Morgunblaðið - 06.10.2006, Page 25

Morgunblaðið - 06.10.2006, Page 25
mælt með MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 25 Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Norrænir tónlistardagar Norrænir tónlistardagar standa nú sem hæst í Reykjavík. Hátíðin var fyrst haldin í Kaupmannahöfn fyrir 118 árum og hefur allar götur síðan verið miðpunktur í norrænu tónlistarlífi og jafnframt einn mik- ilvægasti vettvangur fyrir nýja nor- ræna tónlist. Mörg af helstu tón- skáldum Norðurlanda í dag eiga verk á hátíðinni og meðal flytjenda eru tónlistarmenn í fremstu röð. Dagskrá hátíðarinnar má finna á www. nordicmusicdays.is. Fjölmiðlamótið í knattspyrnu Fjölmiðlamótið í knattspyrnu fer fram í Fífunni í Kópavogi milli kl. 13 og 17 á laugardag. Þar etja kappi frambærilegustu sparkendur hinna ýmsu miðla og upplagt fyrir gesti og gangandi að virða ljósvaka- og blaðamenn fyrir sér í nýju ljósi. Hefð er fyrir því að fast sé leikið á mótinu og því sjá fremstu dómendur landsins um að keppendur haldi sig á mottunni. Fréttablaðið vann Fjöl- miðlabikarinn í fyrsta sinn í fyrra og lætur hann eflaust ekki baráttulaust af hendi. Útivist Haustið er uppáhaldstími margra en það er nú gengið í garð með til- heyrandi litadýrð. Veður er milt og stillt þessa dagana og því tilvalið að njóta útivistar með fjölskyldu og vin- um. Fólk á höfuðborgarsvæðinu er hvatt til að drekka haustið í sig um helgina, til dæmis við Esjurætur á Kjalarnesi. Þar er stórbrotnar fjörur að finna og útsýni yfir sundin blá og borgina er hvergi betra, að nóttu sem degi. Sé fólk í skapi fyrir hreyfingu er upplagt að rölta hinn sívinsæla Brautarholtshring. Landnámssetrið Fyrir þá sem taka bíltúr fram yfir útivist er tilvalið að renna í Borgar- nes og sækja heim Landnámssetrið. Þar er að finna bráðskemmtilegar og fræðandi sýningar um landnám Íslands og Egils sögu. Einnig má hafa góðan beina í veitingasal set- ursins. Á Landnámssetrinu hefur margrómuð sýning Benedikts Erl- ingssonar, Mr. Skallagrímsson, gengið fyrir fullu húsi frá í vor en uppselt er á allar sýningar í þessum mánuði. Sýningin verður tekin upp á ný næsta vor. Hundasýning Árleg haustsýning Hundarækt- arfélags Íslands fer fram nú um helgina í reiðhöll Fáks í Víðidal og hefst klukkan kl. 9.00 árdegis báða dagana. Sýningin er sú langstærsta sem haldin hefur verið á Íslandi og eru tæplega 700 hundar skráðir til leiks af rúmlega 70 tegundum. Sérstök athygli er vakin á því að síðdegis á laugardag mun Hunda- ræktarfélag Íslands heiðra afreks- og þjónustuhunda ársins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Morgunblaðið/Sverrir San Francisco. AP. | Hótelgestir skilja eftir sig fleira en sokka og blaða- bunka í hótelherbergjunum því að rannsókn hefur leitt í ljós að mikið er af veirum á sjónvarpsfjarstýr- ingum, slökkvurum og jafnvel penn- um eftir að kvefað fólk hefur skráð sig út. Sýklarannsóknin fór fram áður en herbergin voru þrifin, þannig að ekki er líklegt að mörgum ferða- mönnum stafi hætta af veirunum. Hættan getur samt verið fyrir hendi ef herbergisþrifin felast aðeins í því að skipta um lök og þurrka af bað- karinu. „Við vonum svo sannarlega að hreingerningafólkið hafi vandað sig,“ sagði Owen Hendley, barna- læknir sem kynnti niðurstöður rann- sóknarinnar á fundi samtaka banda- rískra örverufræðinga. Undrandi á niðurstöðunni Hættan einskorðast ekki við hót- elin því mörgum yfirsést oft að hreinsa ýmsa hluti sem fólk með kvefpest hefur snert. „Við vitum að veirur geta lifað á yfirborði hluta í langan tíma – lengur en í fjóra daga,“ sagði Birgit Winther, sér- fræðingur í háls-, nef- og eyrna- sjúkdómum við Virginíu-háskóla. Vísindamennirnir rannsökuðu nasaveirur sem valda um helmingi kvefpesta, einkum meðal barna. Þeir fengu fimmtán menn, sem voru með kvef, til að gista á hóteli eina nótt og rannsökuðu hluti sem fólkið sagðist hafa snert. Nasaveirur fundust á um það bil þriðjungi hlutanna. „Við vor- um undrandi á því hversu margar veirur við fundum,“ sagði Winther. Veirur fundust á sjö af fjórtán dyrahúnum og sex af fjórtán penn- um. Sex af fimmtán slökkvurum, sjónvarpsfjarstýringum og vatns- krönum voru með veirur, svo og fimm af fimmtán símum. Veirurnar leyndust einnig á kaffivélum og vekjaraklukkum. Sýklarnir geta leynst víða Morgunblaðið/Ásdís Varasamt Veirur fundust á sjö af 14 dyrahúnum og sex af 14 pennum. heilsa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.