu í Laugarnesi dugði honum ekkert minna en að læra latnesku nöfnin á trjánum. Íbyggnar athugasemdir og mildur hlátur Magnúsar Kjartanssonar heyrist ekki lengur. Við erum öll þakklát fyrir að hafa kynnst þessum ljúfa dreng. Við sendum Koggu, Elsu og Guð- brandi og öðrum ástvinum innileg- ustu samúðarkveðjur. Þóra Sigurþórsdóttir. Helga Jóhannesdóttir. Tolli og Guðrún. Ólafur Már Guðmundsson. Djúpur söknuður greip mig við þá vægðarlausu staðreynd að ég ætti ekki eftir að hitta hann Magnús aftur í þessu lífi, hvorki á förnum vegi né á verkstæðinu á Vesturgötu, en þann- ig bar fundum okkar helst saman síðustu árin. Og það var alltaf gaman og gaf andanum byr undir báða vængi. Þegar ég hugsa um hann Magnús núna er ofarlega í huga mínum að hann hefði aldrei getað orðið annað en myndlistarmaður. Það er kannski alls ekki rétt því að gáfurnar hans voru margvíslegar. En ég trúi því að hann hafi glaður fylgt hjarta sínu, rétt eins og hún Kolbrún, lífsföru- nauturinn á þeirri oft og tíðum erfiðu braut. Lengi framan af kynnum mínum við hann var myndlistarmaðurinn Magnús allsráðandi. En síðar kom einhvern veginn manneskjan Magn- ús æ meira í ljós í mínum augum, svona eitt óvænt lag af öðru sem mér fannst flettast upp og birta mér litrík tilbrigði í persónunni. Og það var svo skemmtileg viðbót við fortíðina: árin í MHÍ, á Tanganum og víðar. Ég harma það að ævin hans Magnúsar varð ekki lengri og votta mína dýpstu samúð þeim Koggu, Elsu Björgu og Guðbrandi, sem og öðrum ástvinum. Bára. Það er alltaf jafn óraunverulegt þegar einhver fellur frá í blóma lífs- ins. Enn óraunverulegra er það þeg- ar sá hinn sami er hrifinn burt snögglega. Við Magnús höfðum ekki hist langa lengi þegar fundum okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.