Morgunblaðið - 22.09.2006, Qupperneq 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
NA-átt, 13–18
m/s við s-ströndina
síðdegis, annars 5–
13. Víða léttskýjað. Þykknar
upp á SA- og A-landi og fer að
rigna er líður á daginn. » 8
Heitast Kaldast
15°C 7°C
MEÐALVERÐ flestra
fisktegunda hefur
hækkað um u.þ.b. 10%
frá því í janúar sl. en
dæmi eru um allt að
28% verðhækkun.
Þetta kemur fram í
nýrri verðkönnun verð-
lagseftirlits ASÍ á fiski sem gerð var í verslunum
á höfuðborgarsvæðinu sl. miðvikudag og borin
var saman við könnun sem verðlagseftirlitið
gerði í janúar síðastliðnum.
Könnunin leiddi ennfremur í ljós að mestur
var munur á hæsta og lægsta verði nú á hausaðri
heilli rauðsprettu eða 113%. Þá reyndist 102%
munur á hæsta og lægsta verði á útvötnuðum
saltfiskflökum. Í átján tilvikum af tuttugu og níu
var munur á hæsta og lægsta verði yfir 50%.
Lægsta verðið var oftast í fiskborði Fjarð-
arkaupa í Hafnarfirði eða í alls átta tilfellum.
Hæsta verðið var oftast í versluninni Gallerý
Fiski við Nethyl í Reykjavík eða í ellefu tilvik-
um.
Ýsa er oft á borðum landsmanna. Í ljós kom að
meðalverð á roðflettum beinhreinsuðum ýsu-
flökum hefur hækkað um 10% frá því í janúar
síðastliðnum. Mest hækkun á ýsuflökum hefur
orðið hjá Fiskisögu við Sundlaugaveg. Þar kost-
aði kílóið 880 krónur í byrjun árs en kostar nú
1.090 krónur sem er 24% verðhækkun.
Miklar verð-
hækkanir á fiski
Allt að 113% | 30
SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, segir for-
gangsverkefni í málefnum barna-
og unglingageðdeildar Landspítal-
ans að ráðast í stækkun fyrsta
áfanga BUGL og verði verkinu
lokið vorið 2008. Þetta kom fram á
fundi sem ráðherra hélt í gær þar
sem hún kynnti aðgerðir til að
bæta þjónustu við börn og ung-
menni með geðraskanir, með það
að markmiði að eyða biðlistum á
BUGL.
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir-
læknir BUGL, fagnar því að ráð-
herra skuli kynna hugmyndir um
hvernig bæta megi þjónustuna.
„Sérstaklega líst mér vel á að
grunnþjónusta heilsugæslunnar á
dagsins ljós og aðgerðir séu í sjón-
máli. Hefur stjórnin þó efasemdir
um að aðgerðir ráðherra muni
stytta biðlista. Telur stjórnin það
sæta furðu að ekki sé í áætlun ráð-
herra gert ráð fyrir sérfræðiþekk-
ingu barna- og unglingageðlækna
og að beina eigi grunnþjónustunni
til Miðstöðvar heilsuverndar
barna og heilsugæslunnar þar sem
slík sérfræðiþekking sé ekki fyrir
hendi. Gagnrýnir stjórnin að ráð-
herra skuli ekki bregðast við
gagnrýni sænsku sérfræðinganna
þess efnis að nýliðun í sérfræði-
greininni sé áhyggjuefni. Stjórnin
harmar það jafnframt að samráð
við barna- og unglingageðlækna
skuli hafa verið talið óþarft við
vinnslu aðgerðaáætlunar ráðherra
og segist vonast til að slíkt samráð
verði viðhaft í framtíðinni. | 6
geðraskana á að færast þangað
strax á næsta ári ef ég skil að-
gerðaáætlunina rétt,“ segir Ólafur
og bendir á að hafa beri í huga að
ætla megi að 2–5% barna þurfi á
sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu
að halda árlega en BUGL sinnir í
dag innan við 1%. „Þá er miður að
ráðherra kjósi að horfa fram hjá
harðri gagnrýni sænsku sérfræð-
inganna á stjórnunarfyrirkomulag
BUGL sem þeir telja að dragi úr
skilvirkni deildarinnar og mögu-
leikum hennar til að sinna lykil-
hlutverki sínu á sviði þjónustu,
kennslu og rannsókna,“ segir Ólaf-
ur.
Í yfirlýsingu frá stjórn Barna-
geðlæknafélags Íslands kemur
fram ánægja með að opinber
stefna í málefnum barna og ung-
linga með geðraskanir hafi litið
þessu sviði verði aukin og bætt. Ég
lýsi þó eftir aðgerðaáætlun um
hvernig það verði gert, hvaða
heilsugæslustöðvar ráðherra hef-
ur í huga og hver beri ábyrgð á
framkvæmd þessarar áætlunar,“
segir Ólafur og bendir á að það
veki athygli hversu takmarkað
samræmi sé milli tillagna sænsku
sérfræðinganna sem ráðherra leit-
aði sérstaklega eftir og þeirra til-
lagna sem kynntar voru í gær, t.d.
hvað varðar það stóra hlutverk
sem Miðstöð heilsuverndar barna í
Reykjavík sé ætlað í meðferð geð-
raskana upp að 18 ára aldri.
