Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 12.10.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 29 sum þeirra hlakka til að fá nýtt slátur á haustin. Kannski leggjum við þessa sláturgerð af þegar börnin verða farin að heiman.“ Sláturgerðin er vel skipulögð og greinilegt á handtökunum að þarna er vant fólk á ferðinni. Þau segja enga sérstaka verkaskipt- ingu viðhafða, allir hafi einhvern tímann gert öll verkin. Skyndi- lega skellur á stjórnarkreppa eitt augnablik með tilheyrandi hróp- um og köllum en á því er tekið með fimlegum fíflagangi og allt fellur í ljúfa löð eftir gott hláturs- kast. Sviðahausaveisla Þau segjast vera íhaldssöm í sláturgerðinni og nota alltaf sömu uppskriftina sem er frá Ingi- björgu móður Kristínar Þóru. „Við prófuðum einu sinni að daðra við nýjung og settum hvít- lauk í lifrarpylsuna en krökk- unum fannst það ekki gott svo við höldum okkur við þessa gömlu góðu, hún stendur fyrir sínu. Við höfum ekki dregið úr mörnum eins og margir virðast gera vegna mikils ótta við dýrafitu. Við vitum sem er að heilinn í börnum þrosk- ast ekki nema þau fái fitu. Auk þess er áríðandi að viðhalda mýktinni hjá okkur fullorðna fólk- inu.“ Sláturgerð er mikil búbót, enda er heimagert slátur ódýr matur. „Annar innmatur og sviðin eru líka herramannsmatur og við bjóðum ættingjum til sviðahausa- veislu á hverju hausti. Svo er þetta allt saman óskaplega hollt og lífrænt, því ekki eru eiturefni eða viðbætt aukaefni í lömbunum sem koma af fjallinu.“ Allt vill lagið hafa Fyrst er mör, blóði, mjöli og öðru tilheyrandi blandað saman í bala, síðan fyllt á keppina, saumað fyrir og þeir loks frystir eða soðnir. Áratugareynsla Jón Júlíus segir reynsluna skapa réttu tilfinninguna fyrir því magni sem fara skal í hvern kepp af blóðmör. NÚ þegar hausta tekur og lands- menn verða áþreifanlega varir við myrkrið ætlar Rafsól að efna til svokallaðra perudaga, sem standa munu út mánuðinn. Verslunin býð- ur þá viðskiptavinum sínum aðstoð við val á réttum ljósaperum og verða allar perur seldar á sér- stökum afslætti. Boðið verður upp á ráðgjöf varðandi orkusparnað í inni- og útiljósum svo og varðandi alla almenna lýsingu á heimilum. Oft vill það brenna við að keyptar eru rangar perur. Algengast er að styrkleiki perunnar sé ekki réttur, annaðhvort of mikill fyrir ljósið eða of lítill og lýsingunni er því ábóta- vant. Einnig kemur það fyrir að fólk velur skrúfugang á peruna sem passar ekki fyrir ljósið og ekki er alltaf vitað um lengdir flúorper- unnar. Verslunin Rafsól er til húsa í Skipholti 33. Perudagar Blóðmör (dugar fyrir fimm slátur, eða 25 keppi) 2 l blóð ½ l vatn 2 msk. salt 1 tsk. pipar 1 tsk. timjan 3 bollar rúgmjöl 3 bollar heilhveiti 5 bollar haframjöl 3 bollar rúsínur 1–1,25 kg mör Blóðið sigtað, vatn sett saman við, síðan krydd og mjöl og mör sett út í síðast. Hrært vel saman með höndunum. Slátur skal sjóða í 2–3 klst. við hæga suðu. Best er að bera það fram með nýjum kartöflum, soðnum gulrófum og soðnum gulrótum. Eftir að blóðmörinn hefur verið soðinn, steikja sumir hann í sneiðum á pönnu og sykra jafnvel. Lifrarpylsa (dugar fyrir fimm slátur, eða 25 keppi) 2,5 kg lifur 10 nýru 3 matsk salt 1 matsk pipar 1 bolli sykur 1 ¾ l mjólk 1 bolli hveiti 2 bollar heilhveiti 1 bolli rúgmjöl 7–8 bollar haframjöl 1–1,25 kg mör Lifur og nýru hakkað saman, krydd, sykur og mjólk sett út í, hrært saman, öllu mjöli bætt út í og mörnum blandað saman við að lokum. Hollur hversdagsmatur Við höfum ekki dreg- ið úr mörnum eins og margir virðast gera vegna mikils ótta við dýrafitu. Við vitum sem er að heilinn í börnum þroskast ekki nema þau fái fitu. Auk þess er áríðandi að viðhalda mýktinni hjá okkur fullorðna fólkinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.