Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NATO tók í gær við yfirstjórn er- lendra hersveita í austurhluta Afg- anistans en þar með lúta allar er- lendar hersveitir í landinu yfirstjórn hershöfðingja Atlantshafsbanda- lagsins. Breytingin sem varð í gær felur í sér að tíu þúsund manna bandarískt herlið í austurhluta Afg- anistans fer undir yfirstjórn ISAF- sveita NATO, en þar með hefur Bretinn David Richards, æðsti yfir- maður ISAF, yfir 31 þúsund her- mönnum að ráða. ISAF-sveitirnar eru fjölþjóðlegar sveitir á vegum NATO sem ætlað er að vinna að öryggi og stöðugleika í Afganistan. ISAF bar upphaflega aðeins ábyrgð á öryggi í Kabúl en NATO hefur smám saman verið að taka að sér stærra hlutverk og leysa Bandaríkjaher af hólmi úti í sveitum Afganistans. Tóku ISAF-sveitirnar við yfirstjórn í suðurhluta Afganist- ans í sumar, þar sem hefur verið hvað róstusamast, og nú hefur aust- urhluti landsins bæst við. Átta þúsund bandarískir hermenn í sérverkefni Aldrei áður hefur NATO haft jafn- marga hermenn á sínum vegum í einu landi, en sem fyrr segir lúta nú 31.000 hermenn yfirstjórn banda- lagsins. Alls eru þó tæplega 40.000 erlendir hermenn í Afganistan, því að um átta þúsund bandarískir her- menn munu áfram starfa utan ISAF og víkur hlutverk þeirra fyrst og fremst að hryðjuverkaógninni, þ.e. að leita manna eins og Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna, sem álitinn er fel- ast í fjallahéruðum á landamærum Pakistan og Afganistan. Sem fyrr segir tóku ISAF-sveit- irnar við yfirstjórn suðurhluta Afg- anistans í sumar. Verkefnið hefur reynst erfitt og hefur komið til harðra bardaga þar við sveitir talib- ana, sem eiga sín sterkustu vígi í kringum Kandahar og nágrenni. Hafa 32 hermenn frá NATO-ríkjum, sem sent hafa hermenn til suður- hluta Afganistans, einkum Bretlandi og Kanada, fallið í þessum átökum. Fulltrúar Bandaríkjahers lögðu á það áherslu í gær að Bandaríkin myndu áfram leggja mestan liðsafla til ISAF-sveitanna, yfirfærslan á yf- irstjórn í austurhluta Afganistans þýddi ekki að Bandaríkjamenn væru ekki jafnákveðnir í að leggja sitt af mörkum til að tryggja frið og stöð- ugleika og áður. „Sem aðildarríki í NATO munu Bandaríkin áfram verða það ríki sem leggur til hvað flesta hermenn og hergögn,“ sagði Karl Eikenberry hershöfðingi við at- höfn í Kabúl, en hana sótti m.a. Hamid Karzai, forseti Afganistans. Embættismenn segja að nú þegar NATO hefur yfirstjórn öryggismála í öllu Afganistan á sinni könnu verði auðveldara að tryggja samræmi í að- gerðum og stefnu í málaflokknum. NATO axlar aukna ábyrgð !<  K%&1>6 05 0= .N>(  !"#$$$% & '() !*) +* ,-)'() ./ '()  0)'()  0 " K)0  G 3)"= + " 5"-" 0 '  (< '  O 0=( " 0(& 4 3!" $ '1O 3=)=$" <0( )DO 6  $ ' " 0 8 "! 0 / " G 3   0(' $ +               #   1 2)32%4   5  6 $% 5 51 #5 5    #      2574 #   5 1  $% 8 1 $ #5  9 5  )36 $%  5 51#5 5   1 P< # ")0<)'' " & .)0(> H 110=&5 '( '# 33 )01 '7 1< # ")0<)'' H * =.)(1<  )<  0& H 1<6 >( <)('1>1 9@Q> '' #       7.)0 '( R=.)((0  :  3 !(> H !#   3 !