Efasemdir um að aðgerðir
ráðherra stytti biðlista
„Það á greinilega að fjölga
starfsfólki miðstöðvarinnar veru-
lega úr því að meðferð algengra
Fyrsti áfangi stækkun-
ar BUGL tilbúinn 2008
Yfirlæknir BUGL segir heilbrigðisráðherra horfa framhjá harðri gagn-
rýni sænsku sérfræðinganna á stjórnunarfyrirkomulag deildarinnar
Eftir Steinþór Guðbjartsson
og Silju Björk Huldudóttur
Í GREIN sinni sem birtist í tímaritinu Þjóðmálum
segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og
ævisöguritari að gögn í lokuðu skjalasafni Sænska
lærdómslistafélagsins í Stokkhólmi, sem hann fékk
sérstakt leyfi til að skoða, sýni að það hafi einkum
verið andróður virtra bókmenntamanna á Íslandi
sem kom í veg fyrir að bókmenntaverðlaunum Nób-
els væri skipt milli Gunnars Gunnarssonar og Hall-
dórs Kiljans Laxness árið 1955.
Hafa varla legið á skoðunum sínum
Jón Helgason og Sigurður Nordal skrifuðu Elíasi
Wessén, félaga í sænsku Akademíunni, bréf þar
Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði
Hannes ósannað með öllu hvað réð úrslitum um
ákvörðun Akademíunnar, en Gunnar hefði þó
komið miklu sterkar til greina en áður hefur verið
talið.
Að mati Halldórs Guðmundssonar hafa, þegar
gögn um fundi Akademíunnar í október 1995 eru
skoðuð, bréf íslenskra áhrifamanna ekki haft úr-
slitaáhrif á val Akademíunnar á sínum tíma, þegar
Halldór Laxness hlaut einn Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum.
sem þeir réðu frá því að Gunnar hlyti verðlaunin.
Að sögn Halldórs Guðmundssonar ævisöguritara
hlaut tillaga um að Gunnar deildi verðlaununum
með Halldóri engan stuðning í umræðum Aka-
demíunnar 13. október 1955, en bréf Jóns Helga-
sonar var dagsett 14. október og bréf Sigurðar
Nordal 29. október.
Hannes Hólmsteinn segir í grein sinni: „Þótt bréf
Sigurðar væri ekki skrifað fyrr en eftir hina op-
inberu tilkynningu um verðlaunaveitinguna er það
eflaust prýðileg heimild um skoðanir hans, sem
hann hefur varla legið á við menn mánuðina á und-
an.“
Hafði andstaða á Íslandi áhrif?
Gunnar kom miklu | 50
BJÖRGVIN Halldórsson hyggst á næstunni halda
þrenna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands
og fór fyrsta æfing hans og sveitarinnar fram í
gær. Þar tók Björgvin m.a. lagið með Svölu dótt-
ur sinni. Fyrstu tónleikar Björgvins og sveit-
arinnar fara fram á morgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björgvin æfir með Sinfóníuhljómsveitinni
TVEIR ungir karlmenn voru
dæmdir í gæsluvarðhald til 20.
október nk. í héraðsdómi Reykja-
ness í gærkvöldi. Lögreglan í
Reykjavík handtók mennina í
fyrrinótt á stolnum jeppa en til að
stöðva þá þurfti eftirför sem end-
aði með því að jeppanum var ekið
á húsvegg í Breiðholti. Þrátt fyrir
ungan aldur, en þeir eru 18 og 21
árs, teljast mennirnir góðkunn-
ingjar lögreglunnar og eiga að
baki langan sakaferil.
Mennirnir komust í fréttir fjöl-
miðla þegar þeir voru handteknir
í nágrenni Selfoss sl. þriðjudag
fyrir innbrot í félagsheimilið Ár-
nes í Gnúpverjahreppi, en þá var
auk þess með þeim í för sextán
ára stúlka sem lýst hafði verið eft-
ir. Við handtöku kom í ljós að bif-
reiðinni sem fólkið var á hafði ver-
ið stolið á Húsavík nokkrum
dögum áður og talið er að þau hafi
skilið eftir sig slóð innbrota á leið
sinni um landið, s.s. í sumarbú-
staði, en rannsókn lögreglu er
ekki lokið. Þýfið úr Árnesi fannst
allt í bifreiðinni, auk þess sem tal-
ið er að þýfi úr fleiri ránsferðum
hafi leynst þar.
Einbeittur brotavilji
Lögreglan í Reykjavík flutti
mennina til Keflavíkur í gærdag.
Fengu þeir að dvelja í fangaklefa
þar til farið var með þá fyrir dóm-
ara síðdegis. Ljóst var að ein-
beittur vilji lá að baki brotum
mannanna og þar sem þeir höfðu
ekki látið sér segjast þrátt fyrir
handtöku á þriðjudag þótti ekki
annað úrræði fyrir hendi hjá lög-
reglunni en að krefjast gæslu-
varðhalds yfir þeim þar til mál
þeirra verða að fullu rannsökuð
og ákæra ákveðin. | 6
Ungir sí-
brotamenn
dæmdir
í gæslu-
varðhald