Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 34
Staksteinar 8 Umræðan 34/42
Veður 8 Bréf 42
Úr verinu 17 Minningar 43/47
Erlent 18/19 Staðurstund 50/56
Menning 20/21 Af listum 53
Höfuðborgin 22 Leikhús 54
Akureyri 22 Myndasögur 56
Austurland 23 Dægradvöl 57
Landið 23 Bíó 58/61
Daglegt líf 24/31 Dagbók 60/61
Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 62
* * *
Innlent
Davíð Oddsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, dregur í efa að sími
Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, hafi verið
hleraður. Hann segir að símar for-
sætis-, utanríkis- og dóms-
málaráðherra hafi verið athugaðir
reglulega með tilliti til mögulegra
hlerana. » 4
Nefnd, sem falið var að móta
framtíðarsýn um verndun og nýt-
ingu auðlinda í jörðu og vatnsafls,
leggur m.a. til að gjald verði tekið af
auðlindunum og valið á milli um-
sækjenda um nýtingu með upp-
boðum. » 16
Samkomulag Íslands og Banda-
ríkjanna um varnarmál var und-
irritað í Washington í gær. Condo-
leezza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði við undirrit-
unina að Ísland myndi njóta bestu
mögulegu varna. Geir H. Haarde
forsætisráðherra og Valgerður
Sverrisdóttir utanríkisráðherra
undirrituðu samninginn fyrir Ís-
lands hönd. » Miðopna
Erlent
Meira en 650.000 óbreyttir borg-
arar hafa beðið bana af völdum
stríðsátaka í Írak frá því að Banda-
ríkjamenn og Bretar réðust inn í
landið í mars 2003. Þetta er nið-
urstaða rannsóknar sem íraskir
læknar og bandarískir vísindamenn
hafa gert og gerð er grein fyrir í
nýjasta hefti læknaritsins Lancet.
» 18
Að minnsta kosti tveir fórust
þegar eins hreyfils flugvél var flogið
á 20. hæð íbúðarhúss á austurhluta
Manhattan í New York í gær. Ekk-
ert bendir til að um hryðjuverk hafi
verið að ræða en orrustuþotur voru
sendar á loft yfir bandarískum
borgum þegar fregnir bárust af slys-
inu. » 1
Tólf manns fórust þegar farþega-
lest og vöruflutningalest lentu í
árekstri í þorpinu Zoufftgen í
Frakklandi, um 1,6 km frá landa-
mærunum að Lúxemborg. Far-
þegalestin var að koma frá Lúx-
emborg og var á leið til borgarinnar
Nancy þegar hún mætti flutn-
ingalestinni. » 19
Kommúnistastjórnin í Norður-
Kóreu lýsti því yfir í gær, að litið
yrði á harðar refsiaðgerðir af hálfu
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
sem „stríðsyfirlýsingu“, jafnframt
því sem hún hótaði að gera frekari
tilraunir með kjarnavopn léti Banda-
ríkjastjórn ekki af þrýstingi sínum á
að gripið yrði til refsiaðgerða.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
sagði tilraunirnar hins vegar ógn við
heimsfriðinn. » 1
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær rúmlega hálfsextugan
karlmann, Jón Pétursson, í fimm ára
fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir og
hrottalegar líkamsárásir gegn fyrr-
verandi unnustu sinni auk frekari
líkamsárása gegn annarri konu sem
var sambýliskona hans um tíma. Er
þetta með allra þyngstu dómum sem
kveðnir hafa verið upp í nauðgunar-
málum hérlendis. Brotin voru framin
sumarið 2005 og í febrúar á þessu
ári.
Ákærði var dæmdur til að greiða
konunum tvær milljónir króna í
miskabætur og um 1,5 milljónir
króna í annan sakarkostnað.
Dómurinn taldi brot ákærða gegn
konunum sérlega hrottafengin og
hefði hann farið fram gegn þeim í
krafti líkamsburða sinna. Árásirnar
voru algerlega tilefnislausar að mati
dómsins sem tiltók sérstaklega að
ákærði hefði misnotað aðstöðu sína
gegn konunum og að þær hefðu verið
honum háðar, þó einkum önnur
þeirra. Nýtti ákærði sér það gróf-
lega hversu hún var honum háð, að
vandamenn hennar voru erlendis og
hún sjálf ótalandi á íslensku. Árásir
hans gegn henni þóttu sérstaklega
svívirðilegar þar sem þær voru liður
í því að kúga hana og undiroka. Var
hann sakfelldur af ákæru fyrir að
hafa slegið hana margoft víðsvegar
um líkamann og sparkað í hana á
heimili þeirra aðfaranótt 26. júlí. Síð-
ar um sumarið ruddist hann í heim-
ildarleysi heim til hennar og kýldi
hana margsinnis í andlit og líkama
og sparkaði í hana.
