Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 61

Morgunblaðið - 22.09.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 61 NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10:20 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 4:50 - 8 - 10:20 ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ THE WILD m/ensku tali kl. 4 - 6:15 - 8:10 LEYFÐ THE ALIBI kl. 8:10 - 10:20 B.i.16.ára. BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl.3:50 LEYFÐ LADY IN THE WATER kl. 10:20 B.i. 12.ára. OVER THE HEDGE m/Ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ BÍLAR m/Ísl. tali kl. 4 LEYFÐ / KRINGLAN/ ÁLFABAKKI NACHO LIBRE kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. ÓBYGGÐIRNAR m/Ísl tali kl. 4 - 6 LEYFÐ STEP UP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 8 - 10:15 B.i.14.ára. MAURAHRELLIRINN m/Ísl tali kl. 3:50 LEYFÐ FRAMLEIDD AF TOM HANKS. „the ant bully“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ ANNAÐ TÆKIFÆRI ÞARFTU AÐ TAKA FYRSTA SPORIÐ. FRÁBÆR DANSMYND HLAÐIN GEGGJAÐRI TÓNLIST EN MYNDIN KOM HELDUR BETUR Á ÓVART Í USA FYRIR NOKKRU. MEÐ KYNTRÖLLINU CHANNING TATUM (“SHE’S THE MAN”) BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON FRÁ EINHVERJUM MEST SPENNANDI LEIKHÓP SEM ÍSLENDINGAR EIGA Í DAG, VESTURPORT, KEMUR HREINT ÚT SAGT MÖGNUÐ KVIKMYND BÖRN! eeee HEIÐA MBL eee ÓLAFUR H. TORFASON RÁS2 BÖRN ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDSEM FRAM HEFUR KOMIД eeeee LIB - topp5.is “ógleymanleg og mögnuð upplifun sem mun láta engan ósnortinn”eeeeHJ, MBL eeee Tommi - Kvikmyndir.is GLÆNÝ TEGUND AF FERÐAMÖNNUM Takið þátt í spennandi ferðalagi þar sem vil- lidýrin fara á kostum. Ekki missa af fyndnustu Walt Disney teiknimynd haustins. ÓBYGGÐIRNAR „THE WILD“ Sýnd með íslensku og ensku tali ! THE ALIBI Hnyttin spennumynd og frábær flétta.Með þeim Steve Coogan (Around the World in 80 Days), Rebecca Romjin (X-Men) ofl. Hann var meistari á sínu sviði þar til hann hitti jafnoka sinn. DEITMYNDIN Í ÁR Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tárakirtillinn framleiðir tár gleði og sorgar en hrúturinn hikar oft við að láta þau streyma af síðara tilefninu. Gleði og sorgir eiga sér sömu upp- sprettu – hjartað. Leyfðu sjálfum þér að upplifa allan tilfinningaskalann. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið veltir því fyrir sér hvernig það eigi að þekkja sanna vini. Þeir eru fólk- ið sem þú getur hugsað upphátt við og dæmir þig ekki. Allt í lagi, kannski dæma þeir þig, en ekki of harkalega. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það sem tvíburinn skilur af veröldinni hefur kennt honum að treysta því sem hann getur ekki eða mun aldrei skilja. Bogmenn og fiskar eru líklega þeir sem kunna best að meta þína klikkuðu dýpt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Að kveikja eld er lykillinn að því að lifa af í óbyggðunum. Að viðhalda neist- anum í sambandi krefst álíka færni. Höfum í huga að jafnvel hinn mesti logi slokknar á endanum ef við gáum ekki að okkur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það krefst ekki vitsmuna að taka rétta ákvörðun núna. Þekking og rökhugsun hafa ekkert með það að gera. Þú veist hvað er rétt þótt þú vitir kannski ekki hvernig. Sálin hefur talað, hlýddu leið- sögn hennar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gátan í lífi meyjunnar bíður þess að verða leyst. Að finna til stærðar sinnar er hluti af henni. Líka að finna til smæðar sinnar. Besta svarið er líklega einhvers staðar þarna á milli. Einhver í merki fisksins er besti ráðgjafinn þinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hentu reglunum. Ástalífið endurnýjast ef þú gerir uppreisn. Reyndu eitthvað nýtt, gerðu mistök og skemmtu þér betur en þú hefðir gert með því að fara rétt að í fyrstu atrennu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er skrýtið, en sporðdrekinn er oft til í að þiggja ráð frá hverjum sem er, jafnvel ókunnugum. Á sama tíma fær óöryggið þig til þess að draga eigin eðlisávísun í efa. Svörin eru gild. Það ætti að fækka einhverjum spurningum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skilningur bogmannsins á orsök og af- leiðingu nær ekki utan um atburði dagsins. Reyndar hafa aðgerðirnar sem hann hvetur til ekki jafna svörun eða gagnverkun. Kannski kanntu að galdra og ert að komast að því núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin elskar fjölskylduna en upp- lifir óútskýranlegan frið þegar hún er fjarri. Fólk í merkjum fisks eða vogar lætur þér líða eins og mest aðlaðandi manneskju í veröldinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Heimili vatnsberans er yfirráðasvæði hans, staðurinn þar sem hann finnur mesta kraftinn. Samskiptamynstur fjölskyldunnar flækist. Ef þú ert ekki