Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 35

Morgunblaðið - 06.10.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 35 UMRÆÐAN www.si.is Fjárhagslega hvata þarf til rannsókna- og þróunarstarfs innan fyrirtækja líkt og Norðmenn, Svíar, Frakkar og fleiri hafa tekið upp. Besta leiðin til þess er að koma á fót endurgreiðslukerfi vegna viðurkenndra rannsókna- og þróunarverkefna. Endurgreiðslur eiga að geta numið allt að 20% kostnaðar en með tilteknu þaki. Skattkerfið verði nýtt í þessu samhengi þannig að þau fyrirtæki sem greiða tekjuskatt fá afslátt en þau sem ekki greiða skatt fá endurgreiðslur. Kerfið er sniðið að norskri fyrirmynd sem ber heitið SkatteFUNN. Úr stefnu Samtaka iðnaðarins Tekið er við skráningu á fundinn á netfangið skraning@si.is eða í síma 591 0100 Samtök iðnaðarins hafa fengið Ragnhild Rønneberg, framkvæmdastjóra SkatteFUNN í Noregi, til að kynna þetta athyglisverða kerfi og reynsluna af því - en hátt í sex þúsund rannsókna- og þróunarverkefni norskra fyrirtækja njóta góðs af því um þessar mundir. Sjá nánar áskorun til ríkisstjórnarinnar, stefnu SI og tillögur á www.si.is Morgunverðarfundur Samtaka iðnaðarins þriðjudaginn 10. október á Grand Hótel frá 8:30 til 10:00 - Ávinningur fyrir alla - Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarstarfs Á NÆSTU misserum er ráð- gerð mikil uppbygging í landi Leirvogstungu og Helgafells í Mosfellsbæ. Þar hafa tún og engi breyst í húsalóðir. Uppbyggingin í landi Helgafells liggur nær ann- arri byggð og aðalútivistarsvæði Mosfellsbæjar sem liggur upp með Varmá. Því þarfnast skipulagning hennar að gæta að því að raska ekki þeim verðmætum sem fyrir eru. Upp með Varmá er hest- húsabyggð, íþróttamiðstöð, Hlé- garður, Brúarland, Álafosskvos og Reykjalundur. Á þessu belti liggur margt af því sem íbúum Mosfells- bæjar þykir vænt um og gegna hlutverki sem sögustaðir og úti- vistarsvæði.. Viðfangsefni bæjaryfirvalda er að tryggja greiða leið úr og í nýju hverfin, ásamt því að samgöngu- kerfið gefi góða heildarmynd fyrir bæinn. Núverandi skipulags- hugmyndir setja tengibraut með umferð allt að 10 þúsund bíla á dag um Álafosskvos, með miklu raski á þeirri veröld sem er þar, út af fyrir sig, og margir líta á sem eitt af skemmtilegum sér- kennum bæjarins. Tengibrautin með sínum mikla umferðarþunga á síðan að fara undir Vesturlands- veginn, en hann verður hækkaður upp um sex metra, þar sem nú er hringtorg við Álafossveg. Að halda áfram í átt að miðbænum. Tengi- brautin heldur síðan áfram með- fram Hlégarði í átt að miðbænum. Styrkur Mosfellsbæjar felst í nálægð við náttúru, ekki síst göngustígum upp með Varmánni og fellunum í kring. Þar liggja sóknarfæri í að þróa fallegan úti- vistarbæ. Það er ekkert sjálfgefið að þessum verðmætum þurfi að fórna þó að byggð þéttist. Því er eiginlega öfugt farið, að eftir því sem fleiri byggingar koma inn á túnin á sveitabæjunum sem áður voru, þeim mun brýnna er að halda í og vernda græn svæði og útivistarmöguleika fólks í Mos- fellsbæ. Það er ekki bara spurning um hvort Varmáin sé á nátt- úruminjaskrá (sem hún reyndar er og hefur númerið 139) eða ekki, heldur hvort við viljum upplifa ríkidæmið sem felst í nálægðinni við náttúruna. Veit ekki hvernig Laugardalur, Fossvogur eða Hellisgerði flokkast með tilliti til náttúruverndarlaga. Eitt er víst að það er mikil samstaða um að vernda þessi svæði til að tryggja lífsgæði þess fólks sem þau nýtir. Ekki er langt síðan að borg- arstjórn Reykjavíkur hætti við fyrirhugaðar húsbyggingar í Laugardal. Ef ekki er rétt haldið á spil- unum þá gæti miðbær Mosfells- bæjar og tengslin við Varmárs- væðið þróast líkt og miðbær Kópavogs gerði á sínum tíma. Sundurskorin af steinsteyptum samgöngumannvirkjum. Hinn möguleikinn er að þróa tengi- brautir inn á stofnleiðir í jaðri byggðar og leyfa hjarta bæjarins að slá með sínum djúpa og rólega takti, eins og t.d. í Hafnarfirði. Lega tengibrautar í gegnum Ála- fosskvos er klárlega ekki besta lausnin þegar Helgafellshverfi er tengt við Vesturlandsveg. Greini- legt er að mikill þrýstingur hefur verið á að leysa málið hratt og stokkið á að útfæra vegstubb sem teiknaður var inn á aðalskipulag fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Þá hefur hann trúlega verið settur inn sem möguleiki fyrir sum- arbústaði frekar en umferð mörg þús- und bíla á hverjum degi. Tveir betri kostir eru ókannaðir þ.e. að leggja und- irgöng undir Vest- urlandsveg við Ásl- and og/eða að færa Þingvallavegamót nær Mosfellsbæ og láta mislæg gatna- mót þar. Þau gætu þjónað Leirvog- stunguhverfi, umferð í Mosfells- dal og á Þingvöll, ásamt Helga- fellshverfi. Leið íbúa Helgafellshverfis yrði 2 – 300 metrum lengri í miðbæ Mosfells- bæjar, en á móti kemur að þeir væru ekki skornir frá upplifun á náttúru og sögu sem er á Varmársvæðinu. Það hljóta að vera allra hagsmunir að endur- skoða þessi áform og tryggja framtíðarmögu- leika Mosfellsbæjar til vaxtar, sem bær í sveit. Sérstaklega eru það hagsmunir verktaka og framkvæmdaaðila að tryggja gæði í skipu- lagningu á umhverfi þess fólks sem setjast mun að í þessu sérlega fagra byggingarlandi, mót suðri og sól. Það gerir íbúðirnar sölu- legri. Að vernda og efla ímynd Mosfellsbæjar Gunnlaugur B. Ólafsson skrifar um skipulagsmál í Mosfellsbæ » Það hljóta að veraallra hagsmunir að endurskoða þessi áform og tryggja framtíð- armöguleika Mosfells- bæjar til vaxtar … Gunnlaugur B Ólafsson Höfundur er í stjórn Varmársamtak- anna í Mosfellsbæ. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.