Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                          Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/36 Veður 8 Forystugrein 32 Staksteinar 8 Bréf 36 Viðskipti 14 Minningar 38/46 Úr verinu 14 Myndasögur 56 Erlent 16/17 Dagbók 57/61 Höfuðborgin 20 Víkverji 60 Akureyri 20 Velvakandi 61 Austurland 26 Staðurstund 58/59 Landið 21 Leikhús 54 Daglegt líf 22/29 Bíó 58/61 Menning 18, 50/56 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Stefnt er að því að staðfesta nýtt skipurit lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins innan nokkurra vikna. Hjá nýju embætti lögreglustjóra verður lögð áhersla á sýnilega lög- gæslu. » Miðopna  Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð um að Hrunaheiðar séu þjóð- lenda en ekki eignarland prestsset- urs. Þar með var hrundið kröfum Prestssetrasjóðs sem krafðist þess að úrskurður óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi. » 4  Rekstrartekjur borgarsjóðs hafa ekki dugað fyrir almennum rekstr- argjöldum undanfarin fjögur ár. Á sama tíma hefur eigið fé minnkað um 13,4 milljarða króna og má rekja lækkun þess til uppsafnaðs rekstr- arhalla á tímabilinu, að því er fram kemur í skýrslu sem endurskoð- unarsvið KPMG hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg og lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. » 6  Síðustu tvær helgar hafa verið tekin um 50 tonn af hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri en hún verður not- uð til viðgerða á klæðningu Þjóðleik- hússins. Efnið er tekið innan frið- landsins að Fjallabaki sem friðlýst var 1979. » Forsíða Erlent  NATO tók í gær við yfirstjórn er- lendra hersveita í austurhluta Afganistans en þar með lúta allar er- lendar hersveitir í landinu yfirstjórn hershöfðingja Atlantshafsbanda- lagsins. Breytingin sem varð í gær felur í sér að tíu þúsund manna bandarískt herlið í austurhluta landsins fer undir stjórn NATO. » 16  Siðanefnd fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings hóf í gær rannsókn á hneykslinu í kringum vafasama tölvupósta fyrrverandi þingmanns- ins Marks Foleys til 16 ára vikapilts á þinginu. Dennis Hastert, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, neit- aði aftur á móti að segja af sér vegna meintrar vitneskju hans um málið. » Forsíða Viðskipti  Og Vodafone og Vodafone Group hafa samið um nánara samstarf og verður Og Vodafone að Vodafone. Fá GSM-notendur aðgang að Voda- fone Passport-þjónustu en hún leyfir þeim að nota GSM-síma í útlöndum á sama verði og hér heima. » 14 MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Skagafjarðar samþykkti í gær að í aðalskipulagi sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna, þ.e. við Skatastaði og Villinganes. Minnihlut- inn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í meirihluta eru fjórir framsóknar- menn og fulltrúi Samfylkingar. Í minnihluta eru þrír sjálfstæðismenn og fulltrúi VG. Ofangreind tillaga var samþykkt af fulltrúum Framsóknarflokks og Samfylkingar í skipulags- og bygg- ingarnefnd 19. september sl. og lá fundargerð nefndarinnar fyrir sveit- arstjórn til samþykktar. Ákvað sveit- arstjórnin í gær að greiða sérstak- lega atkvæði um tillöguna. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG, óskaði eftir því í upphafi sveitarstjórnar- fundarins að afgreiðslu málsins yrði frestað því þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir sínar hefði hann ekki enn fengið afrit af bréfi Skipulagsstofn- unar vegna óskar sveitarfélagsins um leyfi til að auglýsa aðalskipulagið. Forseti sveitarstjórnar lagði fram frávísunartillögu sem var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3. Bjarni kvaðst í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi vera að íhuga að kæra þessa málsmeðferð til félags- málaráðuneytisins. Í bókunum fulltrúa í minnihluta kom fram undrun á afstöðu fulltrúa Samfylkingar í ljósi yfirlýstrar stefnu flokksins um að vernda jökuls- árnar undir slagorðinu „Fagra Ís- land“. