Morgunblaðið - 22.09.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 45
Atvinnuauglýsingar
Móttökuritari
óskast á Heilsugsæslustöðina í Salahverfi.
Vinnutími frá kl. 12.00-18.15.
Allar upplýsingar gefur Sigurlaug í síma
590 3900 eða sigurlaug@salus.is
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Bárugata 19, mhl. 01-0201 og 02-0101, fastanr. 210-2458, Akranesi,
þingl. eig. Marý Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður,
miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 13:00.
Heiðarbraut 65, mhl. 01-0101 og 02-0101, fastanr. 210-0364, Akranesi,
þingl. eig. Ásgeir Ásgeirsson, gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður,
miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 13:30.
Skagabraut 17, fastanr. 210-1588, Akranesi, þingl. eig. Efnalaugin
Lísa ehf., gerðarbeiðandi Akraneskaupstaður, miðvikudaginn
27. september 2006 kl. 14:00.
Skarðsbraut 15, mhl. 02-0103, fastanr. 210-0662, Akranesi, þingl.
eig. Jóhanna Steinunn Hauksdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 14:30.
Skólabraut 33, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1979, Akranesi, þingl.
eig. Hilda Sigríður Pennington, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
20. september 2006.
Esther Hermannsdóttir, ftr.Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Heiðarlundur 1g, Akureyri (214-7160), þingl. eig. Jón Birgir Gunn-
laugsson og Kolbrún Erna Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Greiðslu-
miðlun hf., Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv.,
miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 10:00.
Helgamagrastræti 40, 01-0101, Akureyri (214-7304), þingl. eig. Æsa
Hrólfsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv.,
miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 10:30.
Sjávargata 4, 01-0101, Hrísey, Akureyri (215-6344), þingl. eig. Birgir
Rafn Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, þriðjudag-
inn 26. september 2006 kl. 12:00.
Sveinbjarnargerði 2C, gistiheimili 01-0101, Svalbarðsstrandarhreppi
(216-0417), þingl. eig. Sveitahótelið ehf,. gerðarbeiðandi Sýslumaður-
inn á Akureyri, miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
21. september 2006.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Dugguvogur 23, 224-7151, Reykjavík, þingl. eig. Stálex ehf. bt. Stein-
ars Þórs Guðgeirssonar hrl., gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 26. september 2006
kl. 13:30.
Tvær spildur úr landi Móa úr Ártúni, Kjalarnesi, þingl. eig. Holdastofn
ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 26. september
2006 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
21. september 2006.
Opið hús!
Laugardaginn 23. september 2006 kl. 14.30
verður opið hús í Flensborgarskólanum.
Tilefnið er að þann dag verður skólanum form-
lega afhent nýtt hús, Hamar, en framkvæmdir
við það hófust 4. apríl 2005.
Afhendingin verður fyrr um daginn en að henni
lokinni verða hús skólans opin og til
sýnis frá 14.30 til 16.00.
Kl. 16.00 verða svo haldnir hausttónleikar kórs
Flensborgarskólans undir stjórn Hrafnhildar
Blomsterberg en þeir eru um leið vígslutónleik-
ar nýs samkomusalar hússins sem kallast Ham-
arssalur. Þeir eru öllum opnir og aðgangur
ókeypis. Veitingar verða í hléinu.
Við hlökkum til að sjá þig á laugardaginn!
Skólameistari.
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Tilkynningar
Aðalfundur OpenHand hf vegna ársins 2005 verður
haldinn föstudaginn 29. september n.k. kl. 16.00 í
Hvammi, Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105
Reykjavík.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 9. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins:
a) um heimild stjórnar til niðurfærslu hlutafjár.
b) um heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Ársreikningur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins
að Hafnarstræti 19, 2. hæð, 101 Reykjavík.
Stjórn OpenHand hf.
Aðalfundur
OpenHand hf.
www.openhand.is
M
IX
A
•
fít
•
6
0
5
1
1
Mat á umhverfisáhrifum
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um
matsskyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um-
hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.
Jarðgöng undir Vaðlaheiði í Svalbarðs-
strandarhreppi og Þingeyjarsveit
Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er
einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun-
ar: www.skipulag.is.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til
umhverfisráðherra og er kærufrestur til
23. október 2006.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
I.O.O.F. 1 1879228 I.O.O.F. 12 18792268½
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
ÍSLANDSGLÍMAN, villt ber, síma-
samband við útlönd og fyrstu ís-
lensku ólympíuverðlaunin eru
myndefni á fjórum frímerkjaröðum
sem Íslandspóstur gefur út 21. sept-
ember.
Fyrsta frímerkjaröðin á þessu
hausti er tileinkuð villtum berjum.
Bláber og jarðarber hafa áður kom-
ið á frímerkjum en að þessu sinni er
myndefnið krækiber og hrútaber.
Frímerkin hafa verðgildið 75 kr.
og 130 kr. Ólafur Pétursson hjá
Skóp hannaði frímerkin.