Viðbárur ákærða fráleitar
Ofbeldi hans gegn seinni konunni
sem framið var í febrúar var lang-
vinnt en hann hélt henni nauðugri í
íbúð sinni svo klukkustundum skipti
og nauðgaði henni í þrígang. Dóm-
urinn taldi fráleitar þær viðbárur
mannsins að ítrekað samræði við
konuna hefði farið fram með sam-
þykki hennar. Sannað var að hann
hefði ráðist á hana, rifið í hár hennar,
slegið andliti hennar í gólfið og dreg-
ið hana á hárinu inn í svefnherbergi
þar sem hann barði hana ítrekað í
höfuðið, sparkaði í hana, reif úr föt-
um og nauðgaði. Í næstu hrinu dró
hann konuna aftur inn í svefnher-
bergi og nauðgaði og í síðustu hrin-
unni dró hann hana enn inn í svefn-
herbergi þar sem hann þuklaði
líkama hennar og þegar hún grátbað
hann um að hætta reif hann í hana og
nauðgaði henni.
Í dómi segir að hin grófu brot
mannsins gegn konunum báðum hafi
haft miklar sállíkamlegar afleiðingar
í för með sér og ætti hann sér engar
málsbætur. Fyrri konunni var
ákærði dæmdur til að greiða 800
þúsund krónur í miskabætur.
Seinni konunni voru dæmdar
1.200 þúsund krónur í miskabætur.
Málið dæmdu héraðsdómararnir
Pétur Guðgeirsson dómsformaður,
Helgi I. Jónsson og Ingveldur Ein-
arsdóttir. Verjandi var Hilmar Ingi-
mundarson hrl. og sækjandi Sigríður
Elsa Kjartansdóttir, saksóknari hjá
ríkissaksóknara.
5 ára fangelsi fyrir
margar nauðganir
Einn allra þyngsti dómur sem fallið hefur í nauðgunarmáli
„ÞAÐ er mér mikil ánægja að vera
kominn hingað aftur tuttugu árum
eftir fund, sem markar, að mínu viti,
mikil tímamót í samtímasögu þessa
mikilfenglega lands ykkar,“ sagði
Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leið-
togi Sovétríkjanna, við komuna til
landsins í gær. Hann heldur fyrirlest-
ur í Háskólabíói í dag til þess að
minnast þess að 20 ár eru liðin síðan
leiðtogafundur hans og Ronalds
Reagans, þáverandi Bandaríkjafor-
seta, fór fram í Höfða.
Aðspurður sagði Gorbatsjov fund-
inn á sínum tíma hafa haft gríðarlega
mikla þýðingu. „Við þurftum að leysa
heiminn úr viðjum kjarnorkukapp-
hlaupsins,“ sagði Gorbatsjov og rifj-
aði upp að að fundi loknum hefði
George Schultz lýst því yfir að fund-
urinn hefði verið misheppnaður sök-
um þess að ekki hefði tekist að ná
samkomulagi um afvopnun, en sjálf-
ur hefði hann talið fundinn marka
mikilvæg þáttaskil þar sem hann
sýndi að leiðtogum Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna var alvara í ósk sinni
um afvopnun. Að mati Gorbatsjovs
hafði upplausn Sovétríkjanna þau
áhrif á ráðamenn Bandaríkjanna að
þeir ofmetnuðust. „Þannig hefur mál-
um verið háttað um langa hríð, hins
vegar sé ég ákveðin merki þess að sí-
fellt fleiri eru að átta sig á því að ekki
sé farsælt að eitt land ráði lögum og
lofum í heiminum,“ sagði Gorbatsjov
og tók fram að hann sæi þess æ fleiri
merki að Bandaríkjamenn óskuðu
sjálfir ekki lengur eftir því að gegna
hlutverki alheimslögreglu.
Gorbatsjov var að lokum inntur
eftir viðbrögðum við morðinu á Önnu
Politkovskayu, blaðakonu á Novaya
Gazeta, sem Gorbatsjov er einn eig-
enda að. Sagðist hann harma dauða
hennar, enda væri um að ræða mik-
inn missi þar sem hún hefði verið einn
besti penni blaðsins. Sagðist hann
hafa miklar áhyggjur af stöðu
frjálsra fjölmiðla í heimalandi sínu.
Morgunblaðið/Sverrir
Afmæli Mikhaíl Gorbatsjov við komuna til landsins í gær. Hann flaug með einkavél Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar, forstjóra Novator. Hér sést hann heilsa Jóni Kristni Snæhólm, aðstoðarmanni borgarstjóra Reykjavíkur.