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, for- seti sveitarstjórnar og fulltrúi Sam- fylkingar, lét bóka að mikilvægt væri að halda öllum virkjunarmöguleikum opnum í fyrirliggjandi drögum að að- alskipulagi. „Drögin að aðalskipulag- inu eiga að fara til umræðu og Skag- firðingar eiga að fá tækifæri til þess að láta álit sitt í ljósi varðandi þessa virkjunarkosti. Ekki er ástæða til þess að þrengja þessa möguleika fyrr en vilji Skagfirðinga liggur fyrir.“ Virkjanir í aðalskipulag Fulltrúi VG í sveitarstjórn Skagafjarð- ar íhugar að kæra málsmeðferðina Morgunblaðið/BFH Virkjun Kláfur er yfir Austari Jökulsá, skammt frá Skatastöðum í Austur- dal í Skagafirði þar sem rætt hefur verið um að byggja vatnsaflsvirkjun. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um ríkisstyrkt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Til stendur að semja tímabundið meðan útboð til lengri tíma er undirbúið. Í fréttatilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu í gær segir að vegna eindreginna óska Eyjamanna, sér- staklega varðandi aukið sætafram- boð, sé ljóst að Flugfélag Íslands er eini flugrekandinn sem tilbúinn er með flugvélakost sem mætir þessum óskum. Því hafi samgönguráðherra falið Vegagerðinni að hefja samn- ingaviðræður við Flugfélag Íslands til að koma til móts við þessar óskir heimamanna. Minnt er á það í tilkynningunni að í framhaldi af ákvörðun Landsflugs um að hætta áætlunarflugi til Vest- mannaeyja frá 25. september hafi ríkisstjórnin ákveðið að hefja und- irbúning að ríkisstyrktu flugi á flug- leiðinni. Til bráðabirgða yrði samið við flugrekstraraðila um tímabundið áætlunarflug með fjárhagslegum stuðningi. Hætti árið 2001 Flugfélag Íslands hætti áætlunar- flugi til Vestmannaeyja árið 2001 og var sú ákvörðun liður í umfangsmikl- um sparnaðaraðgerðum en að óbreyttu stefndi í 300 milljón króna tap árið 2001, að því er fram kom í viðtali við Jón Karl Ólafsson, þáver- andi forstjóra félagsins, sem tekið var þegar tilkynnt var um aðgerð- irnar. Varðandi flug til Vestmanna- eyja sagði Jón Karl að þar hefði ríkt hörð samkeppni við ríkisstyrktar ferjusiglingar með Herjólfi og flug lítilla véla á Bakkaflugvöll í A-Land- eyjum. Félagið hafi ekki átt annan kost en velta kostnaðarhækkun út í verðlagið en þá hefði umferð aukist bæði um Bakkaflugvöll og með Herj- ólfi. Semji við Flugfélag Íslands um tímabundið flug til Eyja Í HNOTSKURN » Þegar Flugfélag Íslandshætti áætlunarflugi til Vestmannaeyja árið 2001 hafði félagið haldið uppi áætl- unarflugi þangað í 50 ár. » Árið áður tapaði félagið380 milljónum. » Áætlunarflug til Hafnar íHornafirði var einnig lagt niður 2001. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FREYJA Haraldsdóttir mun á næst- unni heimsækja framhaldsskóla og fræða nemendur og starfsfólk um málefni fatlaðra. Freyja nefnir fyr- irlestrana Það eru forréttindi að lifa með fötlun. Menntamálaráð- herra og félagsmálaráðherra hafa ákveðið að styrkja Freyju vegna verkefnisins. Í gær var opnaður vefur verkefnisins. Markmið Freyju með fyrirlestrunum eru m.a. að opna augu nemenda fyrir heimi fatlaðs fólks, skapa grundvöll um- ræðu við starfsfólk um skóla fyrir alla og benda á að með réttri þjón- ustu og viðhorfum sé ekkert böl að lifa með fötlun. Freyja er mikið líkamlega fötluð. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í desember á síðasta ári. Morgunblaðið/Ásdís Forréttindi að lifa með fötlun STOFNLEIÐ fimm (S5), sem tengir Árbæjar- og Seláshverfi við mið- borgina, hóf akstur á ný í morgun samkvæmt ákvörðun stjórnar Strætós bs. Vagnarnir munu aka sömu leið og ekin var áður en leið S5 var aflögð á liðnu sumri. Ekið verður á annatímum virka daga frá kl 6.30 til kl. 9.00 á morgn- ana og aftur frá kl. 14.30 til 18.00 síð- degis, að því er segir í frétt frá Strætó bs. Árdegis aka vagnarnir að hringtorgi við Hádegismóa á leið sinni frá miðborginni en síðdegis koma vagnarnir að hringtorginu á leið sinni úr hverfinu niður í bæ. Nýr viðkomustaður hefur bæst við akst- ursleiðina, austast á Bæjarhálsi, á móts við hringtorg sem tengir Suð- urlandsveg, Hádegismóa og Selás. Vagnar leiðar S5 aka milli Árbæj- ar og Seláss og áfangastaða á borð við Kringlusvæðið, LSH-Hring- braut, Háskóla Íslands og miðborg- ina án þess að skipta þurfi um vagn. Leið S5 endurvakin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.