Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 25 ÁTTHAGAFÉLAG Óslandshlíðar í Skagafirði var stofnað árið 2000. Eitt af verkefnum félagsins hefur verið umsjón með Hlíðarlundi sem er fallegur og vel hirtur reitur við samkomuhúsið Hlíðarhús. Á dög- unum var sett upp upplýsingaskilti sem ætlað er þeim sem vilja skoða lundinn og minnisvarðana sem þar eru. Minnisvarðarnir eru þrír, allir stuðlabergssteinar og til minningar um byggð og merka atburði sem rekja má til Óslandshlíðar. Ysti steinninn í lundinum, sem var settur upp árið 2000, er til minn- ingar um byggð í Óslandshlíð, en all- ir bæir í byggð og áður byggð ból eru talin þar upp. Syðri steinninn í lundinum, var settur upp árið 2002 og er til minningar um upphaf sam- félagsþjónustu á Íslandi, en með steininum á melnum fyrir norðan Hlíðarhús, sem var settur upp árið 2004, er kennsluhátta fyrri tíma minnst. Á tveimur síðasttöldu steinunum er að finna merkar upplýsingar, annars vegar um elstu skráðar heimildir um samfélagsþjónustu á Íslandi sem var í Óslandshlíð. En samfélagsþjónustu þar má rekja til áttundu bókar Íslendingasagna þar sem sagt er frá boðskap og framtaki Arnórs Kerlingarnefs á Miklabæ í Óslandshlíð . Á síðastnefnda stein- inum eru síðan upplýsingar um far- kennsluna sem var alls ráðandi í kennslutilhögun í sveitum og raunar öllu dreifbýli á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar. Ingibjörg Ólafsdóttir á Krossi hefur verið formaður átt- hagafélagsins frá stofnun þess. Aðr- ir í stjórn nú eru Bjarni Halldórsson frá Tumabrekku, Halldór Þ. Ólafs- son á Miklabæ, Ingibjörg Stef- ánsdóttir frá Hlíðarenda, Þorvaldur Ingi Guðjónsson á Krossi og Þórður Eyjólfsson frá Stóra-Gerði. Upplýsingaskilti sett upp við Hlíðarlund Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Upplýsingaskiltið við Hlíðarlund F.v.: Ari Sigurðsson,Ingibjörg Stef- ánsdóttir,Halldór Þ.ÓLafsson, Ingibjörg Ólafsdóttir og Þórður Eyjólfsson. Séra Hjálmar Jónsson orti fyrirsíðustu kosningar vísu sem vert er að rifja upp á þessum tímapunkti: Nú er offramboð mætra manna, sem mörg nýleg dæmi sanna. Fyrst er prófkjör og röðun, síðan pólitísk böðun og svo grátur og gnístran tanna. Kristján Bersi Ólafsson horfði á Silfur Egils um helgina: Frambjóðendur eru nú með Agli á spjalli, hreykja sér á háum palli, – af honum er líklegt sumir falli. Guðmundur Steingrímsson tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar, sonur Steingríms Hermannssonar. Jóhannes í Syðra-Langholti grunar að hugleiðingar Steingríms séu á þessa leið: „Ja, á ég nú með strák mínum að standa og strika kross á prófkjörs blað? Nú er ég í voðalegum vanda. Ég verð nú bara að segja það.“ Halldór Blöndal lauk ræðu sinni við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra með þessari vísu: Samfylkingin er á báðum áttum hvað hún vill það veit ég ei en Vinstri grænir segja nei. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af pólitík SÁLFRÆÐINGAR við Kaliforn- íuháskóla halda því fram að konur klæði sig í djarfari föt eða „flottari“ á mælikvarða tískunnar á þeim tíma tíðahrings þegar egglos er. Rannsókn var gerð á konum í há- skóla og niðurstöðurnar urðu þær að klæðaburður kvennanna breytt- ist þegar þær höfðu egglos. Dóm- nefnd skipuð körlum og konum skoðaði ljósmyndir af þeim og bar saman við tíðahring. Sérfræðingur við sálfræðideild háskólans segir konurnar þá frekar hafa klæðst pilsum, verið í flíkum sem sýndu meira af beru holdi og tískuvitund þeirra aukist, þ.e. fötin verið meira í takt við tískuna. Nið- urstöðurnar birtust í fræðiritinu Hormones and Behavior, eða Hormónar og hegðun. Mörg dýr láta frá sér sterka lykt á mökunartíma, breyta um lit eða gefa önnur greinileg merki frá sér um löngun til að fjölga sér. Konur hafa til þessa ekki þótt bera það ut- an á sér hvenær þær hafa egglos en fyrrnefndur rannsóknarhópur seg- ist nú hafa greint þau merki, þ.e. að klæðnaður verði djarfari og tísku- tengdari og meira hold sjáanlegt. Reuters segir frá þessu. Konur djarfari við egglos TILBOÐSDAGAR Ferðatæki með geislaspilara og kassettu. FM útvarp. Tengi fyrir heyrnatól Verð 4.995.