Vilhjálmur Einarsson er fyrsti Ís-
lendingurinn sem unnið hefur til
verðlauna á Ólympíuleikum. Hann
vann silfurverðlaun í þrístökki á
leikunum í Melbourne árið 1956.
Keppendur á leikunum voru alls
3.184, þar af 371 kona, frá 67 þjóð-
um. Á leikunum vann Vilhjálmur
mesta íþróttaafrek Íslendings til
þess tíma, er hann í annarri umferð
stökk 16,26 metra og setti ólympíu-
met í þrístökki.
Silfurverðlaun Vilhjálms sjást á
frímerkinu og því þótti við hæfi að
prenta verðlaunapeninginn með
99,9% silfurfólíu. Þetta er í fyrsta
sinn sem slík aðferð er notuð við
prentun á íslensku frímerki.
Frímerkið hefur verðgildið 55 kr.
Elsa Nilesen hjá EnnEmm auglýs-
ingastofu hannaði merkið.
Íslandsglíman á frímerki
Íslandsglíman er elsta og sögu-
frægasta íþróttamót á Íslandi og
hennar er nú minnst með útgáfu
smáarkar enda hefur mótið verið
haldið árlega frá árinu 1906. Glím-
una mátti lengi vel telja þjóð-
aríþrótt Íslendinga og hefur hún lif-
að með þjóðinni allt frá
landnámsöld. Glíman er einnig eina
íþróttin sem hefur orðið til á Ís-
landi. Hún gerir miklar kröfur til
iðkenda sinna um tækni og snerpu
og telst til þjóðlegra fangbragða en
af þeim eru þekktar um 150 teg-
undir í heiminum.
Símasamband við útlönd
Árið 1861 samþykkti Alþingi
frumvarp um heimild til að leggja
sæsíma til Íslands og starfrækja
hann í 90 ár. Frumvarpið fékk ekki
staðfestingu konungs og Íslend-
ingar þurftu að bíða í marga áratugi
enn. Samningar náðust loks um
lagningu ritsíma til Íslands sem átti
að ljúka haustið 1906. 534 sjómílna
sæsími var lagður til Seyðisfjarðar
um Hjaltland og Færeyjar. Hann
var tengdur við símstöð Seyð-
isfjarðar 24. ágúst 1906.
Frímerkið hefur verðgildið 65 kr.
Tryggvi T. Tryggvason hjá Himni
og hafi auglýsingastofu, hannaði
merkið.
Fyrstu íslensku ólympíuverðlaunin
á frímerkjum Íslandspósts
FÉLAG heyrnarlausra býður til
málþings – ,,Samskiptatækni
heyrnarlausra“ – í Salnum,
Hamraborg í Kópavogi, föstudag-
inn 22. september kl. 13:00 í til-
efni Dags heyrnarlausra.
Erindi flytja Kristjana Garðars-
dóttir félagsmaður í Félagi heyrn-
arlausra, Kristinn Jón Bjarnason
framkvæmdastjóri Félags heyrn-
arlausra, Valgerður Stefánsdóttir
forstöðumaður Samskipta-
miðstöðvar heyrnarlausra og
heyrnarskertra, Ómar Örn Jóns-
son sérfræðingur frá Símanum,
Guðrún Gísladóttir framkvæmda-
stjóri Heyrnar- og talmeinastöðv-
ar Íslands, Sigurjón Ingvason frá
Póst- og fjarskiptastofnun Íslands,
Sigurður Viðar Ottesen fulltrúi
frá 112, Neyðarlínunni, og Rögn-
valdur Ólafsson frá Almanna-
vörnum. Fundarstjóri er Sigurlín
Margrét Sigurðardóttir varaal-
þingismaður.
Rætt verður um þróun í síma-
málum heyrnarlausra á Íslandi,
myndsímatúlkun, samskiptalausn-
ir frá Símanum, hlutdeild ríkisins
í kostnaði vegna hjálpar- og sam-
skiptatækjum fyrir heyrnarlausa,
hlutverk íslenskra stjórnvalda í
fjarskiptamálum fatlaðra, neyðar-
línuna 112 og SMS og almanna-
varnir.
Fyrirlestrar verða radd- eða
táknmálstúlkaðir.
Málþing um
samskiptatækni
heyrnarlausra
HIN árlega Uppskeruhátíð Brim-
borgar verður haldin hjá Brimborg
við Tryggvabraut á Akureyri nú
um helgina. Opið verður frá kl.11-
16 á laugardag og kl. 12-16 á
sunnudag.
Brimborg býður upp á ofurupp-
skerutilboð á öllum Ford-bifreiðum
út þennan mánuð, en fyrirtækið
heldur upp á tíu ára afmæli starf-
semi sinnar á Akureyri um þessar
mundir.
Ford Explorer Sport Trac, nýi
lúxuspallbíllinn frá Ford, verður
frumsýndur.
Uppskeruhátíð
Brimborgar
á Akureyri