Morgunblaðið - 06.10.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.10.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 271. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LEIKSIGUR VESTURPORT FÉKK FIMM STJÖRNUR FYRIR HAMSKIPTIN Í LONDON >> 50 NESTIÐ EKKI PYLSA OG KÓK HELDUR HEIMAFENGIÐ ER BESTA LAUSNIN >> 20 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SÍÐUSTU tvær helgar hafa verið tekin um 50 tonn af hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri, en hún verður not- uð til viðgerða á klæðningu Þjóðleik- hússins. Efnið er tekið innan frið- landsins að Fjallabaki sem friðlýst var 1979. Flugbjörgunarsveitin á Hellu sá um að flytja hrafntinnuna til byggða. Þegar Þjóðleikhúsið var byggt tók hönnuður hússins, Guðjón Sam- úelsson húsameistari ríkisins, ákvörðun um að klæða það að utan með blöndu af hrafntinnu og silfur- bergi. Nú standa yfir viðamiklar endurbætur á leikhúsinu og hefur Umhverfisstofnun veitt heimild til að taka hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri og silfurberg á Breiðdalsvík. Fágæt bergtegund á heimsvísu sótt inn á friðlýst svæði Í leyfi Umhverfisstofnunar um efnistöku úr Hrafntinnuskeri segir að stofnunin telji „Þjóðleikhúsið vera mikilvægan hluta af menningararfi þjóðarinnar og telur eðlilegt að við viðgerð á húsinu sé reynt að færa það í sem upprunalegast horf“. Stofnunin bendir jafnframt á að hrafntinna í hæsta gæðaflokki sé „fá- gæt bæði á landsvísu og heimsvísu og náttúruverndargildi hennar hátt af þeim sökum“. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir að hægt verði að taka hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri í framtíðinni. Niðurstaða mælingar sem gerð var bendir til að á 8 hekt- ara svæði í Hrafntinnuskeri séu um 400 tonn af hrafntinnu. Í auglýsingu um friðlýsingu frið- lands að Fjallabaki segir að óheimilt sé að „hrófla við bergmyndunum“, en jafnframt segir að efnistaka og annað jarðrask á friðlandinu sé háð samþykki Umhverfisstofnunar. Strangar reglur gilda um umferð ökutækja í friðlandinu. Um 70 félagar í flugbjörgunar- sveitinni á Hellu tóku þátt í að flytja hrafntinnuna úr Hrafntinnuskeri, en sveitin samdi við Fjársýslu ríkisins um að tína hrafntinnuna upp og koma henni til Hafnarfjarðar þar sem hún verður unnin. Svanur Lárusson, formaður Flug- björgunarsveitarinnar, sagði að hrafntinnan hefði verið tínd upp af jörðinni á um tveggja hektara svæði. Hún hefði verið flutt á sexhjólum um hálfs kílómetra leið þar sem henni var komið á vörubíla. Strangar kröf- ur hefðu verið gerðar um frágang að efnistöku lokinni. Rakað hefði verið yfir öll hjólför. Svanur sagði að veðr- un í vetur sæi um að þurrka út öll ummerki um efnistöku í Hrafntinnu- skeri og raunar hefðu þau verið mjög lítil. Sækja 50 tonn af hrafn- tinnu í Hrafntinnusker Í HNOTSKURN »Upphaflega var áformaðað taka hrafntinnu úr Hrafntinnuhrygg, en síðar kom í ljós að líklega var þar ekki að finna hrafntinnu í nægilega miklu magni. »Hrafntinnan er tínd upp afjörðinni á um tveggja hektara svæði. Steinarnir eru 2–5 kíló hver. »Umhverfisstofnun lagðiáherslu á að taka ekki alla hrafntinnu á svæðinu sem leyft var að tína á.                                       INNRÁS tónlistar- og ráðstefnuhússins við aust- urhöfnina í Reykjavík er augljóslega hafin. Búið er að jafna Faxaskála við jörðu. Menn þurfa þó ekki að leggja á flótta, líkt og ef innrás frá Mars væri á ferðinni, en engu að síður er betra að vera ekki fyrir þegar risavaxnar vinnuvélar brjóta niður bygginguna. Senn verða mundaðir tón- sprotar, fiðlubogar og flautur á þessum slóðum þar sem áður var sýslað við fisk. Morgublaðið/RAX Innrás tónlistarhússins MAÐUR sem tilheyrir Amish- samfélaginu dregur son sinn í vagni á leið til jarðarfarar einnar stúlk- unnar sem var myrt í barnaskóla í Pennsylvaníu á mánudag. | 16 Reuters Söknuður Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SIÐANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hóf í gær rannsókn á hneykslinu í kringum vafasama tölvupósta fyrrverandi þingmanns- ins Marks Foleys til 16 ára vikapilts á þinginu. Í yfirlýsingu nefndarinnar kom fram, að hún hefði birt á fimmta tug stefna sem næðu til einstaklinga og þingskjala, en þær mundu m.a. leiða til vitnisburða einstakra þing- manna. Dennis Hastert, leiðtogi repúblik- ana í fulltrúadeildinni, neitaði hins vegar að segja af sér vegna meintrar vitneskju hans um samskipti Foleys, en dómsmálaráðuneytið og banda- ríska alríkislögreglan, FBI, rann- saka nú málið. Aðeins eru nokkrar vikur til kosn- inga en samkvæmt PEW-könnun, sem birt var í gær, hefur málið haft óveruleg áhrif á afstöðu kjósenda, Íraksstríðið skipti mestu máli. Athyglin beinist að Reynolds Athygli FBI beinist einkum að Kirk Fordham, fyrrum starfs- mannastjóra Foleys, og síðar þing- manninum Thomas Reynolds, en að sögn lögmanns hans varaði hann leiðtoga neðri deildarinnar við at- hæfi Foleys fyrir árið 2005. Þá fullyrðir ABC-sjónvarpsstöðin að Fordham hafi boðist til að af- henda henni upplýsingar um afsögn Foleys gegn því að hún birti ekki op- inskáustu tölvupósta hans. Segja stuðningsmenn Fordhams hann gerðan að blóraböggli fyrir Hastert. Rann- saka mál Foleys
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.