- stgr. Scott ferða DVD spilari með 2 x 6,5” LCD skjám - CRX808 AV inn. AV út. 12 volt. Fjarstýring.Taska fylgir. Hægt að hengja aftan á höfuðpúða. Verð nú 24.990.- Verð áður kr 34.990.- Sparaðu 10.000.- Daewoo Tvöfaldur ísskápur með klakavél - AGFRSU20DAI Stál tvöfaldur skápur í orkuflokki A. Kælir og frystir hlið við hlið. Rúmmál kælirýmis nettó er 334 lítrar. Rúmmál frystirýmis nettó er 170 lítar. Kælir með 4 glerhillum og 3 grænmetisskúffum. 0°C skúffa kjörin til afþíðingar. Flöskuhilla og velinnréttað geymslurými í hurðinni. „Magic Cool Zone“ fyrir geymslu á grænmeti. Frystir með 3 hillum, 2 skúffum ásamt hillum í hurð. Frystigeta er 8 kg á sólarhring. Sjálfvirkvirk ísmolavél gefur klaka, mulinn ís og ískalt vatn. Sjálfvirk afhrímun í kæli og frysti „No-Frost“. Rafrænar stýringar. Stafrænn aflestur utan á frysthurðinni. Skápur með 1 pressu og hljóð uppá 44 dB. Á hjólum sem auðvelda flutning. Stærð (hxbxd): 179x90,3x73 cm Verð 148.995.- stgr. Daewoo Tvöfaldur ísskápur með klakavél - AGFRSU20DAW Hvítur tvöfaldur skápur með stafrænum stillingum. Klakar, mulinn ís og ískalt vatn. Orkuflokki A. Kælir og frystir hlið við hlið. Rúmmál kælirýmis nettó er 334 lítrar. Rúmmál frystirýmis nettó er 170 lítar. Kælir með 4 glerhillum og 3 grænmetisskúffum. 0°C skúffa kjörin til afþíðingar. Flöskuhilla og velinnréttað geymslurými í hurðinni. „Magic Cool Zone“ fyrir geymslu á grænmeti. Frystir með 3 hillum, 2 skúffum ásamt hillum í hurð. Frystigeta er 8 kg á sólarhring. Sjálfvirkvirk ísmolavél. Sjálfvirk afhrímun í kæli og frysti „No-Frost“. Stafrænn aflestur utan á frysthurðinni. Skápur með 1 pressu og hljóð uppá 44 dB. Skápurinn er á hjólum sem auðvelda flutning. Stærð (hxbxd): 179x90,3x73 cm. Verð 123.995.- stgr. “28 DAEWOO Örbylgjuofn – AGKOR69Y5 20 Lítra. 800w. 5 mismunand hitastillingar. 35 mín tímastillir. Verð 7.900.- stgr. “15 Elfunk 15” LCD sjónvarp – AGLT1508 “14 Elfunk 28” sjónvarp – AG2840 2 x Scart. RCA. S-vhs. Útgangur fyrir heyrnatól. Fjarstýring. Íslenskt textavarp. B: 74,5 cm - H: 47 cm - D: 48 cm Verð 28.900.- stgr. RCA inn að framan framan. 1 x scart. Tengi fyrir heyrnatól. Fjarstýring. Inniloftnet fylgir. Hæð: 40cm – Breidd: 37cm – Dýpt: 39cm Verð 18.995.- Styður upplausn allt að 1024 x 768. Sjálfvirk stöðvaleitun. 100 stöðva minniTextavarp. Scart. RCA. S-vhs.Tengi fyrir heyrnatól. Fjarstýring. 12 og 220 volt. Veggfesting fylgir. Elfunk 14” sjónvarp með DVD spilara – AG1425 Verð nú: 34.990.- Verð áður: 49.990.- Sparaðu 15.000.- EDESA Þvottavél – L3126 Verð nú 44.900.- Verð áður 57.900 Sparaðu 13.000.- Þvottamagn 6 kg. Rafeindastýrð. Tímaseinkun. Stopp í síðasta skolvatni. Val um 1200/800/400/0 vindingu. Hægt að stilla fram í tímann upp í 24 tíma. S tór hurð 30 cm. Með aðgengilegri lósíu Tekur 6 kg af þvotti. Tvær hitastillingar. Tímastilltur 120 mín max. Hæg kæling síðustu 10 mín. Krumpuvörn. Lógsigti. 2 metra barki. Íslenskar leiðbeiningar. Verð nú 19.995.- Verð áður 26.995.- Sparaðu 7.000 White Knight Barkaþurrkari – CL447 Scott ferðaútvarpstæki með geislaspilara – AGSX22DB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.