Leiðtogafundurinn árið
1986 markaði þáttaskil
Gorbatsjov minnist 20 ára afmælis fundarins hérlendis
Í HNOTSKURN
»Fundur Gorbatsjovs ogReagans í Höfða árið 1986
leiddi til þess að þeir undirrit-
uðu gagnkvæmt afvopn-
unarsamkomulag árið 1987.
»Gorbatsjov hlaut frið-arverðlaun Nóbels árið
1990.
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
fimmtudagur 12.
10. 2006
íþróttir mbl.is
íþróttir
Blikastúlkur í Evrópuleik gegn Arsenal í Kópavogi » 4
SÁRT TAP FYRIR SVÍUM
„ÁN EFA BESTI LEIKUR LIÐSINS UNDIR MINNI
STJÓRN,“ SEGIR EYJÓLFUR SVERRISSON
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Eyjólfur sagði að vonbrigðin hefðu
ekki leynt sér í búningsklefanum
eftir leikinn. Þjálfarinn hrósaði
sínu liði og taldi að réttlætinu hefði
ekki verið fullnægt. „Sænska liðið
lék alls ekki illa. Þeir eru einfald-
lega í öðrum gæðaflokki en við eins
t ð í d Við t þ í
sér í leiknum. Höfðu heppnina með
sér og svona er fótboltinn.“
Hvernig leið þér þegar Kim
Kallström jafnaði leikinn úr auka-
spyrnunni – mínútu eftir að Arnar
Viðarsson hafði komið Íslandi í
1:0?
„Mér leið alveg hræðilega.“
Fannst þér að liðið hefði getað
gert betur í því tilviki?
„Já. Kannski hefðum við átt að
setja fleiri en einn leikmann í varn-
arvegginn. Tilhlaupið hjá Kallst-
röm gaf til kynna að hann ætlaði
sér ekkert annað en að skjóta.“
Eyjólfur taldi að flest það sem
hann lagði áherslu á fyrir leikinn á
æfingum liðsins hefði gengið eftir.
„Við ætlum að bera höfuðið hátt
eftir þennan leik og byggja á því
f i f tíði Liðið lék i
lenska liðinu fyrr en hann gerði –
þegar hann setti Marel Baldvins-
son inn á og færði Eið Smára Guð-
j h ft á ölli
leikjunum, þrjú stig, meira eða
minna en þú áttir von á áður en
keppnin hófst?
É ð l ið ð á þ
í liðinu er ekki nógu mikill. Við er-
um að vinna í því og þessi leikur
var virkilega gott skref í þá átt.“
Íslendingar búast alltaf við
miklu af Eiði Smára Guðjohnsen.
Fannst þér hann leika undir getu?
„Eiður var einfaldlega mjög
þreyttur í leiknum. Hann hefur
ekki leikið marga leiki í röð með
sínu félagsliði og það kom niður á
honum í þessum leik. Það virtist
allt vera erfitt fyrir hann en með
betri leikæfingu verður þetta ekk-
ert vandamál hjá Eiði Smára.“
Þjálfarinn hrósaði Kristjáni Erni
Sigurðssyni sérstaklega fyrir sitt
framlag.
„Kristján átti stórglæsilegan
leik. Það er mjög jákvætt fyrir
okkar lið að hann skuli koma svona
t k i í þ tt á ý Þ ð
Án efa besti leikur liðsins
Ég er að sjálfsögðu ekki sáttur við
úrslitin. Þetta var án efa besti leik-
ur liðsins undir minni stjórn. Þjálf-
ari sænska liðsins baðst afsökunar
eftir leikinn á að hans lið hefði
„stolið“ sigrinum,“ sagði Eyjólfur
Sverrisson, þjálfari íslenska lands-
liðsins, eftir 2:1-tapið gegn Svíum á
Laugardalsvelli í gær.
ÞAÐ er alltaf erfitt að leika gegn Íslendingum hér í
Reykjavík - liðið er vel skipulagt og baráttan er alltaf til
staðar. Við sköpuðum okkur ekki mörg færi en nýttum
þau sem við fengum. Það var erfitt að finna smugur á ís-
lensku vörninni. Það eru ekki alltaf sanngjörn úrslit í
knattspyrnu og við getum verið sáttir við að hafa fengið
þrjú stig á útivelli gegn Íslendingum,“ sagði Lars Lag-
erbäck þjálfari sænska landsliðsins við Morgunblaðið í
gær. „Íslendingar hafa ekki haft heppnina með sér fram
til þessa í riðlakeppninni en liðið er öflugt þegar það
nær sér á strik,“ bætti hann við.
Heppnin með okkur
Myndatexti hér
Morgunblaðið/ÞÖK
Vonbrigði Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði íslenska landsliðsins leyndi ekki vonbrigðum sínum í leikslok eftir 2.1- tap liðsins gegn Svíum á Laugardalsvelli í gær.