Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 06.10.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 51 menning STOKKHÓLM-saxófónkvartett leikur stóran þátt í Norrænum músíkdögum í ár. Kvart- ettinn var tilnefndur til Norrænu tónlist- arverðlaunanna á síðasta ári og er fyrir löngu orðinn þekktur víða um veröld fyrir sérstæðan flutning sinn á nútímatónlist. „Við vorum á opnunartónleikunum í gær, erum í dag kl. 15.00 með opið námskeið og fyrirlestur í Listaháskólanum þar sem við opinberum leyndardóma saxófónsins og svo eru aðal- tónleikarnir á morgun,“ segir Jörgen Petters- son sem skipar Stokkhólm-saxófónkvartett ásamt Sven Westerberg, Leif Karlborg og Per Hedlund. Þeir hafa oft áður tekið þátt í Nor- rænum músíkdögum og segja það mjög mik- ilvæga tónlistarhátíð. „Svona hátíðir efla tengslanetið innan tónlistarheimsins, þær eru eins og messa þar sem maður kynnist öðrum tónlistarmönnum, hlustar á það sem er að ger- ast og kemur fróðari heim.“ Raftónlist með saxófónleik Stokkhólm-saxófónkvartett spilar aðallega nútímatónlist og er þekktur fyrir skemmti- legar útsetningar. „Á morgun spilum við verk eftir fimm norræn tónskáld. Við frumflytjum t.d. verk eftir Per Magnus Lindborg frá Nor- egi og svo flytjum við verk eftir Kjartan Ólafs- son sem við frumfluttum í Suður-Afríku í sum- ar. Öll þessi fimm verk eru mjög ólík, það sem er svo áhugavert við nútímatónlist er að hún býr yfir svo mörgum stílum. Nokkur þessara verka verða flutt með raftækni, en raftónlist er oft í verkunum sem við flytjum og fer vel með saxófónspili,“ segir Petterson og bætir við að þeir séu alltaf að vinna með nýjum tón- skáldum. „Við höfum komist í kynni við mikið af nútímatónskáldum og höfum frumflutt óteljandi ný verk. Það er okkur mikilvægt að vinna náið með tónskáldunum þegar við erum komnir með verkið í hendurnar og þróa það í rétta átt. Við semjum ekki sjálfir en mörkin á milli þess að semja og flytja eru stundum ekki skýr því maður verður að bæta svo miklu við tónlistina.“ Kvartettinn var stofnaður árið 1969 af Sven Westberg en í þeirri mynd sem hann er í núna hefur hann spilað í 22 ár, eða síðan Pettersson gekk til liðs við hann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessir sænsku tónlistarmenn koma til Íslands því þeir spiluðu hér á Myrkum mús- íkdögum fyrir tíu árum síðan og komust þá í kynni við íslensk tónskáld sem þeir hafa síðan flutt verk eftir víða um heim. Tónleikar kvartettsins fara fram á morgun, laugardag, kl. 17.00 í Listaháskóla Íslands. Nútímasaxófónleikur frá Svíþjóð Stokkhólm-saxófónkvartett leikur á tónlistarhátíðinni Norrænum músíkdögum á morgun Saxófónn Meðlimir Stokkhólm-saxófónkvartetts segja Norræna músíkdaga mikilvæga til að bæta tengslanet tónlistarmanna og sjá hvað er að gerast í tónlistarheimi nágrannalandanna. Outlander 4X4 Öflug tveggja lítra 136 hestafla vél Staðalbúnaður: • Sítengt aldrif • Álfelgur • Vindskeið • Þakbogar • Skyggðar rúður • ABS hemlalæsivörn • Mikil veghæð, 19,5 cm 26.116 kr. á mánuði 2.495.000 kr. Flottur sportjeppi á frábæru verði Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Miðað við 30% útborgun og gengistryggðan bílasamning SP til 84 mánaða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.