Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 16

Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NATO tók í gær við yfirstjórn er- lendra hersveita í austurhluta Afg- anistans en þar með lúta allar er- lendar hersveitir í landinu yfirstjórn hershöfðingja Atlantshafsbanda- lagsins. Breytingin sem varð í gær felur í sér að tíu þúsund manna bandarískt herlið í austurhluta Afg- anistans fer undir yfirstjórn ISAF- sveita NATO, en þar með hefur Bretinn David Richards, æðsti yfir- maður ISAF, yfir 31 þúsund her- mönnum að ráða. ISAF-sveitirnar eru fjölþjóðlegar sveitir á vegum NATO sem ætlað er að vinna að öryggi og stöðugleika í Afganistan. ISAF bar upphaflega aðeins ábyrgð á öryggi í Kabúl en NATO hefur smám saman verið að taka að sér stærra hlutverk og leysa Bandaríkjaher af hólmi úti í sveitum Afganistans. Tóku ISAF-sveitirnar við yfirstjórn í suðurhluta Afganist- ans í sumar, þar sem hefur verið hvað róstusamast, og nú hefur aust- urhluti landsins bæst við. Átta þúsund bandarískir hermenn í sérverkefni Aldrei áður hefur NATO haft jafn- marga hermenn á sínum vegum í einu landi, en sem fyrr segir lúta nú 31.000 hermenn yfirstjórn banda- lagsins. Alls eru þó tæplega 40.000 erlendir hermenn í Afganistan, því að um átta þúsund bandarískir her- menn munu áfram starfa utan ISAF og víkur hlutverk þeirra fyrst og fremst að hryðjuverkaógninni, þ.e. að leita manna eins og Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna, sem álitinn er fel- ast í fjallahéruðum á landamærum Pakistan og Afganistan. Sem fyrr segir tóku ISAF-sveit- irnar við yfirstjórn suðurhluta Afg- anistans í sumar. Verkefnið hefur reynst erfitt og hefur komið til harðra bardaga þar við sveitir talib- ana, sem eiga sín sterkustu vígi í kringum Kandahar og nágrenni. Hafa 32 hermenn frá NATO-ríkjum, sem sent hafa hermenn til suður- hluta Afganistans, einkum Bretlandi og Kanada, fallið í þessum átökum. Fulltrúar Bandaríkjahers lögðu á það áherslu í gær að Bandaríkin myndu áfram leggja mestan liðsafla til ISAF-sveitanna, yfirfærslan á yf- irstjórn í austurhluta Afganistans þýddi ekki að Bandaríkjamenn væru ekki jafnákveðnir í að leggja sitt af mörkum til að tryggja frið og stöð- ugleika og áður. „Sem aðildarríki í NATO munu Bandaríkin áfram verða það ríki sem leggur til hvað flesta hermenn og hergögn,“ sagði Karl Eikenberry hershöfðingi við at- höfn í Kabúl, en hana sótti m.a. Hamid Karzai, forseti Afganistans. Embættismenn segja að nú þegar NATO hefur yfirstjórn öryggismála í öllu Afganistan á sinni könnu verði auðveldara að tryggja samræmi í að- gerðum og stefnu í málaflokknum. NATO axlar aukna ábyrgð !<  K%&1>6 05 0= .N>(  !"#$$$% & '() !*) +* ,-)'() ./ '()  0)'()  0 " K)0  G 3)"= + " 5"-" 0 '  (< '  O 0=( " 0(& 4 3!" $ '1O 3=)=$" <0( )DO 6  $ ' " 0 8 "! 0 / " G 3   0(' $ +               #   1 2)32%4   5  6 $% 5 51 #5 5    #      2574 #   5 1  $% 8 1 $ #5  9 5  )36 $%  5 51#5 5   1 P< # ")0<)'' " & .)0(> H 110=&5 '( '# 33 )01 '7 1< # ")0<)'' H * =.)(1<  )<  0& H 1<6 >( <)('1>1 9@Q> '' #       7.)0 '( R=.)