(> H )2#  ;  3 !(> H @73H <  "Q& H 5N0 (  4 )3 7.)0 '( 6N!(%>. 0 4N!(%> H =&5 '( ' R=.)((0 H =&5 '( ' <!.N< !C031  &0? # )2)<6)0 &' ( )  36 'H  )06 H@ ' 1100H!( 4735 0H  (3 ' (''3 ' /0(!!3 ' :03 ' :3 ' $0Q H  8)3 ' 8("?)' 87B)<6 05  !) 'H  C@ = @?3 ' Q33 ' 075 3 3Q. !H  3Q.)'H  .( F!!3 ' 5 P'5.)0@ 3 '# :;8 1  33 <)> 1< # ")0<)'' 85   1 .    1 : 9=  1  !  : ) 5 ;< *5  (" ( 7$%  6  1 < 8 5 1  ? 1   @  A    ?5 1 $ 1 2::  $   1>10@Q0'= .N>( B 0>10@Q0'= .N>(  E)10@Q0'= .N>( : Í HNOTSKURN »Bandaríkin hófu hern-aðaraðgerðir í Afganistan 7. október 2001. Með aðstoð bandamanna í Afganistan sjálfu tókst að steypa stjórn talibana af stóli á aðeins nokkrum vikum. Talibönum hefur hins vegar vaxið ásmeg- in á ný undanfarin misseri. » Í kjölfar hernaðarsig-ursins kom NATO til skjal- anna og nú leggja 37 ríki til lið í ISAF-sveitir NATO; sem þýð- ir að ýmis ríki, sem standa ut- an NATO, eiga aðild að þeim. Allar erlendar hersveitir í Afganistan lúta nú yfirstjórn hershöfðingja NATO FJÓRAR af fimm stúlkum, sem myrtar voru í barnaskóla Amish- fólks í Pennsylvaníu í Bandaríkj- unum á mánudag, voru bornar til grafar í gær. Lögregluþjónar og fjölmiðlamenn fylgjast hér með Amish-fólki í hestakerru á leið í jarðarförina. Fimm aðrar stúlkur særðust al- varlega þegar morðinginn, rúm- lega þrítugur maður, hóf skothríð í skólanum og fyrirfór sér síðan. Am- ish-fólkið í Pennsylvaníu sagðist hafa fyrirgefið morðingjanum og hvatti aðra til að gera það sama. Fjölskyldu morðingjans var sagt að henni væri guðvelkomið að dvelja áfram á meðal Amish-fólksins í Lancaster-sýslu. Skömmu áður en hann myrti stúlkurnar hringdi morðinginn í eiginkonu sína og játaði að hafa misþyrmt tveimur ungum börnum kynferðislega fyrir 20 árum. AP Segjast hafa fyrirgefið morðingja stúlknanna NORSKIR steingervingafræðingar hafa fundið stein- gerðar leifar risastórra skriðdýra sem lifðu í hafinu þegar risaeðlurnar reikuðu um jörðina. Steingervingarnir eru um það bil 150 milljóna ára gamlir og fundust á afskekktum hluta Spitzbergen, stærstu eyjunnar á Svalbarða. Þetta eru steingerðar leifar tveggja útdauðra tegunda lagarskriðdýra sem nefnast svaneðlur og hvaleðlur. Ein beinagrindanna sem vísindamennirnir fundu er svo stór að vísindamennirnir kalla hana „sæskrímslið“. Svaneðlur eru sagðar minna á lýsingar á Loch Ness- skrímslinu í Skotlandi. Þeim hefur verið lýst sem „grameðlum hafsins“ en lagarskriðdýrin voru með enn stærri höfuð, að sögn fréttavefjar Aftenposten. Talið er að eðlurnar hafi verið stærstu rándýrin í hafinu á tímum risaeðlanna. Norsku vísindamennirnir lýstu steingervingunum sem „gullnámu“ og undruðust það mjög að svo margar steingerðar leifar skyldu finnast á einum stað. „Það er ekki hægt að ganga þarna meira en 100 metra án þess að finna beinagrind. Það telst undravert hvar sem er í heiminum,“ hafði fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, eftir einum vísindamannanna, Jørn Harald Hur- um. Fundu leifar risastórra „sæskrímsla“ á Svalbarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.