Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 277. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SMÁRALIND ER 5 ÁRA OPIÐ TIL KL 21 KVÖLD FRÁ ENGU EHF. STJÓRNARFORMAÐURINN BARÐI JÓHANNS- SON BYGGIR EKKI SKÝJABORGIR >> 20 LOSTÆTI RÓMANTÍKIN Í SLÁTURGERÐINNI FITA FYRIR HEILA >> 28 Eftir Skapta Hallgrímsson í Washington GEIR H. Haarde forsætisráð- herra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirrituðu í gær samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál ásamt Condoleezzu Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, við há- tíðlega athöfn í utanríkisráðuneyt- inu í Washington. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var viðstaddur. Þá hittu íslensku ráð- herrarnir þrír varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, í Pentagon. Áður en samkomulagið var undirritað sagði Rice að með því væru þjóð- irnar að aðlagast nýjum veruleika með breytingu á sambandi sínu, „öryggissamkomulagi sem hefur verið okkur mjög mikilvægt“. Hún sagði breytingarnar ekki tákna skerðingu á öryggi Íslands. Tryggt væri að Íslendingar myndu hafa bestu mögulegu varn- ir, óháð því hvaða ógnir kynnu að koma fram, hvort sem það væru glæpir eða hryðjuverk, náttúru- hamfarir eða önnur vandamál. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði að viðræður þjóðanna hefðu verið langar og strangar en hann teldi niðurstöðuna viðunandi og hún yrði báðum þjóðum til góðs um ókomin ár. Geir sagði við Morgunblaðið eft- ir athöfnina að Rice hefði undir- strikað, eins og reyndar aðrir framámenn sem íslensku ráðherr- arnir hafa hitt að máli í Wash- ington, að Bandaríkjamenn myndu leggja áherslu á að fylgja eftir ákvæðum um áframhaldandi viðræður þjóðanna og nefndi reglubundnar viðræðar um æfingar og samstarf lögreglu og landhelgis- gæslunnar á Íslandi við samsvarandi stofnanir í Bandaríkjunum. „Þetta eru hlutir sem verður að byrja að vinna í strax. Undirskriftin er mikill áfangi en síðan þarf að fylgja þessu öllu eftir og hér hafa menn lagt áherslu á að greiður aðgangur verði að réttum aðilum hér fyrir vestan í framhaldinu.“ Rice til Íslands Condoleezza Rice upplýsti við undirritunina í gær að sér hefði verið boðið í opinbera heimsókn til Íslands og reiknaði með að koma sem fyrst, en ekki lægi fyrir hvenær af því gæti orðið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samkomulag Valgerður Sverrisdóttir, Geir Haarde, Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Björn Bjarnason í Washington í gær. Samningur um varnir Íslands undirritaður Rice segir samkomulagið ekki verða til þess að öryggi Íslands skerðist Í HNOTSKURN »Forsætisráðherra sagðieftir að varnarsamning- urinn var undirritaður að viðræður um hann hefðu verið langar en niðurstaðan væri viðunandi. »UtanríkisráðherraBandaríkjanna sagði að Íslendingar myndu hafa bestu mögulegu varnir, óháð því hvaða ógnir kynnu að koma fram.  Rice segir | Miðopna Washington. AFP. | Kommúnistastjórn- in í Norður-Kóreu lýsti því yfir í gær, að litið yrði á harðar refsiaðgerðir af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna sem „stríðsyfirlýsingu“, jafn- framt því sem hún hótaði að gera frekari tilraunir með kjarnavopn léti Bandaríkjastjórn ekki af þrýstingi sínum á að gripið yrði til refsiaðgerða. Á sama tíma varaði George W. Bush Bandaríkjaforseti norður-kór- esk stjórnvöld við því, að tilraunir landsins með kjarnavopn væru ógn við friðinn sem myndi hafa „alvarleg- ar afleiðingar“. Bush forseti tók hins vegar fram, að Bandaríkjastjórn myndi leggja áherslu á að leysa deil- una við samningaborðið fremur en að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Enn er eftir að staðfesta að Norð- ur-Kórea hafi í raun gert tilraun með kjarnavopn aðfaranótt mánudags en grunur um sprengingu í fyrrinótt reyndist ekki á rökum reistur. Sammála um nauðsyn aðgerða Engu að síður hafa yfirlýsingar stjórnarinnar í Pyongyang um til- raunirnar valdið spennu og hafa Jap- anar þegar bannað innflutning á vör- um frá Norður-Kóreu. Þá sagði John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, að banda- rísk stjórnvöld myndu leggja fram drög að nýrri ályktun um N-Kóreu í öryggisráðinu í dag sem vonir stæðu til að yrði samþykkt í dag eða á morg- un. Í yfirlýsingu frá Kim Jong-Il, leið- toga N-Kóreu, sagði hins vegar, að refsiaðgerðir myndu koma í veg fyrir að stjórn hans gæti snúið aftur að samningaborðinu. Hóta frekari tilraunum  Kim er tamt að tefla | 18 New York. AFP. | Að minnsta kosti tveir fór- ust þegar eins hreyfils flugvél var flogið á íbúðarhús á austurhluta Manhattan í New York í gær. Ekkert bendir til að um hryðju- verk hafi verið að ræða en orrustuþotur voru sendar á loft yfir nokkrum bandarísk- um borgum þegar fregnir bárust af slysinu. Seint í gærkvöldi fullyrtu bandarískir fjölmiðlar, að íþróttastjarnan Cory Lidle, sem var kastari í New York Yankees-hafna- boltaliðinu, hefði verið flugmaður vélarinn- ar. Leikur grunur á, að bilun hafi orðið í eldsneytiskerfi hennar. AP Reykur Eldur logaði í nokkrum íbúðum háhýsisins eftir áreksturinn í gær. Flugslys á Manhattan Genf. AFP. | Jan Egeland, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær mikla skelfingu ríkja í Írak, ofbeldið og hefndarárásirnar færu stigvaxandi, nú þegar 100 Írakar létu lífið og yfir 1.000 flýðu heimili sín dag hvern. „Átök trúarhópa og hernaðaraðgerðir hafa leitt til þess, að 315.000 manns hafa yfirgefið heimili sín á síðustu átta mán- uðum,“ sagði Egeland í gær. Að hans sögn eru fórnarlömbin einkum lögreglumenn, dómarar, lögfræðingar, blaðamenn og konur, sem láta lífið í svo- kölluðum „heiðursmorðum“, en 1,2 til 1,5 milljónir íraskra flóttamanna hafist nú við í öðrum ríkjum. Á sama tíma birti læknaritið Lancet rannsókn, þar sem komist er að þeirri nið- urstöðu að 650.000 manns hafi týnt lífi í Írak frá því að innrás var gerð í landið í marsmánuði 2003. | 18 Segir ástandið í Írak skelfilegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.