((0  :  3 !(> H !#   3 !(> H )2#  ;  3 !(> H @73H <  "Q& H 5N0 (  4 )3 7.)0 '( 6N!(%>. 0 4N!(%> H =&5 '( ' R=.)((0 H =&5 '( ' <!.N< !C031  &0? # )2)<6)0 &' ( )  36 'H  )06 H@ ' 1100H!( 4735 0H  (3 ' (''3 ' /0(!!3 ' :03 ' :3 ' $0Q H  8)3 ' 8("?)' 87B)<6 05  !) 'H  C@ = @?3 ' Q33 ' 075 3 3Q. !H  3Q.)'H  .( F!!3 ' 5 P'5.)0@ 3 '# :;8 1  33 <)> 1< # ")0<)'' 85   1 .    1 : 9=  1  !  : ) 5 ;< *5  (" ( 7$%  6  1 < 8 5 1  ? 1   @  A    ?5 1 $ 1 2::  $   1>10@Q0'= .N>( B 0>10@Q0'= .N>(  E)10@Q0'= .N>( : Í HNOTSKURN »Bandaríkin hófu hern-aðaraðgerðir í Afganistan 7. október 2001. Með aðstoð bandamanna í Afganistan sjálfu tókst að steypa stjórn talibana af stóli á aðeins nokkrum vikum. Talibönum hefur hins vegar vaxið ásmeg- in á ný undanfarin misseri. » Í kjölfar hernaðarsig-ursins kom NATO til skjal- anna og nú leggja 37 ríki til lið í ISAF-sveitir NATO; sem þýð- ir að ýmis ríki, sem standa ut- an NATO, eiga aðild að þeim. Allar erlendar hersveitir í Afganistan lúta nú yfirstjórn hershöfðingja NATO FJÓRAR af fimm stúlkum, sem myrtar voru í barnaskóla Amish- fólks í Pennsylvaníu í Bandaríkj- unum á mánudag, voru bornar til grafar í gær. Lögregluþjónar og fjölmiðlamenn fylgjast hér með Amish-fólki í hestakerru á leið í jarðarförina. Fimm aðrar stúlkur særðust al- varlega þegar morðinginn, rúm- lega þrítugur maður, hóf skothríð í skólanum og fyrirfór sér síðan. Am- ish-fólkið í Pennsylvaníu sagðist hafa fyrirgefið morðingjanum og hvatti aðra til að gera það sama. Fjölskyldu morðingjans var sagt að henni væri guðvelkomið að dvelja áfram á meðal Amish-fólksins í Lancaster-sýslu. Skömmu áður en hann myrti stúlkurnar hringdi morðinginn í eiginkonu sína og játaði að hafa misþyrmt tveimur ungum börnum kynferðislega fyrir 20 árum. AP Segjast hafa fyrirgefið morðingja stúlknanna NORSKIR steingervingafræðingar hafa fundið stein- gerðar leifar risastórra skriðdýra sem lifðu í hafinu þegar risaeðlurnar reikuðu um jörðina. Steingervingarnir eru um það bil 150 milljóna ára gamlir og fundust á afskekktum hluta Spitzbergen, stærstu eyjunnar á Svalbarða. Þetta eru steingerðar leifar tveggja útdauðra tegunda lagarskriðdýra sem nefnast svaneðlur og hvaleðlur. Ein beinagrindanna sem vísindamennirnir fundu er svo stór að vísindamennirnir kalla hana „sæskrímslið“. Svaneðlur eru sagðar minna á lýsingar á Loch Ness- skrímslinu í Skotlandi. Þeim hefur verið lýst sem „grameðlum hafsins“ en lagarskriðdýrin voru með enn stærri höfuð, að sögn fréttavefjar Aftenposten. Talið er að eðlurnar hafi verið stærstu rándýrin í hafinu á tímum risaeðlanna. Norsku vísindamennirnir lýstu steingervingunum sem „gullnámu“ og undruðust það mjög að svo margar steingerðar leifar skyldu finnast á einum stað. „Það er ekki hægt að ganga þarna meira en 100 metra án þess að finna beinagrind. Það telst undravert hvar sem er í heiminum,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir einum vísindamannanna, Jørn Harald Hur- um. Fundu leifar risastórra „sæskrímsla“ á Svalbarða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.