Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 271. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
LEIKSIGUR
VESTURPORT FÉKK FIMM STJÖRNUR
FYRIR HAMSKIPTIN Í LONDON >> 50
NESTIÐ
EKKI PYLSA OG KÓK
HELDUR HEIMAFENGIÐ
ER BESTA LAUSNIN >> 20
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SÍÐUSTU tvær helgar hafa verið
tekin um 50 tonn af hrafntinnu úr
Hrafntinnuskeri, en hún verður not-
uð til viðgerða á klæðningu Þjóðleik-
hússins. Efnið er tekið innan frið-
landsins að Fjallabaki sem friðlýst
var 1979. Flugbjörgunarsveitin á
Hellu sá um að flytja hrafntinnuna
til byggða.
Þegar Þjóðleikhúsið var byggt tók
hönnuður hússins, Guðjón Sam-
úelsson húsameistari ríkisins,
ákvörðun um að klæða það að utan
með blöndu af hrafntinnu og silfur-
bergi. Nú standa yfir viðamiklar
endurbætur á leikhúsinu og hefur
Umhverfisstofnun veitt heimild til að
taka hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri
og silfurberg á Breiðdalsvík.
Fágæt bergtegund á heimsvísu
sótt inn á friðlýst svæði
Í leyfi Umhverfisstofnunar um
efnistöku úr Hrafntinnuskeri segir
að stofnunin telji „Þjóðleikhúsið vera
mikilvægan hluta af menningararfi
þjóðarinnar og telur eðlilegt að við
viðgerð á húsinu sé reynt að færa
það í sem upprunalegast horf“.
Stofnunin bendir jafnframt á að
hrafntinna í hæsta gæðaflokki sé „fá-
gæt bæði á landsvísu og heimsvísu
og náttúruverndargildi hennar hátt
af þeim sökum“. Ekki sé hægt að
gera ráð fyrir að hægt verði að taka
hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri í
framtíðinni. Niðurstaða mælingar
sem gerð var bendir til að á 8 hekt-
ara svæði í Hrafntinnuskeri séu um
400 tonn af hrafntinnu.
Í auglýsingu um friðlýsingu frið-
lands að Fjallabaki segir að óheimilt
sé að „hrófla við bergmyndunum“,
en jafnframt segir að efnistaka og
annað jarðrask á friðlandinu sé háð
samþykki Umhverfisstofnunar.
Strangar reglur gilda um umferð
ökutækja í friðlandinu.
Um 70 félagar í flugbjörgunar-
sveitinni á Hellu tóku þátt í að flytja
hrafntinnuna úr Hrafntinnuskeri, en
sveitin samdi við Fjársýslu ríkisins
um að tína hrafntinnuna upp og
koma henni til Hafnarfjarðar þar
sem hún verður unnin.
Svanur Lárusson, formaður Flug-
björgunarsveitarinnar, sagði að
hrafntinnan hefði verið tínd upp af
jörðinni á um tveggja hektara svæði.
Hún hefði verið flutt á sexhjólum um
hálfs kílómetra leið þar sem henni
var komið á vörubíla. Strangar kröf-
ur hefðu verið gerðar um frágang að
efnistöku lokinni. Rakað hefði verið
yfir öll hjólför. Svanur sagði að veðr-
un í vetur sæi um að þurrka út öll
ummerki um efnistöku í Hrafntinnu-
skeri og raunar hefðu þau verið mjög
lítil.
Sækja 50 tonn af hrafn-
tinnu í Hrafntinnusker
Í HNOTSKURN
»Upphaflega var áformaðað taka hrafntinnu úr
Hrafntinnuhrygg, en síðar
kom í ljós að líklega var þar
ekki að finna hrafntinnu í
nægilega miklu magni.
»Hrafntinnan er tínd upp afjörðinni á um tveggja
hektara svæði. Steinarnir eru
2–5 kíló hver.
»Umhverfisstofnun lagðiáherslu á að taka ekki alla
hrafntinnu á svæðinu sem
leyft var að tína á.
INNRÁS tónlistar- og ráðstefnuhússins við aust-
urhöfnina í Reykjavík er augljóslega hafin. Búið
er að jafna Faxaskála við jörðu. Menn þurfa þó
ekki að leggja á flótta, líkt og ef innrás frá Mars
væri á ferðinni, en engu að síður er betra að vera
ekki fyrir þegar risavaxnar vinnuvélar brjóta
niður bygginguna. Senn verða mundaðir tón-
sprotar, fiðlubogar og flautur á þessum slóðum
þar sem áður var sýslað við fisk.
Morgublaðið/RAX
Innrás tónlistarhússins
MAÐUR sem tilheyrir Amish-
samfélaginu dregur son sinn í vagni
á leið til jarðarfarar einnar stúlk-
unnar sem var myrt í barnaskóla í
Pennsylvaníu á mánudag. | 16
Reuters
Söknuður
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
SIÐANEFND fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings hóf í gær rannsókn
á hneykslinu í kringum vafasama
tölvupósta fyrrverandi þingmanns-
ins Marks Foleys til 16 ára vikapilts
á þinginu. Í yfirlýsingu nefndarinnar
kom fram, að hún hefði birt á fimmta
tug stefna sem næðu til einstaklinga
og þingskjala, en þær mundu m.a.
leiða til vitnisburða einstakra þing-
manna.
Dennis Hastert, leiðtogi repúblik-
ana í fulltrúadeildinni, neitaði hins
vegar að segja af sér vegna meintrar
vitneskju hans um samskipti Foleys,
en dómsmálaráðuneytið og banda-
ríska alríkislögreglan, FBI, rann-
saka nú málið.
Aðeins eru nokkrar vikur til kosn-
inga en samkvæmt PEW-könnun,
sem birt var í gær, hefur málið haft
óveruleg áhrif á afstöðu kjósenda,
Íraksstríðið skipti mestu máli.
Athyglin beinist að Reynolds
Athygli FBI beinist einkum að
Kirk Fordham, fyrrum starfs-
mannastjóra Foleys, og síðar þing-
manninum Thomas Reynolds, en að
sögn lögmanns hans varaði hann
leiðtoga neðri deildarinnar við at-
hæfi Foleys fyrir árið 2005.
Þá fullyrðir ABC-sjónvarpsstöðin
að Fordham hafi boðist til að af-
henda henni upplýsingar um afsögn
Foleys gegn því að hún birti ekki op-
inskáustu tölvupósta hans. Segja
stuðningsmenn Fordhams hann
gerðan að blóraböggli fyrir Hastert.
Rann-
saka mál
Foleys