fær um að hjálpa skaltu að minnsta kosti passa að gera ekki illt verra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn fær oft að upplifa það besta í lífinu, vegna þess að hann hlustar. Ein- hver gefur þér tækifæri til þess að láta ljós þitt skína. Gjafir af því tagi berast ekki á hverjum degi, svo þú skalt passa að herða þig. Sólmyrkvi og nýtt tungl í meyju jafnast á við endur- ræsingu, á alheimsvísu. Maður endurnýjar sig á augabragði. Nýtt sjónar- horn gerir manni kleift að hegða sér öðruvísi og njóta annars konar niðurstöðu. Hin töfrum gæddu haust- jafndægur eru á næsta leiti. stjörnuspá Holiday Mathis Eminem stendur í miklu stappivið skilnaðarlögfræðinga um þessar mundir en hann og fyrrum kona hans eru að reyna að skilja í annað sinn. Em- inem, sem heitir réttu nafni Mars- hall Mathers III, sótti um skilnað frá eiginkonu sinni aðeins 82 dögum eftir ann- að brúðkaup þeirra. Samband Eminem við fyrr- um konu sínu, Kimberley Mather, hefur reynst honum drjúgur efnivið- ur í texta á farsælum ferli. Fyrrum hjónin eiga eina dóttur, Hailie Jade Scott, og segjast þau fyrst og fremst hafa velferð hennar í huga. Eins og með Kimberley, hefur Hailie einnig verið söguhetja í mörg- um opinskáum textum eftir Eminem. Á öllu hamingjusamari nótum er hægt að tilkynna um næstu skref Eminem á tónlistarbrautinni. Um er að ræða einslags „blanddisk“ eða „mix-tape“ og kallast hann Eminem Presents: The Re-Up. Kemur hann út í desember en sex ný lög með Eminem munu prýða diskinn. Disk- urinn kemur út á merki Eminem, Shady Records.    Framleiðendur kvikmyndarinnarDays of Glory, sem gerist í síð- ari heimsstyrjöldinni og fjallar um Afríkumenn sem var fórnað í fremstu víglínu í baráttunni við Nasista, vonast til að myndin breytti viðhorfi franskra stjórn- valda í garð fyrr- um nýlenda sinna. Leikstjórinn Rachid Bouchareb sýndi myndina fyrir stuttu fyrir val- inn hóp áhorfenda, og þar á meðal var forseti Frakklands, Jacques Chirac. Málið er, að mati Bouch- areb, að þessir innfæddu hermenn njóta ekki sömu réttinda og franskir kollegar þeirra, hvað varðar bætur og ellilífeyri. Þessir hermenn, sem töldu nokkur hundruð þúsund manns, komu frá Alsír, Marokkó, Túnis og Senegal. Aðalleikarar myndarinnar eru Jamel Debbouze (Amelie), Samy Naceri (Taxi), Roschdy Zem (Live and Become) og Sami Bouajila (The Siege), allt leik- arar sem rekja ættir sínar til Norðu Afríku og byggði samþykki þeirra á því að taka þátt meðal annars á til- finningalegum ástæðum.    Söngkona Black Eyed Peas ogverðandi sólóstjarna, Fergie, spilar nú út öllum slúðurtrompunum með mögnuðum, hneykslanlegum yfirlýsingum í hverju viðtalinu á fæt- ur öðru. Um að gera líka þegar það þarf á plötuauglýsingum að halda og greinileg allt gert til að vekja athygli á plötu hennar, The Dutchess. Nú hefur hún ekki aðeins aukið á yfir- lýsingar sínar um eiturlyfjaneyslu heldur og lýst því yfir að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við annað kvenfólk. Þannig hefur hún sagt að hún myndi glöð skipta um kyn- hneigð ef hún ætti kost á því að næla í kærustu Marilyn Manson, „pinn- öpp“ stúlkuna Ditu von Teese. Fergie barðist við eiturlyfjapúk- ann er hún var meðlimur í stúlkna- bandinu Wild Orchid og fjalla nokk- ur laganna á The Dutchess um þetta tímabíl í lífi hennar. Lagið „Voodoo Doll“ fjallar um baráttu englanna og djöflanna sem búa í hverjum manni og „Losing My Ground" fjallar um það, er Fergie fór hvað lengst niður í neyslunni.    Einni af fremstu rokksveitum sjö-unda áratugarins, The Byrds, hefur verið pakkað inn í box öðru sinni. Árið 1990 kom út veglegur fjögurra diska kassi, samnefndur sveitinni. Hann innihélt öll bestu lög sveitarinnar auk nokkurra óútgef- inna laga. Nýi kassinn heitir hins vegar There Is A Season og þar verður farið yfir feril sveitarinnar í tímaröð. Meðal annars verða lög frá þeim tíma er sveitin kallaðist The Beefeaters og var lagavalið unnið í samvinnu við fyrrverandi Byrds- meðlimi, þá Roger McGuinn og Chris Hillman. Hljómdiskar eru fjórir (með 99 lögum) en auk þess verður mynddiskur, með sjónvarps- upptökum frá því er Byrds voru að finna upp þjóðlagarokkið með lögum á borð við „Mr. Tambourine Man“ og „Turn, Turn, Turn“. Það er Íslandsvinurinn og Byrds- fræðingurinn David Fricke sem skrifar upplýsingatexta með kass- anum en auk þess skrifa þeir Tom Petty, Gary Louris (úr Jayhawks) og Roger McGuinn texta.    Hljómleikaferðalagi Madonnu,hinum svofellda „Játningar- túr“ Confessions tour) lauk í gær í Tókíó. Madonna hefur slegið met, en um er að ræða það tónleika- ferðalag kven- manns sem hefur rakað að sér hvað mestum fjár- hæðum í sögunni. Um 1.2 milljónir manna sóttu tón- leikanna og hagnaður var um 190 milljónir bandaríkjadala. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.