Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.10.2006, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bogota. AP. | Vísindamenn hafa fundið áður óþekkta fuglategund í regnskógi í Andesfjöllum í Kól- umbíu. Tegundin fannst á mjög heppi- legum tíma fyrir umhverfisvernd- arsinna. Hún stuðlaði að því að ríkisstjórn Kólumbíu samþykkti að vernda um það bil 200 hektara af afskekktum skógi þar sem fuglinn fannst. „Það hefur mikla þýðingu að finna nýjar fuglategundir þar sem það beinir athyglinni að óvernduðum svæðum,“ sagði Yves De Soye, talsmaður alþjóðlegu fuglaverndarsamtakanna Birdlife International. „Talið er að á þess- um slóðum séu margar dýra- og jurtategundir sem vísindamenn hafa ekki enn fundið og rann- sakað.“       !"# $ #!%              !  " #     $%    %  &    '  ( )   *+  ,#   ", & $+ (               !  "   #$ %   &    ' ( )# & *  ( +, & -."&$ - .  / '   /  (       (   0   + "1)      2  . ! 1 . ,    2   33 1  *3  )$ 45)   (    +  ! .&    )   2&  1  6     "  !  & ( 3   )$   ! 0 1 2 3 4 5 - 78'*9:;' 7!! 6    <=8>                  !" Fundu nýjan fugl Seoul. AP. | Kim Jong-Il, leiðtogi kommúnistastjórnarinnar í Norður- Kóreu, er einn af dularfyllstu stjórnmálamönnum heimsins, kubbslegur einfari með sólgleraugu og hár sem stendur út í loftið. Í huga margra minnir hann á erki- óvininn í annars flokks spennu- myndum, brjálaða snillinginn sem er staðráðinn í að hleypa öllu í bál og brand í heiminum. Kim Jong-Il er þó álitinn slægur leiðtogi og gerðir hans falla inn í tiltölulega einfalt mynstur sem snýst aðeins um eitt markmið: að halda völdunum í þessu fátæka landi þar sem hann og þeir, sem vernda hann, lifa munaðarlífi sem flestir landar þeirra geta ekki ímyndað sér. Kynt undir stríðsótta Tilkynning Norður-Kóreu- stjórnar um að hún hafi sprengt kjarnorkusprengju neðanjarðar í tilraunaskyni er enn einn liðurinn í þeirri stefnu Kim að stugga við óvinum sínum og halda þeim í skefjum með því að auka spennuna á Kóreuskaga og kynda undir ótta um stríð í Austur-Asíu. Tilkynningin er rakin til þess að Kim sé fullviss um að stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hafi í hyggju að steypa komm- únistastjórninni af stóli. Í huga Kim er kjarnorkusprengja fyrst og fremst tæki til að tryggja að stytt- unum af honum verði ekki steypt af stalli í Pyongyang eins og stytt- urnar af Saddam Hussein í Bagdad. Kim vill einnig að stjórn sín njóti viðurkenningar sem lögmæt stjórn á alþjóðavettvangi og honum er mikið kappsmál að tryggja samn- inga um fjárhagsaðstoð og viðskipti til að binda enda á hörmung- arástandið í Norður-Kóreu og af- stýra því að þjóðin rísi upp gegn al- ræðisstjórninni. „Þeir eru fullvissir um að beiti þeir ekki hörku verði þeir ekki að- eins sniðgengnir, heldur verði að lokum ráðist inn í landið,“ sagði Michael Breen, höfundur bókar um ævi Kim. Dyntóttur einfari Kim er um 160 sentímetrar á hæð og Vesturlandabúar hafa oft hæðst að honum fyrir að nota skó með þykkum sólum og láta hárið standa út í loftið til að virðast stærri en hann er. Þótt Kim leitist við að vera áber- andi í fasi og klæðaburði þykir hann sérlega einförull. Hann hefur sjaldan farið frá heimalandi sínu, vill ekki ferðast með flugvélum og notar því sérstaka lúxuslest með öll nútímaþægindi á borð við gervi- hnattanetaðgang. Kim stjórnar með harðri hendi og talið er að þúsundum pólitískra fanga sé haldið í fangabúðum í landinu við skelfilegar aðstæður. Heilu fjölskyldurnar, jafnvel börn, eru fangelsaðar vegna meints glæps ættingja. Stjórnin ýtir einnig undir taum- lausa persónudýrkun. Myndir af Kim sjást á byggingum og inni á heimilum hvarvetna í landinu og ríkisfjölmiðlarnir tíunda skrif hans á hverjum degi. Kim er sagður hafa miklar mæt- ur á kvikmyndahetjunni Rambó, James Bond og fleiri spennumynd- um frá Hollywood. Utanríkisstefna hans þykir draga dám af þessu áhugamáli: þegar vandamál steðja að teflir hann á tæpasta vað og leggur allt að veði til að fá and- stæðinginn til að láta undan. Ráðamennirnir í Norður-Kóreu samþykktu eftir viðræður við stjórn Bandaríkjanna árið 1994, í forsetatíð Bills Clintons, að loka kjarnakljúfi sínum gegn því að Bandaríkjamenn aðstoðuðu þá í orkumálum og tækju upp stjórn- málasamband við landið. Sam- komulagið náðist eftir nokkrar spennuþrungnar rimmur og hótanir Norður-Kóreustjórnar um að breyta Seoul, höfuðborg Suður- Kóreu, í „logandi eldhaf“. Stjórnin í Pyongyang sakar Bandaríkjamenn um að hafa svikið þetta samkomulag og hefur nú aft- ur í hótunum til að knýja þá að samningaborðinu. Kim er tamt að tefla á tæpasta vað Leiðtogi Norður-Kóreu er sannfærður um að Bush Bandaríkjaforseti vilji steypa honum af stóli AP „Rambó Norður-Kóreu“ Kim Jong-Il með norður-kóreskum hermönnum. Hermt er að hann hafi miklar mætur á kvikmyndahetjunni Rambó. Í HNOTSKURN » Kim Jong-Il er 64 ára ogkomst til valda árið 1994. » Bush Bandaríkjaforsetisagði í stefnuræðu sinni árið 2002 að Norður-Kórea væri hluti af „öxli hins illa“. » „Það að stimpla Norður-Kóreu þannig er eins og að reyna að tala við konu með því að kalla hana skækju,“ sagði Paik Hak-soon, sérfræðingur í málefnum N-Kóreu í Seoul. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is MEIRA en 650.000 óbreyttir borg- arar hafa beðið bana af völdum stríðsátaka í Írak frá því að Banda- ríkjamenn og Bretar réðust inn í landið í mars 2003. Þetta er a.m.k. niðurstaða rannsóknar sem íraskir læknar og bandarískir vísindamenn hafa gert og sem gerð er grein fyrir í nýjasta hefti læknaritsins Lancet. Um er að ræða uppfærslu á rann- sókn sem vakti mikla athygli í októ- ber 2004, en þá giskuðu vísinda- mennirnir á að allt að 100.000 manns hefðu týnt lífi í Írak frá því í mars 2003. Sú tala var mun hærri en hafði heyrst annars staðar og víst er að mat bandarísku vísindamannanna nú ætti ekki síður að vekja athygli. Má nefna sem dæmi að George W. Bush Bandaríkjaforseti giskaði í ræðu í desember sl. á að 30.000 óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi í Írak á undanförnum tveimur og hálfu ári og bresku samtökin Iraq Body Count hafa talað um 50.000 látna. Samanburður á dánartíðni fyrir innrás í Írak Rannsóknin fór þannig fram að tæplega tvö þúsund heimili á 47 stöð- um í Írak voru heimsótt og var rætt við samtals 12.801 Íraka. Var fólk spurt spurninga um það hversu margir byggju á heimilinu og hversu mörg dauðsföll og hversu margar fæðingar hefðu átt sér stað í fjöl- skyldunni síðan í janúar 2002. Vísindamennirnir báru síðan sam- an tölfræðilegar upplýsingar um ástandið árið fyrir innrásina í Írak og þau misseri sem liðið hafa síðan ráðist var á landið. Er niðurstaðan sú að 655.000 hafi látist á þessu tíma- bili sem ekki hefðu dáið ella. Dánartíðni á ári fyrir innrásina í Írak var skv. greininni í Lancet 5,5 fyrir hverja 1.000 íbúa; þessi sama tala frá því í mars 2003 er hins vegar 13,3 fyrir hverja 1.000 íbúa. Var munurinn á þessum tölum notaður til að reikna út „aukaleg dauðsföll“. Vísindamennirnir sem fram- kvæmdu rannsóknina viðurkenna vandamál er tengjast söfnun upplýs- inga, en þeir segja „rosalegt óör- yggi“ hafa valdið því að ekki var hægt að stoppa lengi við á sama stað. Þetta geti hins vegar alveg þýtt að fleiri hafi látist heldur en færri Átta íraskir læknar framkvæmdu rannsóknina en sérfræðingar við Bloomberg-heilbrigðisdeildina við Johns Hopkins-háskólann í Banda- ríkjunum höfðu yfirumsjón með henni og unnu úr gögnunum. Telja 650.000 manns hafa fallið frá upphafi innrásar Miklu hærri tölur um mannfall í Írak en áður hafa heyrst Reuters Blóðbað Ekkert lát er á vargöldinni í Írak en á myndinni sést írösk kona ganga framhjá bíl sem sprengdur var í loft upp í Bagdad. Tveir týndu lífi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.